27.6.94

Hjóladagur Snigla

- Heiðurssnigill útnefndur á Ingólfstorgi 

Um 75 til 100 bifhjól verða í hópkeyrslunni sem er aðallega farin til að vekja athygi á okkar málum, einkum tryggingamálum. Þetta eru áhugamanna- og baráttusamtök en það verður örugglega nóg um glens og gaman. Við ætlum að útnefna heiðurssnigil númer 900 og fleira," sagði Björn Ragnarsson, fréttafulltrúi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, í samtali við DV en Sniglarnir halda siim árlega hjóladag á laugardaginn. Bifhjólafólk hittist með fáka sína kl. 14 við Kaffivagninn á Granda.
Síðan verður ekið í hópkeyrslu um höfuðborgarsvæðið; Tryggvagötu, Sæbraut, Reykjanesbraut, Lækjargötu, Strandgötu, Reykjavíkurveg, Kringlumýrarbraut, Bústaðaveg, Skógarhlíð, Snorrabraut, Eiríksgötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og endað á Ingólfstorgi kl. 16.

Formaður stjórnar Snigla, OfurBaldur, flytur ræðu dagsins og út nefnir heiðurssnigil númer 900.
Sniglar hafa þá hefð að taka sléttu tólurnar frá til heiðurs einhverjum sem greitt hafa götu þeirra. Þeirra á  meðal eru Ómar Ragnarsson, Arni Johnsen og fleiri góðkunnir.
Einnig flytja ræður fulltrúi Umferðarráðs og Ómar Smári frá Lógreglunni.
Trúbadorinn Bjanii Tryggva ætlar síðan að leika fyrir áhorfendur.

DV 24.6.1994

31.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins 10 ára

Stórsýning í Laugardalshöll um páskana

SNIGLARNIR, bifhjólasamtök lýðveldisins, halda upp á 10 ára afmæli sitt með stórsýningunni Bifhjól á íslandi um páskana. Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, opnar sýninguna með formlegum hætti
í Laugardalshöll kl. 15 í dag. Sýningin verður opnuð almenningi kl.
17. Hún er opin til kl. 22 alla daga að frátöldum síðasta sýningardeginum á mánudag. Þann dag verður henni lokið snemma eða kl. 20.

Yfir 200 bifhjól verða á sýningunni. Nærri liggur að hver tegund, sem flutt hefur verið hingað til lands frá 1918, eigi sinn fulltrúa. Félagar í Sniglunum munu bjóða gestum upp á stuttar hjólaferðir ef veður leyfir, vörukynningar verða í salnum og nýr geisladiskur Sniglanna til sölu. Á disknum eru lög eftir meðlimi Sniglanna og hafa aðeins verið gefin út 1000 eintök.

Landsmót Sniglanna verður í Húnaveri fyrstu helgina í júlí og eru allir bifhjólaeigendur velkomnir.
Að auki verður haldið upp á afmæli samtakanna með styttri og lengri hjólaferðum hér á landi og  erlendis. Áttahundruð og fimmtíu félagar hafa frá upphafi verið skráðir í Sniglanna.
Mbl 31.3.1994


26.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins - Sniglarnir 10 ára


Stórsýning á mótorhjólum um páskana


- afmælishátíð á Hótel íslandi í kvöld


Bifhjólasamtök lýöveldisins - Sniglarnir verða tíu ára 1. apríl næstkomandi. Vegna þess aö 1. apríl ber
í ár upp á föstudaginn langa ætla Sniglarnir að halda tíu ára afmælishátíð sína á Hótelíslandií dag, laugardaginn 26. mars, og eru allir áhugamenn um biíhjól velkomnir. f tilefni af tíu ára afmælinu er ýmislegt á dagskrá hjá Sniglunum, svo sem stórsýning á mótorhjólum í Laugardalshöll um páskana þar sem sýna á um 200 mótorhjól. Sérstök áhersla verður lögð á gömul mótorhjó, 20 ára og eldri. Elsta hjólið á sýningunni mun vera frá árinu 1918. Á sýningunni munu einnig verða ýmis fyrirtæki sem kynna vörur sem tengjast mótorhjólum. í tilefni þessara tímamóta sendu Sniglarnir öllum mótorhjólaáhugamönnum á landinu 10 ára afmælisrit sitt, Snigilinn, og er blaðið 32 síður og litprentað. Einnig eru Sniglarnir að gefa út geislaplötu með 14 mótorhjólalögum og eru þau flest  frumsamin af félögum í Sniglunum.

Stofnun Sniglanna

Ýmsir klúbbar hafa verið stofnaðir á liðnum árum í kringum mótorhjól en þeir hafa flestir lognast út af þegar stofnendurnir hættu að vera með.
Þar á meðal má nefna skellinöðruklúbbinn Eldinguna í Reykjavík á árunum um 1960 og nokkra  bifhjólaklúbba, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sniglarnir eiga upphaf sitt að rekja tilsmáauglýsingar í DV snemma árs 1984 þar sem auglýst var eftir áhugamönnum sem vildu stofha bifhjólasamtök.
Laugardaginn 31. mars kom svohljóðandi fréttatilkynhing í DV: „Sunnudaginn 1. apríl kl. 16 er fyrirhugaður í Þróttheimum við Holtaveg stofhfundur samtaka bifhjólaeigenda. Á tveimur undirbúningsfundum sem haldnir hafa verið hafa um 50 manns skráð sig í félagið en á sunnudaginn á að gera lokaátakið. Inntökuskilyrði eru eingöngu þau að viðkomandi verður að vera orðinn
17 ára og skiptir þá eign á bifhjóli engu máh." Þarna var á ferðinni upphafið að stofhun Sniglanna sem samkvæmt þessu eiga nú tíu ára afmæli.
-JR
Dagblaðið Vísir 1994