21.10.19

Aðalfundur 2019

Mótorhjólasafn Íslands

Um helgina var aðalfundur Tíunnar haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Engar lagabreytingartilögur bárust og haldast lög Tíunnar óbreytt.
Lög Tíunnar

Í stuttu máli þá gekk aðalfundurinn snurðulaust fyrir sig. 


Arnar Kristjánsson óskaði eftir að láta af störfum í stjórn, en aðrir stjórnarmeðlimir vildu vera áfram, og bauð Sigurvin Sukki sig fram til stjórnar, og samþykkti fundurinn það.

Kjúklingasúpa
og kökur
Því næst var kosið til formanns Tíunnar og var Sigríður Dagný endurkjörin formaður,

Stjórn Tíunnar 2020 verður því eftirfarandi

Sigríður Dagný Þrastardóttir:      Formaður
Trausti Friðriksson :                    
Kalla Hlöðversdóttir :                  
Víðir Már Hermannsson :
Siddi Ben :                                   
Jóhann Freyr Jónsson  :           
Sigurvin Sukki Samúelsson:
*Stjórn skipir svo með sér störfum á næsta fundi

Eftir fundinn var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Sigga græjaði og tertur og fínery sem Kalla græjaði (Takk Kærlega) svo allir væru fullir orku fyrir haustógleði Tíunnar sem yrði seinna um kvöldið.

Stjórn Tíunnar vill þakka kærlega fyrir sumarið og ætlum að bæta í næsta sumar.

19.10.19

Aðalfundur Tíunnar 2019

Aðalfundur Tíunnar

Úrdráttur frá aðalfundi Tíunnar 19 okt. 2019

Núverandi stjórn vann vel saman frá byrjun, samhentur hópur og tel ég að við vorum að gera góða hluti.  
Voru viðburðir nokkrir en fundir ekki eins margir eins og við hefðum vilja hafa. 
Hjólaferðir voru nokkrar,  en það er það er líður sem við hjólafólk þurfum að bæta okkur í það er að hittast og hjóla meira


Smá yfirferð yfir viðburði sumarsins.
Súpu og björkvöldin voru þrjú og tókust þau mjög vel.
1 Maí hópkeyrslan.
 Er fastur liður í starfi tíunnar og tókst vel um 60 hjól keyrðu.
Lögreglan aðstoðaði við umferðastjórn og eiga þakkir skildar.


Skoðunardagur var í maí.
Skoðunardagur  Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja
Fínasta mæting og bauð Bílaklúbburinn okkur svo upp á Grill og gos. 
Kaffi var selt og 70.000 kr fóru til safnsins 


Tíu hittingur var í maí sem er haldin í kringum afmælisdag Heidda. m.a. upp í kirkjugarði og kíkt á leiði Heiðars

Hjóladagar
Í ár var ákveðið að byrja á laugardegi og gekk það vel.
V
iljum við breytta einhverju?  


Verslunarmanna helgin.
Hópkeyrsla með Fornbílum  30 
hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna

Allir voru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu um verslunarmannahelgina  og safnaðist fyrri aflið   spyrja köllu kr

 Fiskidagar.

Tían hefur bætt sig í heimasíðunni og hefur Víðir Fjölmiðlafulltrúin hleypt aldeilis lífi í hann og þakkar  Tían fyrir góðar viðtökur á heimasíðunni á árinu, en síðan sem var í mikilli lágdeyðu hefur á þessu ári verið með yfir 50þusund heimsóknir.

Facebook síða Tíunnar hefur einnig verið að taka vel við sér og má seigja að síðurnar séu aðal samskiptaleið okkar við félaga klúbbsins sem og auglýsing út á við.

Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins en Tían gaf Mótorhjólasafninu

á eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands. og í ár afhentum við safninu 200.000 þúsund.


 Næsta ár;

Árskýrteini samstarf við háskólan

Fleiri hjólaferðir

Unnið á safninu.

17.10.19

Aðalfundur Tíunnar



 Þann 19. Október   er aðalfundur Tíunnar á Mótorhjólasafni Akureyrar
kl: 13:00

Dagskrá


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Annað

 

Boðið verður upp á dýrindis súpu og brauð á fundinum.

2.10.19

The Distinguished Gentleman's Ride



Í lok september fór fram hópaksturinn The Distinguished Gentleman's Ride um allan heim og meðal annars í Reykjavík.


Þarna er á ferðinni fjáröflunarhópkeyrsla þar sem þemað eru gömul hjól og herramannafatnaður.
Hægt ver að heita á hvern ökumann fjárhæð sem fer til góðgerðamála og og samkvæmt heimasíðu keyrslunar
 https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik
söfnuðust rúmar 8000 evrur  eða rúmar 11 hundruð þúsund krónur í Reykjavík.

            Málefnið er Blöðruhálskirtilskrabbamein og sjálfsvíg.  Málefnið er til styrktar rannsóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini ásamt stuðnings samtökum sem vinna að úrræðum er varða geðheilsu/sjálfsvíg ungra manna.

Um að gera að taka þátt í þessu því keyrslan er hanldin síðasta sunnudag í september árlega.

Myndir héðan og þaðan af netinu.








1.10.19

Mótorhjól BMW fá M-sportdeild

BMW hefur sótt um einlaleyfi á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR.

Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.


 BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.





https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

29.9.19

130 mótorhjólamenn lögðu baráttunni lið

130 mótor­hjóla­menn lögðu bar­átt­unni lið




130 mótor­hjóla­menn af báðum kynj­um renndu sér niður Lauga­veg­inn í dag klædd­ir í föt úr tví­d­efni í þeim til­gangi að vekja at­hygli á bar­átt­unni gegn krabba­meini í blöðru­hálskirtli og bar­átt­unni gegn sjálfs­víg­um karl­manna. 
Viðburður­inn var hluti af alþjóðlega viðburðinum Gent­leman's Ride en um 130.000 manns í 700 borg­um tóku þátt í uppá­kom­unni. 
„Þetta hef­ur auk­ist al­veg svaka­lega síðustu ár,“ seg­ir Daði Ein­ars­son, einn af skipu­leggj­end­um viðburðar­ins hér­lend­is en var þetta í annað skipti sem Gent­leman's ride er hald­inn hér. 
„Þetta er alþjóðleg­ur viðburður þar sem klass­ísk mótor­hjól og karl­ar og kon­ur klæða sig í dap­p­er­stíl sem ein­kenn­ist af tví­djakka­föt­um, slauf­um og bind­um,“ seg­ir Daði.

Söfnuðu hátt í tveim­ur millj­ón­um

Hægt er að heita á ís­lenska mótor­hjóla­menn vegna viðburðar­ins en allt fé sem safn­ast fer í að styrkja bar­átt­una gegn krabba­meini og sjálfs­víg­um. Nú þegar hafa Íslend­ing­ar safnað hátt í tveim­ur millj­ón­um.
Sam­tök­in sem halda utan um áheit­in heita No­v­em­ber Foundati­on og seg­ir Daði að þau séu sam­bæri­leg sam­tök­un­um sem að Mottumars standa. 
„Það kom mann­eskja að utan frá sam­tök­un­um til þess að kynn­ast starf­sem­inni hérna og sjá hvernig væri hægt að beina áheit­un­um sem safn­ast. All­ir pen­ing­arn­ir sem safn­ast hérna heima fara út í stór­an pott og svo dreifa þau þessu aft­ur hingað þegar þau eru búin að kynna sér þetta. Á næsta ári verður því hægt að kynna hverj­ir fengu styrk­ina úr sjóðnum á þessu ári,“ seg­ir Daði.
Hér má heita á ís­lensku mótor­hjóla­menn­ina.

https://www.mbl.is/
29.9.2019

27.9.19

Náði 315 km hraða á raf­drifnu mótor­hjóli


Við há­skól­ann í Nott­ing­ham í Englandi hef­ur verið þróað raf­mótor­hjól sem sett hef­ur hraðamet fyr­ir far­ar­tæki af því tagi.


Náði hjólið 315 km/​klst hraða við hraðapróf­an­ir á El­vingt­on flug­vell­in­um við York um síðustu helgi. Við það féllu fimm hraðamet í einu vet­fangi.

Knapi að nafni Zef Eisen­berg var und­ir stýri en hann kepp­ir fyr­ir MadMax kapp­akst­ursliðið í Man­ar­mót­um ásamt Daley nokkr­um Mat­hi­son. Sá síðar­nefndi ók hjól­inu þris­var sinn­um til verðlauna­sæt­is í TT-mót­um 2016 til 2018, en hann beið bana við TT-móts­helg­ina síðastliðið sum­ar.

Liðsmönn­um MadMax tókst að bæta rafafl li­tíumraf­hlaða hjóls­ins fyr­ir metakst­ur­inn nýliðna. Hafði Eisen­berg því úr um 255 hest­öfl­um að spila.

Meðal meta sem hann setti var 315 km/​klst há­marks­hraði og 296 km fljúg­andi kíló­meter. Hef­ur hann sett rúm­lega 50 met á keppn­is­ferl­in­um á mótor­hjól­um.

mbl | 27.9.2019 | 13:40

13.9.19

Dindlarnir klárir fyrir sumarið




 Nú eru Dindlarnir , sem er klúbbur mótorhjólafólks í Hafnarfirði, Garðabæ og nágrenni búnir að gera hjólin klár fyrir sumarið eins og undan farin 16 ár. 


 Hist er við Atlandsolíutankana við Kaplakrika, alla þriðjudaga yfir sumarið kl 17:30 þegar veður leyfir.
Valdar eru skemmtilegar akstursleiðir sem taka c.a. 3 klst. Öryggi og varfærni er haft að leiðarljósi, og enginn glannaskapur leyfður, allaf farið eftir settum reglum. Félagsskapurinn er öllu góðu mótorhjólafólki opinn, engin gjöld, bara mæta við Kaplakrikann.
 Myndin af köppunum fjórum, var tekin 2017, en það ár urðu þeir allir 75 ára (300 ára til samans), allt gamlir skólafélagar sem voru saman á skellinöðrunum þegar þeir voru 14-16 ára og halda enn í mótorhjólaáhugann.    Upplýsingar veitir Óli Ársæls 863-5512