21.10.78

Hraðskreiðasta mótorhjól landsins


 — ungur Grundfirðingurfer kvartmfluna á 11,9 sekúndum


Á Grundarfirði er mikill mótorhjólaáhugi. Þar trylla ungir menn á hjólum sínum um götur og vegi.


Nú hefur ungur Grundfirðingur slegið öllum við á þessu sviði, ekki aðeins sveitungum sínum, heldur og öllum öðrum landsmönnum. Hann heitir Hilmar Harðarson og er þessa dagana að koma á götuna með hraðskreiðasta og stærsta mótorhjól landsins.

Hjólið er af gerðinni Kawasaki Z—. 1000 Z1 —R og getur náð allt aö 250 km hraða á klukkustund. í 100 km hraða er hjólið aðeins 3.2 sekúndur við góðar aðstæður. Vélin er 4 cylindra, 1015 kúbik og 90 hestöfl. Hjólið vegur 245 kíló og kvartmíluna fer Hilmar á 11.9 sekúndum, eða hraðar en nokkur annar hérlendis. Og verðið er litlar 2.7 milljónir. ÓV.


Dagblaðið 21.10.1978