1.3.79

Næst erfiðasta íþróttagrein heims


Motocross: 

Fyrsta stórkeppni í þessari grein í dag
Í dag klukkan 14 gengst Vélhjólaíþróttaklúbburinn fyrir fyrstu Motocross-keppninni sem haldin hefur verið hérlendis og verður keppnin háð á keppnisbraut klúbbsins við Sandfell við Þrengslaveg.


Í samtali sem Timinn átti við Kára Tryggvason, formann Vélhjólaiþróttaklúbbsins og Þorvarð Björgúlfsson, sem sæti á í stjórn klúbbsins, kom fram að undirbúningur fyrir þessa keppni hefur staðið frá þvi snemma i febrúar, en alls er fyrirhugað að halda fjórar Motocross keppnir i sumar, sem allar munu gefa stig til íslandsmeistaratitils. 

Að sögn þeirra félaga fer Motocross þannig fram að mismunandi mörg vélhjól eru ræst samtimis af stað og er ekið um sérstaka braut , mishæðótta og erfiða yfirferðar. 
Sá vinnur síðan sem fyrstur kemur í mark. Í keppninni i dag verður keppt í tveim flokkum, þ.e.a.s. í 50 cc. flokki og í opnum flokki, þar sem aðalkeppnin mun fara fram, en 11 keppendur eru skráðir til leiks í þeim flokki og verða þeir allir ræstir samtímis af stað. Eknir verða 30 hringir i brautinni, 15 í senn og vinnur sá sem bestan hefur tlma eftir báðar ferðir. — Það er rétt að taka það fram að Motocross er viðurkennd, sem næst  erfiðasta Íþróttagrein heims, aðeins bandaríska rugbyið er talið erfiðara. 
Í samtalinu við þá félaga kom fram að félagsmenn í Vélhjólaiþróttaklúbbnum hafa undanfarin tvö ár unnið að meira eða minna leyti við keppnisbrautina, sem er eins og áður segir við Sandfell við Þrengslaveg og eru þær ótaldar  vinnustundirnar sem farið hafa i brautina. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, — sú besta
sem nokkur klúbbanna getur boðið upp á — sögðu þeir félagar og ekki er að efast að fjölmenni verður  á þessari fyrstu Motocross keppni sem háð verður hérlendis. Þeir félagar vildu einnig taka það fram að öll hjólin sem keppt verður á i opna flokknum eru sérsmíðuð keppnishjól og þola þau því alls kyns hnjask, sem ekki myndi þýða að bjóða venjulegum vélhjólum.

Timinn fylgdist með æfingum
hjá keppendum síðast liðið föstudagskvöld og festi Tryggvi ljósmyndari Tímans þá meðfylgjandi myndir á filmu.


Tíminn
24. júní 1979