6.6.06

Messaði yfir mótorhjólamönnum 2006



Hún var nokkuð óvenju­leg mess­an, sem fram fór í Digra­nes­kirkju í gær en þá komu mótor­hjóla­menn sam­an og gengu til messu.

Vél­hjóla­menn önnuðust mess­una og komu safnaðargest­ir á vélfák­um sín­um til kirkju. Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, prest­ur og hjóla­maður, stóð fyr­ir mess­unni og sagði hann að um heims­sögu­leg­an viðburð væri að ræða, enda hefði ekki hon­um vit­an­lega verið staðið fyr­ir sam­bæri­legri messu hingað til, þótt haldn­ar hefðu verið t.d. helg­i­stund­ir á Ing­ólf­s­torgi.

Aðspurður sagði Gunn­ar að til­gang­ur­inn með mess­unni væri að fá mótor­hjóla­menn sam­an, reyna að opna á umræðu og draga úr for­dóm­um í garð mótor­hjóla­manna. Auk Gunn­ars þjónaði Íris Kristjáns­dótt­ir, sem er þjóðkirkjuprest­ur eins og Gunn­ar, sem og Jón Þór Eyj­ólfs­son frá Fíla­delfíu.

mbl 6.6.2006