29.5.20

Gistiheimilið Lónsá býður Tíufélögum upp á góðann afslátt á gistingu.


Gistiheimilið Lónsá

Miðast við gistingu fyrir eina nótt.


Eins manns herbergi 6.000
Tveggja manna herbergi 8.000
Þriggja manna herbergi 10.000
Fjögurra manna herbergi 15.000

Smáhýsi 15.000 

Svo erum við einnig með tjaldstæði þá sem vilja svoleiðis.

Lónsá er fjölskyldurekið gistiheimili í eigu Bjarka og Joy. Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokapláss. Sameiginlega stofu, baðherbergi og eldhúsaðstöðu.

Opið allt árið um kring. Einnig er rekið tjaldsvæði á sama stað.

Frekari upplýsingar í síma 4625037 eða info@lonsa.is

Hér er Gistiheimilið Lónsá rétt norðan við Akureyri
Senda skilaboð á fb eða info@lonsa.is
https://www.facebook.com/
Tjaldstæðið

Hjóladagur Suzuki 2020

Það var góð mæting á hjóldag Suzuki í Skeifunni á laugardaginn eins og sjá má.

Hjóladagur Suzuki vel heppnaður


Halldór Sigtryggsson mótorhjólavirki ásamt
Kolbeini Pálssyni hjá Suzuki við eitt
fyrsta stóra mótorhjólið sem Suzuki
seldi, Suzuki T200 1967.
Komin er hefð fyrir því hjá Suzuki umboðinu að halda mótorhjóladag á vorin og var hann haldinn í sjöunda sinn um síðastliðinn laugardag. Margir mótorhjólaklúbbar mættu á svæði með sín hjól, sem sum hver voru gömul Suzuki mótorhjól frá fyrstu árum umboðsins.


Einnig mættu sumir með sérsmíðuð keppnishjól, en Suzuki mótorhjólin eru

þekkt fyrir mikið afl. „Við eru alsæl með frábæra mætingu og ekki skemmdi veðrið sem lék við okkur svo ekki var hægt að biðja um meira“ sagði Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki. Sérstakur afsláttur var í boði á Suzuki daginn og voru margir sem nýttu sér það. „Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína hingað á hjóladaginn, kærlega fyrir komuna. Við brosum hringinn eftir daginn“ sagði Sonja að lokum.

 Njáll Gunnlaugsson

27.5.20

Hópkeyrsla Tíunnar frá Ráðhústorgi. FRESTAÐ


(Frestað)  Hópkeyrsla Tíunnar á Akureyri.

Allir eru velkomnir að mótorhjólast með.


Alls verða eknir 42 km fyrst um flest hverfi Akureyrarbæjar til að minna á að mótorhjólin eru komin á göturnar.  
Síðan verður tekin litli Eyjafjarðarhringurinn og endað inn í Kjarnaskógi þar sem Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts verður með fjölskyldudag og grillveislu þar sem Vitinn mathús grillar ofan í okkur. 
1500 kr á mann ,,, nema þú sért greiddur félagsmaður í Tíunni þá er það frítt. 

 Munið félagskirteini, það virkar sem greiðsla.
Munið eftir félagskirteinum.
Ganga í klúbbinn !


Varðandi hópaksturinn þá ber öllum hjólamönnum að virða umferðareglur, Við auðvitað reynum að stöðva umferð þar sem við getum en það er ekki alltaf hægt, og því verða menn að fara með aðgát því óvenju mörg gatnamót verða tekin í þessari keyrslu.

Hér að neðan er aksturplan hópkeyrslunar .

Tilboð á gistingu til hjólafólks sem heimsækir okkur á Hjóladaga.

 
tel Kjarnalundur

Tvær nætur í tveggja manna herbergi með morgunverði og aðgang að heitum pott er 27000,- fyrir helgina.
Eða

Tvær nætur í einstaklings herbergi með morgunverði og aðgang að  heitum pott er 20,000 fyrir helgina.

Kær kveðja og þakkir 
p.s Hótel Kjarnalundur er aðeins í fimm mínutna göngu fjarlægð frá salnum sem Tían er með fyrir lokaslútt Hjóladaga. 

26.5.20

Landsmót 2020 Verður haldið !!!

Mölbrotinn og stóratáin farin eftir mótorhjólaslys í Eyjafirði.

Hondan er ílla farin og líklega er of dýrt
að gera hana upp.
3. maí síðastliðinn var afdrifaríkur dagur fyrir mótorhjólamanninn og fasteignasalann Daníel Guðmundsson sem á þessum blíðviðrisdegi ók frá heimili sínu á stórglæsilegu ferðamótorhjóli af gerðinni Honda ST 1300 Pan European til móts við félaga sína í Tíunni,  Bifhjólaklúbb Norðuramts á Akureyri , en félagarnir stefndu í hópferð austur fyrir fjall í veðurblíðunni.

Fréttatilkynningin á www.visir.is var á þessa vegu.Um hádegið í dag var Lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynnt um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibíll og mótorhjól höfðu lent saman.
Ökumaður mótorhjólsins var sagður hafa kastast af hjólinu talsverða vegalengd eftir að sendibílnum hafði verið ekið í veg fyrir mótorhjólið. Einn maður var í sendibílnum og kenndi hann sér ekki meins.
Ökumaður mótorhjólsins var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Hinn slasaði var með meðvitund þar hann var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað frekar um líðan hans að svo stöddu. að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Daniel sem býr fram í Eyjafirði ók sem leið lá til Akureyrar, en varð fyrir alvarlegu umferðaróhappi  þar sem bíll ók í veg fyrir hann, sem gerði það að verkum að hann mun líklega ekkert hjóla í sumar.
Daniel féll af hjólinu og slasaðist talsvert í slysinu og var fluttur á spítala, og var á gjörgæslu í 10-11 daga áður en hann var fluttur á lyfjadeild þar sem hann er að jafna sig af meiðslum sínum.  Hjólið er hinsvegar ónýtt.

Tíuvefurinn fékk að taka smá símaviðtal við Daníel þar sem hann liggur inn á SAK.

Sæll Daníel og takk fyrir að tala við okkur. 
      Mig langar að spyrja þig út í slysið, hvað gerðist ?    og mannstu eitthvað eftir slysinu?

,,Takk sömuleiðis Víðir. Þú lýsir þessu bara eins og ég hef heyrt af þessu. Ég man sem sagt lítið sem ekkert eftir þessum degi og lítið fyrstu tvær vikurnar eftir slysið svo sem".

Slasaðist þú mikið ?

 ,, Já ég slasaðist ansi illa.   Bakbrotnaði og eru fimm hryggjaliðir saman sprengdir.  Flest rifbein  vinstramegin brotnuðu skildist mér, vinstri hendin fór ansi illa og er spengd saman og skrúfuð. Missti stórutá á vinstra fæti hinar ekki alveg komnar úr hættu en ef ekki kemur ígerð í þetta ætti þær að sleppa auk þess brotnaði ristin".

Varstu vel útbúinn til mótorhjólaaksturs ?

   ,,Já ég hef reynt að halda mig við þá reglu svona hin síðari ár að klæða mig fyrir fallið ekki veðrið eða coolið,  þó auðvitað séu undantekningar á því endrum og sinnum. Í þetta skiptið var ég mjög vel búinn að öllu leyti og það hefur mjög líklega bjargað lífi mínu.   Var í þykkum leður klossum, góðum leðurbuxum sem voru fóðraðar á hnjám og mjöðmum, nýjum jakka undir hann spennti ég stórt og mikið bakbelti, góður hjálmur og vettlingar með hörðu plasti til hlífðar".

Veistu eitthvað hvað varð um mótorhjólið þitt ?

    ,,Eftir því sem ég best veit var hjólið sett í geymslu sem sennilega tekur að sér að sækja og geyma svona tæki eftir slys. Ég hef hreinlega ekki verið á þannig stað líkamlega að geta hugsað um annað en einn dag í einu og þá bara líkamann".

Stefnir þú á að fara aftur á mótorhjól ?

    ,,Varðandi spurninguna um hvort ég hjóli aftur þá er svarið einfalt " já og get ekki beðið eftir því að komast út að hjóla" Skilst að Hondan sé ónýt sem er mikil synd því þarna var um verulega gott hjól að ræða. Er að leita að sjálfskiptu hjóli núna, vildi gjarnan hafa það skoðað tryggt og klárt og mynd af því upp á vegg hér á sjúkrahúsinu sem hvatningu ef ég losna út fyrir veturinn".

Er eitthvað sem þú vilt segja félögum okkar þarna úti á mótorhjólunum.?

    ,,Ég veit ekki hvað ég get sagt öðru mótorhjólafólki annað en að klæða sig fyrir fallið. Í mínu tilfelli var ekið fyrir mig og ég náði ekki að bremsa einusinni fyrirvarinn var svo skammur.
Þannig að klæða sig vel og njóta. Ekkert nema sumarið og Rock og roll framundan, njóta þess"

Ég þakka Daníel fyrir viðtalið og óska honum góðum bata.

Víðir # 527


Landsmót Snigla í Hallormstaðaskógi 1993

Heiddi að grilla beikonið í súpuna

Landsmót 1993

Undirritaður mætti á fjórum hjólum á landsmót. Var það létt verk og löðurmannlegt og ekki nema hálf skemmtunin að koma með þeim hætti.
Okkur Nonna Metal og okkar ektasneglum Steinunni og Áslaugu) bar að garði seinnipartinn á föstudaginn og byrjuðum á því að stoppa í sjoppunni á Egilsstöðum.
Brátt fór að bera á draugagangi þar fyrir utan en þegar betur var að gáð reyndist það vera þeir sem komið höfðu kvöldið áður og voru ekki beint í besta formi.   Voru sumir það langt leiddir að þeir sofnuðu ofan í diskinn sinn.

Hallormsstaður er sunnan við Egilsstaði, rétt áður en maður kemur að Atlavík.


Ber víkin heiti eftir landnámsmanni þeim er fyrstur bjó þar og var nefndur Graut-Atli líklega vegna innihalds heilabúsins), annars er best að spyrja afkomanda hans Tösku-Atla að því.
Kjarngóð landsmótsúpa er fastur liður á
 Landsmóti á föstudagskvöldinu
Hitinn var frekar kaldur þótt volgur væri á köflum eða 27°C deilt með þremur (dögum).
Til þess að fá í sig hita var farið í ruðning þar sem undirritaður snéri sig þegar hann hitti ekki boltann. En sagt er að fall sé fararheill og má því snúa upp á landsmót, því ég hef aldrei séð eða heyrt landsmót fara betur fram en þetta.
Bæði var skipulag þess til sóma og gestir þess einnig, þott ölvaðir væru. Ég sá ekki ein einustu
slagsmál og einu misþyrmingarnar voru í hreðjaglimu þar sem sigurvegarinn frá þvi í fyrra varôi titilinn. Jú, ég lýg því. Víst voru misþyrmingar á landsmóti en þá bara á þeim sem áttu það skilið, en sá var teipaður við staur fyrir þjófnað en ekki grýttur þannig að Sniglar fá háa einkunn fyrir kurteisi, eða þannig. þótt þeir hafi heitið Sniglabandið og milljónamæringarnir fyrra kvöldið. Allavega virðast þeir og aðrir kunna vel við sambasveifluna. Heiddi sá um súpuna eins og venjulega og þar sem
Sniglabandið spilaði að sjálfsögõu bæði kvöldin enginn ældi í hana smakkaðist hún þrusuvel, takk fyrir mig, Heiddi.


Reipitogið tók á

Leikirnir einkenndust af titilvörnum. 

Reipitog á hjólum
Í lúdmílu varði Steini Tótu titil sinn, í hreðjaglímu Harpa, og í þrífæti Sniglabandið, en þeir fengu mikla og góða keppni frá Metaltríóinu. Keppt var í reipitogi tegunda (ágætis aðferð til þess að skera úr um hvað sé besta hjólið) og að sjálfsögðu vann HONDA, kom aldrei annað til greina, allavega af minni hálfu.
Nýtt atriði var einnig á dagskrá en það var reipitog á hjólum.
Dæsus og Stjáni Sýra sýna mikil tilþrif og voru þannig á eftir að það var eins þeir hefðu  hefðu skeint sér með því að renna sér á rassgatinu.
Sniglið var náttúrulega hápunkturinn á þessu öllu. 
Eyjólfur Trukkur og Steini Tótu
kljást í Sófasettasnigli.
Mættu menn misjafnlega vel undirbúnir og upplagðir til keppni og hálf broslegt að fylgjast með hvernig drukknir menn reyna að hjóla og bað hægt, það er einfaldlega ekki hægt. Steini vann sófatlokkinn á hjóli sem hann hafði aldrei keyrt áður (1500 Goldwing) og tíminn hans meðal þeira bestu yfir heildina. Verst að hann skyldi ekki veita Sniglabandinu meiri keppni en hann fór alltaf út af eftir góða byrjun. Í úrslitum kepptu Þröstur Bíbí, Einar, Skúli og Björgvin, 
Beemerarnir duttu út og í úrslitum keyrði Einar út af brautinni þannig að Björgvin Ploder var Snigill ársins í þetta skipti og fagnaði hann því ægilega.

Nú er það bara ekkert sem heitir, við hinir verðum bara að fara að æfa okkur til þess að bandið vinni ekki alltaf þannig að það fari að komast upp í vana hjá þeim.

Björgvin Ploder fagnar ógurlega.
Ellefu útlendingar mættu á landsmót og skal þar fyrstan telja Ron, þjóðverjan ógurlega. Hann hafði í þrjár vikur reynt að komast upp á Öskju og ætlaði ekki að fara héðan fyrr. Nokkrir Sniglar keyrðu fram á hann í rigningu upp á heiði þar sem hann hafði tjaldað og buðu honum með sér á landsmót. Þangað mættu einnig tíu stykki úr Sandnes MC sem er norskur mótorhjólaklúbbur.

Í heildina var þetta vel heppnað landsmót og kemur jafnvel til greina að halda það á þessum stað aftur.
Ekki svo galin hugmynd.
Sjáumst á tveimur jafnfljótum (hjólum).
Náttfari #654

25.5.20

Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn

Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara.

Damon Hypersport Pro er frá Damon, kanadískum mótorhjólaframleiðanda. Hjólið er rafdrifið og tengt með 4G-nettengingu. Það verður frumsýnt á CES (Consumer Electronic Show - Neytenda raftækjasýningunn) í Las Vegas í byrjun næsta árs.
Damon Hypersport TechCrunch Trailer from Damon Motors Inc on Vimeo.


Hjólið kemur með CoPilot tækni. Það er ekki sjálfkeyrandi heldur les það veginn og umferðina með sömu samsetningu af myndavélum og skynjurum og bifreiðar nota.

Skynjarar sem vara við árekstri láta stýri hjólsins hristast ef vara þarf ökumanninn við. Eins eru blindpunktsviðvaranir í mælaborði hjólsins. Ökumaður getur séð hvað er að gerast fyrir aftan sig á LCD skjá fyrir framan sig. Hann hefur því 360 gráðu yfirsýn yfir umferðina.

24.5.20

Rúntað og ræktað upp land

Á milli Sultartangalóns og Hrauneyjavegar vinna nokkur mótorhjólafélög að því að græða upp örfoka land og endurheimta forna birkiskóga. Í dag verður farið í hina árlega landgræðsluferð.


Vorið 2009 hóf Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir landgræðsluverkefni undir heitinu Hekluskógar. Tveimur árum síðar gengu fjögur mótorhjólafélög til viðbótar til liðs við verkefnið og hafa þau nú farið á hverju ári í landgræðsluferð þar sem sexhjól í eigu Gísla Einarssonar hefur reynst afar vel.


Árlegur viðburðurGísli, sem er meðlimur Slóðavina, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu frá upphafi. „Ég er búinn að vera með nánast frá upphafi,“ segir hann. „Þetta er árlegur viðburður og er samvinnuverkefni nokkurra mótorhjólaklúbba, þar á meðal Slóðavina sem er ekki bara mótorhjólahópur, heldur ferðaklúbbur á mótorhjólum, fjórhjólum og beltahjólum og fleira. Hinir klúbbarnir sem eru með okkur eru allt mótorhjólaklúbbar.“
   Hin félögin sem koma að verkefninu eru BMW klúbburinn á Íslandi, Skutlur, Harley Owners Group Iceland og Gaflarar í Hafnarfirði. Hvert félag fyrir sig vinnur á 25 hektara svæði (500x500) og ber þar á áburð og gróðursetur trjáplöntur ár hvert. Að auki vinna Slóðavinir á 80 hektara svæði á Vaðöldu og Endurvinnslan hf. vinnur á 40 hektara svæði, samhliða mótorhjólafélögunum.
Við fengum úthlutað og byrjuðum á svæði sem heitir Vaðalda, sem er upphækkað svæði út frá lóninu hjá virkjuninni á Sultartanga. Svo breyttist það þegar við ákváðum að fá sérstakt svæði við þjóðveginn, sem er svona ca 5 kílómetrar að lengd og 500 metrar á breidd,“ skýrir Gísli frá.
   „Þar erum við að vinna að því að búa til skóg sem við ræktum með höndunum, með það fyrir augum að þetta gæti hugsanlega orðið einhvers konar mótorhjólakeyrslusvæði í framtíðinni, ef það er hægt að gera einhverjar skemmtilegar brautir þarna.“ Skógurinn sem félögin vinna að því að græða er í daglegu tali nefndur Mótorhjólaskógurinn.
   Alls er uppgræðslusvæðið tæplega 300 hektarar. Ýmsir aðilar hafa styrkt verkefnið, en stærsta styrkinn veitir N1 árlega, þar sem fyrirtækið lánar Slóðavinum vörubíl með krana til að flytja áburðinn og hífa sekkina í vegkantinn við reiti hvers félags.

Kærkomin hjálparhella 


„Ég kem alltaf með sexhjól á svæðið, sem er fjórhjól með palli, og það hjálpar okkur að dreifa áburði, það munar miklu að geta dreift áburði til að örva vöxtinn. Það er orðið fastur punktur í þessu og auðveldar alla vinnu.“
    Ábyrgðin er mikil. „Ég þarf alltaf að halda því gangandi til að vera öruggur að geta mætt með það, það er orðið fimmtán ára gamalt. Það virkar mjög vel í áburðardreifingu því það getur einn verið að keyra og einn setið aftan á pallinum og kastað áburðinum, svo getur maður líka borið í þau sem eru að kasta úr fötum eða skjólum og eru kannski búin að labba langt frá sekknum, þá getur maður skotist til þeirra með áburð.“
   Þá þarf líka að fara gætilega. „Það er alltaf að verða vandasamara að keyra á svæðinu, því það eru alltaf að koma fleiri plöntur, maður verður að passa sig á að keyra ekki á litlu trén.“
   Blaðamaður spyr Gísla hvort sexhjólið sé hálfgerð þungamiðja verkefnisins. „Það mætti kannski segja að það sé lykilþátttakandi í þessu verkefni.“
   Í dag verður farið af stað í landgræðsluferðina og lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 8.45 og 9.00.

  Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook undir „Mótorhjólaskógurinn“.

Fréttablaðið 
23. MAÍ 2020 

Allir vinna – nema mótorhjól

Fær ekki endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðar á mótor­hjóli eins og eigendur bíla fá gegnum átakið „Allir vinna“


Benedikt Bjarnason er einn þeirra sem notar mótorhjólið sitt daglega eins og flestir nota bíla sína. Hann reyndi að fá endurgreidda viðgerð á mótorhjóli sínu í vikunni gegnum átakið „allir vinna“ en fékk höfnun hjá Ríkisskattstjóra. „Þetta snýst ekki um að fá endurgreiddar þessar 8.000 krónur fyrir mig til eða frá. Þetta snýst miklu frekar um að þarna er verið að útiloka hóp og þá einnig alla þá sem gera við mótorhjól frá þessari leið stjórnvalda,“ sagði Benedikt.
Benedikt hringdi í Ríkisskattstjóra og fékk þau svör að þetta næði ekki til mótorhjóla. „Ég hlýt að hafa misskilið allt saman. Ég þurfti greinilega ekkert að læra umferðarlögin. Ég tilheyri ekki umferðinni,“ sagði Benedikt í stöðufærslu sinni á Facebook. Benedikt notar mótorhjól sitt til og frá vinnu og er það í raun og veru hans eina farartæki. „Ég nota mótorhjólið sem mitt eina ökutæki í allavega átta mánuði á ári á hverjum degi. Við fjölskyldan erum þess vegna bara með einn bíl og ég fæ því far hjá konunni yfir vetrarmánuðina.“ Benedikt var ekki alveg sáttur við þessi svör og vildi gjarnan heyra rökin.
Blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við Ríkisskattstjóra og fékk þau svör að verið væri að vinna eftir orðalagi breytingartillögu laga um virðisaukaskatt, en þar stendur: „Á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 skal endurgreiða einstaklingum utan rekstrar 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils vegna bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Skilyrði endurgreiðslu er að fólksbifreið sé í eigu umsækjanda og að fjárhæð vinnuliðar sé að lágmarki 25.000 kr. án virðis­auka­skatts. Endurgreiðsla eftir ákvæði þessu skal innt af hendi á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 90 dögum eftir að skattinum barst erindið.“ Starfsmaður Ríkisskattstjóra sagði að verið væri að vinna eftir orðalagi greinarinnar sem alltaf er túlkað þröngt, og þar sem aðeins er talað um bíla í greininni fæst ekki endurgreiðsla fyrir mótorhjól.
Að mati Benedikts ættu lögin að ná til allra skráðra ökutækja til einkanota en ekki bara fólksbifreiða. „Var einhver nefndarmaður smeykur um að ég myndi umturna hjólinu mínu á kostnað skattborgara? Hvað ef ég á Skoda Favorit og læt sprauta hann í kanadísku fánalitunum? Sprautun á fólksbíl virðist vera í lagi, en ekki ef ég læt laga bilaða leiðslu frá rafgeymi í mótorhjólinu,“ sagði Benedikt að lokum.
Fréttablaðið
Fimmtudagur 21. maí 2020

21.5.20

Fjölskylduhátíð Tíunnar. Hópkeyrsla - Grill í Kjarnaskógi.

Ertu klár Laugardaginn 06.Júní því við ætlum að byrja daginn á sameiginlegri hópkeyrslu kl: 13:00 og skellum okkur svo í grill inn í Kjarnaskógi með fjölskyldunni. 14:30 


Vitinn Mathús ætlar að grilla dýrindis hamborgara og kjúklingaspjót fyrir okkur.

 Svona berð þú þig að: Skráir þig í grillið fyrir 04 júní í síma 6611060 :) 

Ef þú ert ekki búin að greiða félagsgjaldið í Bifhjólaklúbb Norðuramst Tían Þá mundi ég drífa mig í því.
Frítt er fyrir greidda félagsmenn Tíunnar og fjölskyldur þeirra.
Aðrir greiða 1500 kr fyrir grillið 

Hafðu félagskirteinið við hendina20.5.20

Umferðin, holóttu vegirnir og hætturnarÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI


Nú er að koma betur í ljós þær miklu skemmdir á vegakerfinu eftir síðasta vetur og væntanlega dylst það engum að aldrei hafa vegir komið svona illa undan vetri. Það er kannski í grófara lagi að segja að allir vegir séu meira og minna ónýtir, en það er einfaldlega ekki fjarri lagi.

Það er sama hvert ekið er, alls staðar holur, ójöfnur og miklar skemmdir á vegum og af þessum sökum þarf að fara sérstaklega varlega.

Aldrei önnur eins sala á reiðhjólum


Aldrei hefur önnur eins sala verið á nýjum reiðhjólum og það sem af er ári, nánast allar reiðhjólabúðir hafa selt nú þegar öll hjól sín og beðið er eftir nýjum sendingum. Um síðustu áramót breyttust aðeins umferðarreglur og nú má ekki taka fram úr reiðhjóli nema að vera í 1,5 metra fjarlægð frá hjólinu við framúraksturinn.
jólinu við framúraksturinn. Hjólreiðafólk sem hjólar á þjóðvegum þar sem ætlast er til þess að þessi nýju lög séu virt verða að koma á móts við bílaumferðina og hjóla ekki hlið við hlið, sérstaklega ekki þar sem komið er að blindhæð eða blindhorn er á vegi og líka þegar hvít óbrotin lína er á miðjum veginum. Flest hjólreiðafólk er til fyrirmyndar í umferðinni, hjólar í áberandi klæðnaði, með blikkandi ljós framan og aftan, en það má gera betur. Best væri ef sú vinna kæmi innan frá sem fræðsla frá hjólreiðamanni til hjólreiðamanns.

Mótorhjólafólk er að átta sig á nauðsyn þess að vera sýnilegt


Fáir vita það að hönnun blindhornsvara í bílum er tilkomin vegna neikvæðrar greina í mótorhjólablöðum um ákveðna tegund bíla sem voru samkvæmt skoðanakönnun hættulegastir mótorhjólamönnum í umferðinni vegna þess að þeir skiptu um akrein án þess að gæta nægilega að sér og úr var slys eða banaslys. Fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja minn mótorhjólaferil var það nánast óskrifuð lög að klæðast öllu svörtu, en með árunum hafa mótorhjólamenn lært af biturri reynslu að vera í sýnileikafatnaði við akstur bifhjóla, það skilur á milli lífs og dauða. Það sem var „töff“ er nú „púkó“ og nú má sjá heilu flokka mótorhjólafólks ferðast um í gulum vestum við aksturinn.

Gul blikkandi ljós í umferð


Í síðustu viku var ég að keyra um Landeyjar og sá þar nokkra bændur í vorverkum á dráttarvélum út á þjóðvegum, var ánægður með að flestir voru með gul blikkandi ljós á hægfara dráttarvélunum. Það minnti mig á að fyrir nokkru las ég ástralska reglugerð um gul blikkandi varúðarljós á ökutækjum, en sú reglugerð fannst mér nokkuð áhugaverð lesning. Þar sagði m.a.:   Blikkandi ljós í umferð má vera blikkandi ef ökutæki ekur á lægri hraða en almennur umferðarhraði er. 
Blikkljós á að slökkva sé ekið á sama hraða og önnur umferð.
Gul blikkandi ljós má nota ef hæð er óvenjuleg, breidd meiri en almenn breidd ökutækja, eða ekið með hættulegan farm. Ef verið er að vinna í vegkanti með gul blikkandi ljós má aldrei keyra framhjá þeim hraðar en á um 40 km hraða. Svona ítarleg lesning um gul blikkljós er ekki til hér á landi, eina sem segir er að þau skuli vera gul, en nánast allir hér á landi eru með appelsínugul ljós.

Smá aukalesning um þjófnað


Þjófnaður á ýmsum eigum fólks hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og sjaldgæft er að maður lesi fregnir af þýfi sem finnst. Því miður virðist eins og að þjófnaðarmálum sé að fjölga.
Á stuttu tímabili hef ég lesið um óæskilegar heimsóknir á sveitabýli þar sem verkfærum, reiðhjólum, bíl og fjórhjóli var stolið. Eitt besta ráðið er að koma upp myndavélakerfi og læsa vel húsum, hjólum og öðru sem fólk veit að hætta sé að vera stolið. Til eru lásar sem gefa frá sér skerandi hátíðnitón í 90–110 db. Svona lás hefur gagnast mér vel við að fæla frá óboðna gesti.

Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 

18.5.20

Fundir við Hof

Dýrasta mótorhjól í heimi

Þó að deilt sé um uppruna „Captain America“ „Chopper“ mótorhjólsins úr bíómyndinni Easy Rider frá árinu 1969, sem sagt er vera síðasta mótorhjólið sem til er úr myndinni, þá var hjólið selt á uppboði nú um helgina fyrir 1,35 milljónir Bandaríkjadala, eða jafnvirði 163 milljóna króna. Við bætist uppboðsgjald og endanlegt verð er því 193 milljónir króna.

Hjólið er stórglæsilegt af Harley Davidson gerð og krómað frá toppi til táar. Í myndinni var það leikarinn Peter Fonda sem ók hjólinu. Leikstjóri myndarinnar og annar aðalleikara var Dennis Hopper. Hjólið var í eigu safnarans Michael Eisenberg, en hann keypti það fyrr á þessu ári, eftir að hafa fengið fullvissu fyrir því að um mótorhjól úr myndinni væri að ræða.

Hjólið var sérútbúið af Dan Haggerty, sem lék hlutverk „Grizzly Adams“ í myndinni, en hann útbjó einnig öll fjögur hjólin í myndinni.

Haggerty hafði staðfest við Eisenberg sögur um að þremur af fjórum Easy Rider hjólunum hefði verið stolið og þau seld í parta, áður en myndin var frumsýnd. Haggerty segist hafa smíðað Captain America hjólið úr rústum fjórða hjólsins, sem nærri eyðilagðist þegar lokaatriði myndarinnar var tekið upp.

Eisenberg og uppboðshúsið Profiles in History vísuðu til Haggerty sem aðal heimildar sinnar varðandi uppruna hjólsins, þó svo að Haggerty hafi viðurkennt fyrir LA Times dagblaðinu að hann hefði þá þegar selt og veitt upprunasönnun fyrir öðru „Captain America“ hjóli, mörgum árum fyrr, og útvegað tryggingu til handa eiganda þess að um eina upprunalega „Easy Rider“ Chopperinn væri að ræða.

Fonda, sem var annar handritshöfunda myndarinnar, og teiknaði uppkast að útliti hjólsins, sagði blaðinu að hann væri mjög hugsi yfir fyrri staðfestingu Haggerty, og vonaði að hætt yrði við uppboðið.

„Það er skítalykt af þessu,“ sagði leikarinn í síðustu viku.
Samkvæmt heimildum þá er hjólið nú orðið dýrasta mótorhjól í heimi.


kvikmyndir.is
19. október 2014

15.5.20

Afmælisdagur Heidda #10

Formaður Tíunnar Sigríður Þrastardóttir fór í dag og lagði blóm á leiði Heidda.Tían var stofnuð í nafni Heidda en hann var NR 10 í Sniglunum  og ber klúbburinn nafn Tíunnar þess vegna.


Rúnar F samdi þetta flotta lag um frænda sinn.

 

Tíu-skirteinin

14.5.20

Tilboð til Tíumeðlima á Langaholti á Snæfellsnesi

Kæru meðlimir Tíunnar


Mótorhjóla-hjónaleysin Keli Vert og Rúna Björg á Gistihúsinu Langaholti á Snæfellsnesi elska mótorhjól og fólkið sem situr þau. Nokkuð hefur verið um það að hjólafólk og klúbbar hafi tekið sig saman í ferðir um Snæfellsnesið fagra með viðdvöl í gistingu og eða eftirminnilega matarupplifun á Langaholti, enda staðsetning hótelsins mjög hentug.


Langholt bíður bifhjólafólki eftirfarandi tilboð á gistingu út júní mánuð, morgunverður er innifalinn í öllum verðum.  

Tveggja manna herbergi í einan nótt       15.000 kr.
Eins manns herbergi í eina nótt                10.000 kr.
Nótt tvö og fleiri nætur bjóðum við svo á hálfvirði !!!
Tveggja manna herbergi í tvær nætur     22.500 kr. = seinni nóttin á 7.500 kr.
Eins manns herbergi í tvær nætur            15.000 kr. = seinni nóttin á 5.000 kr.

Sé um stærri hópa (10 manns eða fleiri) að ræða erum við svo ennfrekar tilbúin að setjast að
Keli Vert
samningaborðinu varðandi hópafslætti á matarverðum ofl. 
Áhugasamir sendi fyrirspurnir á langaholt@langaholt.is eða hringi í síma 435-6789
Skoðið endilega síðurnar okkar   https://langaholt.is/ Og https://www.facebook.com/langaholt/

Þeir sem vilja bóka á tilboðinu “geri grein fyrir sér” með nafni og tilgreini aðild sína að Tíunni !
 
Við þetta má bæta að hjólafólk fær sem fyrr alltaf frítt kaffi á Langaholti.

Rokk, ról og kærar hjólakveðjur

13.5.20

Skoðunardagur Fornbíladeildar B.A. og Tíunnar


Skoðunardagur fyrir Mótorhjól og Fornbíla verður þann 16 maí 2020 hjá Frumherja á Akureyri.

Mjög góður afsláttur af skoðuninni og grillað ofan í liðið ...

Tían og Fornbíladeildin hefur haldið þenna dag saman undan farin tvö ár og gengið frábærlega, og mun þetta samstarf halda áfram.
Mætum og eigum góðan dag saman.

Maður skynjar umhverfið betur

12.5.20

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Hingað til hefur Raoyal Enfield aðeins framleitt gamaldags
eins strokks mótorhjól en á því kann að verða breyting innan skamms

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on.
mbl.is
4.3.2015
njall@mbl.is

10.5.20

Landsmót Snigla 1992

Landsmót 1992
Þegar sú hugmynd kom fram að halda Landsmót Snigla í Trékyllisvík, var ekki laust við að sumir hefðu efasemdir um staðinn. Það heyrðust fullyrðingar um ófæra vegi, fimbulkulda, votviðri og Hvítabirni. 
En svo fór Landsmótsnefndin í vettvangskönnun og kom til baka með fullan kuðung af góðum fréttum, mabik norður undir heimskautsbaug, eilíft sólskin og svo mikið logn að heimamenn þurfa að hlaupa í hringi með galopinn munn til að kafna ekki.
 Það var því með opnum huga sem ritstjóralindýrið pakkaði bæði niður lopapeysunni og stuttbuxunum. Og ofan á hrúguna batt ég forláta pumpu ættaða úr lödu, hún átti svo sannarlega eftir að koma sér vel í ferðinni.

I. Ferðin


Pumpan góða kom að góðum notum.
Um hádegisbilið á föstudaginn 3.júlí var lítill hópur að gera sig klárann til brottfarar. Það voru ég no.11 á Hondu CB 550F , Hjalli Grínverji no.563 og Gummi Phsyco no.561 á Hondu Magna V30, Vésteinn Útölusnigill no.499 og Sandra no.562 á Suzuki Savage og einn drullumallari, Gummi langi no.núll og nix á Hondu XR500.
Þegar svo átti að leggja af stað voru ekki allir tilbúnir, svo það voru bara ég og Magnan sem lögðum af stað kl 12:30.  Sólin skein og allt gekk vel upp í Hvalfjörð en þá sprakk á CB 550. Það voru snör hantök og  dekkið rifið undan og kom þá í ljós að bót hafði losnað.

Nýrri bót var skellt á í miklum flýti og öllu raðað saman aftur. En í æsingnum gerði ég gat á slönguna og þurfti nað rífa allt undan aftur. Svo var bætt á ný og djöflast á Lödupumpunni þar til naðran var ökuhæf og var ekki laust við að pumpan væri farin að hitna við átökin þegar loftið fékkst til að tolla í dekkinu,  Þegar við loks komumst aftur af stað þá vorum við búnir að tefjast um klukkutíma en samt bólaði ekkert á hinum sem seinni urðu úr bænum. Þau náðu okkur loks í Botnskála þegar við höfðum kílt belginn. Fórum við svo aftur af stað og gerðist ekkert markvert fyrr en í Hreðarvatsskála þar sem við rákumst á nokkar Skagasnigla á hjólum en samferð okkur var stutt því á Holtavörðuheiði  varð helvítis afturdekkið aftur vindlaust og var ekkert annað að gera en að bæta einu sinni enn.
 Þegar búið var rífa í sundur kom í ljós að ég hafi verið full æstur í Hvalfirðinum því bæturnar snéru báðar öfugt og höfðu dottið af.  Það var lagað og við þeyst á Brú á hóflega ólöglegum hraða.


Nú var komið kvöld og ferðin ekki hálfnuð. 
Á Brú hittum við stórpopparana og bifreiðasmiðina Skúla Gautason no.6 og Björgvin Ploder nr.32.
Því miður var biorithmi Skúla eitthvað ílla stilltur því á ferð þeirra yfir Dragháls hafði hann sofnað og vaknaði aftur faðmandi fósturjörðina með gat á vinstra hnénu. Hann komst þó óhaltur frá þessu og BMW ið var lítt  laskað. Á meðan Skúli stakk höfðinu ofan í kaffibolla til að losna úr þessu dauðadái þá útskyrði Björgvin Ploder fyrir okkur að svona nokkuð gerðist bara ef
menn ækju of hægt. En okkur var ekki til Z boðið svo við flýttum för í norðurátt. Þrátt fyrir möl og vegavinnu þá gekk allt að óskum að Hólmavík. Þar var áð um stund og þar rákumst við í fysta skipti á Belga nokkurn á Hondu CB750 Custom, með meiri farangur en bifhjóli er holt að bera. Einnig voru þarna norðanmenn á tveimur hjólum og sniglabandið á svörtum bíl. 
Það var lagt af stað frá Hólmavík í óskipulögðum hóp og fljótlega varð ég viðskila við ferðafélaga mína enda frétti ég síðar að þeir hafi tafist, Gummi langi dottið á hausinn rétt norðan við Hólmavík og Steini og Sandra lögðu sig á hliðina á eina mjúka blettinn sem hægt var að finna á leiðinni.  Belga greyjið flaug líka á hausinn og skemmdi kúplingu og fl. svo hann gat aðeins ekið í fyrsta og öðrum gír.   
Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá varð Einar Jór fyrir því óhappi að detta á höfuðið en skemmdir urðu litlar (á höfðinu) Ástæðan fyrir þessum óhöppum er skiljanleg þeim sem þessa leið hefur farið.
Vegurinn er mjór, grýttur, holóttur, laus, ílla merktur, og hlykkjóttari en nefið á níræðri galdranorn. Enda var meðalhraðinn hjá mér 30-35km. á klst. og þótti mér nóg um að sjá náttúrulega snigla æða framúr mér.  En landslagið er stórkoslegt og ef það hefði ekki verið svona gott

9.5.20

Flott hjól á frábæru verði


Flott hjól á frábæru verði

Lexmoto Tempest er léttkeyrandi töffari fyrir A1-flokk mótorhjóla sem er flokkur sem stundum vill gleymast.


Lexmoto er nýtt merki á Íslandi í mótorhjólaflórunni. Það má segja að það hafi vantað ódýr 125 rúmsentimetra mótorhjól á markaðinn til þess að bjarga mótorhjólamenningunni. Staðan er nefnilega sú að meðalaldur mótorhjólafólks hefur hækkað vegna þess að sportið er orðið dýrt og það hefur þau áhrif að ungt fólk hefur síður efni á því að fá sér mótorhjól. Þar spilar líka inn í að réttindin eru orðin margskipt, en A1-réttindi eins og þarf á Lexmoto-hjólin, er hægt að fá strax við 17 ára aldur. Hjólin eru flutt inn af skarkali.is og þar er hægt að nálgast frekar upplýsingar um hjólin.Samtengdar bremsur


 Í raun og veru fór reynsluaksturinn fram á þremur gerðum hjóla, Isca, Tempest og Tempest GT. Hér skal miðað við Tempest-hjólið en hjólin koma öll með sama loftkælda 125 rsm-mótor með beinni innspýtingu. Hámarksafl fyrir A1-flokk er 15 hestöfl en Lexmoto-hjólin eru aðeins gefin upp fyrir tæp 10 hestöfl. Miðað við það er hjólið samt furðu frísklegt í upptaki og þá sérstaklega Tempest útfærslurnar. Hjólið er fljótt upp gírana og þegar komið er í 80 km á klst. í fimmta gír er hjólið á 7.500 snúningum. Mætti því segja að það hefði gott af einum gír í viðbót. Þegar komið er á þjóðvegahraða verður vart við lítilsháttar titring í framenda sem er ekkert óeðlilegt í litlu hjóli með einfalt burðarvirki eins og þetta. Annað varðandi aksturinn sem rétt er að taka fram er að hjólið er búið samtengdum ABS-bremsum, sem virka þannig að báðar bremsur virka þegar stigið er á fótbremsuna. Ef henni er beitt snögglega leggst hjólið nokkuð á framfjöðrun og gott að vera viðbúinn þessu. Bremsur virka mjög vel og hemlalæsivörnin skilar sannarlega sínu og gerir þetta auðkeyranlega hjól enn öruggara.

Góður frágangur 

Þar sem hjólið er framleitt í Kína er rétt að huga að frágangi hjólsins, og satt best að segja kemur hann verulega á óvart. Maður hefði fyrirfram búist við að það væri tröppu neðar en sambærileg japönsk hjól en því er alls ekki þannig farið. Allur frágangur virkar traustur og hvergi missmíði að sjá. Sumt í búnaði hjólsins vekur líka athygli eins og ryðfrítt pústkerfi. Mælaborð er með hefðbundnum hraðamæli en einnig stafrænt og þar má sjá bensínstöðu og í hvaða gír hjólið er, sem er mikill kostur í 125-rsm hjóli. Það er meira að segja USB-hleðslutengi í Tempest-hjólinu sem gerir ökumanni kleift að tengja farsíma með leiðsögukerfi við hjólið.


Verðið óvenju gott


 Lexmoto er eins og áður sagði framleitt í Kína en hjólin eru mest seldu mótorhjólin í sínum flokki í Bretlandi. Ástæðan er einföld, þau eru talsvert ódýrari en samkeppnin svo munar jafnvel tugum prósenta. Það sama er uppi á teningnum hér, en ódýrasta Lexmoto-hjólið, YSB kostar aðeins 449.000 kr. en Tempest-hjólið er heldur ekki dýrt á 499.000 kr. Til samanburðar kostar Kawasaki Z125 899.000 kr. og Yamaha MT125 kostar 1.090.000 kr.

Njáll Gunnlaugsson
 Fréttablaðið 


Bjó til mótorhjól úr Britt & Stratton sláttuvél

Fyrirmyndin er Indian 1912 en mótorinn úr Sláttuvél

Í litlum skúr á Þingeyri er skrítið og skondið hjól sem vekur gjarnan mikla athygli þegar því er ekið um bæinn. Þetta mótorhjól er má segja afkvæmi reiðhjóls og sláttuvélar.

„Það er nú bara þannig að þegar mig langar í eitthvað þá smíða ég það frekar en að kaupa það. Það hentar betur þegar maður býr svona nálægt Norðurpólnum, “ segir Jón Sigurðsson þúsundþjalasmiður.  
„Fyrirmyndin er Indian hjól frá 1918. Grindin er af venjulegu reiðhjóli en ég lengdi hana til að koma mótornum fyrir. Hann er úr sláttuvél en ég þurfti bara að snúa honum á hlið. Svo setti ég svinghjól á mótorinn og mixaði einfalda kúplingu.  Stýrið tók ég líka af sláttuvélinni.“
Landinn á Rúv
06.02.2017

8.5.20

Félagsskirteini Tíunnar

Seinni skammtur af félagskirteinum Tíunnar verða tilbúinn 16 maí.

Verða þau afhent félagsmönnum okkar á Skoðunardeginum 16.maí milli 11-13 við Frumherja á Akureyri.


Þeir sem búa utan Akureyrar sem komast ekki, fá skirteinin send heim til ykkar eftir skoðunardagshelgina.

Stjórnin.

Prjónbekkur sem lokaverkefni


Hrannar Ingi smíðaði vagn til að æfa prjón á mótorhjóli sem lokaverkefni í Verkmenntaskólanum.„Þetta byrjaði á YouTube-myndbandi sem ég sá af Rússum sem voru búnir að smíða svona græju,“ sagði Hrannar Ingi Óttarsson um tilurð þess að hann smíðaði vagn með mótorhjólagrind til prjónæfinga sem lokaverkefni sitt hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Verkstjórinn minn hló bara og sagði að ég væri ruglaður en var samt mjög opinn fyrir þessu og fannst þetta spennandi.“
   Hrannar Ingi fékk svo rennismið með sér í verkefnið og græjan fór smátt og smátt að verða til.     
 Smíðin er þó ekki einföld því að hjólið þarf bókstaflega að keyra í gír á föstu kefli og þarf því mótorhjólið að vera kyrfilega fast ofan á þessu öllu saman, en samt geta risið að framan. Knapinn stjórnar svo risinu með inngjöf og temprar það með afturbremsunni. Græjan hans Hrannars er því mjög góð til að sýna fólki hvað gerist við prjón á kraftmiklu hjóli og hvernig er best að ná stjórn á því aftur.

 Bannað á götum úti 


Samkvæmt nýju umferðarlögunum er bannað að lyfta viljandi framdekki í akstri en þar sem mótorhjólið er kyrrstætt ætti það ekki að koma að sök í þessu tilviki. „Við ætlum að vera með hjólið á svæði Bílaklúbbs Akureyrar í sumar en það er æfingasvæði. Jafnvel sýnum við græjuna á hjóladögum í sumar og kíkjum jafnvel suður. Áður en það er gert þarf samt að setja öryggisbelti á hjólið sem er fest við stýrið svo að óvanir detti ekki af hjólinu,“ sagði Hrannar Ingi sem greinilega vill hafa
græjuna eins örugga og hægt er.
    Hrannar vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir hjálpina sem hann fékk við smíðina hjá vinnufélögunum í Slippnum á Akureyri. Einnig var hann ánægður með að kennari hans skyldi gefa honum grænt ljós á svona verkefni sem ekki allir átta sig á hvað er. Svona græja sést ekki á hverjum degi þótt einhverjir hafi kannski séð svona í útlöndum.
 Hver veit nema við fáum að sjá meira af græjunni hans Hrannars í sumar einhvers staðar á landinu, ef COVID lofar.
Fréttablaðið
bls 20


7.5.20

Nýjungar í rafhjóli frá Kawasaki

Það er ekkert leyndarmál að Kawasaki er að þróa nýtt rafmagnshjól og framleiðandinn hefur nýlega sett á netið myndbönd af hjólinu. 

Þau sýna hjólið í akstri og sundurtekið og gefa meiri hugmynd um hvernig endanleg útgáfa þess verður.
Það sem er athyglisvert er að hjólið virðist búið fjögurra gíra kassa og með keðju í stað beltis sem er algengast í rafhjólum. Skiptingin er líklegast hraðaskipting þar sem að það er engin kúpling.
Hjólið virðist að mestu byggt á grunni Z650-hjólsins en með meiri hlífum eins og sporthjól. Rafmótorinn er neðstur en rafgeymirinn er þar sem vélin er venjulega, og hleðslubúnaður þar sem bensíntankurinn var.
Rafmótorinn er sagður vera 26 hestöfl en engar upplýsingar eru enn þá um tog hans, en það eru tölur sem skipta meira máli í rafmótorum. Hjólið hefur fengið nafnið Endeavor en engar dagsetningar um frumsýningu þess eða hvenær það muni koma á markað eru fyrir hendi.

Fréttablaðið 

6.5.20

Ætla með hjólin sín á sýninguna í Köln


Bikevík er nýtt fyrirtæki í Njarðvík sem sérhæfir sig í breytingum mótorhjóla. Blaðamaður Fréttablaðsins heimsótti það á dögunum til að skoða betur mótorhjólin sem það var um það bil að afhenda, en þau eru flest af BMW-gerð.


Arnar Steinn Sveinbjörnsson varð fyrir svörum. „Við byrjuðum á þessu fyrir um þremur árum síðan en fram að því hafði maður ekki haft tíma til að gera þetta, sem manni finnst svo skemmtilegt. Fyrsta hjólið sem Bikevík breytti var Kawasaki ER500 hjól sem var breytt á tveimur vikum og tókst bara vel,“ segir Arnar. Fljótlega þróaðist áhuginn á að breyta BMW-hjólum vegna áhuga á BMW-bílum og K-hjólin voru einföld að gerð og auðvelt að breyta þeim á ýmsa vegu. Hefur Bikevík breytt þeim meðal annars í Cafe Racer hjól og líka í Scrambler hjól. „Nýjasta BMW-hjólið sem breytt er í Cafe Racer hefur fengið töluverða athygli á heimasíðum sem sérhæfa sig í breyttum mótorhjólum og eins og annar mótorhjólasmiður orðaði það, var gaman að sjá eitthvað nýtt, en það gladdi okkur mikið,“ segir Arnar.

Hafa breytt 10 mótorhjólum 

Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að prófa nokkra gripi og kom það á óvart hversu skemmtileg þau voru í akstri og í raun og veru léttari að keyra heldur en hjólin óbreytt. Fyrirtækið er nú búið að breyta 10 mótorhjólum og er meðal annars að klára Ducatimótorhjól sem vakið hefur athygli erlendis. „Einnig erum við að klára Triumph-mótorhjól svo að BMW er ekki lengur það eina sem við gerum þótt vissulega slái hjartað þar,“ segir Arnar. Bikevík áætlar að fara með öll hjólin sem það hefur breytt á Intermot-mótorhjólasýninguna í Köln í október. Eins er á teikniborðinu að breyta nýju Kawasaki-hjóli svo að spennandi verður að sjá hvað kemur næst á götuna frá Bikevík.
Fréttablaðið