25.6.94

Árlegur Hjóladagur Sniglana




ÁRLEGUR hjóladagur Sniglana, Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, var haldinn síðastliðinn laugardag. 

Þá fóru meðlimir samtakana í breiðfylkingu um Reykjavík og enduðu á Ingólfstorgi þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Tilgangur með þessum árlega viðburði er að áminna vegfarendur um að sýna aðgætni í umferðinni og minnast þeirra sem láta lífið í vélhjólaslysum. Ofur Baldur, kynningafulltrúi sniglanna kynnti áhofendum starfsemi þeirra og á eftir honum fluttu Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar-yfirlögregluþjónn, og Sigurður Helgasson, upplýsingafulltrúi Umferðaráðs, ávörp. Að lokm tók Bjarni Tryggvason nokkur lög.