Rennur af stað ungi riddarinn / rykið það
þyrlar upp slóð..." orti skáldið einhverju sinni um riddara götunnar,
þann sem „geystist um á mótorfák" og gerði
ungar dömur veikar af þrá.
Guðni Ágústsson
alþingismaður hefur sjaldnast verið talinn til
þess hóps manna sem stunda slíkt, enda hefur hann aldrei á mótorhjól sest né klæðst
leðri. Öllu algengara er að sjá hann í einkennisklæðnaði alþingismanna á jakkafötum og
skyrtu með bindi. Guðni fékst engu að síður á
að mæta í töffaraverslunina Gullsport og
skipta um ham.„Auðvitað átti ég mér
þann draum sem
strákur að svífa með
ástina mína fyrir
aftan mig eitthvað
út í náttúruna. Ég
hef hins vegar
aldrei þorað að fá
mér hjól eða vera i
fötum eins og þessum. Það eru hins
vegar tveir alþingismenn sem eiga
mótorhjól, þau
Árni Johnsen og
Siv Friðleífsdóttir,"
segir Guðni þegar
hann er að klæða sig
í leðrið sem er alls
ekki létt verk fyrir óvanan
mann . Mótorhjólamenn segja þó að leður sé
ómissandi öryggistæki þar eð
margir útlimir hafi bjargast þegar menn detta
af hjólunum en það
hendir víst allt of oft.
Guðna líður vel í gallanum þó að hann
kvarti yfir því að
hann sé heldur
þungur og óþjáll.
Hann líkir sjálfum sér
við vélmenni og á þá sjálfsagt
við vélmenni af Terminator-gerð.
Enda er samlíkingin alls ekki svo fjarri lagi.
Guðni segist alls ekki geta hugsað sér að breyta um lífsstíl og heldur að það þurfi meiri ofurhuga en sig til þess að söðla um á svo afgerandi hátt. -þhs
Riddari Alþingis
https://timarit.is/files/12753693
Smygl á Mótorhjóli
https://timarit.is/files/12757345
Reynsluakstur SLR
https://timarit.is/files/12702571