Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur

10.9.03

Ágrip af sögu JAWA-mótorhjólsins tékkneska


Jawa CZ 356, 175 cc, árgerð 1957. Dæmigert Jawa
-mótorhjól frá 6. áratug síðustu aldar.

JAWA? Hvað er nú það?


Ólafur Th. Ólafsson, framhaldsskólakennari á Selfossi, hefur kynnt sér sögu JAWA-mótorhjólanna tékknesku og á sjálfur tvo slíka gripi. Ólafur fjallar hér um sögu JAWA.


Árið 1929 hóf Tékkinn Frantisek Janecek að smíða mótorhjól. Fyrstu hjólin voru með eins cylindra, 500 cm³ fjórgengis mótor með toppventlum. Janecek hafði samvinnu við þýsku mótorhjólaverksmiðjurnar Wanderer og kom fyrrnefndur mótor frá þeirri verksmiðju. Þar var líka komið nafnið á framleiðsluna; JA, fyrstu tveir stafirnir í nafni Janeceks og WA, fyrstu tveir stafirnir í nafni Wanderer verksmiðjunnar - JAWA! Næstu árin var þetta hjól framleitt og einnig hjól með 750 cm³ mótor, ætlað fyrir hliðarvagna.


Fljótlega upp úr 1930 hóf Janecek að gera tilraunir með hjól með eins cylindra tvígengismótor. Hann hóf samstarf við Bretann G.W. Patchett, frægan mótorhjólahönnuð og mótorcrosskappa, sem kom til Tékkóslóvakíu með 175 cm³ tvígengismótor. Frantisek Janecek hóf að framleiða hjól með þessum mótor og urðu þau fljótlega langvinsælustu hjólin í Tékkóslóvakíu. Um þetta leyti hætti líka JAWA-verksmiðjan að framleiða stóru hjólin; 500 og 750 cm³. Framleiddi þó í nokkur ár á eftir hjól með 350 cm³ tvígengisvél og síðan fjórgengisvél.


Einnig framleiddi verksmiðjan létt hjól, JAWA Robot, með 98 cm³ eins cylinders tvígengismótor. Á þessu hjóli voru mótorblokkin og gírkassinn sambyggð, en það var algjör nýlunda á þessum tíma, en er alþekkt núna. Hámarkshraði þessa hjóls var 65 km/klst og það vó ekki nema 49 kíló.


JAWA Pérák

Öll mótorhjól frá JAWA-verksmiðjunni voru á þessum tíma með sama litnum; kirsuberjarauð og var liturinn oft bara kallaður Jawarautt.

Framleiðsla JAWA stöðvaðist í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Þjóðverjar höfðu nýverið ráðist inn í Tékkóslóvakíu og verksmiðjan var látin framleiða flugvélamótora og ýmis farartæki fyrir þýska herinn. Nýjustu JAWA-frumgerðunum hafði verið komið undan rétt áður en nasistarnir komu og allt til ársins 1944 voru gerðar í skúmaskotum, (m.a. í hlöðum út til sveita), tilraunir með ný hjól og aðallega það hjól sem strax eftir stríðið varð einhver þekktasta framleiðsla verksmiðjunnar: JAWA Pérák, hjól með eins cylinders 250 cm³ tvígengismótor, stimpilþvermál 65 mm, slaglengd 75 mm. Mótorinn og gírkassinn, fjögurra gíra voru í einni blokk. Nýlunda þótti sjálfvirk kúpling. Handkúplingin var aðeins notuð þegar ekið var af stað; ekki þurfti að kúpla þegar skipt var milli gíra. Útbúnaður þessi hefur verið á JAWA-mótorhjólunum allt til þessa dags.

Árið 1948 hófst líka framleiðsla á hjólum sem voru með sömu grind og Pérák-hjólin, en með tveggja cylindra vél. Sá mótor hefur sífellt verið endurbættur og á undirritaður einmitt hjól með nýjustu gerð hans.

Nauðsynlegt var á þessum stríðstímum að geta prufukeyrt mótorana. Hjólin voru máluð í stríðslitum og límd á þau þýsk DKW- eða BMW-merki. Ótrúlegt var hvað Tékkunum tókst að halda þessum tilraunum leyndum. Þó náðu nasistarnir einum aðalmanni JAWA og skutu hann að loknum árangurslausum yfirheyrslum. Að stríðinu loknu var fátt um ný mótorhjól í Evrópu og strax árið 1946 komu fyrstu JAWA 250 Pérák-hjólin á markaðinn og urðu strax mjög vinsæl.

Um 1948 voru JAWA-verksmiðjurnar - eins og nærri má geta þjóðnýttar - og JAWA-mótorhjól urðu ein af mikilvægustu útflutningsvörum Tékkóslóvakíu. Þáverandi ráðamenn þjóðarinnar höfðu vit á að hrófla ekki við verksmiðjunum. Einnig voru gerðar tilraunir með fjórgengismótora og framleitt 500 cm³ hjól frá 1952 til 1958. Svo voru líka á markaðinum 125 og 175 cm³ hjól. Til að fara fljótt yfir sögu er rétt að benda á heimasíðuna www.jawamania.cz , en þar má sjá mjög gott yfirlit yfir framleiðslu JAWA mótorhjólanna allt til þessa dags. Árum saman framleiddu JAWA-verksmiðjurnar líka hjól með nafninu CZ. Á meðal þeirra voru víðfræg Enduro-hjól og krossarar og margir sigrar unnir á þeim tækjum.

Við þær breytingar sem urðu þegar austurblokkin hrundi skapaðist talsverð óvissa varðandi JAWA-verksmiðjurnar - JAWA Moto. Samkvæmt einum ágætum JAWA-manni breskum, var ekki vitað á tímabili, hver ætti verksmiðjurnar! Þær eru - eins og lengst af hefur verið - í borginni Tynec nad Sásavou, 35 km fyrir sunnan Prag. Verksmiðjan framleiðir í dag margar gerðir mótorhjóla, léttra hjóla og skellinaðra. Má þar nefna fimm gerðir af hjólum með 350 cm³ vél, tvær 50 cm³, önnur þeirra fjórgengis, eina 100 cm³ fjórgengis og tvær gerðir með 125 cm³ einnig fjórgengis. Nýjasta framleiðslan er hjól með 650 cm³ fjórgengis Rotax Bombardier-mótor. Verksmiðjan, JAWA Moto í Tynec nad Sásavou er um þessar mundir að fullkomna heimasíðu sína og bíður JAWA áhugafólk spennt eftir henni.

JAWA-umboð á Íslandi


Samkeppnin við japönsku hjólin hefur verið hörð, en forráðamenn JAWA Moto eru bjartsýnir og tékkneskur iðnaður var alla tíð víðfrægur - þegar hann fékk að blómsra í eðlilegu umhverfi. Má í því sambandi minna á uppgang Skoda-bílanna, sem ekki er síður að þakka tékkneskum tæknimönnum en Volkswagen. Sagt er að starfsmaður hjá Skoda hafi sagt, þegar Volkswagen tok við rekstrinum: "Loksins fengum við almennilegt efni til að vinna úr." Eru ekki einmitt tékkneskar Skoda-túrbínur í einhverjum raforkuverum hér á landi? Þess má geta að í Tékklandi er líka önnur JAWA verksmiðja - JAWA Divisov. Sú framleiðir eingöngu speed-hjól.


Í öllum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og mörgum S-Ameríkulöndum (undirritaður fékk netpóst frá einum JAWA-manni í Brasilíu um daginn!) eru JAWA-klúbbar. Ef til vill er full ástæða til að stofna klúbb hér á landi. Fræðast má um allt þetta nánar með því einfaldlega að slá inn á leitarvef orðin JAWAmotorcycles. Síðast þegar ég prófaði þetta, komu upp 4.980 staðir til að skoða.


Nýlega varð til umboð fyrir JAWA á Íslandi. Umboðsmaður er Jens R Kane, Grenibyggð 23, 270 Mosfellsbæ. Þjónustuverkstæði er SPINDILL á Ártúnshöfða. 
Umboðsmaður fékk nýlega til landsins tvö kynningarhjól; Endurohjól 350 cm³ og skellinöðru 50 cm³. Glæsilegir gripir! Þau eru til sýnis hjá Bílamiðstöðinni á Ártúnshöfða. Ég undirritaður á tvö JAWA-hjól. Annars vegar er það JAWA 250 Pérák, 1948 módel, (JAWA-rautt !), og hins vegar JAWA 350 Chopper, 2001 módel. 
Tékkar framleiða víðfræga hliðarvagna fyrir mótorhjól; VELOREX. Freistandi er að fá sér einn slíkan við Chopperinn! Ég setti í gamla hjólið elektróníska kveikju, en hana fékk ég frá fyrirtæki í Berlín, MZ-BVertriebs GmbH - www.mz-b.de , en það sérhæfir sig í varahlutum í mótorhjól, sérstaklega í rafkerfið. Þar fást ótrúlegustu hlutir!


Undirritaður er félagi í JAWA & CZ Owners Club of Great Britain and Eire og hefur oft sótt þangað góð ráð. Klúbbur sá heldur í júní á næsta ári upp á 50 ára afmælið. Læt ég nú þessari lauslegu samantekt lokið að sinni, en þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur, er velkomið að hafa samband við undirritaðan á netfangið
oligyda@simnet.is.

Morgunblaðið
10. september 2003 

23.8.03

Mótorhjólaæði hjá ‘68-kynslóðinni

Mótorhjólaeign landsmanna hefur aukist gífurlega á síðustu fjórum árum en slysatíðni minnkað um 30% á sama tíma,“ segir Ísleifur Þorbjörnsson hjá Yamaha á Íslandi og bætir við að helsta aukningin sé hjá körlum yfir 50 ára, sem er hin svokallaða ‘68-kynslóð, en þessir karlar hafa verið að rjúka til umboðanna og kaupa sér mótorhjól undanfarin ár. 


Í sama streng taka þau hjá Harley Davidson umboðinu á Íslandi þótt þau telji kúnnahóp sinn vera meira á milli fertugs og fimmtugs. Þau vilja samt ekki skrifa mótorhjólaáhuga karla á þessum aldri á gráa fiðringinn, enda viðkvæmt mál það, heldur benda þau á að margir þessara manna hafa látið sig dreyma um að eignast mótorhjól í áraraðir. Það sem kemur á óvart við þetta hér á landi er að séu tölurnar bornar saman við Bandaríkin kemur í ljós að mótorhjólaæði ‘68- kynslóðarinnar er síst minna en hér, en þar eykst slysatíðnin hjá körlum á þessum aldri. Talað er um að slys af völdum karla yfir 50 ára sem eru á mótorhjóli hafi aukist um 24% á tæpum 10 árum. Á Íslandi vonast fólk til þess að það gerist ekki á næstu árum og umboðin benda á að karlar á þessum aldri fari með hjólin sín eins og postulín. ■

23.8.2003

2.7.03

Ducati er Ferrari hjólanna

Það hefur bæst við í flóruna hjá mótorhjólaunnendum hér á landi því nú er í fyrsta sinn komið umboð fyrir hin margfrægu Ducati-vélhjól. Það er fyrirtækið Dælur ehf. sem valdist sem umboðsaðili. Guðjón Guðmundsson ræddi við Hjalta Þorsteinsson, innkaupastjóra hjá Dælum, sem hafði veg og vanda af því að ná umboðinu hingað til lands.
DÆLUR ehf. er þekkt fyrirtæki á sínu sviði og var upprunalega stofnað 1899 af Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum og bar þá nafn stofnandans. Fyrirtækið skipti síðan um eigendur árið 1960. 1986 var fyrirtækinu skipt upp og sérstakt fyrirtæki stofnað um dæludeildina sem fékk heitið Dælur. Faðir Hjalta, Þorsteinn Hjaltason, starfaði hjá Dælum sem óx og dafnaði og eignaðist fjölskylda hans síðan fyrirtækið.

"Við byggjum fyrirtækið á þessum gamla grunni, þ.e.a.s. góðri þjónustu, vera aðgengilegir og þjóna vel okkar viðskiptavinum," segir Hjalti.

Í mars á þessu ári breyttist eignaraðild fyrirtækisins aftur. Þorsteinn Hjaltason og Jónína Arndal drógu sig út úr því og inn komu þrír nýir eigendur ásamt Hjalta, þeir Gunnar Björnsson, Kristófer Þorgrímsson og Eiríkur Hans Sigurðsson. Fyrirtækið var á Fiskislóð vestur á Granda en flutti nú nýverið í Bæjarlind 1-3.

Eins og nafnið bendir til sérhæfir fyrirtækið sig í sölu og þjónustu á dælum til sjávarútvegs, sumarbústaða og til fleiri nota. En nú hefur bæst við ný deild sem er Ducati-hjólin.

Stútfullur af súrefni"

Þetta kom þannig til að Eiríkur Hans Sigurðsson, nýi framkvæmdastjórinn okkar, er vélhjólaáhugamaður til margra ára. Hann kemur alltaf til vinnu sinnar á góðviðrisdögum á mótorhjóli og ég sá bara hvað maðurinn var lifandi. Hvað hann var stútfullur af súrefni, gleði og áhuga fyrir því að takast á við daginn. Ég sá að þetta var eitthvað sem ég yrði að skoða betur. En ég vissi að þótt það ætti að verða mér til lífs þá kunni ég ekki á mótorhjól. Ég dreif mig í bóklegt nám og síðan verklegt og svo fór ég að velta fyrir mér hvers konar mótorhjól ég ætti að fá mér. Ég fór að skoða tímarit og sá þá alltaf sama merkið - ofsalega falleg hjól, frábæra hönnun - hjól sem stóðu út úr í þessum blöðum. Þetta var Ducati. Ég komst að því að Ducati er ekki með umboðsmenn á Íslandi. Ég skrifaði þeim bréf og sagði þeim að við værum að leita eftir nýju umboði til að breikka okkar vörulínur. Þeir svöruðu til baka og kváðust lítast vel á þetta. Þeir báðu okkur um markaðsáætlun til þriggja ára og frekari upplýsingar um markaðinn og Ísland," segir Hjalti.

Hann fór umsvifalaust í gagnaöflun af ýmiss konar tagi. Hann skoðaði innflutning á mótorhjólum til Íslands sem er töluverður og síðan bjó hann til söluáætlun fyrir Ducati.

"Þeim leist vel á þetta og síðan lá leið okkar til Bologna í höfuðstöðvar Ducati. Við skoðuðum verksmiðjuna og sáum vörulínuna og safnið. Sonur Eiríks, Hrólfur, er mótorhjólamaður og þegar hann gekk inn á safnið sáum við geðshræringuna sem hann komst í. Ég uppgötvaði að það var svipað fyrir Hrólf að koma inn á þetta safn og fyrir mig þegar ég, Elvis-aðdáandinn, kom í Graceland í Memphis á sínum tíma."

Ducati er lífsstíll


Á hverju ári er haldin Ducati-helgi á Ítalíu þar sem koma saman um 10.000 hjól. "Ducati framleiðir mögnuðustu keppnishjól í heimi og á þeim hefur Superbike- keppnin unnist oftar en á nokkru öðru hjóli. Það er mál manna Ducati sé Ferrari mótorhjólanna. Fyrirtækið er með mest vaxandi markaðshlutdeild í heiminum. Þeim nægir að selja tíu hjól á Íslandi bara til þess að bæta Íslandi inn á kortið. Þeir segja að tilvalið sé að selja ferðahjól og meðfærileg götuhjól á Íslandi. Nú eru þeir líka komnir með nýtt hjól sem heitir Multistrada, sem er eiginlega hjól fyrir allar aðstæður. Við sáum strax að þetta væri gullegg og við viljum gera okkar til að kynna hjólin fyrir Íslendingum," segir Hjalti.

Hann bendir á að mörg ljón séu á veginum fyrir innflutningi á mótorhjólum til Íslands. Greiða þurfi há flutningsgjöld og 30% vörugjöld auk 25% virðisaukaskatts af hjólunum.

"Hjólin eru dýr þegar þau eru loksins komin til Íslands. Við fórum yfir þetta með Ítölunum og þeir vilja hjálpa okkur til að geta boðið upp á gott verð í byrjun. Besta auglýsingin fyrir okkur er sú að einhver kaupi Ducati-hjól og sjáist á því í Reykjavík eða úti á landi."

Hjalti er stórhuga og hefur ýmislegt á prjónunum. "Við ætlum að stofna eigendaklúbb Ducati á Íslandi og hjóla einu sinni í viku. Á næsta ári ætlum við að flytja hjólin til Ítalíu og taka þátt í Ducati-helginni. Auk þess ætlum við í ökuskóla hjá Ducati, bæði fyrir götuhjól og keppnishjól, til að gera okkur að betri ökumönnum. Við gerum þetta af áhuga og ástríðu, eins og kjörorðið er hjá Ducati."

Morgunblaðið
2. júlí 2003

7.6.03

Á tvö öflugustu mótorhjól landsins


 Þau eru ekki mörg, mótorhjólin, sem eru yfir 200 hestöfl og ná meira en 300 kílómetra hraða, en það er ekkert mál fyrir Suzuki 1300 Hayabusa-mótorhjól Viðars Finnssonar.


 Hjólið hefur Viðar átt í tvö ár og hefur breytt því fyrir keppni í kvartmílu. Til þess er búið að eiga við mótor og er hann nú rúmlega 210 hestöfl út í afturhjól, að sögn Viðars. Einnig er búið að setja loftskipti í hjólið til að gera skiptingar hraðari á mílunni. „Undir hlífinni, þar sem farþegasætið er venjulega, er ég búinn að koma fyrir búnaðinum. Við gírskiptinn er fest loftpumpa og allt er þetta síðan tengt við flaututakkann þannig að í staðinn fyrir að flauta þá skipti ég," sagði Viðar.

Þrátt fyrir að hjólið sé stórt og langt rls það
upp á afturdekkið eins og að drekka vatn.

Á annað öflugra í smíðum 

Viðar er enginn nýgræðingur í kvartmílunni og hefur tvisvar unnið íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum í fyrra, þá einmitt á þessu hjóli. Hann er með titil í ofurflokki, þar sem allar breytingar eru leyfðar, og flokki stórra götuhjóla og var besti tími hans f fyrra 9,78 sekúndur. „Þessu tekur maður upp á svona á gamals aldri en ég er að verða 43 ára," sagði Viðar og brosti. Þá keppti hann líka á sérsmíðaðri kvartmílugrind í nokkur skipti í fyrra og hefur pantað í það nýjan mótor sem er á leiðinni til landsins. „Það er alveg svakaleg græja," sagði Viðar. „Vélin er um 300 hestöfl og hjólið er allt sérsmíðað fyrir míluna, ólíkt Hayabusa-hjólinu sem er löglegt á götuna."

Viðar segir að umferðarmenning íslendinga
mætti alveg vera betri og telur að bæta
megi hana með því að gera brautarakstri
 hærra undir höfði.

Hraðakstur af götunum 

   Viðar lætur ekki þar við sitja í áhugamálinu en hann er virkur félagi í Kvartmíluklúbbnum og hefur ákveðnar skoðanir á umferðarmenningu íslendinga. „Hér á íslandi eigum við þrjár lítið nýttar akstursbrautir en þær mættí bæta og setja í þær meira fjármagn til að fá hraðakstur af götunum. Því miður er bara alltof lítill vilji og skilningur fyrir þessu hjá hagsmunaaðilum sem virðast varla vita hvað Kvartmílubrautin er. Samt hefur nú lögreglan notað brautina í mörg ár til æfinga," sagði Viðar að lokum.
 njall@dv.is
DV
7.6.2003
https://timarit.is

3.5.03

Öldungar keppa á Klaustri 2003



í „OffRoad Challenge" keppninni á Klaustri 24. maí næstkomandi taka þátt ekki bara menn sem eru ungir aö árum eins og fjallað hefur verið um á síðum DV-bila heldur líka lið sem er með samanlagðan aldur upp á 82 ár. Liðið ber númerið 1 og í því eru þeir Haraldur Ólafsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurhugvelli, ásamt Októ Einarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra í Danól. Haraldur sér einnig um vefinn enduro.is en þeir aka báðir á KTM hjólum.  

Stóðu sig vel í fyrra

 Þeir félagar enduðu í 12. sæti í fyrra með 14 hringi ekna á þessum sex klukkutímum sem keppnin var og komust á tímabili upp í 10. sæti. Haraldur hefur verið að keppa í íslandsmeistaramótinu í Enduro undanfarin ár en á að eigin sögn lítinn möguleika í þessa ungu stráka sem þar eru að keppa um efstu sætin. En hann skorar grimmt á menn í sínum flokki sem er 40 ára og eldri. Októ hafði ekki keppt á mótorhjóli í tæp 20 ár og var að sjá að hann hefði ekki gleymt neinu á þessum 20 keppnislausu árum sínum.

   DV-bílar spurði þá félaga hvað væri svona spennandi við þessa keppni, væntingar þeirra í keppninni og allmennt viðhorf vinnufélaga og fjölskyldu.

   „Það sem gerir þessa keppni spennandi er þetta stórkostlega landsvæði þar sem keppnissvæðið liggur og svo hvort maður hreinlega hefur þessa sex klukkutíma af," sagði Októ. „í fyrra komum við sjálfum okkur á óvart og reyndar mörgum yngri ökumanninum er við náöum 12. sæti af um 50 liðum. Nú serjum við stefnuna á topp 10 en það ætti að vera raunhæft ef Halli bætir við einni tönn! Fjölskyldan er mjög jákvæð og hefur gaman af rembingnum í okkur og ekki skemmir að elsti strákurinn minn er einnig skráður í keppnina."

   Að sögn Haralds er jákvætt viðhorf bæði hjá fjölskyldu og vinnufélögum. Væntingar til keppninnar er að standa sig jafnvel eða betur en í fyrra.  

DV-bílar hafa fregnir af mun eldri liðum en þeim félögum og eru a.m.k. þrjú með samanlagðan aldur 90 ár eða meíra. Það eru hins vegar keppendur sem bera númerið 102 sem virðast vera elstir samkvæmt heimildum DV-bila. Þeir eru 102 ára samanlagt. Þorgeir Kristófersson verður 42 ára á árinu en Jón Gunnar Hannesson verður 60 ára á árinu, Jón baðst undan því að koma í viðtal hjá DV-bílum. „Fyrst þarf maður að mæta í keppni áður en tekið er viðtal við mann" sagði hann.  

HJ

2.3.03

Triumph framleiðir stærsta mótorhjól í heim


Þessi fyrsta mynd af sleggjunni frá Triumph birtist nýlega í MCNmótorhjólablaðinu í Bretlandi. 

Hún staðfestir að sagnir af þvi að Triumph sé að hanna stærsta mótorhjól í heimi séu líklega sannar. Búist er við að hjólið verði kynnt á næsta ári og verði kallað „Twenty Two" sem vísar til stærðar vélarinnar, en einnig tilvísun til fortíðar því að á fimmta og sjötta áratugnum framleiddi Triumph vinsælt 350 rúmsentímetra hjól sem hét „Twenty One."

Mótorinn langsum 


Hjólið á myndinni er í fyrstu raunútgáfu sinni en ekki er búist við að það breytist mikið áður en það fer í framleiðslu. Heimildarmaður MCN segir að vélin hafi stækkað nokkuð frá upphaflegum áætlunum. „Upphaflega átti hún að vera „aðeins" tveggja lítra en þar sem Triumph vildi smiða stórt mótorhjól fannst mönnum að þeir gætu alveg eins haft það aðeins stærra svo þeir ákváðu að hafa það 2,2 lítra." Vélin er þriggja strokka línumótor og verður hún langsum í grindinni, líkt og sást í Indian- og Nimbus-hjólum millistriðsáranna. Eina nútímahjólið með mótorinn langsum í grindinni eru K-hjólin frá BMW en þar er hann á „hliðinni" langsum í grindinni. Þetta byggingarlag hefur BMW notað lengi með góðum árangri, bæði með þriggja og fjögurra strokka vélum. Kosturinn við að hafa hann langsum er sá að hægt er að koma við helmingi stærri vél í sama plássi og ef um V2- vél væri að ræða. Auk þess fæst meiri veghæð þannig en ef línumótorinn er þversum eins og oftast í hjólum nútímans.

Það stærsta fjöldaframleidda 


„Twenty Two" verður einfaldlega stærsta fjöldaframleidda mótorhjól í heiminum og mun skila hvorki meira né minna en 203 Newtonmetrum af togi. Það er álíka mikið og í tveimur Honda FireBlade-hjólum. Triumph neitar enn tilvist hjólsins en heimildarmenn innan verksmiðjunnar segja að það fari í sölu vorið 2003 og muni kosta vel á aðra milljón í Bretlandi.
 -NG  

2.3.2003

15.2.03

Mengunarreglugerðir ,,, Kostur eða kyrking

 Mótorhjól og vélsleðar hafa hingað til sloppið við ákvæði um mengun í flestum ríkjum heimsins. Reyndar hafa þau orðið að sætta sig við mun strangari hávaðareglur á síðustu árum en önnur farartæki en þar sem þau menga minna en stærri farartæki hafa Evrópusambandið og Bandaríkin horft fram hjá mengun í útblæstri þeirra hingað til. Þetta er breytist þó allt á næstu árum ef reglugerðir beggja vegna Atlantsála ná fram að ganga.

Reglugerð í smíðum hjá ESB


 Samkvæmt reglugerð sem nú er í smíðum hjá Evrópusambandinu eiga mótorhjól að falla undir sömu mengunarstaðla og bílar fyrir árið 2006. Áætlanir ESB miðast við að ná þessu markmiði í tveimur þrepum. í fyrra þrepinu á að minnka kolmónoxið og vetnissameindir í fjórgengisvélum framleiddum eftir 1. apríl 2003 um 60%. í seinna þrepinu, sem kemur til aðgerða 1. janúar 2006, þarf hlutfall þeirra að lækka um 50% í viðbót. Tvígengisvélar þurfa að minnka kolmónoxíðútblástur um 30% og kolvetni um 70% en þar sem hlutfall nituroxíðs í útblæstri þeirra er lágt verða engar breytingar á magni þeirra í útblæstri fyrir 2003 til þess að gefa framleiðendum aðlögunartíma til að lækka hlutfall þeirra fyrir 2006.

Nýtt prófunarferli 


Þessar mengunarreglur falla vel að framleiðsluumhverfinu í dag og flest hjól standast 2003 reglugerðina. Sem dæmi stenst Suzuki V-Strom 1000 hjólið hana og er ansi nálægt að standast 2006 reglugerðina lika en það hjól er búið hvarfakút, súrefnisskynjara og beinni innspýtingu. Samhliða þessum mengunarreglugerðum verður búið til nýtt prófunarferli fyrir mótorhjól. Miðast þær prófanir við eðlilega notkun fyrstu 30.000 kílómetrana. Einstök ríki geta þó sett sín viðmiðunarmörk sjálf og ráðið því hvort þau sekta eldri farartæki sem ekki uppfylla staðla.

Annar staðall í BNA 


Nýr mengurnarstaðall EPA (Environmental Protection Agency) fyrir mótorhjól og vélsleða í Bandaríkjun um byggist á því að þessi tæki eigi stóra sök á mengun andrúmsloftsins. Þessi staðreynd virðist úr lausu lofti gripin hjá EPA því að í samanburði við einkabílinn menga til dæmis mótorhjól töluvert minna. Reyndar getur þessi staðhæfing átt við í Austurlöndum fjær þar sem stór hluti farartækja er mótorhjól og mörg þeirra tvigengis og því skýtur það skökku við að mengunarstaðallinn skuli fyrst vera settur þar sem mikill meirihluti mótorhjóla er fjórgengis. Það að staðallinn er kominn til að vera í Bandaríkjunum má þakka náttúruverndarsamtökunum þar í landi en þau hafa lengi séð ofsjónum yfir umferð torfæruhjóla og vélsleða i náttúrunni. Búast má við að þessi staðall hafi lamandi áhrif á framleiðslu vélsleða á næstu árum og menn verði að bregðast við með fjórgengisvélsleðum eins og Yamaha var reyndar að gera með nýja RX-1 sleðanum.

Strangari reglugerð


 Þessi staðall kemur fyrst til aðgerða í Kaliforníu árið 2004 og verður landsstaðall árið 2006. Hætt er við að tvígengis-torfæruhjól og fjórhjól deyi út eins og risaeðlurnar þegar staðlinum verður fylgt eftir en reyndar nær hann ekki yfir keppnishjól og keppnissleða sem einungis eru ætluð fyrir keppni. Núverandi reglugerð leyfir 5 grömm af kolvetnis- og níturoxiðsameindum og 12 grömm af kolmónoxíði í hverjum eknum kílómetra. 2004-reglugerðin lækkar þessar tölur niður í 1,4 grömm fyrir kolvetnis- og níturoxíðsameindir en hlutfall kolmónoxíðs verður áfram óbreytt. Mörg þeirra fjórgengis-mótorhjóla sem framleidd eru í dag standast þessa mengunarstaðla en hætt er við að R-hjólin svokölluðu eigi erfiðara með að ná þeim. Líklega verða framleiðendur að eyða meiri peningum í þróun sem aftur leiðir til dýrari hjóla og sleða.

Rúm fyrir breytingar 


Mörg þeirra mótorhjóla sem seld eru í dag eru með beinum innspýtingum. Þrátt fyrir að þau séu ljósárum á undan blöndungshjólum í minni mengunarmagni er samt hægt að gera betur í því efnum. í mótorhjólum er tjúnun þeirra kóðuð í tölvuheila sem stjórnar kveikjumii og miðast hún við meðalaðstæður sem breytast ekki þrátt fyrir breytingar á ytri aðstæðum, eins og loftþrýstingi, lofthita og þess háttar. Bílar hafa fullkomnara rafkerfi sem leyfir það að hægt er að koma fyrir skynjurum hvar sem er sem senda aftur upplýsingar til tölvuheilans sem aftur breytir kveikjunni eftir aðstæðum. Strangari reglugerð í Bandaríkjunum er líkleg til að neyða framleiðendur til að setja fióknari rafkerfi í mótorhjólin sem einnig leiðir til hækkandi verðs á þeim. Þetta mun líklega einnig leiða til þess að ekki verður hægt að gera breytingar á mótorhjólum nema á fullkomnu verkstæði. Hlutir eins og flækjur og aðrir tjúnhlutir munu því rykfalla í hillum mótorhjólaverslana áður en langt um líður og tekið verður fyrir það að eigendur mótorhjóla breyti þeim sjálfir.

Lítil mengun í hjólum 


Að sögn Þorsteins Marels hjá Vélhjólum & sleðum er talvert um hysteríu meðal umhverfissamtaka sem fara offari þegar rætt er um mengun ökutækja. „Oft er verið að einblína á það sem mönnum er næst í umhverfinu án tillits til hvað mengar og hvað ekki. Má nefna þegar aðalpúströr heimsins, sem eru eldfjöll, fara í gang. Eitt meðaleldgos mengar á örfáum andartökum ársskammt allrar umferðar heimsins. Hvað mótorhjól varðar þá mengar einn strætó meira en öll hjól landsins yfir árið. Mér er það líka til efs að vélsleðar hafi í við hverasvæðin í Yellowstone Park. Frægt er þegar umhverfisverndarsinnar þar reiknuðu út mengun af sleðum í garðinum. Þeir tóku öll efni í áætlaðri bensín- og tvígengisolíusölu til sleðamanna á svæðinu og sögðu það fara beint í jarðveginn." 

Tækni kostar peninga 


Framleiðendur tvígengisvéla eru á fullu að hanna innspýtingar og lofa t.d. OMC og Orbital-útfærslurnar góðu. Gallarnir koma hins vegar í kostnaði og þyngd. „Öll þessi tækni kostar peninga og þarf mun þyngri og öflugri rafkerfi sem vinna með fjórgengisvélum í samanburði. Báðir kostir eru slæmir fyrir léttustu tækin." Krossarar og keppnissleðar finna mest fyrir hverju grammi sem við bætist. „Varðandi breytingar eða „tjúningar" á hjólum og sleðum framtíðarinnar held ég að litið breytist annað en græjurnar sem notaðar verða til verksins. Nú kaupa menn einfaldlega nýjan stýrikubb í tölvu tækisins með flækjunum, rétt eins og menn breyta tölvum þessa dagana. Hluti þess að eiga flott hjól eða nýjasta sleðann er einfaldlega yfirlýsing eigandans til umhverfis sín. ,;Ég er ekkert eins og meirihlutinn" eða „Ég fer mína leið." Þetta verður áfram til þess að tækjum verður breytt og gæðingum hleypt," segir Þorsteinn.
-NG
DV
5.2.2003


23.1.03

Breskt er best 2003

HiImar og safnð hans sem nú samanstendur af
þremur breskum farartækjum frá fimmta áratugnum.
- Hilmar Lúthersson „
,,Old Timer''


Hilmar Lúthersson hefur gjarnan verið kallaður „Old Timer" af félögum sínum í Sniglunum. Hann er heiðursfélagi þeirra og ber númerið 1 og er þekktur fyrir uppgerðir sínar á breskum mótorhjólum. Hann brá þó nýlega út af vananum þegar hann gerði upp Austinbíl af 1948 árgerð, einnig breskan. „Þessi bíll er af gerðinni 16," segir Hilmar um leið og hann útskýrir að það sé stærsta gerð hans. „Hann er með lengra hjólahaf en 8- og 10-gerðirnar. Einnig er til gerðin 12 en sá bíll er með minni síðuventlavél." Bíllinn hans Hilmars er með 2200 rúmsentímetra toppventlavél sem á að vera aflmeiri, en að sögn Hilmars „vinnur hann ekki neitt þótt hann hafi smávegis meira af togi."

Vdr tned topplúgu Hilmar átti sjalfur svona bíll þegar hann var ungur, en þá minni gerðina, þótt draumurinn hefði alltaf verið að eignast Austin 16. Bíllinn á ættir sinar að rekja til Bretlands en hingað kom hann árið 2000 frá Cornwall. „Uppgerðin tók ekki nema sex mánuði og á ég hana mest að þakka galdrakarlinum Kjartani Ólafssyni hjá B&L. Það þurfti mikið að föndra við hluti eins og bretti og innréttingu sem Auðunn Jónsson sá um að klæða eins og honum einum er lagið. Til dæmis hafði verið topplúga á bílnum en búið var að sparsla 20-30 kíló í gatið svo að við þurftum nánast að smíða nýjan topp," segir Hihnar. Það eina sem var látið óhreyft i bílnum var vél og gírkassi; enda hvort tveggja í góðu lagi.

Kostar mikið ao gera upp Eins og áður sagði er Hilmar mikill áhugamaður um gömul mótorhjól og í skúrnum hjá honum eru einnig tvö uppgerð mótorhjól frá sama tíma. Djásniö í hópnum er eflaust Ariel VG500 1946 sem hann gerði upp í „sýningarstand" fyrir fimm árum. Síðast gerði hann svo upp AJS 5001946. „Það er ekki eins vel uppgert enda kostar það mikið," segir Hilmar. Það er nú samt ekki að sjá á hjólinu að á því sé neinn viðvaningsbragur, enda Hihnar þekktur fyrir vönduð vinnubrögð. „AJS-hjólið er nákvæmlega eins og Matchless-hjólin, fyrir utan merkingar og magnetu," segir Hilmar, en hann gerði einmitt eitt slíkt upp fyrir nokkrum árum sem hann er búinn að láta frá sér. Aðspurður hvort hann sé með eitthvað fleira í bígerð segir Hihnar að næst séu Ariel Red Hunter 1945 og BSA 1954 á dagskrá, auk tveggja skellinaðra sem honum áskotnuðust. Þær eru af gerðinni Kreidler og Rixe og vantar nokkuð í þær og væri því vel Undí r bíltlU m eru fjórlr vökvatjakkar sem hægt er að tjakka bílinn upp á. þegið ef einhver lumaði á varahlutum í þær," segir Hilmar að lokum. NG








 NG
DV  
23.1.2003

5.12.02

Fallegur Harley Davidson


Draumahjólið mitt.

Sveinn Arnason á eitt fallegasta mótorhjól landsins:



Ég hef af því mikla ánægju að eiga þetta hjól en ég get þó með engu móti sagt að ég sé dellukarl á þessu sviði frekar en öðrum," segir Sveinn Árnason, verktaki í Mosfellsbæ, en hann á eitt glæsilegasta mótorhjól landsins, Harley Davidson Electra Glide, árgerð 1968. „Ég eignaðist hjólið í febrúar árið 1984. Fyrstu árin gerði ég lítið við hjólið annað en að aka því mér til skemmtunar. Síðan nokkrum árum seinna tók ég það í gegn stykki fyrir stykki Hver einasti , skrúfuhaus var tekinn og pússaður og settur í króm. Gárungarnir gerðu grín að mér fyrir það að taka meira að segja skrúfurnar í vélinni í gegn. Í þetta fór gríðarlegur tími og ég minnist þess að það fóru  um 1500 vinnustundir í það eitt að Égj pússa upp álið og gera það vel úr garði," segir Sveinn.

„Ég nota hjólið enn þá og fer í stuttar ferðir ef veðrið er gott. Ég hef ekki farið í langar ferðir en lengsta ferðin var á Selfoss þegar sonur minn, Brynjar Örn, gekk að eiga Laufeyju Guðmundsdóttur á Selfossi.
Hjólið var líka notað við brúðkaup dóttur minnar, Evu Bjarkar þegar hún giftist Guðmundi Sigurðssyni.
Við vorum heppin því það var gott veður báða brúðkaupsdagana," segir Sveinn og heldur áfram: „Ég er búinn að aka hjólinu um 1000 km. Það er ekki hægt að vera á því í blautu veðri því það er gríðarlegt verk að þrífa hjólíð. Botninn á mótornum er þrifinn jafnt og aðrir hlutar hjólsins." Sveinn segir að það sé gríðarlega góð tilfinning að eiga hjólið og vita af því heima hjá sér.
„Ég er eins og ég sagði enginn dellukarl. Þetta er engin manía hjá mér eins og til dæmis kylfingum sem verða alveg helteknir af golfinu. Þetta er mjög fallegur gripur og ég hef hugsað mér að eiga hann áfram. Hjólið veitir mér margar ánægjustundir og hefur gert í öll þau ár sem ég hef átt það,
" segir Sveinn Árnason.
SK.

 DV 
5.12.2002





26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG




DV
19.09.2002

1.3.02

Vespa og vespa er sitt hvað


 Yamaha Tmax

Kostir: Stórt farangursrými, kraftur,
 áreynslulaus akstur 
Gallar: Áseta 

Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?" Jú, sennilega lítíl, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvern hefði grunað að draumurinn um „vespu" sem  hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunnar":  sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla i kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á tilfinningunni að hægt væri að setja kornabarn undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þráttfyrir að um sjálfskipta „vespu" sé að ræða.



Framúrstefnuleg hönnun

Hönnun hjólsins er verulega framúrstefnuleg og dálítið „speisuð", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk skásettra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínníæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kilómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án  vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf" lika
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í þvi símann, húslyklana og peningaveskið.

Þægilegur akstur

Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straumlínulaga hlíf að framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er þó uppgefinn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 i 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskiptingarinnar og áreynslulausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er einstaklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir.

Fyrir mömmur sem þora

Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleikum þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggulegra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömmur sem þora. Helstu gallarnir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur til gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli" hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúmgott farangursrými og nægur kraftur.
 -HSH
DV 10.8.2002

7.2.02

Sniglarnir efna til umfangsmikillar rannsókna

Lítil reynsla ökumanna hefur mikil áhrif


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samvinnu við Umferðarráð hrundið af stað stærstu umferðarslysarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Ætlunin er að skoða öll slys yfir heilan áratug, frá 1991-2000, alls rúmlega 700 slys. Að mati Sniglanna hefur ekki verið nóg að gert í rannsóknum á þessum málum hérlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar í jákvæðum tilgangi, m.a. til að hrinda af stað umferðarátaki, bæta kennslu o.s.frv. Áætlað er að kynna þær á vorfundi Sniglanna seinnihluta apríl.
Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar, voru það fyrst niðurstöður svipaðra rannsókna í Noregi sem hvöttu menn til að skoða sömu hluti hérlendis. „Mótorhjólasamfélagið hefur breyst mikið á síðasta áratug og staðalmyndin er ekki lengur af tvitugum strák á keppnishjóli heldur frekar eldra fólki, en þar hefur orðið langmesta aukningin að undanförnu. Fólk sem lærir á mótorhjól í dag er í flestum tilvikum eldra en þrítugt, en það er einmitt það sem hefur efhi á því að eiga og reka mótorhjól," segir Njáll.
Niðurstöður norsku rannsóknarinnar frá 1999 benda til þess að aldurshópurinn 18-39 ára lendi meira en tvöfalt oftar í mótorhjólaslysurn þar sem slys annars vegar, en þeir sem eru fertugir og eldri. Þetta sýnir það klárlega að litil reynsla ökumanna er stór þáttur hvað slysatiðnina varðar. „Annað athyglisvert sem kom út úr rannsóknunum í Noregi og við munum skoða hérna sérstaklega er að einstaka gerðir af hjólum með svokallaða „töff ímynd" lenda næstum því þrisvar sinnum oftar i óhappi en aðrar gerðir með „góða ímynd" þrátt fyrir að hjólin með „góðu imyndina" væru í fleiri tilfellum kraftmeiri," segir Njáll Gunnlaugsson.
-aþ
7.2.2002

21.10.00

Endúroguðinn á heima á íslandi



Mótorhjól notuð til sáningar:

Sú akstursíþrótt sem nýtur einna mestrar hylli á meðal keppenda er endúró sem er þolaksturskeppni á torfærumótorhjólum. Íþrótt þessi er ung að árum og var fyrsti heimsmeistarinn krýndur i endúró 1968. Í ár er þriðja árið sem keppt er til íslandsmeistara í endúró. Fyrsta árið sem keppt var í endúró voru keppendur 42 alls en nú, aðeins 2 árum seinna, eru keppendur i Íslandsmeistarakeppninni 95 og er þetta því fjölmennasta akstursíþróttagreinin á íslandi hvað varðar keppnistæki og keppendur.
DV tók tali þann sem staðið hefur i eldlínunni við uppbyggingju á þessu
vinsæla sporti undanfarin ár og leitaði svara við því hvers vegna endúró er svona vinsælt á meðal keppnismanna.
Fyrir svörum varð Hjörtur Jónsson sem hefur verið ýmist keppnisstjóri
eða aðstoðarkeppnisstjóri í hverri einustu endúrókeppni sem haldin hefur
verið síðan byrjað var að keppa til íslandsmeistara. Hjörtur var einmitt í
Englandi á dögunum, eins og DV Sport hefur greint frá, að kynna sér keppnishald ytra.


Kartrembusport?

Fyrsta spurningin var: „Hvers vegna er endúró svona vinsælt á meðal mótorhjólakeppnismanna?

„Það er ekkert eitt svar við þessu en segja má að þetta sé karlrembusport, enda hefur enginn kvenmaður tekið þátt i íslandsmeistarakeppni enn sem komið er. Fjárhagslega er ekki svo dýrt að keppa í endúró miðað við aðrar akstursíþróttir, svo framarlega að menn séu ekki að keppa um fyrstu 10 sætin til íslandsmeistara. Ennig er það að þegar keppt er í endúró er hægt að hafa keppnina mjög
misjafna og er engin endúrókeppni eins og sú síðasta. Stundum er þetta eins og rall og eru keppendur þá ræstir með vissu millibili og aka sérleiðir og ferjuleiðir eins og í bílaralli. Einnig er hægt að ræsa alla i einu og láta keppendur aka í hringi í eina til þrjár klukkustundir og telst sá sigurvegari sem flesta hringi fer á aksturstímanum. Þetta keppnisfyrirkomulag hentar mjög vel islenskum aðstæðum og  getur verið skemmtilegt á að horfa. Hringagakeppni af þessu tagi á uppruna sinn í Ameríku og kallast GNCC og hefur verið vinsæl síðan 1986. Á síðasta ári var farið að keppa í sambærilegri keppni í Englandi, sem kallast Fast Eddy, og er hún svo vinsæl að hætt er að skrá keppendur við höfðatöluna 500."


Stundum hefur þurft að bera menn af hjólunum"

„Það sem er hvað mest spennandi við keppni af þessu tagi er að áhorfendur geta fylgst vel með þar sem keppandi getur farið allt að 10 sinnum fram hjá honum í keppni. Þá getur verið gaman að fylgjast með þvi þegar keppendur koma inn á þar til gert svæði, sem kallast „pyttur", til að taka bensín eða til viðgerða meðan á keppni stendur. Keppendur í endúró eru ánægðastir þegar þeir ljúka keppni og klára. Að jafnaði fellur þriðji hver keppandi úr keppni vegna bilunar á hjóli eða menn hreinlega gefast upp því þetta er svo rosalega erfitt. Menn eru gjörsamlega búnir eftir keppnisdag í endúró. Þess eru dæmi að þegar keppandi kemur í mark hefur þurft að bera hann af hjólinu, losa hann við hjálminn og  allan annan keppnisklæðnað því keppandinn var svo gjörsamlega búinn að vera að hann gat enga björg sér veitt fyrsta klukkutimann eftir keppni."

En hvers vegna stundar Hjörtur þá ekki keppni sjálfur?

Um það segir hann að það sé sköpunargleðin sem reki hann áfram. Einhver verður að gera þetta því að ef engin keppni væri fyrir þessa stráka þá væru spólför út um allt. Með markvissu keppnishaldi og kröfu um öryggisbúnað fækkar einfaldlega slysum og utanvegaakstri á svæðum sem ekki má aka á.


14 bráðabirgðasvæði á 22 árum

Gott dæmi minnkun utanvegaaksturs er fyrir ofan Mosfellsbæ. Þar eru gryfjur og vegslóði sem liggur upp að Skálafelli. Á þessu svæði keyra Mosfellsbæjarstrákar og lítið er um akstur utan vega og slóða. í Reykjavík og Hafnarfirði eru engin svæði til að stunda þessa íþrótt og er það mat Hjartar að það sé á ábyrgð bæjaryfirvalda á þessum stöðum þegar kvartað er undan utanvegaakstri mótorhjóla því að hjólamönnum finnst það sjálfsagður réttur að fá að stunda íþrótt sína.

Hvað þarf stórt svæði fyrir endúróbraut og motocrossbraut? 
„Það er ekki mikið land sem þarf undir gott svæði, svona 1-3 ferkílómetra, en svæðið þarf að henta fyrir Motocross og endúró. Það má ekki vera i etohverri stórgrýtisurð eins og mörg þau svæði sem úthlutað hefur verið til bráðabirgða fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbtan síðustu 22 ár. Þess má geta að í 22 ára sögu Vélhjólaíþróttaklúbbstas hefur klúbburtan fengið úthlutað 14 bráðabirgðasvæðum fyrir íþrótt sína. Geta allir séð það í hendi sér að erfitt væri að reka hvaða íþróttafélag sem er ef það þyrfti að færa íþróttavöllinn sinn á 2 ára fresti eftir að hafa fjárfest í mannvirkjum. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir pentagum sem lagðir hafa verið í brautargerð á 2 ára fresti og þurfa alltaf að byrja upp á nýtt."

Hjörtur L Jónsson

Keppt á friðuðu landi

Margir sjá fyrir sér að mótorhjól stórskemmi landið með djúpum fórum hvar sem þau fara um. Við spurðum Hjört hvort það væri sannleikskorn í þessu en hann taldi að ef að vilji væri fyrir hendi að skemma ekki gróður væri enginn vandi að komast hjá því. Til dæmis var fyrir tveim árum keppt í mýrlendi og lyngþúfum í Fljótunum og nú, aðeins tveimur árum seinna, sjást varla nein för eftir mótorhjól þar sem keppnin var haldin. Eftir keppnina voru 180 mótorhjólaför í brautinni. „Það er ekkert sagt þegar skepnum er beitt á smáblett og þær naga grasrótina alveg niður í mold svo að stórsér á landinu. En ef vélhjólaíþróttamenn fara fram á að fá dálíttan grýttan skika undir íþrótt okkar kallast það landspjöll og að við séum að spæna upp landið og eyðileggja það.

Síðustu tvö ár hafið þið byrjað keppnisárið í friðlandi í Þorlakshöfn. Er ekki verið að græða upp sandinn þarna? „Þorlákshöfn er höfuðborg Íslands í endúró. Það er rétt að þarna er verið að græða upp sandinn en Vélhjólaíþróttaklúbburinn er í samstarfi við garðyrkjustjórann í Þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus í að gera gróðurtilraunir þarna á svæðinu. Þær felast í því að fræi er dreift á sandinn fyrir keppni og mótorhjólin eru látin sjá um að plægja fræið niður í sandinn og dreifa þvi um svæðið. Þegar Þorlákshafnarkeppnin stendur er þetta eini dagurinn á árinu sem má aka mótorhjólum þarna þar á milli sandhólanna. Þetta kemur vel út, enda verður einkaleyfið á þessari aðferð við uppgræðslu á viðkvæmu landi seld Landgræðslu ríkissins á uppsprengdu verði innan tíðar."

Endúróguöinn á heima á Islandi

Hjörtur segir framtíð sportsins vera mikla og með réttri vinnu og undirbúntagi sé hægt að gera  keppninar hér að ferðamannagrein vegna sérstöðu landsins hvað varðar landslag. Upplagt væri fyrir bændur sem brugðið hafa búi og eru með ferðaþjónustu að sækjast eftir keppninni, enda gæti hún gefið gott af sér fyrir þá. „Erlendis er mikið keppt innan um tré og erfitt að fá önnur svæði en grýtt undir keppni af þessu tagi. En hér höfum við alla þessa árfarvegi, malargryfjur og ógróna mela og engin tré en nóg af brekkum til að takast á við.  Endúróhjólamenn hafa oft sagt að endúróguðinn eigi heima á íslandi og ég held að það séu orð að sönnu."
 -NG
DV 21.10. 2000