26.2.16

Mótohjólafólk fái föt


Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, hafa gefið út lista yfir 10 helstu baráttumál bifhjólafólks á Íslandi og birt á heimasíðu sinni, www.sniglar.is.

Sniglar krefjist þess að aldursmörk á bifhjól verði lækkuð, að bifhjólafólk fái að nota strætóreinar og að notuð verði bifhjólavænni vegrið.

“Við viljum brýna aðeins stálið og setja fram þessi helstu baráttumál okkar,” sagði Hrönn Bjargar, formaður Snigla í samtali við bifhjol.is.

Fleira vekur athygli í kröfum sniglanna. Í ljósi þess að miklu varði að mótorhjólafólk sé klætt í góða hlífðarbúninga á vegum úti sé réttlætismál að vörugöld á fatnaði þeirra verðir felld niður.

Þannig lítur óskalisti Sniglanna út:
  1. Aldurstakmörk á A-próf verði lækkað í 19 ára, A2 próf í 17 ára og A1 próf í 16 ára, auk þess að reglugerð verði sett á gangstéttarvespur.
  2. Bannað verði að nota kubbahindranir í götum með meira en 30 km hámarkshraða.
  3. Fá sérstök bifhjólastæði í miðbæjum helstu þéttbýlisstaða.
  4. Vegrið séu bifhjólavæn og sérstakar undirakstursvarnir settar þar sem við á.
  5. Leyfa bifhjólum að nota strætóreinar til að auka sýnileika.
  6. Bifhjól verði flokkuð sem græn ökutæki og fái ívilnun á vörugjöldum og bílastæðum.
  7. Gerð verði sérstök kennslusvæði sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í bifhjólaprófum.
  8. Öryggisfatnaður bifhjólafólks fái niðurfellingu á vörugjöldum.
  9. Skoðanir á bifhjól og skoðunarreglugerðir séu endurskoðaðar.
  10. Tekið sé tillit til þarfa bifhjólafólks við lagasetningar og að þær séu gerðar í samráði við bifhjólafólk.
Björn Þorláksson skrifar
26. febrúar 2016