14.5.20

Tilboð til Tíumeðlima á Langaholti á Snæfellsnesi

Kæru meðlimir Tíunnar


Mótorhjóla-hjónaleysin Keli Vert og Rúna Björg á Gistihúsinu Langaholti á Snæfellsnesi elska mótorhjól og fólkið sem situr þau. Nokkuð hefur verið um það að hjólafólk og klúbbar hafi tekið sig saman í ferðir um Snæfellsnesið fagra með viðdvöl í gistingu og eða eftirminnilega matarupplifun á Langaholti, enda staðsetning hótelsins mjög hentug.


Langholt bíður bifhjólafólki eftirfarandi tilboð á gistingu út júní mánuð, morgunverður er innifalinn í öllum verðum.  

Tveggja manna herbergi í einan nótt       15.000 kr.
Eins manns herbergi í eina nótt                10.000 kr.
Nótt tvö og fleiri nætur bjóðum við svo á hálfvirði !!!
Tveggja manna herbergi í tvær nætur     22.500 kr. = seinni nóttin á 7.500 kr.
Eins manns herbergi í tvær nætur            15.000 kr. = seinni nóttin á 5.000 kr.

Sé um stærri hópa (10 manns eða fleiri) að ræða erum við svo ennfrekar tilbúin að setjast að
Keli Vert
samningaborðinu varðandi hópafslætti á matarverðum ofl. 
Áhugasamir sendi fyrirspurnir á langaholt@langaholt.is eða hringi í síma 435-6789
Skoðið endilega síðurnar okkar   https://langaholt.is/ Og https://www.facebook.com/langaholt/

Þeir sem vilja bóka á tilboðinu “geri grein fyrir sér” með nafni og tilgreini aðild sína að Tíunni !
 
Við þetta má bæta að hjólafólk fær sem fyrr alltaf frítt kaffi á Langaholti.

Rokk, ról og kærar hjólakveðjur