30.6.06

Harley Davidson opnar mótorhjólaleigu á Íslandi 2006


Fimm góðir hlutir til að gera þegar Harley Davidson mótorhjól er fengið að láni


Í FYRSTA skipti á Íslandi er hægt að leigja sér Harley Davidson-mótorhjól. Dulúðinni hefur því verið létt af þessu fræga merki og það er ekki lengur þörf á því að vera vítisengill til að vera við stjórnvölinn á Harley Davidson.
Davidson. Bílablað Morgunblaðsins fékk lánað Harley Davidson Road King Classic-hjól. Blaðamaður nýtti sér því tækifærið og gerði þá fimm hluti sem hann hefur alltaf langað að gera ef hann einhvern tímann kæmist yfir Harley Davidson.
Númer eitt er að skella sér í mótorhjólagallann, finna viðeigandi og töff klút um hálsinn, keyra svo heim sem leið liggur og sýna fjölskyldunni hvað maður er flottur á Harley Davidson. Þú uppskerð eins og þú sáir og það er aldrei að vita nema það eigi eftir að koma sér vel hafa unnið dálítið í ímyndinni. Það er heldur varla hægt annað en nánast að rifna úr stolti þegar rennt er á þessum risastóra fák, með tilheyrandi drunum, í innkeyrsluna hjá vinum og vandamönnum.
Númer tvö er að fara á rúntinn. Í óteljandi skipti hefur blaðamaður staðið sem barn væri og dáðst að mótorhjólunum við planið sem áður var hallæris en er nú torg Ingólfs. Loksins er maður „einn af þeim“ og hefur nú tækifæri til að vera hinum megin við glerið, ef svo má segja, og njóta athyglinnar sem er fylgifiskur krómaða vélfáksins.
Númer þrjú er verðugt viðfangsefni en það snýst um að heimsækja þá sem líklegastir eru til að smitast af mótorhjólaveirunni. Þá skiptir öllu að það líti út fyrir að maður hafi aldrei gert neitt annað en að aka Harley Davidson. Það er mesta furða hve mótorhjólið er lipurt, reyndar er það algjör engill, svo mikill engill að maður furðar sig ekkert á því mótvægi sem vítisenglarnir telja sig þurfa að veita mótorhjólinu. Það reyndist líka auðvelt að smita þá sem voru með veikt ónæmiskerfi fyrir, að sjálfsögðu, enda sá mótorhjólið sjálft um að heilla alla sem nálægt því komu. Það skipti engu hvort um var að ræða hraðafíkla, listamenn, listasmiði, blaðamenn, bankamenn eða forstjóra; öll, alveg sama hve ólík þau voru, hrifust af „hallanum“, titringurinn þegar sest var í söðulinn ruggaði hverjum sem er sem í draumalandi væri.
Að sjálfsögðu má ekki skilja vinnufélagana út undan og því var fjórða atriðið á listanum yfir það sem maður verður að gera þegar maður fær Harley Davidson-mótorhjól lánað að kíkja á þá og hneppa þá sömuleiðis í ánauð. Það gekk að sjálfsögðu mjög vel. Innan skamms tíma var komin ágætur hópur í kringum hjólið. Það er dálítið skrýtið hve fólk getur haft ólíkar skoðanir á mótorhjólum en samt sameinast um að vera hrifið af Harley Davidson.
Fimmta atriðið var svo þess eðlis að líklega er annað hvort þörf á vænum skammti af heppni eða hreinlega að eiga Harley Davidson, því það síðasta sem blaðamaður gerði, skömmu eftir miðnætti, var að keyra inn í blóðrautt sólarlagið á fallegu sumarkvöldi í Reykjavík. Að sjá himininn endurspeglast í króminu var draumi líkast og minnti á einskonar nútímaútgáfu af baksíðu Lukku-Láka-bókanna, þegar Lukku-Láki reið á móti sólsetrinu í lok bókar. Fákurinn var kannski ekki holdi klæddur eins og Léttfeti en reiðmanninum leið svo sannarlega eins og hetju.

Engin þörf á að láta sig dreyma lengur

Það er hins vegar engin þörf á að láta sig dreyma lengur því Harley Davidson-umboðið býður nú upp á leigu á mótorhjólum þar sem hægt er að leigja fjórar gerðir af mótorhjólum, Sportster 1200C fyrir 16 þúsund krónur á daginn, Dyna Sport fyrir 20 þúsund, Road King Classic eins og blaðamaður prófaði á 24 þúsund og síðast en ekki síst Ultra Classic á 28 þúsund krónur fyrir daginn. Innifalin í verðinu eru hjálmur, regngalli og bráðabirgðageymslupláss. Því þarf ekkert annað en að mæta á staðinn. Þetta er því auðveld leið til að kynnast því hvernig það er að eiga Harley Davidson. Það má einnig geta þess að Harley Davidson-umboðið býður upp á ferðir um landið með leiðsögumanni, nokkuð sem gæti verið mjög spennandi fyrir erlenda ferðamenn. Leigutaki þarf að uppfylla nokkur skilyrði til að geta leigt sér stórt og þungt Harley Davidson-mótorhjól. Hann verður að vera orðinn 26 ára og hafa leyfi til að aka stóru bifhjóli. Sömuleiðis þarf leigutaki að hafa reynslu af stórum mótorhjólum og eiga kreditkort. Ef öll þessi skilyrði eru uppfyllt þá stendur ekkert í vegi fyrir því að bregða sér í Harley Davidson-umboðið og velja þann fák sem mest heillar.




https://timarit.is/files/42357984#search=%22%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%81%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%22

Stormur kynnir Victory mótorhjól



 Það er viðeigandi að söluumboð Victory-mótorhjólanna, Stormur ehf., hefji sölu á þessum lítt þekktu mótorhjólum 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en þá eru átta ár liðin frá því merkinu var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum. „4. júlí er átta ára afmæli Victory-mótorhjóla fagnað í Bandaríkjunum og því full ástæða til að fagna sömuleiðis opnun fyrsta sjálfstæða umboðsins fyrir Victory-hjól utan Bandaríkjanna,“ segir Skúli Karlsson, framkvæmdastjóri Storms ehf.

Skúli ætlar að bjóða öllum mótorhjólaáhugamönnum að fagna áfanganum með sér í húsakynnum Storms að Kletthálsi 15 og bjóða upp á veitingar á staðnum.
Til sýnis verða fimm gerðir Victory-mótorhjóla, á verði frá 1.851 þúsund til 2.301 þúsund, en það eru gerðirnar Vegas, Vegas 8 ball sem er ódýrasta mótorhjólið, Jackpot sem er dýrasta mótorhjólið, Hammer og Kingpin – einu hjólin sem vantar úr framleiðslulínu Victory eru Jackpot Ness Signature og Victory Touring Cruiser en þau mun þurfa að sérpanta.

„Ég er ekki að selja þetta vegna verðsins, ég sel þetta vegna þess að þetta eru langflottustu hjólin á markaðnum,“ segir Skúli sem fékk verðlaun fyrir fallegasta mótorhjólið á sýningu Bílaklúbbs Akureyrar helgina 16. til 18. júní en þar vöktu hjólin mikla athygli.

Victory hefur náð góðum árangri í Bandaríkjunum sem „hitt“ bandaríska mótorhjólamerkið en söluaukning síðustu ár hefur verið mjög mikil og telja framleiðendur Victory að það stafi að stórum hluta af því að þeir fylgja ekki hefðum og eru ungt fyrirtæki í mótorhjólaframleiðslu sem leitar nýrra leiða.

Flest Victory mótorhjól eru með 100 rúmtommu vél, eða sem svarar rúmlega 1,6 lítra vél og því ljóst að þessi mótorhjól eru ekki vélarvana en jafnan eru mjög stórir og öflugir mótorar notaðir í þær gerðir mótorhjóla sem flestir kalla orðið „hippa“ hér heima.

Morgunblaðið 30.6.2006

Landsmót Snigla í Tunguseli um helgina

LANDSMÓT Snigla verður haldið um helgina í Tunguseli í Skaftárhreppi, u.þ.b. 40 km austur af Vík í Mýrdal (landsmót var haldið í Tunguseli 1995), og lýkur 2. júlí. Mót þessi hafa verið vel sótt hin síðari ár með allt að 500 gestum.


Á dagskrá eru tónleikar öll kvöld, íþróttamót Sniglanna, farið verður í ýmsa leiki, hátíðarkvöldverður á laugardeginum og svo auðvitað hópkeyrsla um nágrennið að hætti Snigla.

MBL 30. JÚNÍ 2006

24.6.06

Eldsnemma út í umferðina

         Árni Fríðleifsson, mótorhjólalögga, gætir þess að ökumenn á höfuðborgar svæðinufari að settum reglum.
          Hann segir mótorhjólalöggur  hafa mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur mótorhjólum.

„Ég hef mikla ánægju af starfi mínu og er ekkert á því að hætta," segir Árni Friðleifsson, mótorhjólalögga. Árni hefur unnið í 16 ár sem lögreglumaður hjá umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir vaktirnar byrja venjulega með kaffibolla eldsnemma á morgnana en eftir það er farið útí umferðina. „Við leggjum af stað upp úr klukkan átta á morgnana. Við reynum að dreifa mannskapnum sem mest um borgina og í kringum þessi stærstu gatnamót. Sérstaklega í morgunsárið og í síðdegisumferð inni. Við erum fyrst og fremst í umferðarmálum. Það er sérsvið lögreglumanna á mótorhjólum. Hjólin eru sýnilegri og menn eru meira á ferðinni."




Lögreglan í Reykjavík hefur nú yfir að ráða fimm mótorhjólum og flest öll af gerðinni Harley Davidson. Samkvæmt Árna er þó ráðgert að bæta við einu hjóli til viðbótar. Árni segir litlu máli skipta af hvaða gerð hjólin eru og mestu máli skipti að þau séu örugg. Þá segir hann hjólin notuð allt árið um kring svo lengi sem götur séu þurrar. „Þegar ekki er hægt að hjóla út af hálku á veturnar þá förum við á bílana. Annars hjólum við í frosti og nánast hvaða veðri sem er svo lengi sem götur eru þurrar." 
Að sögn Árna hefur umferðarmenning á íslandi tekið stórstígum framförum á þeim tíma sem hann hefur starfað hjá lögreglunni. „Það eru margir góðir ökumenn á Íslandi en svo eru alltaf svartir sauðir inn á milli. Á þessum sextán árum finnst mér þó á heildina litið að umferðarmenningin hér heima hafi batnað til muna."

23.6.06

Mótorhjól njóta ört vaxandi vinsælda

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mótorhjólum hefur fjölgað mikið á götunum hin
síðari ár. Árið í fyrra var metsöluár og það lítur sömuleiðis út fyrir góða sölu í ár.
Blaðamanni bílablaðs Morgunblaðsins varð ljóst að það eru uppgrip hjá umboðunum þessa dagana. Símalínurnar virðast vera rauðglóandi og það heyrist á mönnum að þeir hafi mikið að gera en mesti kúfurinn í sölu sumarsins er einmitt núna.

Umboðin flest öll að slá sölumet fyrri ára

 Hjá Ducati hefur sumarið verið fremur rólegt enda er ekki um magnsöluhjól að ræða. Þeir gera þó ráð fyrir að selja um 10 hjól í sumar og hægt og bítandi eykst fjöldi hjólanna á götunni og virk spjallsíða Ducati-eigenda á Íslandi virðist ýta undir mikinn áhuga á hjólunum. Salan var örlítið meiri í fyrra en merkið er tiltölulega nýtt á Íslandi og það má búast við því að það taki tíma að byggja upp kaupendahóp að hjólunum þó nú þegar séu um 60 hjól á götunum. Sturla Sigurðsson hjá Ducati-umboðinu tók þó fram að þeirra hjól væru keypt til þess að keyra þau og þau væru fremur notuð á þjóðvegum landsins en á rúntinum. Það gæti því farið svo að salan tæki kipp ef verður af brautaráformum á Reykjanesi á næsta ári.

 Hjá Yamaha voru menn bjartsýnir. Salan hefur farið betur af stað en í fyrra og búið er að selja flest þau hjól sem umboðið fær til sölu í sumar. Björgvin Njáll Ingólfsson, sölustjóri hjá Yamaha umboðinu, segir að mikið sé um að menn séu að koma til baka núna, rúmlega fertugir eftir að hafa verið hjólalausir síðan á tvítugsaldri og því séu  engin mörk sett hvað höfðar til manna, þeir selji öll R1 og R6 hjól sem þeir fái og uppítökuhjól seljast sömuleiðis eins og heitar lummur. Salan er þó að stórum hluta bundin við mótorkrosshjólin en þau  eru oft í kringum helmingur af sölu umboðanna.

Nitro, sem meðal annars er með umboðið fyrir Kawasaki og Husaberg, hefur ekki undan sölunni. Arne Kristinn, sem var fyrir svörum, sagði allt seljast, alveg sama hvað það væri og í ár væri salan þrefalt meiri en á sama tíma í fyrra. Þar er sömuleiðis stór hluti sölunnar í mótorkrosshjólum en götuhjól njóta samt vinsælda sem aldrei fyrr enda eru skærgrænir Kawasaki-fákar og stórir „hippar“ orðnir algengari sjón en áður var á götunum.

Hjá Hondaumboðinu sagði Hlynur Pálmason sölustjóri að þegar í maí hefði verið búið að selja sama magn og allt árið í fyrra en sala hjá þeim væri að stórum hluta í óskráðum torfærumótorhjólum eða um 60 til 70%. Honda götuhjól njóta samt alltaf talsverðra vinsælda enda eitt af rótgrónustu mótorhjólamerkjum landsins.

Harley Davidson umboðið hefur notið stöðugs vaxtar síðan það var opnað og slegið sölumet á hverju ári síðan að sögn Hildar Jónsdóttur,
annars eiganda Harley Davidson á Íslandi. Hildur sagði að áhuginn væri mjög mikill, salan hefði verið mikil og gífurleg aukning væri í ökukennslu en Harley Davidson umboðið býður upp á  skráningu tilvonandi bifhjólafólks til ökukennslu. Frá áramótum hafa um hundrað manns tekið bifhjólapróf í gegnum Harley Davidson umboðið og margir enda svo á nýjum mótorhjólum frá Harley Davidson.

Síðustu 11 ár hefur KTM á Íslandi mestmegnis verið í boði fyrir mótorkross og torfæru og hafa KTM mótorhjól jafnan átt stóran hluta af markaðnum. Nú ber svo við að KTM býður upp á hrein götuhjól og hefur salan aðeins verið að fara af stað á þeim. Guðmundur Jóhannsson hjá
KTM sagði að salan hefði almennt stigið um 25% en styrkur KTM lægi í því að þeirra mótorhjól,
krossararnir þar á meðal, væru framleidd í Evrópu og hentuðu því vel til götuskráningar þrátt fyrir að
þau væru notuð mest utan vega. Nú er byrjað að taka við pöntunum í 2007-árgerðirnar en þær eiga
koma um miðjan júlí og munu nýju gerðirnar anna eftirspurn á tvígengishjólum sem hafa verið  uppseld síðan í maí.

Sömu sögu var að segja hjá Suzuki-umboðinu en að sögn Péturs Bjarnasonar á þeim bænum er hjólasalan í ár mun meiri en í fyrra. Þó merkir hann meiri aukningu í sölu á götuhjólum en áður og finnur að margir sem átt hafa mótorhjól áður en höfðu lagt það á hilluna
hafa tekið upp hanskana og hjálminn aftur og keypt sér mótorhjól. Suzuki selur hin öflugu  Hayabusamótorhjól sem hafa náð því að verða eins konar goðsögn en þessi mótorhjól búa yfir 175 hestafla vél sem myndi teljast sómasamlegt í flestum fjölskyldubílum.

Mikil vakning eftir ládeyðu síðustu ára 

Það virðist því sem mótorhjól seljist á Íslandi sem aldrei fyrr.
Flest umboðin hafa nú þegar jafnað eða aukið við sölutölur frá því í fyrra og eru heldur ekki í neinum vandræðum með að selja notuð mótorhjól. Flest virðist ýta undir áhuga á mótorhjólum, innflutningur er ennþá nokkuð mikill þar semmótorhjól eru ekki eins viðkvæmfyrir gengisfalli krónunnar og tryggingafélög sjá orðið vaxandi viðskiptahóp en fram til þessa hafa háar tryggingar verið einn helsti þröskuldur í vegi fyrir því að eignast mótorhjól.
Morgunblaðið 23.júní 2006
TENGLAR 
..............................................
www.ducati.is
www.yamaha.is
www.nitro.is
www.honda.is
www.harley-davidson.is
www.ktm.is
www.suzuki.is

12.6.06

Landsmótið er toppurinn

SÉRFRÆÐINGURINN: EVA DÖGG ÞÓRSDÓTTIR

Landsmótið er toppurinn

Á vorin fyllast göturnar af mótorfákum af öllum stærðum og gerðum sem eigendurnir þenja sem mest þeir mega, sérstaklega þegar veðrið er gott.

Eva Dögg Þórsdóttir, stoltur eigandi Kawasaki ZX6R og fjölmiðlafulltrúi bifhjólasamtakanna Sniglanna, er að sjálfsögðu farin að þeysa um á sínum fáki og bíður spennt eftir landsmóti félagsins. „Landsmótið er toppurinn á sumrinu og í ár verður það haldið dagana 29. júní til 2. júli í Hrífunesi, sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá  Kirkjubæjarklaustri,“ segir Eva.
Mikið er um dýrðir á þessum landsmótum, sem iðulega eru vel sótt af mótorhjólaáhugamönnum. Í ár spila hljómsveitir öll kvöldin og keppt er í ýmsum greinum eins og venjulega. „Á föstudeginum sameinast allir í súpumáltíð en þá er elduð súpa í risastórum potti ofan í allan hópinn.“ Tæplega 1.800 manns eru í Sniglunum sem eru 22 ára gömul samtök, en Eva Dögg telur að um 3.000 mótorhjól séu á landinu. Aðspurð að því hvert sé flottasta mótorhjól allra tíma á hún erfitt með að svara.
HIPPI hér má sjá dæmi um hippahjól
 en mótorhjól skiptast í tvo flokka,
 hippa og Raiser hjól.
 „Mótorhjól skipast eiginlega í tvo flokka: raiserhjól og hippa, og það er  misjafnt af hvorum hjólunum fólk er hrifnara. Ég verð samt að segja að þegar Kawazaki zx10´88 kom á markað varð umbylting í raiser-græjunum.“

- snæ
Fréttablaðið 12.06.2006

6.6.06

Messaði yfir mótorhjólamönnum 2006

Hún var nokkuð óvenju­leg mess­an, sem fram fór í Digra­nes­kirkju í gær en þá komu mótor­hjóla­menn sam­an og gengu til messu.

Vél­hjóla­menn önnuðust mess­una og komu safnaðargest­ir á vélfák­um sín­um til kirkju. Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, prest­ur og hjóla­maður, stóð fyr­ir mess­unni og sagði hann að um heims­sögu­leg­an viðburð væri að ræða, enda hefði ekki hon­um vit­an­lega verið staðið fyr­ir sam­bæri­legri messu hingað til, þótt haldn­ar hefðu verið t.d. helg­i­stund­ir á Ing­ólf­s­torgi.

Aðspurður sagði Gunn­ar að til­gang­ur­inn með mess­unni væri að fá mótor­hjóla­menn sam­an, reyna að opna á umræðu og draga úr for­dóm­um í garð mótor­hjóla­manna. Auk Gunn­ars þjónaði Íris Kristjáns­dótt­ir, sem er þjóðkirkjuprest­ur eins og Gunn­ar, sem og Jón Þór Eyj­ólfs­son frá Fíla­delfíu.

mbl 6.6.2006


4.6.06

Saman á Sextán hundruð kúbikum


Þegar Vilhjálmur Grímsson tók í fyrsta skipti litla vespu á leigu þar sem hann var staddur í sumarfríi á sólarströnd í útlöndum ásamt fjölskyldu sinni vissi hann ekki að þar með færi hann að láta sig dreyma um að þeysa um á mótorhjóli af stærstu gerð. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að nýlega lét Vilhjálmur drauminn rætast, 64 ára gamall að aldri. Í sumar leggja hann og 35 ára gömul dóttir hans, Inga María, á ráðin um ferðalög saman á tryllitækinu þar sem hann verður við stýrið og hún farþegi.„
   Það er alltaf gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba,“ segir Inga María
og útskýrir upphaf ævintýrisins aðeins betur. „Okkur fannst vespurnar frábærar því á þeim sér maður landið á annan hátt og upplifir allt aðra hluti en þetta venjulega baðstrandalíf. Pabbi varð hins vegar fyrstur til að taka þetta upp hér heima.“

Vilhjálmur byrjaði á því að fá sér vespu fyrir um einu og hálfu ári. „Hún er mjög lipur í innanbæjarakstri en smám saman fór ég að skoða stærri hjól enda kannski alltaf langað í svoleiðis grip frá því ég var strákur.“ Tækið atarna er engin smásmíði, 1.600 kúbika Kawasaki sem vegur um 400 kíló. „Það er með því stærsta sem gerist,“ viðurkennir  Vilhjálmur. „En það kemur til af því að þetta er hugsað sem ferðahjól og sem slíkt er það mjög
voldugt, með hliðartöskur, farþegasæti með bólstruðu baki og góða vindhlíf fyrir framan. Ég hef gaman af því að ferðast og það á reyndar við um fleiri í fjölskyldunni þannig að það lá nokkuð beint við að velja hjól sem hentaði til ferðalaga.“
Sæmilega öruggt sæti | Hjólið kallaði á ákveðna  „endurmenntun“ af Vilhjálms hálfu, sem þurfti að standast bæði bóklegt og verklegt próf til að fá réttindi til að stýra tryllitækinu. Eins var nauðsynlegt að „galla sig upp“ eftir kúnstarinnar reglum til að tryggja öryggi á mótorfáknum eins og frekast er unnt. Hnausþykkur leðurgalli og bakhlíf, sem líkist helst svartri skylmingabrynju, er til vitnis um að á þeim vettvangnum hefur Vilhjálmur ekkert til sparað. „Þótt eitthvað komi upp á og maður renni eftir götunni þá heldur þetta lengi við,“ segir hann og bendir á þung og svört leðurstígvél. „Svo þarf maður að vera í sæmilegum klossum því 70%
af öllum slysum eru á hné og niður að ökkla.“
   Allur þessi búnaður er þó fenginn í ákveðnum tilgangi, nefnilega að verja líf og limi á ferðum um landið og í sumar er stefnan tekin á ferðir þeirra feðgina saman á hjólinu góða. „Já, pabbi er að reyna að plata mig til þess,“ segir Inga María stríðnislega. „Ég vil nú að hann æfi sig gamli maðurinn svo það verði nú óhætt fyrir mig að vera þarna fyrir aftan hann. Það hlýtur að koma síðar í sumar og þá getum við farið einhvern rúnt.“ Vilhjálmur brosir út í annað. „Ég er búinn að vera að æfa mig svolítið og til dæmis farið upp á Skaga, á Þingvelli, austur í Flóa, suður í Keflavík og víða og þá hefur sonur minn Garðar oft setið aftan á hjá mér. Núna finn ég að ég
er að ná ágætu valdi á þessu þannig að ég ætti að geta boðið Ingu Maríu upp á sæmilega öruggt aftursæti í sumar.“
   Feðginin hafa augastað á að gista á farfuglaheimilum á ferðum sínum en áfangastaðurinn er enn óráðinn enda líklegt að hið íslenska veður verði haft með í ráðum þegar þar að kemur. „Við stefnum nú á styttri túra til að byrja með,“ segir Inga María. „En pabbi er strax farinn að gíra mig upp í að fá mér mitt eigið hjól og hver veit nema við getum þá farið eitthvað lengra næsta sumar.“
   Ætlar í Sniglana | Vilhjálmur er fljótur að feykja þeirri ranghugmynd af borðinu að það sé óvenjulegt að maður á hans aldri taki upp á því að fá sér svona farartæki. „Bæði hér á Íslandi og í útlöndum eru mótorhjólaklúbbar með „gamlingjum“. Í þeim eru menn sem eru flestir komnir yfir sextugt. Margir þeirra eru nýir í sportinu því þegar krakkarnir eru farnir að heiman og búið er að borga húsið eiga menn kannski einhverjar krónur sem hægt er að leika sér með. Og þá hafa þeir látið
gamla drauminn um mótorhjól rætast. Það er ótrúlega algengt og miklu algengara en maður hefði haldið að fólk fyrir ofan miðjan aldur fái sér svona hjól.“
  „Pabbi ætlar að ganga alla leið og fara í Sniglana,“ skýtur Inga María inn í og faðir hennar hreyfir engum mótbárum. „Það er partur af þessu að hitta gaurana sem eru í þessu,“ segir hann. „Reyndar held ég að það sé tvímælalaust til bóta að menn séu orðnir svolítið þroskaðir og búnir að hlaupa svolítið af sér hornin þegar þeir setjast á bak svona kraftmiklu verkfæri enda er lágmarksaldur til þess að taka bifhjólapróf 21 árs. Aflið er nánast ótakmarkað enda hægt að komast á þriðja hundraðið á svona hjóli. Þá er um að gera að kunna sér hóf í því að nota þetta afl.“
    Inga María hlær við þegar gamla HLH-lagið um riddarann á mótorfáknum er rifjað upp og viðurkennir að líklega hafi hún ekki séð sjálfa sig aftan á hjóli fullorðins föður síns þegar hún raulaði það í denn. „En mér finnst frábært hjá honum að láta gamla drauma rætast og halda einhverjum áhugamálum gangandi hjá sér.“ Vilhjálmur tekur undir þetta. „Ég er fyrst og fremst að halda mér í formi með þessu enda byggir þetta mann upp og skerpir, bæði andlega og líkamlega. Það þýðir ekkert að vera eins og tuska á þessu – maður verður að hafa pínulítið „power“ – svo eiginlega yngist maður upp í stað þess að hníga niður og verða að dufti.“ En sér hann fyrir sér að þeysa ennþá um á Kawasaki um nírætt? „Það væri mjög gaman,“ segir hann og hlær. „Maður þakkar bara fyrir hvert ár sem maður hefur góða heilsu og svo ræður Guð og lukkan hvernig þetta fer.“ |
ben@mbl.is

Morgunblaðið 
04.06.2006