27.5.16

Stjórn tíunar 2016


Ný stjórn Tíunnar tók til starfa eftir aðalfundinn .


Stjórn 2016

Hrefna Björnsdóttir F
Páll Guðmundsson VF
Sigríður Dagný Þrastardóttir G
Jónína Baldursdóttir R
Jokka B Birnudóttir FF
Sigurvin X-Sukki Samuelsson
Súsanna Kristinsdóttir

26.5.16

Aðalfundur Tíunnar 21.maí 2016

Aðalfundur Tíunnar 21. Maí 2016 í Viðjulundi 1 Akureyri

Fundur hófst kl 19:30. 37 manns voru á fundinum.


1. Fundarstjóri var kosinn Páll Baldvin Guðmundsson og ritari Jónína Baldursdóttir.
2. Formaður, Óðinn Björnsson, fór yfir síðasta ár og þakkaði öllum fyrir samveru og samstarf.
Gizzur fór stuttlega yfir starf ferðanefndar og leggur fram ferðaplan fyrir sumarið 2016 sem inniheldur einnig 2 óvissuferðir.

3. Stjórn lagði fram endurskoðaða reikninga og gjaldkeri fór yfir tölur og gerði grein fyrir að einungis hafi náðst að fá undirskrift Bjarkar Sigurgeirsdóttur, þar sem Svandís Steingrímsdóttir var erlendis þegar reikningar voru klárir. Handbært fé félagsins var um áramót kr 539.597- Björk kom með ábendingu um að reikningar væru ekki nægilega aðgengilegir, að vantaði nánari upplýsingar um hvað væri hvað og raða betur í möppu. Stjórn lofar að bæta þetta og mun fá Svandísi til að skoða þegar hún kemur heim.4. Kosið var í stjórn Tíunnar og voru að þessu sinni 7 framboð.

5. Hjónakornin Oliver og Anna Guðný buðu sig fram til að telja atkvæði í hléi.

6. Tían bauð upp á snittur og drykki í hléi og var fólk almennt ánægt með veitingarnar.
Niðurstöður úr kosningu urðu svohljóðandi: Páll B Guðmundsson 31 atkvæði, Hrefna Björnsdóttir 26 atkvæði, Sigríður Dagný 21 atkvæði, Jokka 20 atkvæði, Geirdís Hanna 10 atkvæði, Halldóra Vilhjálms 13 atkvæði, Þóra Kristín 3 atkvæði. Það kom í ljós daginn eftir, að Þóra Kristín Hafdal hafði dregið framboð sitt til baka samdægurs og fór það framhjá stjórninni. Hennar nafn var því með í kosningu en þar sem hún fékk einungis 3 atkvæði breytir það ekki niðurstöðum kosninga.
Nýja stjórn skipa núna: Jónína Baldursdóttir, Sigurvin Samúelsson, Súsanna Kristinsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Páll B Guðmundsson, Jóhanna G Birnudóttir og Sigríður Dagný Þrastardóttir.

7. Kosið var í ferðanefnd. Fólk var ekki viljugt en 2 voru fengin til að taka hana að sér. Það eru þau Birgir Eiríksson og Jutta Solufari Knur. Gizzur bauðst til að vera þeim innan handar og hjálpa þeim að koma óvissuferðum í framkvæmd.

8. Björk Sigurgeirsdóttir bauð sig fram sem skoðunarmann reikninga áfram og ætlar stjórn að tala við Svandísi líka þegar hún kemur heim. Einnig kom fram hugmynd að tala við Kristínu Helgadóttur um það.

9. Önnur mál. Kosið var um að fundir í sumar yrðu færðir yfir á þriðjudagskvöld og mæting kl 19:30 við Mótorhjólasafnið. Fyrsti fundur næsta þriðjudag 24.maí og vikulega eftir það.
Rætt um leiðir til að ná betur til félagsmanna, athuga sms sendingar, vera sýnilegri á Facebook og leita meira til félaga við undirbúning og vinnu á viðburðum.
Virkja mannskapinn betur í vinnu á safninu, og stjórn safnsins sjái til þess að verkstjórn sé þar fyrir þá sem vilja koma inn og vinna.
Nýja stjórnin var síðan kynnt og mynduð.
Fundi slitið kl 20:30
Ritari JÓNÍNA BALDURSDÓTTIR·26. MAÍ 2016

24.5.16

Með dellu fyrir kaffireiserum


Ólafur Róbert Magnússon, eða Óli Bruni eins og margir kalla hann, hefur gert upp ófá hjólin í gegnum tíðina. Hann hefur sérstakt dálæti á breskum kaffireiserum. Í dag á hann átta hjól ásamt konu sinni en saman ferðast þau á mótorhjólum bæði innan lands og utan.


Mótorhjóladellan hefur fylgt Óla frá tólf ára aldri. „Þá sátum við Haukur Richardsson, besti vinur
minn, yfir mótorhjólablöðum á borð við Cycle World. Við keyptum síðan sína Hondu 50 hvor árið
1966, þá fimmtán ára gamlir, og dellan hefur bara versnað síðan þá,“ segir Óli glettinn.

Yfir 40 hjól 

Fljótlega létu þeir félagar sér ekki nægja að hjóla um á hjólunum heldur fóru að fikta, breyta og bæta og þeir hafa ekki hætt því. Áhugamálið var sett á pásu meðan Óli kom upp börnum en dellan hvarf þó aldrei. „Frá árinu 1987 má segja að ég hafi alltaf haft einhver hjól að gera upp,“ segir Óli sem hefur átt yfir fjörutíu hjól í heildina.

11.5.16

Á þriðja þúsund gestir á bíla- og mótorhjólasýningu

Fornbílafjelag Borgarfjarðar og Bifhjólafjélagið Raftarnir héldu sameiginlega stórsýningu í Brákarey á laugardaginn. Þetta er í þriðja skipti sem félögin sameinast um sýningarhaldið, en fimmtán ár eru síðan Raftar héldu fyrstu sýningu sína í Borgarnesi, en eitt ár féll úr á þeim tíma þannig að sýningar þeirra eru nú orðnar fjórtán. Fornbílafjelagið er yngri félagsskapur og á sér því ekki eins langa sögu, en er engu að síður fjölmennur og sífellt vaxandi hópur áhugafólks um eldri bíla. Frítt var á sýninguna og kunnu gestir og gangandi vel að meta það.







Að sögn Höllu Magnúsdóttur formanns Raftanna gekk sýningarhaldið og dagurinn í það heila tekið eins vel og kostur var. Ræst hafi úr veðrinu þegar líða tók á morguninn, tekið hafi að lygna á veginum við Hafnarfjall, en hvassviðri er afar óæskilur fylgifiskur svona sýningarhalds.
 

Halla áætlar að á þriðja þúsund gestir hafi mætt á svæðið. „Það gekk vel og allir sem ég hef rætt við voru ánægðir. Fjölmargir gestaklúbbar komu með hjól og bíla, sem og einstaklingar sem sýndu ökutæki sín. Auk þess kynntu umboðs- og söluaðilar ýmsar vörur og Golfklúbbur Borgarness og Skotfélag Vesturlands starfsemi sína, en þessi félög hafa bæði æfingaaðstöðu í gamla sláturhúsinu eins og við og Fornbílafjelagið. Svo um kvöldið þegar gestir voru farnir grilluðum félagsmenn í báðum félögunum saman í nýju félagsaðstöðu okkar Raftanna.
Dagurinn var því góður og við erum alsæl,“ segir Halla. Sömu sögu höfðu félagar í Fornbílafjélaginu að segja sem blaðamaður ræddi við. Létt var yfir mannskapnum og ánægja með hversu margir gestir lögðu leið sína í Brákarey á laugardaginn.
 
Blaðamaður kýs að láta myndirnar tala sínu máli. Hann er ekki nægjanlega vel að sér í bílategundum og árgerðum til að leggja út í þá vegferð að gefa öllum farartækjum á sýningunni nöfn og kennitölur þannig að hnökralaust yrði.

Skessuhorn
11.05.2016

https://skessuhorn.is/

2.5.16

Mótorhjól á belti og með skíði


Í lok vetrar kynnti mótorhjóla­verslunin Nitro Trax beltabúnað fyrir mótorhjól, boðið var upp á prufuakstur í Bláfjöllum.

Trax beltabúnaðurinn var settur á Beta 450 cc. mótorhjól frá Nitro, hjólið er um 50 hestöfl og var að skila ágætlega krafti í beltið þrátt fyrir verstu aðstæður sem mögulegar eru fyrir akstur á snjó (blautur krapasnjór sem var verulega þungur). Ég tók lítinn hring á hjólinu og fann strax að það var þungt að hjóla í 1. gír, en strax og sett var í annan gír léttist hjólið og í 3. gír virkaði allt miklu léttara. Maður beygir og hallar hjólinu rétt eins og á venjulegu mótorhjóli (bara gaman, gaman). Fyrir mér er svona búnaður spennandi aukahlutur á mótorhjólið, en bíð spenntur eftir að fá að prófa þennan búnað á nýjum frosnum snjó. Verðið á beltabúnaðinum með skíði og öllum festingum er rúm 1.100 þúsund, en Trax beltabúnað má setja á torfærumótorhjól sem eru frá 350 cc. fjórgengis og tvígengishjól sem eru stærri en 200 cc.

Hjörtur L. Jónsson
https://www.bbl.is/
02. MAÍ 2016

7.3.16

Tveir Íslendingar í forvali


Tveir Íslend­ing­ar munu seinna í þess­um mánuði taka þátt í for­vali fyr­ir drauma­ferð hvers mótor­hjóla­manns eða -konu um eyj­una Madag­ascar úti fyr­ir strönd­um Afr­íku.



Toura­tech er stærsti fram­leiðandi auka­hluta fyr­ir ferðahjól í heim­in­um í dag og sem kynn­ingu á fyr­ir­tæk­inu var ákveðið að setja upp ferð með góðgerðar­mál og ferðamennsku á stefnu­skránni. Ferðin verður far­in í apríl á Toura­tech út­bún­um ferðahjól­um af ýms­um gerðum um eyj­una Madag­ascar og tek­ur tíu daga.
200 um­sækj­end­ur

Tveir starfs­menn Toura­tech stjórna ferðinni og buðu öll­um sem vildu að sækja um sex laus sæti. Alls sóttu 200 manns um og voru tveir aðilar vald­ir frá hverri heims­álfu fyr­ir sig. Það merki­lega gerðist að báðir full­trú­ar Evr­ópu eru frá Íslandi, en það eru þau Guðmund­ur Björns­son lækn­ir og Inga Birna Erl­ings­dótt­ir lög­reglu­kona. Bæði eru mjög virk í akstri ferðahjóla en Inga Birna komst meðal ann­ars í úr­slit GS Trop­hy In­ternati­onal-mótor­hjóla­keppn­inn­ar í fyrra, eins og fjallað hef­ur verið um hér á síðum Morg­un­blaðsins. Ljóst er að annað þeirra mun kom­ast í drauma­ferðina en hvort þeirra það verður kem­ur í ljós eft­ir fund með skipu­leggj­end­um ferðar­inn­ar í lok fe­brú­ar í Þýskalandi. Morg­un­blaðið mun að sjálf­sögðu fylgj­ast með og segja frá æv­in­týr­inu þegar fram vind­ur. njall@mbl.is


https://www.mbl.is/bill/frettir/2016/03/07/tveir_islendingar_i_forvali/

26.2.16

Mótohjólafólk fái föt


Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, hafa gefið út lista yfir 10 helstu baráttumál bifhjólafólks á Íslandi og birt á heimasíðu sinni, www.sniglar.is.

Sniglar krefjist þess að aldursmörk á bifhjól verði lækkuð, að bifhjólafólk fái að nota strætóreinar og að notuð verði bifhjólavænni vegrið.

“Við viljum brýna aðeins stálið og setja fram þessi helstu baráttumál okkar,” sagði Hrönn Bjargar, formaður Snigla í samtali við bifhjol.is.

Fleira vekur athygli í kröfum sniglanna. Í ljósi þess að miklu varði að mótorhjólafólk sé klætt í góða hlífðarbúninga á vegum úti sé réttlætismál að vörugöld á fatnaði þeirra verðir felld niður.

Þannig lítur óskalisti Sniglanna út:
  1. Aldurstakmörk á A-próf verði lækkað í 19 ára, A2 próf í 17 ára og A1 próf í 16 ára, auk þess að reglugerð verði sett á gangstéttarvespur.
  2. Bannað verði að nota kubbahindranir í götum með meira en 30 km hámarkshraða.
  3. Fá sérstök bifhjólastæði í miðbæjum helstu þéttbýlisstaða.
  4. Vegrið séu bifhjólavæn og sérstakar undirakstursvarnir settar þar sem við á.
  5. Leyfa bifhjólum að nota strætóreinar til að auka sýnileika.
  6. Bifhjól verði flokkuð sem græn ökutæki og fái ívilnun á vörugjöldum og bílastæðum.
  7. Gerð verði sérstök kennslusvæði sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í bifhjólaprófum.
  8. Öryggisfatnaður bifhjólafólks fái niðurfellingu á vörugjöldum.
  9. Skoðanir á bifhjól og skoðunarreglugerðir séu endurskoðaðar.
  10. Tekið sé tillit til þarfa bifhjólafólks við lagasetningar og að þær séu gerðar í samráði við bifhjólafólk.
Björn Þorláksson skrifar
26. febrúar 2016