29.5.20

Hjóladagur Suzuki 2020

Það var góð mæting á hjóldag Suzuki í Skeifunni á laugardaginn eins og sjá má.

Hjóladagur Suzuki vel heppnaður


Halldór Sigtryggsson mótorhjólavirki ásamt
Kolbeini Pálssyni hjá Suzuki við eitt
fyrsta stóra mótorhjólið sem Suzuki
seldi, Suzuki T200 1967.
Komin er hefð fyrir því hjá Suzuki umboðinu að halda mótorhjóladag á vorin og var hann haldinn í sjöunda sinn um síðastliðinn laugardag. Margir mótorhjólaklúbbar mættu á svæði með sín hjól, sem sum hver voru gömul Suzuki mótorhjól frá fyrstu árum umboðsins.


Einnig mættu sumir með sérsmíðuð keppnishjól, en Suzuki mótorhjólin eru

þekkt fyrir mikið afl. „Við eru alsæl með frábæra mætingu og ekki skemmdi veðrið sem lék við okkur svo ekki var hægt að biðja um meira“ sagði Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki. Sérstakur afsláttur var í boði á Suzuki daginn og voru margir sem nýttu sér það. „Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína hingað á hjóladaginn, kærlega fyrir komuna. Við brosum hringinn eftir daginn“ sagði Sonja að lokum.

 Njáll Gunnlaugsson