20.3.79

Bílungar

Vissuð þið að málhreinsunarmenn á sjöunda áratugum vildu kalla mótorhjól ,"Bílunga".

Sem betur fer náði það ekki hilli landans .

Mynd úr Mogganum 1979


Hinir síðustu verða fyrstir sannaðist í þessari bifhjólakeppni (Venezuela fyrir nokkru. — Bifhjólið sem aftast er (númer 7), sem Bretinn Barry Sheene ók, kom fyrst í mark í þessari Venezuela Grand Prix-keppni. — Sá sem hefur forustuna þegar myndin er tekin er írinn Tom Herron. — Það er svo annað mál, að þessi mótorhjól eru komin með svo mikið utanáliggjandi blikkskraut að þau minna lítt (nema hjólin tvö) á bílunga, eins og málhreinsunarmenn hér í gamla daga vildu láta kalla mótorhjólin.

Með mótorhjólið um borð

Í gamla daga, og reyndar enn þann dag í dag, hafa sum skipafélög lagt áhöfnum skipa sinna til reiðhjól, þannig að sjómenn geti skroppið í hjólatúr í erlendum höfnum; en það er bæði heilsusamlegt og þægilegt. Sjómenn hafa ekki mikla hreyfingu miðað við fólk í landi, sem gengur mikið. Þess vegna kemur hjólið sér vel.

    En hjólið hefur líka annað gildi, menn komast leiðar sinnar án þess að taka rándýra leigubíla, því oft er örðugt að fá strætisvagna í nágrenni við skipalægin, og maður verður að þekkja leiðakerfið þar að auki.
   Auðvitað væri þægilegast að sjómaðurinn gæti haft bílinn sinn með og notað hann í höfnum, en það væri nú einum of mikið. Þá kemur til greina að eiga mótorhjól, eða rafdrifið mótorhjól, sem er að verða vinsælt austan hafs og vestan.

NÝTT AFKVÆMI HJA SKELLINÖÐRUÆTTINNI

 Þetta hjól, sem líklega er af skellinöðruættinni, en það er framhald af svonefndu moped hjóli (motor and pedal) þar sem hjólið er bæði með stigna pedala og mótordrifið. Þetta nýja hjól er hinsvegar nefnt Electroped.
   Electroped hjólið er alveg hreinasta raritet, einkum þar sem það má taka í sundur, og það er aðeins venjulegt reiðhjól með rafgeymi á bögglaberanum fyrir aftan hjólreiðamanninn, en rafmótor er komið fyrir ofan á gafflinum yfir framhjólinu. Þar er drifhjól, sem vinnur á gúmmídekkinu.
   Rafgeyminn geta menn hlaðið á nóttunni og kostar hleðslan á núgildandi rafmagnsverði um 50 krónur, en hleðslan er 12 volta rafgeymir, 34 amp.
  Hjólið kemst um það bil 40 kílómetra leið á einni hleðslu, en það er meira en flestir ökumenn aka á virkum dögum í bæjarkeyrslu. Hjólið kostar erlendis 80—120 þúsund krónur, og er verðmunurinn fólginn í mótorstærðinni, en rafmótorinn er ýmist lA eða 1 hestafl.


mynd: 
Myndin lengst til vinstri sýnir Electroped í akstri. Rafmótorinn yfir framhjólinu, rafgeymirinn/orkan á bögglaberanum. Næsta mynd sýnir hjólið, sem taka má í sundur með tengslum, raflínan og stellið er rofið. Stór handskrúfuð skrúfa læsir tengslum. Hjólið tekur síðan mjög lítið pláss og má jafnvel geyma það í farangursgeymslu á Volkswagenbjöllu.  
SJÓMANNABLAÐIРVÍKINGUR 1979

1.3.79

Næst erfiðasta íþróttagrein heims


Motocross: 

Fyrsta stórkeppni í þessari grein í dag
Í dag klukkan 14 gengst Vélhjólaíþróttaklúbburinn fyrir fyrstu Motocross-keppninni sem haldin hefur verið hérlendis og verður keppnin háð á keppnisbraut klúbbsins við Sandfell við Þrengslaveg.


Í samtali sem Timinn átti við Kára Tryggvason, formann Vélhjólaiþróttaklúbbsins og Þorvarð Björgúlfsson, sem sæti á í stjórn klúbbsins, kom fram að undirbúningur fyrir þessa keppni hefur staðið frá þvi snemma i febrúar, en alls er fyrirhugað að halda fjórar Motocross keppnir i sumar, sem allar munu gefa stig til íslandsmeistaratitils. 

Að sögn þeirra félaga fer Motocross þannig fram að mismunandi mörg vélhjól eru ræst samtimis af stað og er ekið um sérstaka braut , mishæðótta og erfiða yfirferðar. 
Sá vinnur síðan sem fyrstur kemur í mark. Í keppninni i dag verður keppt í tveim flokkum, þ.e.a.s. í 50 cc. flokki og í opnum flokki, þar sem aðalkeppnin mun fara fram, en 11 keppendur eru skráðir til leiks í þeim flokki og verða þeir allir ræstir samtímis af stað. Eknir verða 30 hringir i brautinni, 15 í senn og vinnur sá sem bestan hefur tlma eftir báðar ferðir. — Það er rétt að taka það fram að Motocross er viðurkennd, sem næst  erfiðasta Íþróttagrein heims, aðeins bandaríska rugbyið er talið erfiðara. 
Í samtalinu við þá félaga kom fram að félagsmenn í Vélhjólaiþróttaklúbbnum hafa undanfarin tvö ár unnið að meira eða minna leyti við keppnisbrautina, sem er eins og áður segir við Sandfell við Þrengslaveg og eru þær ótaldar  vinnustundirnar sem farið hafa i brautina. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, — sú besta
sem nokkur klúbbanna getur boðið upp á — sögðu þeir félagar og ekki er að efast að fjölmenni verður  á þessari fyrstu Motocross keppni sem háð verður hérlendis. Þeir félagar vildu einnig taka það fram að öll hjólin sem keppt verður á i opna flokknum eru sérsmíðuð keppnishjól og þola þau því alls kyns hnjask, sem ekki myndi þýða að bjóða venjulegum vélhjólum.

Timinn fylgdist með æfingum
hjá keppendum síðast liðið föstudagskvöld og festi Tryggvi ljósmyndari Tímans þá meðfylgjandi myndir á filmu.


Tíminn
24. júní 1979

24.1.79

„Hraða vikan" á Bonneville saltsléttunni

Denny Golden hlaut að þessu sinni viðurnefnið
„Hamingjusamasti maðurinn á saltinu" og verðlaunin
 sem þvi fylgir. Golden tókst að ná 206 milna hraða en
Street Roadsterinn hans má keyra á götum í Bandarikjunum

„Og hraðinn var hrein fegurð''

Við stöndum í miðri auðninni og hvert sem við lítum sjáum við einungis rennislétt hvitt yfirborð jarðarinnar. Víðáttan er slík að kúlulagað yfirborð jarðarinnar sést greinilega en purpurarauð fjöllin teygja sig upp yfir sjóndeildarhringinn og hina gömlu strönd úthafsins sem var hér fyrir 100.000 árum. Ekki sést nein lífvera og þögnin er slík að við heyrum greinilega tifið í armbandsúrinu okkar. Það marrar i yfirborði jarðarinnar er við færum okkúr um set. Við teygjum okkur niður, snertum jörðina, brögðum á henni og komumst að raun um að undir fótum okkar eru milljónir tonna af hreinu borðsalti. Skammt frá okkur stendur staur upp úr jörðinni og á honum stendur „4 mílur".

Don Vesco við Kawasaki, straumlínulagaða mótorhjólið sitt. Don Vesco náði
 mestum hraða allra keppenda á Bonneville saltsléttunni að þessu sinni eða 556 km/klst.
 hraða. í hjólinu" eru tvær 1000 cc vélar með afgasforþjöppum og ganga þær fyrir bensini. 
   En skyndilega er þögnin rofin af skerandi hvin sem hækkar stöðugt. Við lítum í vestur en sjáum einungis hvítt saltský. Dökkur díll fyrir framan skýið virðist vera orsök þess og þegar hann kemur nær sjáum við að díllinn er sívalur og minnir einna mest á flugskeyti. Vélar farartækisins veina undan átökunum, enda er þeim nú snúið langt yfir þau mörk sem þeim eru ætluð. Heil eilífð virðist liða þar til farartækið þeytist framhjá okkur á svo miklum hraða að við getum vart fest auga á þvi. Vélarhljóðiö breytist er farartækið fer framhjá okkur og vélarnar fá langþráða hvíld.
   Fallhlífar springa út eins og rósir þegar ökumaðurinn byrjar að hægja á farartækinu og stuttu síðar hverfur farartækið niður fyrir sjóndeildarhringinn. Við stöndum aftur einir og yfirgefnir á Bonneville saltsléttunum í Utah í Bandaríkjunum. Það fer hrollur um okkur í heitri eyðimerkursólinni og þrúgandi þögninni sem umlykur okkur aftur, er við hugsum til þess er við höfum orðið vitni að. „Farartækið" sem við sáum var straumlínulagað mótorhjól með tveimur forþjöppuðum 1000 cc vélum og var það á 333 mílna hraða, (556 km/klst) er það fór fram hjá okkur.
   „En hraðinn var afl og hraðinn var gleði og hraðinn var hrein fegurð." Þetta uppgötvaði Jónatan Livingston Mávur er hann var að æfa sig í hraðflugi. En það eru fleiri en Jónatan sem hafa uppgötvað þennan sannleika. Á hverju ári þyrpast hundruð ökumanna út á Bonneville saltslétturnar með það eitt í huga að aka hratt.
   Í október sl. var haldin þritugasta árið í röð svokölluð „Hraða vika" á saltsléttunni. Að þessu sinni voru keppendur 270 og dunduðu þeir sér viö það alla vikuna að ná sem mestum hraða. ökutækin eru flokkuð niður eftir gerð þeirra, vélarstærð og eldsneytinu sem þau nota. Að þessu sinni voru sett þrjátíu og tvö ný hraðamet í fólksbílaflokkum og 41 met í mótorhjólaflokkum. Auk þess tókst 15 manns að komast í 200 mílna klúbb inn, en það er klúbbur þeirra er hafa ekið á yfir 200 mílna hraða (334 km/klst.), Meðal beirra sem komust í 200 mílna klúbbinn að þessu sinni var Marcia Holley en hún er fyrsta konan sem nær þeim árangri.

 
Bert Peterson og John Sprenger ætluðu að sanna að Camaroinn værí jafn straumlínulagaður og ' 53
 Studebaker. Settu þeir 426 kúbika Hemi Chrysler vél í Camaroinn og þungt farg á bensinfót John Sprengers.
 Með þessum útbúnaði náðu þeir 245 milna hraða

Ekki áttu allir keppendur láni að fagna i keppninni. Jack Choate og Bruce Geisler mættu á '53
Studebaker með 305 kúhika Chevrolet vél, en á henni voru tvær afgasforþjöppur.
Ætluðu þeir sér að slá nokkur met að þessu sinni. Jack Choate var búiiin að ná 220 milna
 hraða (368 km/klst.) þegar óhappið skeði. Vinstra afturdekkið sprakk og i sömu andrá
tættist magnesium felgan. Billinn kastaðist til og lyftist allur frá jörðu.
Choate sleppti fallhlifunum lausum og tókst honum að stöðva bilinn án þess að meiri skemmdir yrðu á honum.
Jóhann A Kristjánsson
 27. JANUAR 1979. 

25.12.78

Honda CB 750 four

Honda CB 750 Four
Að þessu sinni ætla ég að lýsa reynslu minni af Japanska þrumufleygnum HONDA 750 Four, sem farið hefur sigurför um allan heim og er í dag álitið að fleiri hjól af þessari tegund séu í umferð en önnur " Super" hjól samanlagt. Bílablaðið fékk, fyrir milligöngu HONDA-umboðsins, tækifæri til að reyna slíkt hjól nú fyrir nokkru og hér á eftir fara niðurstöður fengingar reynslu.

Fyrstu kynnin af HONDU 750 eru þau að hún lítur afskaplega sakleysislega út, allar línur eru mjúkar og fínlegar og þegar sest er í hnakkinn og tekið um stýrið virðist þetta alltsaman ósköp einfallt.
Á augnabiliki er nálin í hraðamælinum
farin að fikta við þriggja stafa tölur.
  Eftir að hafa hlustað á ráðleggingar eigandans, Ara Vilhjálmssonar sem góðfúslegast lánaði okkur tækið, er svissað á og þrýst á starthnappinn, á sama augnabliki fara strokkarnir fjórir að mala ánægjulega (ekki að furða þegar á það er litið að þeir hafa hver um sig sinn .... einkablöndung).
Kúplingin er létt en það urgar lítilsháttar í gírkassanumþegar sett er í fyrsta gír, og svo er ekið af stað út í umferðina, rólega til að byrja með meðan ég er að venjast hjólinu, en líka vegna þess að reynsluaksturinn er framkvæmdur seinni hluta laugardags og sunnudagsbílstjórarnir eru komnir á stjá, en þeir annars ágætu menn eru lítið gefnir fyrir okkur mótorhjólamenn eins og við flestir vitum og sumir okkar þekkja af biturri reynslu.
Hún lætur ekki mikið yfir sér
þegar hún stendur kyrr.
En hvað um það, jafnvægið í HONDUNNI er hreint afbragð og hún er eins auðveld í snúningum og skellinaðra, og það sem kemur mér þægilegast á óvart er alveg frábær bremsan á framhjólinu, vökvaknúin diskabremsa, sem er bæði mjúk og aflmikil og virkar um leið og tekið er í handfangið án þess að læsast.

Önnur hlið á HONDA 750

Við (ég og HONDA) erum von bráðar komin að rótum Ártúnsbrekkunnar, og nú loksins læt ég það eftir mér að snúa dálítið mannalega upp á eldsneytisgjöfina, og.... HELVÍITI...., eða átti ég kannski að segja eins og skáldið: "Elsku drottinn, núna var ég nærri dottinn".
Það vill til að HONDAN er framþung og ég að sjálfsögðu aldeilis frábær ökumaður því annars hefði ég orðið eftir þarna niðri í brekkunni, sem sagt, þetta þægilega leikfang breyttist á svipstundu í eitthvað það ægilegast villidýr sem ég nokkurntímann sest klofvega á, og og ég gerði ekki meira en að hanga á hjólinu meðan það ruddist með þrumugný upp brekkuna og linnti ekki látunum fyrr en ég losnaði um takið á inngjöfinni, en um leið var HONDAN aftur orðin sakleysið uppmálað.

Frábær í meðhöndlun á malarvegum.

Kvartar ekki Þótt gefið sé

 Nú fór ég að verða alvarlega spenntur og hraðaði mér upp að Rauðavatni til að prófa hvað hægt er að gera við svona villidýr.
Og nú var aftur opnað fyrir bensínrennslið inn á blöndunguna fjóra, en í þetta sinn var ég viðbúinn öllu því versta, og var það eins og við mannin mælt, viðbragðið var svo snöggt að ég átti fullt í fangi með aðgæta þess að renna ekki aftur úr sætinu og á svipstundu var nálin í hraðamælinum farin að gæla við þriggja stafa tölur.
Þegar HONDAN æddi áfram á útopnu í fimmta gír þótti mér bölvað ólán hvð stýrið var hátt því að loftmótstaðan var svo mikil að ég hélt einna helst að fötin ætluðu að rifna utan af mér, og þegar mér var litið niður á hraðamælinn, sem er ílla staðsettur til aflestrar sá ekki betur en nálin væri einhverstaðar í nágrenni 160-170, en þar sem mér er ákaflega annt um ökuskyrteinið mitt vil ég ekki staðfesta þetta.  
Eftir að hafa ekið nokkrar ferðir fram og til baka komst ég að þeirri niðurstöðu að það er næstum ótakmarkað hvað hægt er að halla hjólinu í beyjum, bremsurnar eru fyrsta flokks, skiptingin er frábær þegar skipt er upp en leiðinda urr og smellir þegar skipt er niður.
Mjög þægilegt er að ná til allra rofa en ljósasamstæðan sem sýnir stefnuljósin, olíuþrýstiljós, háuljós og hlutlausa gírinn er ílla staðsett eins og mælarnir, eins eru speglarnir ekki nógu hentugir því þeir eru á svo stuttum örmum að ég þurrfti að halla mér til að sjá eitthvað aftur fyrir mig.
Hljóðkútarnir fjórir skila sínu hlutverki af full mikilli samviskusemi fyrir minn smekk, því að mér finnst að HONDAN þurfi ekkert að fera feimin við að láta heyra dálítið til sín.

Frábær á malarvegi

Allar línur mjúkar og fínlegar.
Nú breytti ég til og ók út á malarveg, og þar kom HONDAN mér einn mest á óvart, því ég hafði fastlega reiknað með því að hún væri frekar stíf í fjöðrum, en því var nú ekki aldeilis að heilsa, ég þjarkaði henni fram og aftur á holóttum og hörðum malarveginum án þess að finna fyrir því.  HONDAN var alveg lunga mjúk og prýðileg í meðförum, og mig rekur ekki í minni til að hafa ekið eins þýðu mótorhjóli á möl fyrr eða síðar.

Best gæti ég trúað að HONDA 750 sé einna hentugasta hjólið fyrir okkar vegi sem völ er á, í það minnsta fær hún mín bestu meðmæli við slíkar aðstæður.

Þótt ég æki um á allt að 80-90 km hraða gaf hún ekki frá sér minnsta tíst, og ég er sannfærður um að það má henni tímunum samaná mölinni án þess að fá vott af rassæri eða nýrnalosi.
Þegar ég skilaði HONDUNNI aftur til eigandans var það með söknuði þvi að þetta er vissulega eigulegt hjól.
En í lokin læt ég fylgja nokkrar tæknilegar upplýsingar varðandi þrumufleyginn HONDA 750 FOUR:

Vél 736cc, yfirliggjandi knastás,
fjórir strokkar samsíða,
fjórgengis, loftkæld.

Hestorkutala:
67 hestöfl (bhp) á 8000 snúningum á mínutu
Þjöppunarhlutfall:
9:1
Blöndungar:
Fjórir 28 mm KEHIN
Tankur :
17 lítrar
Bremsur:
296 mm diskur að framan 180 mm tromla að aftan
Þyngd:
218 kg (dry weight) ásamt 5 gíra kassa , rafmagnsstarti , stefnuljósum, snúnings og hraðamæli, Smurþrýstiljósi o.fl.

Að síðust við ég þakka eiganda hjólsins Ara Vilhjálmssyni fyrir lánið og HONDA umboðinu fyrir þeirra þátt.
RJG.
Bílablaðið feb 1978

21.10.78

Hraðskreiðasta mótorhjól landsins


 — ungur Grundfirðingurfer kvartmfluna á 11,9 sekúndum


Á Grundarfirði er mikill mótorhjólaáhugi. Þar trylla ungir menn á hjólum sínum um götur og vegi.


Nú hefur ungur Grundfirðingur slegið öllum við á þessu sviði, ekki aðeins sveitungum sínum, heldur og öllum öðrum landsmönnum. Hann heitir Hilmar Harðarson og er þessa dagana að koma á götuna með hraðskreiðasta og stærsta mótorhjól landsins.

Hjólið er af gerðinni Kawasaki Z—. 1000 Z1 —R og getur náð allt aö 250 km hraða á klukkustund. í 100 km hraða er hjólið aðeins 3.2 sekúndur við góðar aðstæður. Vélin er 4 cylindra, 1015 kúbik og 90 hestöfl. Hjólið vegur 245 kíló og kvartmíluna fer Hilmar á 11.9 sekúndum, eða hraðar en nokkur annar hérlendis. Og verðið er litlar 2.7 milljónir. ÓV.


Dagblaðið 21.10.1978 

12.10.78

Drápstól eða tómstundagaman


 Á að banna mótorhjólin?


Eru mótorhjólin „drápsvélar” eða farartæki og fínt frístundagaman fyrir unglinga, sem hafa á þeim áhuga? Fólki, sem afskipti hefur af umferðarmálum í Noregi kemur ekki saman um þetta atriði. Eitt er þó sagt deginum ljósara, og þar er að slysatíðnin á motorhjólunum er langtum hærri en á nokkru öðru farartæki. Hvernig er hægt að draga úr þessum skelfilegu slysum? Á að banna algjörlega notkun mótorhjóla eða er lausnina að finna  að kenna ökumönnunum betur meðferð mótorhjóla og gera til þeirra meiri kröfur en gert er nú, spyrja Norðmenn.

— Persónulega sæi ég ekkert eftir því þótt mótorhjólin hyrfu algjörlega af vegunum, segir skrifstofustjóri Trygg Trafik, Per Helljesen i viðtali við norska blaðið Nationen nú fyrir skömmu. — Á sama hátt og við lögleiddum notkun bílbelta, ættum við að geta bannað notkun mótorhjóla.

Hverju svarar svo mótorhjólafólk, þegar þessar spurningar eru lagðar fyrir það?
Ef þessar kröfur yrðu samþykktar, þá þýddi það geysilega skerðingu á persónufrelsi segir Karl-Jörgen Aandraa klúbbformaður við mótorhjólamiðstöðina i Osló. — Ummæli Helljesens skrifstofustjóra sýna lika hversu lítið hann og hans líkar vita um aðstæður unglinga sem eiga og hafa áhuga á mótorhjólum. Í þeirra augum skiptir ekkert eins miklu máli og mótorhjólin og áhugi þeirra á þeim. Þess vegna leggja þessir unglingar allan sinn frítíma og stórar peningaupphæðir í mótorhjólin. Þeir kaupa hjólin vegna þess að þeir hafa gaman af vélum og njóta þeirrar tilfinningar sem skapast við að fara hratt og vera frjáls en slík tilfinning fylgir því óneitanlega að aka um á mótorhjóli. Þessi áhugi hverfur ekki með þvi að banna mótorhjólin. Nei, það er skoðun okkar að fræðsla sé það sem máli skiptir, þegar reyna á að draga úr dauðaslysum og öðrum slysum / sem verða vegna aksturs á mótorhjólum. Það er algjörlega óhugsandi aö banna hjólin og óraunsætt líka.

Í samgöngumálaráðuneytinu norska er nú verið að fjalla um nýjar reglur varðandi ökuskirteini og kennslu á mótorhjólum. Ekki hefur norska samgöngumálaráðuneytið viljað tjá sig neitt um þessi mál né þær tillögur, sem fram hafa komið og verður þaöð ekki gert fyrr en lengra er komið viðræðunum um þau. En bæði Helljesen og Aandraa hafa myndað sér skoðanir á tillögunum.

Þeir eru sammála um að þörf er á lagabreytingu á þessu sviði en eru um leið fullir efasemda um gagn ýmissa þeirra tillagna sem fram hafa komið. Báðir eru sammála um að tillögurnar gangi ekki nægilega langt hvað snertir reglur um ökuskirteini vélhjólamanna. — Það ætti að vera skylda að 16 ára unglingar sem leyfi hafa til þess að aka um á skellinöðrum, þyrftu að læra eitthvað ákveðið áður en þeir fá skirteinin segir Per Helljesen.

Karl-Jörgen Aandraa styður þessa skoðun en heldur þvi jafnframt fram að rangt sé að setja mörkin fyrir að unglingar fá að aka um á mótorhjólum við 18 ára aldur. Þá eiga unglingar samkvæmt hinum nýju tillögum aö fá að aka um á hjólum allt að 250 ccm.

— Þetta þýðir að þá nennir enginn að aka lengur á minni hjólunum, 100 cc sem nú eru algengust segir Aandraa. — Þá koma sjálfkrafa fram á sjónarsviðið fleiri stór og þung hjól. Þá verða lika öll léttari hjól sem nú eru til, seld fyrir litið. Það þýðir ennfremur að þá fara unglingar að aka um á þeim óskráðum alls staðar, þar sem litið ber á þeim.


Fræðsla er lausnin 

Aandraa hefur þess vegna enga trú á að lagabreytingarnar í núverandi mynd muni vera hin rétta lausn. Það er líka almenn skoðun fagfólks að tillögurnar nái ekki fram að ganga eins og þær nú líta út. Aandraa heldur þvi einnig fram, að nú sem stendur sé mest þörf á fræðslu fyrir þá sem ætla sér að aka um á mótorhjólum, en hann segir lika að nauðsynlegt sé, að ökumenn almennt kynni sér mótorhjólin og geri sér betur grein fyrir þvi hvað þar sé á ferðinni, þar sem menn á mótorhjólum eigi ekki siður rétt í umferðinni en þeir, sem aka um á bilum. ökumenn taka ekki mikið tillit til þeirra, sem aka mótorhjólunum og vel getur verið aö þeim brygði í brún ef þeir vissu að í mörgum tilfellum bera ökumenn en ekki þeir sem á hjólunum eru, ábyrgð á slysunum.          Þfb 

Heimilistíminn  25 tbl 1978