Landsmótið er toppurinn
Á vorin fyllast göturnar af mótorfákum af öllum stærðum og gerðum sem eigendurnir þenja sem mest þeir mega, sérstaklega þegar veðrið er gott.Eva Dögg Þórsdóttir, stoltur eigandi Kawasaki ZX6R og fjölmiðlafulltrúi bifhjólasamtakanna Sniglanna, er að sjálfsögðu farin að þeysa um á sínum fáki og bíður spennt eftir landsmóti félagsins. „Landsmótið er toppurinn á sumrinu og í ár verður það haldið dagana 29. júní til 2. júli í Hrífunesi, sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri,“ segir Eva.
Mikið er um dýrðir á þessum landsmótum, sem iðulega eru vel sótt af mótorhjólaáhugamönnum. Í ár spila hljómsveitir öll kvöldin og keppt er í ýmsum greinum eins og venjulega. „Á föstudeginum sameinast allir í súpumáltíð en þá er elduð súpa í risastórum potti ofan í allan hópinn.“ Tæplega 1.800 manns eru í Sniglunum sem eru 22 ára gömul samtök, en Eva Dögg telur að um 3.000 mótorhjól séu á landinu. Aðspurð að því hvert sé flottasta mótorhjól allra tíma á hún erfitt með að svara.
HIPPI hér má sjá dæmi um hippahjól en mótorhjól skiptast í tvo flokka, hippa og Raiser hjól. |
- snæ
Fréttablaðið 12.06.2006
Fréttablaðið 12.06.2006