25.12.78

Honda CB 750 four

Honda CB 750 Four
Að þessu sinni ætla ég að lýsa reynslu minni af Japanska þrumufleygnum HONDA 750 Four, sem farið hefur sigurför um allan heim og er í dag álitið að fleiri hjól af þessari tegund séu í umferð en önnur " Super" hjól samanlagt. Bílablaðið fékk, fyrir milligöngu HONDA-umboðsins, tækifæri til að reyna slíkt hjól nú fyrir nokkru og hér á eftir fara niðurstöður fengingar reynslu.

Fyrstu kynnin af HONDU 750 eru þau að hún lítur afskaplega sakleysislega út, allar línur eru mjúkar og fínlegar og þegar sest er í hnakkinn og tekið um stýrið virðist þetta alltsaman ósköp einfallt.
Á augnabiliki er nálin í hraðamælinum
farin að fikta við þriggja stafa tölur.
  Eftir að hafa hlustað á ráðleggingar eigandans, Ara Vilhjálmssonar sem góðfúslegast lánaði okkur tækið, er svissað á og þrýst á starthnappinn, á sama augnabliki fara strokkarnir fjórir að mala ánægjulega (ekki að furða þegar á það er litið að þeir hafa hver um sig sinn .... einkablöndung).
Kúplingin er létt en það urgar lítilsháttar í gírkassanumþegar sett er í fyrsta gír, og svo er ekið af stað út í umferðina, rólega til að byrja með meðan ég er að venjast hjólinu, en líka vegna þess að reynsluaksturinn er framkvæmdur seinni hluta laugardags og sunnudagsbílstjórarnir eru komnir á stjá, en þeir annars ágætu menn eru lítið gefnir fyrir okkur mótorhjólamenn eins og við flestir vitum og sumir okkar þekkja af biturri reynslu.
Hún lætur ekki mikið yfir sér
þegar hún stendur kyrr.
En hvað um það, jafnvægið í HONDUNNI er hreint afbragð og hún er eins auðveld í snúningum og skellinaðra, og það sem kemur mér þægilegast á óvart er alveg frábær bremsan á framhjólinu, vökvaknúin diskabremsa, sem er bæði mjúk og aflmikil og virkar um leið og tekið er í handfangið án þess að læsast.

Önnur hlið á HONDA 750

Við (ég og HONDA) erum von bráðar komin að rótum Ártúnsbrekkunnar, og nú loksins læt ég það eftir mér að snúa dálítið mannalega upp á eldsneytisgjöfina, og.... HELVÍITI...., eða átti ég kannski að segja eins og skáldið: "Elsku drottinn, núna var ég nærri dottinn".
Það vill til að HONDAN er framþung og ég að sjálfsögðu aldeilis frábær ökumaður því annars hefði ég orðið eftir þarna niðri í brekkunni, sem sagt, þetta þægilega leikfang breyttist á svipstundu í eitthvað það ægilegast villidýr sem ég nokkurntímann sest klofvega á, og og ég gerði ekki meira en að hanga á hjólinu meðan það ruddist með þrumugný upp brekkuna og linnti ekki látunum fyrr en ég losnaði um takið á inngjöfinni, en um leið var HONDAN aftur orðin sakleysið uppmálað.

Frábær í meðhöndlun á malarvegum.

Kvartar ekki Þótt gefið sé

 Nú fór ég að verða alvarlega spenntur og hraðaði mér upp að Rauðavatni til að prófa hvað hægt er að gera við svona villidýr.
Og nú var aftur opnað fyrir bensínrennslið inn á blöndunguna fjóra, en í þetta sinn var ég viðbúinn öllu því versta, og var það eins og við mannin mælt, viðbragðið var svo snöggt að ég átti fullt í fangi með aðgæta þess að renna ekki aftur úr sætinu og á svipstundu var nálin í hraðamælinum farin að gæla við þriggja stafa tölur.
Þegar HONDAN æddi áfram á útopnu í fimmta gír þótti mér bölvað ólán hvð stýrið var hátt því að loftmótstaðan var svo mikil að ég hélt einna helst að fötin ætluðu að rifna utan af mér, og þegar mér var litið niður á hraðamælinn, sem er ílla staðsettur til aflestrar sá ekki betur en nálin væri einhverstaðar í nágrenni 160-170, en þar sem mér er ákaflega annt um ökuskyrteinið mitt vil ég ekki staðfesta þetta.  
Eftir að hafa ekið nokkrar ferðir fram og til baka komst ég að þeirri niðurstöðu að það er næstum ótakmarkað hvað hægt er að halla hjólinu í beyjum, bremsurnar eru fyrsta flokks, skiptingin er frábær þegar skipt er upp en leiðinda urr og smellir þegar skipt er niður.
Mjög þægilegt er að ná til allra rofa en ljósasamstæðan sem sýnir stefnuljósin, olíuþrýstiljós, háuljós og hlutlausa gírinn er ílla staðsett eins og mælarnir, eins eru speglarnir ekki nógu hentugir því þeir eru á svo stuttum örmum að ég þurrfti að halla mér til að sjá eitthvað aftur fyrir mig.
Hljóðkútarnir fjórir skila sínu hlutverki af full mikilli samviskusemi fyrir minn smekk, því að mér finnst að HONDAN þurfi ekkert að fera feimin við að láta heyra dálítið til sín.

Frábær á malarvegi

Allar línur mjúkar og fínlegar.
Nú breytti ég til og ók út á malarveg, og þar kom HONDAN mér einn mest á óvart, því ég hafði fastlega reiknað með því að hún væri frekar stíf í fjöðrum, en því var nú ekki aldeilis að heilsa, ég þjarkaði henni fram og aftur á holóttum og hörðum malarveginum án þess að finna fyrir því.  HONDAN var alveg lunga mjúk og prýðileg í meðförum, og mig rekur ekki í minni til að hafa ekið eins þýðu mótorhjóli á möl fyrr eða síðar.

Best gæti ég trúað að HONDA 750 sé einna hentugasta hjólið fyrir okkar vegi sem völ er á, í það minnsta fær hún mín bestu meðmæli við slíkar aðstæður.

Þótt ég æki um á allt að 80-90 km hraða gaf hún ekki frá sér minnsta tíst, og ég er sannfærður um að það má henni tímunum samaná mölinni án þess að fá vott af rassæri eða nýrnalosi.
Þegar ég skilaði HONDUNNI aftur til eigandans var það með söknuði þvi að þetta er vissulega eigulegt hjól.
En í lokin læt ég fylgja nokkrar tæknilegar upplýsingar varðandi þrumufleyginn HONDA 750 FOUR:

Vél 736cc, yfirliggjandi knastás,
fjórir strokkar samsíða,
fjórgengis, loftkæld.

Hestorkutala:
67 hestöfl (bhp) á 8000 snúningum á mínutu
Þjöppunarhlutfall:
9:1
Blöndungar:
Fjórir 28 mm KEHIN
Tankur :
17 lítrar
Bremsur:
296 mm diskur að framan 180 mm tromla að aftan
Þyngd:
218 kg (dry weight) ásamt 5 gíra kassa , rafmagnsstarti , stefnuljósum, snúnings og hraðamæli, Smurþrýstiljósi o.fl.

Að síðust við ég þakka eiganda hjólsins Ara Vilhjálmssyni fyrir lánið og HONDA umboðinu fyrir þeirra þátt.
RJG.
Bílablaðið feb 1978