15.10.94

Team Brainstorm

Team Brainstorm  Unnar , Steini, og Karl.

Hvers vegna getum við íslendingar stundað kappakstur á mótorhjólum löglega eins og aðrar siðaðar  þjóðir?

Fram að þessu hefur aðalega verið um að kenna afspyrnu heimskulegum umferðalögum sem gilda jafnt í óbyggðum sem í umferðinni, undantekningarlaust og svo að misblindum embættismönnum sem trúa því að mótorhjól séu hættuleg en ekki ökumenn þeirra og hafa þessi vondu lög til að skýla sér  á bakvið. Lífið er jú einu sinn þannig að það þýðir ekkert að banna mönnum að keppa hvor við annan í hverju sem er , ekkert frekar en að banna fiskum að synda.

ÓLÖGLEGUR KAPPAKSTUR

Fram að þessu hefur allur kappakstur verið ólöglegur ( motocross og kvartmíla geta ekki flokkast sem kappakstur) en það hefur náttúrulega ekki komið í veg fyrir að hann sé stundaður.  Eini kappaksturinn sem við höfum fengið að hafa í friði er endúro, sem líkist ralli hjá bílamönnum, en götuhjólakappakstur hefur aðalega miðast við hver hefur minnstar áhyggjur af ökuskyrteinum og samferðafólki í umferðinni. Þeir sem vilja bera sig saman við aðra í malbiksakstri hafa orðið að fara til útlanda og er það greinilegt að það er ekki hægt að halda góðum mönnum niðri.

Pílagrímsferðir

Allt frá því að Sverrir Þóroddson var atvinnuökumaður á hippatímanum hafa menn farið í pílagrímsferðir með hjól og bíla yfir hafið og síðustu ár hafa alltaf verið einhverjir á hverju sumri sem fórnað hafa aleigunni í kappakstur erlendis.
   Staðreyndin er sú að samanburður milli ökumanna á malbiki er ekki marktækur nema á lokuðum til þess gerðum brautum þar sem hægt er að einbeita sér að akstrinum sjálfum við réttar aðstæður.

Hafa keppt úti

Þeir hjólamenn sem undanfarið hafa gefist upp á lögguharkinu hér heima hafa náð fínum árangri og hafa t.d. Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnusson sem kepptu á Englandi, og Kjartan Björgvins í Kanada sýnt að þeir eiga fullt erindi í kappakstur hvar sem er.
      Þeir sem einu sinni hafa prófað kappakstur á braut vita það verður ekki aftur snúið og við fáum braut á íslandi fyrr en seinna eða þegar við látum ekki lengur bjóða okkur að keyra alla daga í lögregluumsátri.

Team Brainstorm

Fram að því leitum við til útlanda og eimitt í sumar stendur mikið til en fyrirbæri sem kallast "Team Brainstorm" hyggur á landvinninga.
    Team Brainstorm er fyrsta keppnislið Íslendinga í Endurance Race á götuhjólum og er skráðí 12 tíma keppni á Snetterton í Englandi 26 júní í sumar þ.e. á Hjóladegi Snigla. Í Endurance liði eru þrír ökumenn sem skiptast á ökutörnum og er Team Brainstorm skipað þeim Karli Gunnlaussyni (Tá G. Racing) Unnari má Magnússyni og Steina Tótu sem allir hafa reynslu af ýmsu keppnisbrölti og vonandi sem flestum aðstoðarmönnum sem nauðsynlegir eru til að ná árangri. Nokkrir hafa boðist til að koma með til Englands í sumar sem er æðislegt en keppnin sjálf verður endapunktur á miklum undirbúningi hér heima sem er þegar hafinn og eru allir sem telja sig geta aðstoðað á einhvern hátt boðnir að vera með og láta ljós sitt skína.

Keppnishjólið

Keppnishjólið verður mikið breytt Honda CBR 600 og stefnan sett á verðlaunasæti í opnum 60cc flokki þar sem keppnin verður hvað hörðust. Kostnaðurinn við Endurance keppnir er Töluverður og skipulag mikilvægt og má til gamans nefna að við reikna má með nýjum dekkjum áþriggja tíma fresti, 12-15 lítrum af bensíni á klst að ógleymdu því að skipta um ökumann oft og reglulega, því undir hámarks álagi í langan tíma tapast einbeiting og brautartímimeð aukinni hættu á mistökum.  Þreytumistökin eru auðvitað ekkert sniðug innan um 50 manns sem allir eru á mörkunum líka.
Hluti undirbúnings er að finna samstarfaðila sem gætu nýtt sér og hagnast á kynningar- og auglýsingagildi svona liðs og stefnum við á að ná upp sterku liði og koma íslenskum kappakstri á blað hér heima og erlendis.
Steini Tótu #161
Snigillinn 1994


27.6.94

Hjóladagur Snigla

- Heiðurssnigill útnefndur á Ingólfstorgi 

Um 75 til 100 bifhjól verða í hópkeyrslunni sem er aðallega farin til að vekja athygi á okkar málum, einkum tryggingamálum. Þetta eru áhugamanna- og baráttusamtök en það verður örugglega nóg um glens og gaman. Við ætlum að útnefna heiðurssnigil númer 900 og fleira," sagði Björn Ragnarsson, fréttafulltrúi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, í samtali við DV en Sniglarnir halda siim árlega hjóladag á laugardaginn. Bifhjólafólk hittist með fáka sína kl. 14 við Kaffivagninn á Granda.
Síðan verður ekið í hópkeyrslu um höfuðborgarsvæðið; Tryggvagötu, Sæbraut, Reykjanesbraut, Lækjargötu, Strandgötu, Reykjavíkurveg, Kringlumýrarbraut, Bústaðaveg, Skógarhlíð, Snorrabraut, Eiríksgötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og endað á Ingólfstorgi kl. 16.

Formaður stjórnar Snigla, OfurBaldur, flytur ræðu dagsins og út nefnir heiðurssnigil númer 900.
Sniglar hafa þá hefð að taka sléttu tólurnar frá til heiðurs einhverjum sem greitt hafa götu þeirra. Þeirra á  meðal eru Ómar Ragnarsson, Arni Johnsen og fleiri góðkunnir.
Einnig flytja ræður fulltrúi Umferðarráðs og Ómar Smári frá Lógreglunni.
Trúbadorinn Bjanii Tryggva ætlar síðan að leika fyrir áhorfendur.

DV 24.6.1994

11.5.94

GRÁI FIÐRINGURINN

Grímur að störfum

Þann 30. október síðastliðinn bar það til tíðinda að hópur manna var saman kominn í bíókjallaranum við Hverfisgötu. Allir áttu þeir eitt eitt sameiginlegt en það var ódrepandi áhugi á gömlum mótorhjólum. Þetta mannamót var stofnfundur gamlingja. Meðlimir Vélhjólafjelags Gamlingja verða samkvæmt stjórnarskrá að vera komnir til vits eða ára.  Voru nokkrir þeirra heimsóttir í hið allra heilagasta, skúrana, til að komast að því hvort sú fullyrðing ætti við rök að styðjast.

Grímur Jónsson

Þú ert Aldursforsetinn í Gamlingjum. Hvenær hófst þín hjólamennska?
    " Ég fékk fyrst áhuga á hjólum þegar ég var að læra,svona 1943-1944. Þá eignaðist ég gamalt hjól sem ég kom í geymslu upp á háalofti hjá pabba. Þetta var breskt hjól með sérkennilegu lagi en hvað það heitir man ég ekki. Til stóð að gera hjólið upp en það var allt í rusli en allt var til í það.
     Svo fór ég á sjóinn þegar ég var búinn að læra og fór að kynna mér út í Englandi  hvort ég fengi eitthvað í hjólið. Þegar ég kom heim hafði pabbi fengið hreingerningaræði og hent öllu út af loftinu og þar á meðal hjólinu. Þannig að það fór fyrir lítið. Bróðir minn var líka mikið á hjólum í gamla daga og ég fékk að taka í hjá honum en hjól eignaðist ég ekki aftur fyrr en löngu seinna"
   Voru aksturskilyrði fyrir hjólekki slæmá þeim tíma?
" Nei, þau voru það nú ekki. Hjólið sem bróðir minn átti var Ariel. Það var með lágum þyngdarpunkti og fjöðrun eins og þá tíðkaðist en þótt það væru holur og möl þá var alveg dyrðlegt að keyra það, það lá alveg á veginum"
Hvað komsvo næst?
   "Annað hjólið mitt var og er Henderson 1918. Ég fékk það hjá Inga í Ánanaustum en hann seldi brotajárn. Á motorinn rakst ég inni á lagernum hjá vélsmiðjunni Héðni og fór að spyrjast fyrir um þetta og hvort hann vildi selja mér hjólið. Það var alveg sjálfsagt og lét hann hafa fimmþúsundkall. En þá hafði kallinn látið einhvern strák hafa stellið og allt sem því tilheyrði en hann hafði aldrei borgað það. Það endaði með því til að friða strákinn þá keypti ég restina af honum á 25000 krónur."
Hvað er svona sérkennilegt við þetta hjól?
   "Það er náttúrulega fjögra strokka með toppventlavél, 1168 kúbik og eru aðeins tvö hjól af þessari tegund eftir í heiminum. Hitt er á Nýja-Sjálandi. Þetta er líklega elsta hjólið á landinu."
Hvað tók svo við?
" Næst kaupi ég tvö hjól af þjóðverjum sem komu hingað. Þetta voru Maico hjól frá þýska hernum en þeir fóru yfir hálendið á þeim. Þau notaði ég í nokkur ár fyrir norðan í Hrútafirði. Seinna seldi ég þau Magnúsi Axelsyni fasteignasala. Ég átti líka Royal Enfield '37 módelið sem ég fékk á undan þeim og geymdi líka fyrir norðan."
Hvað með Henderson hjólið?
Hvað þarf að laga í því?
  " Stellið, gafflarnir, brettin, sætin, stýrið og luktin. Þetta er allt í góðu lagi. Tankurinn er þokkalegur en svo er það náttúrulega mótorinn. Það eru vandræði með magnetuna og svo er ég að smíða nýja stimpla og stimpilstöng en mótorinn sjálfur er ekkert skemmdur."
Áttu ekki frá einhverju skemmtileu að segja að lokum?
Þaðvar einu  sinni norður í Hrútafirði að ég lá fyrir gæs. Ég fór meðfram lítilli ársprænu og ætlaði að komast út á litla sléttu skammt þar frá. Þegar ég er kominn næstum niður undir sjó þá gekk ég fram á mótorhjól, gamalt BSA hjól 1945-46 módel. Áfram hélt ég við veiðarnar en hugsaði mér að tala við bóndann sem ég og gerði og fékk leyfi hjá honum til að hirða hjólið. Svo þegar ég kom seinna að ná í hjólið á pick-up þá var það allt í einu horfið. einhver hafði bara tekið þaðen ég missti af gæsinni."
Já það borgar sig að grípa gæsina meðan hún gefst.
 " Já meður verður að gera það. Ég hefði betur rúllaðþví upp eftir og komið því heim."

Þröstur

Þröstur Víðisson, Haukur Richardsson og Torfi Hjálmarsson.

Hvað er lang síðan að þið byrjuðuð með þennan skúr saman?
   Þröstur : það eru svö ár síðan við byrjuðum hérna. Ég og Fuðmundur Gunnarsson, sem á Svarta BMW hjólið, vorum saman með skúr, Haukur var upp í Breiðholti og Torfi bara heima hjá sér í sínum skúr.
Hvaða hjól eru hérna og hvaðan koma þau?
  Haukur og Torfi : Það eru tveir Tridentar, báðir '75 módelið og koma frá ameríku.
Haukur: Og svo Norton Commando en hann kemur frá Hilmari en kom hérna fyrst æi upphafi árs 1975 en þá flutti Fálkinn hann inn, einn af fjórum, og Þröstur með BMW.
Þröstur: Það má eiginlega segja að þeir séu þrír. Það að sjálfsögðu mitt R69S '65, Hjólið hans Gumma R50 '67 og svo R75/6  '73.  Það komu hingað túristar 1970 á R50 hjólinu og keypti Karl Cooper það af þeim og átti í 20 ár áður en Guðmundur fékk það. Mitt hjól er lögguhjól sem selt var á uppboði í kringum 1980 og er ég annar eigandinn af því á eftir löggunni.
Hvað eruð þið búnir að eiga hjól lengi ?
Haukur : Ég eignaðist fyrsta hjólið 1968.
Þöstur:  Og ég eignaðist fyrsta hjólið 1974 held égen það var japanskt og ég tek það fram að það vareina japanska hjólið mitt, svo fór ég í bretana. Svo náttúrulega sá ég að mér og fékk mér BMW.
Torfi : Ég fékk fyrsta hjólið 1987,Triumph Tiger.
Er einhver rígur á milli hjólategunda hjá ykkur?
Torfi: Ekki til. Jú,jú en það er allt á góðu nótunum.
Haukur : Það er skotið á menn en .Það er aldrei skotið undir belti. Það er svona verið að gantast eins og maður segir, annað væri bara óheilbrigt.
Þröstur: Það er til siðs að rísa upp á hjólunum þegar við náum að farafram úr hverjum öðrum til að sýna mönnum óæðri endann.
Torfi: Þannig að það má segja að Þröstur þekki þá hlið okkar ansi vel.
   
Lúrið þið ekki á einhverji skemmtisögu.?
Haukur: Það var um árið að við fórum á 17. júní  á Akureyri 1991.  Við vorum beðnir um að koma með hjólin á sýninguna þar og í bakaleiðinni fengum við alveg djöfull gott veður. Við stoppuðum í Varmahlíð og hittum þar mann á BMWsem var Þjóðverji.  Hann var með landabréf uppi og var eitthvað að reyna að átta sig hvert hann væri eiginlega að fara.
Við sem sannir íslenskir mótorhjólamenn vildum náttúrulega aðstoða manninn og býð ég honum að vera í samfloti með okkur. Í þvíkemur Þröstur og er hann með á bakinu þýska járnkrossinn.  Ég segi við Þjóðverjann að þetta sé nú Þjóðverji líka og tek í öxlina á Þresti og sný honum við.  Hann fölnaði upp og afþakkaði boðið keyrði þarna í nokkra hringi og hvarf svo. Hann hélt greinilega að við værum snarvitlausir, varð bæði hræddur og ráðvilltur. Við skírðum þennan mann Adolf von Snitzel.

Má segja að Gamlingjar hafi verið stofnaðir upp úr þessum félagskap ykkar?
Haukur: Já alveg hiklaust.
Þröstur: Maður kynntist náttúrulega stórum hópi manna út frá þessu. Maður þekkti náttúrulega Timerinn og smátt og smátt myndaðist kjarni góðra manna. Þetta var rætt á milli manna og svo þróaðist þetta svona.
Hvaðer á döfunni?
Þröstur: Við höldum aðalfund í Vestmannaeyjum í ár sem stendur í tvo daga.
Torfi: Þar ætlum við að leggja sumarplan, ákveða hvað við ætlum að gera.
Þröstur: Svo er það Akureyri og náttúrulega sýning í höllinni.
Haukur: Og svo ætlum við að fara í kaffi til Daða austur á Hornafjörð og ég veit að hann á einhvern djöfulinn í kjallaranum hjá sér út í það. 
1994
N.G.
Snigillinn

31.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins 10 ára

Stórsýning í Laugardalshöll um páskana

SNIGLARNIR, bifhjólasamtök lýðveldisins, halda upp á 10 ára afmæli sitt með stórsýningunni Bifhjól á íslandi um páskana. Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, opnar sýninguna með formlegum hætti
í Laugardalshöll kl. 15 í dag. Sýningin verður opnuð almenningi kl.
17. Hún er opin til kl. 22 alla daga að frátöldum síðasta sýningardeginum á mánudag. Þann dag verður henni lokið snemma eða kl. 20.

Yfir 200 bifhjól verða á sýningunni. Nærri liggur að hver tegund, sem flutt hefur verið hingað til lands frá 1918, eigi sinn fulltrúa. Félagar í Sniglunum munu bjóða gestum upp á stuttar hjólaferðir ef veður leyfir, vörukynningar verða í salnum og nýr geisladiskur Sniglanna til sölu. Á disknum eru lög eftir meðlimi Sniglanna og hafa aðeins verið gefin út 1000 eintök.

Landsmót Sniglanna verður í Húnaveri fyrstu helgina í júlí og eru allir bifhjólaeigendur velkomnir.
Að auki verður haldið upp á afmæli samtakanna með styttri og lengri hjólaferðum hér á landi og  erlendis. Áttahundruð og fimmtíu félagar hafa frá upphafi verið skráðir í Sniglanna.
Mbl 31.3.1994


26.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins - Sniglarnir 10 ára


Stórsýning á mótorhjólum um páskana


- afmælishátíð á Hótel íslandi í kvöld


Bifhjólasamtök lýöveldisins - Sniglarnir verða tíu ára 1. apríl næstkomandi. Vegna þess aö 1. apríl ber
í ár upp á föstudaginn langa ætla Sniglarnir að halda tíu ára afmælishátíð sína á Hótelíslandií dag, laugardaginn 26. mars, og eru allir áhugamenn um biíhjól velkomnir. f tilefni af tíu ára afmælinu er ýmislegt á dagskrá hjá Sniglunum, svo sem stórsýning á mótorhjólum í Laugardalshöll um páskana þar sem sýna á um 200 mótorhjól. Sérstök áhersla verður lögð á gömul mótorhjó, 20 ára og eldri. Elsta hjólið á sýningunni mun vera frá árinu 1918. Á sýningunni munu einnig verða ýmis fyrirtæki sem kynna vörur sem tengjast mótorhjólum. í tilefni þessara tímamóta sendu Sniglarnir öllum mótorhjólaáhugamönnum á landinu 10 ára afmælisrit sitt, Snigilinn, og er blaðið 32 síður og litprentað. Einnig eru Sniglarnir að gefa út geislaplötu með 14 mótorhjólalögum og eru þau flest  frumsamin af félögum í Sniglunum.

Stofnun Sniglanna

Ýmsir klúbbar hafa verið stofnaðir á liðnum árum í kringum mótorhjól en þeir hafa flestir lognast út af þegar stofnendurnir hættu að vera með.
Þar á meðal má nefna skellinöðruklúbbinn Eldinguna í Reykjavík á árunum um 1960 og nokkra  bifhjólaklúbba, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sniglarnir eiga upphaf sitt að rekja tilsmáauglýsingar í DV snemma árs 1984 þar sem auglýst var eftir áhugamönnum sem vildu stofha bifhjólasamtök.
Laugardaginn 31. mars kom svohljóðandi fréttatilkynhing í DV: „Sunnudaginn 1. apríl kl. 16 er fyrirhugaður í Þróttheimum við Holtaveg stofhfundur samtaka bifhjólaeigenda. Á tveimur undirbúningsfundum sem haldnir hafa verið hafa um 50 manns skráð sig í félagið en á sunnudaginn á að gera lokaátakið. Inntökuskilyrði eru eingöngu þau að viðkomandi verður að vera orðinn
17 ára og skiptir þá eign á bifhjóli engu máh." Þarna var á ferðinni upphafið að stofhun Sniglanna sem samkvæmt þessu eiga nú tíu ára afmæli.
-JR
Dagblaðið Vísir 1994