Íslenskt landslið í mótorhjólaakstri keppti í fyrsta sinn á erlendri grund er þrír íslendingar tóku þátt í þolkeppni (endurance) á mótorhjólum í Snetterton í Bretlandi á laugardaginn fyrir viku.
Árangurinn varð góður: íslenska liðið lenti í þriðja sæti.
Keppnismennirnir voru þeir Unnar Már Magnússon, Karl Gunnlaugsson og Þorsteinn Marel - sem líklega er þekktari sem Steini Tótu. Hjólið var Honda CBR 600, mikið breytt, sem þeir leigðu af Ron Grant sem áður keppti fyrir Suzuki, tók síðan að sér keppnislið Honda en hefur síðustu árin starfað sjálfstætt að hjólasmíð og breytingum. Hann hjálpaði íslendingunum allan tímann, gaf þeim góð ráð og stóð með þeim á þjónustustöðinni - sem á keppnisslangri kallast pitt.
Óku klukkutíma í einu hver
Þolkeppnin í Snetterton er 500 mílna keppni (804 km) og þannig uppbyggö að þegar fyrsti keppandinn hefur lokið fullri vegalengd, 255 hringjum, um 3,2 km á lengd, er keppninni lokið. Þegar þar aö kom á laugardaginn var voru Islendingarnir rétt um tveim hringjum á eftir liðinu í öðru sæti. Bæði fyrstu sætin voru skipuð þaulvönum keppnismönnum með fullkomna „pittaðstóðu" þannig aö óvaningarnir okkar hafa staðið sig afbragðs vel. Keppendur óku til skiptis og var hver um sig svo sem klukkutíma á ferðinni í einu, eða sem svaraði því að tæma einn geymi af bensíni. Keppnin hófst í grenjandi rigningu og íslendingarnir fóru hægt af stað til að átta sig á brautinni og halda sig á henni. Samt voru þeir fljótlega komnir í tíunda sæti eða ofar en alls voru um 20 lið í keppninni. Straxeftir fyrstu skipti varð einn ökumannanna fyrir því óhappi aö detta. Hann meiddi sig þó ekki né skemmdist hjólið en við þetta féllu íslendingarnir niður um tvö sæti. Þeir unnu það þó upp aftur og síðustu hringina voru þeir komnir með bestu brautartímana og enduðu sem fyrr segir í þriðja sæti. Þeir hlutu einnig aukaverðlaun fyrir það hve langt að þeir voru komnir og fyrir góða samvinnu.
Sviðalykt af Visakortunum
Að sögn íslendinganna var þetta sérstök upplifun og gaman að taka þátt í þessu. Kostnaðinn hafa þeir mest reitt upp úr eigin vösum, fyrir utan lítils háttar styrki sem þeir fengu eftir tombólu á árshátíð hjá Sniglunum og þvíumlíkt, og óttast að nú sé komin sviðalykt af Visakortunum sínum. Æfingaaðstaða er heldur engin fyrir hendi á íslandi og þeir hafa fengið afsvar við því að loka tímabundiö ákveðnum svæðum til að æfa sig á - þó að þeir hafi fengið jákvæðar undirtektir hjá öllum þeim sem eiga hlut að þessum tilteknu svæöum. Mótorhjólasport á enn undir högg að sækja á íslandi.
S.H.H.
DV 2 7. 1994
https://timarit.is
https://timarit.is