24.10.98

Hörð keppni í enduro í sumar



Akstursíþróttir hafa á undanfómum árum notið sífellt meiri vinsælda meðal landans og eiga þar stóran þátt sjónvarpsþættirnir Mótorsport.
Í sumar byrjaði enn ein akstursíþrótt sem ekki hefur verið keppt í áður til íslandsmeistara og er það
enduro (þolaksturskeppni) og er þar keppt á torfærumótorhjólum. Keppnin er í raun bæði ratkeppni og kappakstur. Keppnisbrautin er valin og ekki máæfa sig í brautinni fyrir keppni. í brautina eru sett mörg hlið og ef sleppt er hliði reiknast 10 mínútur í refsingu svo að ökumenn verða að gæta þess að aka brautina rétt.
Fyrir keppni er ekið með alla keppendur í hring í fyrirhugaðri keppnisbraut til að þeir læri að aka
brautina rétt og sjái þær hættur sem leynast í henni. Þegar keppni hefst er hjólunum raðað í beina línu
og standa ökumennirnir 20 metra fyrir framan hjólið sitt. Þegar keppendur eru ræstir hlaupa þeir
af stað 1 átt að hjóli sínu, setja í gang og bruna af stað inn á brautina. Brautirnar í sumar voru 40 til 80
kílómetra langar og ekið er í einni lotu.
Fyrsta keppnin var ekin í maí við mynni Jósepsdals og var sú braut 7,3 km á lengd. Eknir voru 6 hringir, eða alls 44 kílómetrar. Það var Viggó Viggósson sem sigraði á timanum 1.02.26 með meðalhraða upp á 42 km á klst.
Önnur keppnin fór fram við Ketilás í Fljótum og var haldin í tengslum við landsmót Sniglanna. Brautin þar var 5,9 km á lengd og voru eknir 7 hringir eða alls 41 kilómetri. Sigurvegari þar varð Þorvarður Björgúlfsson á tímanum 1.02.28 með meðalhraða upp á 39 km/klst. og var hann aðeins 6 sekúndum á undan næsta manni sem var Reynir Jónsson.
Þriðja og síðasta keppnin í sumar fór fram 26. september við Húsmúlarétt. Fyrir þá keppni voru fjórir keppendur sem allir gátu orðið Islandsmeistarar eins og sjá má á töflunni til hliðar.


Það var því ljóst að keppnin myndi verða hörð á milli fjórmenninganna. Þegar keppnin hófst var það Einar sem náði forystunni en fast á eftir honum kom Þorvarður. Einar datt og tafðist við það i nokkrar mínútur og Þorvarður var svo óheppinn að drepa á hjólinu í fyrsta hring, sem var 20 km, og áttu þeir nú eftir 3 hringi. Viggó náði forystunni og staðan hélst þannig alla keppnina: Viggó fyrstur, Einar annar og Þorvarður þriðji. Viggó sigraði á tímanum 1.31.39 og Einar varð annar á tímanum 1.32.59. Þorvarður varð í 3. sæti með tímann 1.36.48 eftir lengstu og erfiðustu endurokeppni sem haldin hefur verið i ár. Viggó var með 52 kílómetra meðalhraða á klukkustund í keppninni en reynt er að leggja brautirnar þannig að meðalhraði fari ekki upp fyrir 60 kílómetra á klukkustund.






DV
24.10.1998

https://timarit.is/