Ánægðir á Íslandi, Vantar útigrill á tjaldstæðum!
Tveir Norðmenn, Aksel Stand og Björn Wennberg litu við hjá blaðinu á dögunum en þeir voru þá nýbúnir að aka hringveginn á tveimur nýjum stórum mótorhjólum. Þeir sögðust hafa komið með Norrönu þegar hún kom hingað í fyrstu ferð sumarsins og ætluðu með henni til baka í næstu ferð út, en þeir kæmu frá bænum Hokksund. Þá langaði að segja í stuttu máli frá því markverðasta sem þeir upplifðu í þessu stutta ferðalagi. Bjöm Wennberg sagðist hafa séð grein í norsku mótorhjólablaði, eftir norskan mann til heimilis á Akureyri, sem hafði skrifað um ferðalög um ísland á mótorhjóli. Þar hefði hann hælt landi og þjóð svo mikið að þeir félagar hefðu ákveðið að drífa sig hingað strax og færi gæfist. Ekki sögðust þeir hafa séð eftir því. Þeir væm búnir að ferðast til tíu ólíkra landa í heiminum og ísland væri það land sem hefði komið þeim allra mest á óvart. En ekki voru þeir mjög hrifnir af malarvegunum, en kannski var þa ð vegna þess að þeir hefðu keypt ný mótorhjól sem vega yfir 250 kg. og því verið með hugann við hjólin þegar þeir óku malarvegina.
Er þeir komu til landsins óku
þeir beinustu leið frá Seyðisfirði til
Akureyrar. Því næst var ekið suður
til Reykjavíkur og gist þar í tvær
nætur. Á meðan þeir dvöldu í
Reykjavík var farið í Bláa lónið en
Aksel sagðist vera soriasimi
sjúklingur og hefði öðrum deginum
verið eytt í lóninu, og það hefði
verið meiri háttar. Hann sagðist
vera búinn að fara til færustu
sérfræðinga sem hann vissi um, til
lækninga en Bláa lónið hefði slegið
þessu öllu við, þó svo að aðeins
hefði verið um að einn dag að
ræða. Því næst var ekið til Hafnar í
Hornafirði þar sem þeir fengu að
skoða fiskvinnslusal Borgeyjar hf.,
en máttu samt ekki taka myndir þar
inni. Þeim leist vel á fiskvinnsluna
og sögðu hana vera langt á undan
fiskvinnslu í Noregi . Þeim fannst
verðlagning hér á landi yfirleitt
vera há. Þeim fannst tilbúinn matur
vera dýr og því aðallega borðað
brauð og súrmjólk, ennfremur
fannst þeim bensín vera dýrt hér
miðað við í Noregi. Eitt fannst
þeim merkilegt; á allri leiðinni
fundu þeir ekki neinn útigrillstað
þar sem ferðamenn geta sest niður
og eldað sér mat á eldstæði og
þeim fannst vanta svoleiðis. Þeir
fullyrtu að svoleiðis eldstæði
myndi minnka álagið á
viðkvæmum gróðri landsins og
þetta myndi ábyggilega mælast vel
fyrir hjá ferðamönnum þá
sérstaklega erlendum. I lokin sögðu
þeir að ferðin hefði verið frábær og
þeir ættu eftir að koma aftur.
MM
Austri 7.7.1994