Stórsýning á mótorhjólum um páskana
- afmælishátíð á Hótel íslandi í kvöld
Bifhjólasamtök lýöveldisins - Sniglarnir verða tíu ára 1. apríl næstkomandi. Vegna þess aö 1. apríl ber
í ár upp á föstudaginn langa ætla Sniglarnir að halda tíu ára afmælishátíð sína á Hótelíslandií dag, laugardaginn 26. mars, og eru allir áhugamenn um biíhjól velkomnir. f tilefni af tíu ára afmælinu er ýmislegt á dagskrá hjá Sniglunum, svo sem stórsýning á mótorhjólum í Laugardalshöll um páskana þar sem sýna á um 200 mótorhjól. Sérstök áhersla verður lögð á gömul mótorhjó, 20 ára og eldri. Elsta hjólið á sýningunni mun vera frá árinu 1918. Á sýningunni munu einnig verða ýmis fyrirtæki sem kynna vörur sem tengjast mótorhjólum. í tilefni þessara tímamóta sendu Sniglarnir öllum mótorhjólaáhugamönnum á landinu 10 ára afmælisrit sitt, Snigilinn, og er blaðið 32 síður og litprentað. Einnig eru Sniglarnir að gefa út geislaplötu með 14 mótorhjólalögum og eru þau flest frumsamin af félögum í Sniglunum.
Stofnun Sniglanna
Ýmsir klúbbar hafa verið stofnaðir á liðnum árum í kringum mótorhjól en þeir hafa flestir lognast út af þegar stofnendurnir hættu að vera með.Þar á meðal má nefna skellinöðruklúbbinn Eldinguna í Reykjavík á árunum um 1960 og nokkra bifhjólaklúbba, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sniglarnir eiga upphaf sitt að rekja tilsmáauglýsingar í DV snemma árs 1984 þar sem auglýst var eftir áhugamönnum sem vildu stofha bifhjólasamtök.
Laugardaginn 31. mars kom svohljóðandi fréttatilkynhing í DV: „Sunnudaginn 1. apríl kl. 16 er fyrirhugaður í Þróttheimum við Holtaveg stofhfundur samtaka bifhjólaeigenda. Á tveimur undirbúningsfundum sem haldnir hafa verið hafa um 50 manns skráð sig í félagið en á sunnudaginn á að gera lokaátakið. Inntökuskilyrði eru eingöngu þau að viðkomandi verður að vera orðinn
17 ára og skiptir þá eign á bifhjóli engu máh." Þarna var á ferðinni upphafið að stofhun Sniglanna sem samkvæmt þessu eiga nú tíu ára afmæli.
-JR
Dagblaðið Vísir 1994
Dagblaðið Vísir 1994