12.10.78

Drápstól eða tómstundagaman


 Á að banna mótorhjólin?


Eru mótorhjólin „drápsvélar” eða farartæki og fínt frístundagaman fyrir unglinga, sem hafa á þeim áhuga? Fólki, sem afskipti hefur af umferðarmálum í Noregi kemur ekki saman um þetta atriði. Eitt er þó sagt deginum ljósara, og þar er að slysatíðnin á motorhjólunum er langtum hærri en á nokkru öðru farartæki. Hvernig er hægt að draga úr þessum skelfilegu slysum? Á að banna algjörlega notkun mótorhjóla eða er lausnina að finna  að kenna ökumönnunum betur meðferð mótorhjóla og gera til þeirra meiri kröfur en gert er nú, spyrja Norðmenn.

— Persónulega sæi ég ekkert eftir því þótt mótorhjólin hyrfu algjörlega af vegunum, segir skrifstofustjóri Trygg Trafik, Per Helljesen i viðtali við norska blaðið Nationen nú fyrir skömmu. — Á sama hátt og við lögleiddum notkun bílbelta, ættum við að geta bannað notkun mótorhjóla.

Hverju svarar svo mótorhjólafólk, þegar þessar spurningar eru lagðar fyrir það?
Ef þessar kröfur yrðu samþykktar, þá þýddi það geysilega skerðingu á persónufrelsi segir Karl-Jörgen Aandraa klúbbformaður við mótorhjólamiðstöðina i Osló. — Ummæli Helljesens skrifstofustjóra sýna lika hversu lítið hann og hans líkar vita um aðstæður unglinga sem eiga og hafa áhuga á mótorhjólum. Í þeirra augum skiptir ekkert eins miklu máli og mótorhjólin og áhugi þeirra á þeim. Þess vegna leggja þessir unglingar allan sinn frítíma og stórar peningaupphæðir í mótorhjólin. Þeir kaupa hjólin vegna þess að þeir hafa gaman af vélum og njóta þeirrar tilfinningar sem skapast við að fara hratt og vera frjáls en slík tilfinning fylgir því óneitanlega að aka um á mótorhjóli. Þessi áhugi hverfur ekki með þvi að banna mótorhjólin. Nei, það er skoðun okkar að fræðsla sé það sem máli skiptir, þegar reyna á að draga úr dauðaslysum og öðrum slysum / sem verða vegna aksturs á mótorhjólum. Það er algjörlega óhugsandi aö banna hjólin og óraunsætt líka.

Í samgöngumálaráðuneytinu norska er nú verið að fjalla um nýjar reglur varðandi ökuskirteini og kennslu á mótorhjólum. Ekki hefur norska samgöngumálaráðuneytið viljað tjá sig neitt um þessi mál né þær tillögur, sem fram hafa komið og verður þaöð ekki gert fyrr en lengra er komið viðræðunum um þau. En bæði Helljesen og Aandraa hafa myndað sér skoðanir á tillögunum.

Þeir eru sammála um að þörf er á lagabreytingu á þessu sviði en eru um leið fullir efasemda um gagn ýmissa þeirra tillagna sem fram hafa komið. Báðir eru sammála um að tillögurnar gangi ekki nægilega langt hvað snertir reglur um ökuskirteini vélhjólamanna. — Það ætti að vera skylda að 16 ára unglingar sem leyfi hafa til þess að aka um á skellinöðrum, þyrftu að læra eitthvað ákveðið áður en þeir fá skirteinin segir Per Helljesen.

Karl-Jörgen Aandraa styður þessa skoðun en heldur þvi jafnframt fram að rangt sé að setja mörkin fyrir að unglingar fá að aka um á mótorhjólum við 18 ára aldur. Þá eiga unglingar samkvæmt hinum nýju tillögum aö fá að aka um á hjólum allt að 250 ccm.

— Þetta þýðir að þá nennir enginn að aka lengur á minni hjólunum, 100 cc sem nú eru algengust segir Aandraa. — Þá koma sjálfkrafa fram á sjónarsviðið fleiri stór og þung hjól. Þá verða lika öll léttari hjól sem nú eru til, seld fyrir litið. Það þýðir ennfremur að þá fara unglingar að aka um á þeim óskráðum alls staðar, þar sem litið ber á þeim.


Fræðsla er lausnin 

Aandraa hefur þess vegna enga trú á að lagabreytingarnar í núverandi mynd muni vera hin rétta lausn. Það er líka almenn skoðun fagfólks að tillögurnar nái ekki fram að ganga eins og þær nú líta út. Aandraa heldur þvi einnig fram, að nú sem stendur sé mest þörf á fræðslu fyrir þá sem ætla sér að aka um á mótorhjólum, en hann segir lika að nauðsynlegt sé, að ökumenn almennt kynni sér mótorhjólin og geri sér betur grein fyrir þvi hvað þar sé á ferðinni, þar sem menn á mótorhjólum eigi ekki siður rétt í umferðinni en þeir, sem aka um á bilum. ökumenn taka ekki mikið tillit til þeirra, sem aka mótorhjólunum og vel getur verið aö þeim brygði í brún ef þeir vissu að í mörgum tilfellum bera ökumenn en ekki þeir sem á hjólunum eru, ábyrgð á slysunum.          Þfb 

Heimilistíminn  25 tbl 1978