20.3.79

Með mótorhjólið um borð

Í gamla daga, og reyndar enn þann dag í dag, hafa sum skipafélög lagt áhöfnum skipa sinna til reiðhjól, þannig að sjómenn geti skroppið í hjólatúr í erlendum höfnum; en það er bæði heilsusamlegt og þægilegt. Sjómenn hafa ekki mikla hreyfingu miðað við fólk í landi, sem gengur mikið. Þess vegna kemur hjólið sér vel.

    En hjólið hefur líka annað gildi, menn komast leiðar sinnar án þess að taka rándýra leigubíla, því oft er örðugt að fá strætisvagna í nágrenni við skipalægin, og maður verður að þekkja leiðakerfið þar að auki.
   Auðvitað væri þægilegast að sjómaðurinn gæti haft bílinn sinn með og notað hann í höfnum, en það væri nú einum of mikið. Þá kemur til greina að eiga mótorhjól, eða rafdrifið mótorhjól, sem er að verða vinsælt austan hafs og vestan.

NÝTT AFKVÆMI HJA SKELLINÖÐRUÆTTINNI

 Þetta hjól, sem líklega er af skellinöðruættinni, en það er framhald af svonefndu moped hjóli (motor and pedal) þar sem hjólið er bæði með stigna pedala og mótordrifið. Þetta nýja hjól er hinsvegar nefnt Electroped.
   Electroped hjólið er alveg hreinasta raritet, einkum þar sem það má taka í sundur, og það er aðeins venjulegt reiðhjól með rafgeymi á bögglaberanum fyrir aftan hjólreiðamanninn, en rafmótor er komið fyrir ofan á gafflinum yfir framhjólinu. Þar er drifhjól, sem vinnur á gúmmídekkinu.
   Rafgeyminn geta menn hlaðið á nóttunni og kostar hleðslan á núgildandi rafmagnsverði um 50 krónur, en hleðslan er 12 volta rafgeymir, 34 amp.
  Hjólið kemst um það bil 40 kílómetra leið á einni hleðslu, en það er meira en flestir ökumenn aka á virkum dögum í bæjarkeyrslu. Hjólið kostar erlendis 80—120 þúsund krónur, og er verðmunurinn fólginn í mótorstærðinni, en rafmótorinn er ýmist lA eða 1 hestafl.


mynd: 
Myndin lengst til vinstri sýnir Electroped í akstri. Rafmótorinn yfir framhjólinu, rafgeymirinn/orkan á bögglaberanum. Næsta mynd sýnir hjólið, sem taka má í sundur með tengslum, raflínan og stellið er rofið. Stór handskrúfuð skrúfa læsir tengslum. Hjólið tekur síðan mjög lítið pláss og má jafnvel geyma það í farangursgeymslu á Volkswagenbjöllu.  
SJÓMANNABLAÐIРVÍKINGUR 1979