12.5.20

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Hingað til hefur Raoyal Enfield aðeins framleitt gamaldags
eins strokks mótorhjól en á því kann að verða breyting innan skamms

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on.
mbl.is
4.3.2015
njall@mbl.is