„Og hraðinn var hrein fegurð''
Við stöndum í miðri auðninni og hvert sem við lítum sjáum við einungis rennislétt hvitt yfirborð jarðarinnar. Víðáttan er slík að kúlulagað yfirborð jarðarinnar sést greinilega en purpurarauð fjöllin teygja sig upp yfir sjóndeildarhringinn og hina gömlu strönd úthafsins sem var hér fyrir 100.000 árum. Ekki sést nein lífvera og þögnin er slík að við heyrum greinilega tifið í armbandsúrinu okkar. Það marrar i yfirborði jarðarinnar er við færum okkúr um set. Við teygjum okkur niður, snertum jörðina, brögðum á henni og komumst að raun um að undir fótum okkar eru milljónir tonna af hreinu borðsalti. Skammt frá okkur stendur staur upp úr jörðinni og á honum stendur „4 mílur".Fallhlífar springa út eins og rósir þegar ökumaðurinn byrjar að hægja á farartækinu og stuttu síðar hverfur farartækið niður fyrir sjóndeildarhringinn. Við stöndum aftur einir og yfirgefnir á Bonneville saltsléttunum í Utah í Bandaríkjunum. Það fer hrollur um okkur í heitri eyðimerkursólinni og þrúgandi þögninni sem umlykur okkur aftur, er við hugsum til þess er við höfum orðið vitni að. „Farartækið" sem við sáum var straumlínulagað mótorhjól með tveimur forþjöppuðum 1000 cc vélum og var það á 333 mílna hraða, (556 km/klst) er það fór fram hjá okkur.
„En hraðinn var afl og hraðinn var gleði og hraðinn var hrein fegurð." Þetta uppgötvaði Jónatan Livingston Mávur er hann var að æfa sig í hraðflugi. En það eru fleiri en Jónatan sem hafa uppgötvað þennan sannleika. Á hverju ári þyrpast hundruð ökumanna út á Bonneville saltslétturnar með það eitt í huga að aka hratt.
Í október sl. var haldin þritugasta árið í röð svokölluð „Hraða vika" á saltsléttunni. Að þessu sinni voru keppendur 270 og dunduðu þeir sér viö það alla vikuna að ná sem mestum hraða. ökutækin eru flokkuð niður eftir gerð þeirra, vélarstærð og eldsneytinu sem þau nota. Að þessu sinni voru sett þrjátíu og tvö ný hraðamet í fólksbílaflokkum og 41 met í mótorhjólaflokkum. Auk þess tókst 15 manns að komast í 200 mílna klúbb inn, en það er klúbbur þeirra er hafa ekið á yfir 200 mílna hraða (334 km/klst.), Meðal beirra sem komust í 200 mílna klúbbinn að þessu sinni var Marcia Holley en hún er fyrsta konan sem nær þeim árangri.
Jóhann A Kristjánsson
27. JANUAR 1979.
27. JANUAR 1979.