20.3.79

Bílungar

Vissuð þið að málhreinsunarmenn á sjöunda áratugum vildu kalla mótorhjól ,"Bílunga".

Sem betur fer náði það ekki hilli landans .

Mynd úr Mogganum 1979


Hinir síðustu verða fyrstir sannaðist í þessari bifhjólakeppni (Venezuela fyrir nokkru. — Bifhjólið sem aftast er (númer 7), sem Bretinn Barry Sheene ók, kom fyrst í mark í þessari Venezuela Grand Prix-keppni. — Sá sem hefur forustuna þegar myndin er tekin er írinn Tom Herron. — Það er svo annað mál, að þessi mótorhjól eru komin með svo mikið utanáliggjandi blikkskraut að þau minna lítt (nema hjólin tvö) á bílunga, eins og málhreinsunarmenn hér í gamla daga vildu láta kalla mótorhjólin.