Laugardaginn 7. april kl. 1 eh.
verður i Félagsbíói Keflavik
vélhjólakynning á vegum J.C.
Suðurnes.
Vélhjólaklúbburinn Ernir,
sem var stofnaður i vetur,
verður kynntur, sýndar verða
kvikmyndirum akstur vélhjóla,
svo sem keppnisakstur og akstur i umferð eða á viðavangi.
Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti
rikisins veitir upplýsingar um
öryggisbúnað og þær reglur sem
gilda um vélhjól.
Allir munu fá i hendur
bækling sem inniheldur almenna umferðarfræðslu.
Auk þess sem kynnt verður
þjónusta við vélhjólaeigendur,
þá munu eftirtalin vélhjóla-umboð sýna vöru sina:
PUCH —
umboðið, MONTEZA — umboðið CASAL — umboðið, HONDA
— umboðið.
Þessi vélhjólakynning er eitt
af mörgum verkefnum, sem
J.C. Suðurnes hefur unnið i vetur undir kjörorðinu,
„Eflum
öryggi æskunnar".