6.6.06
Messaði yfir mótorhjólamönnum 2006
Hún var nokkuð óvenjuleg messan, sem fram fór í Digraneskirkju í gær en þá komu mótorhjólamenn saman og gengu til messu.
Vélhjólamenn önnuðust messuna og komu safnaðargestir á vélfákum sínum til kirkju. Gunnar Sigurjónsson, prestur og hjólamaður, stóð fyrir messunni og sagði hann að um heimssögulegan viðburð væri að ræða, enda hefði ekki honum vitanlega verið staðið fyrir sambærilegri messu hingað til, þótt haldnar hefðu verið t.d. helgistundir á Ingólfstorgi.
Aðspurður sagði Gunnar að tilgangurinn með messunni væri að fá mótorhjólamenn saman, reyna að opna á umræðu og draga úr fordómum í garð mótorhjólamanna. Auk Gunnars þjónaði Íris Kristjánsdóttir, sem er þjóðkirkjuprestur eins og Gunnar, sem og Jón Þór Eyjólfsson frá Fíladelfíu.
mbl 6.6.2006