Fundur hófst kl 19:30. 37 manns voru á fundinum.
1. Fundarstjóri var kosinn Páll Baldvin Guðmundsson og ritari Jónína Baldursdóttir.
1. Fundarstjóri var kosinn Páll Baldvin Guðmundsson og ritari Jónína Baldursdóttir.
2. Formaður, Óðinn Björnsson, fór yfir síðasta ár og þakkaði öllum fyrir samveru og samstarf.
Gizzur fór stuttlega yfir starf ferðanefndar og leggur fram ferðaplan fyrir sumarið 2016 sem inniheldur einnig 2 óvissuferðir.
3. Stjórn lagði fram endurskoðaða reikninga og gjaldkeri fór yfir tölur og gerði grein fyrir að einungis hafi náðst að fá undirskrift Bjarkar Sigurgeirsdóttur, þar sem Svandís Steingrímsdóttir var erlendis þegar reikningar voru klárir. Handbært fé félagsins var um áramót kr 539.597- Björk kom með ábendingu um að reikningar væru ekki nægilega aðgengilegir, að vantaði nánari upplýsingar um hvað væri hvað og raða betur í möppu. Stjórn lofar að bæta þetta og mun fá Svandísi til að skoða þegar hún kemur heim.4. Kosið var í stjórn Tíunnar og voru að þessu sinni 7 framboð.
5. Hjónakornin Oliver og Anna Guðný buðu sig fram til að telja atkvæði í hléi.
6. Tían bauð upp á snittur og drykki í hléi og var fólk almennt ánægt með veitingarnar.
Niðurstöður úr kosningu urðu svohljóðandi: Páll B Guðmundsson 31 atkvæði, Hrefna Björnsdóttir 26 atkvæði, Sigríður Dagný 21 atkvæði, Jokka 20 atkvæði, Geirdís Hanna 10 atkvæði, Halldóra Vilhjálms 13 atkvæði, Þóra Kristín 3 atkvæði. Það kom í ljós daginn eftir, að Þóra Kristín Hafdal hafði dregið framboð sitt til baka samdægurs og fór það framhjá stjórninni. Hennar nafn var því með í kosningu en þar sem hún fékk einungis 3 atkvæði breytir það ekki niðurstöðum kosninga.
Nýja stjórn skipa núna: Jónína Baldursdóttir, Sigurvin Samúelsson, Súsanna Kristinsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Páll B Guðmundsson, Jóhanna G Birnudóttir og Sigríður Dagný Þrastardóttir.
7. Kosið var í ferðanefnd. Fólk var ekki viljugt en 2 voru fengin til að taka hana að sér. Það eru þau Birgir Eiríksson og Jutta Solufari Knur. Gizzur bauðst til að vera þeim innan handar og hjálpa þeim að koma óvissuferðum í framkvæmd.
8. Björk Sigurgeirsdóttir bauð sig fram sem skoðunarmann reikninga áfram og ætlar stjórn að tala við Svandísi líka þegar hún kemur heim. Einnig kom fram hugmynd að tala við Kristínu Helgadóttur um það.
9. Önnur mál. Kosið var um að fundir í sumar yrðu færðir yfir á þriðjudagskvöld og mæting kl 19:30 við Mótorhjólasafnið. Fyrsti fundur næsta þriðjudag 24.maí og vikulega eftir það.
Rætt um leiðir til að ná betur til félagsmanna, athuga sms sendingar, vera sýnilegri á Facebook og leita meira til félaga við undirbúning og vinnu á viðburðum.
Virkja mannskapinn betur í vinnu á safninu, og stjórn safnsins sjái til þess að verkstjórn sé þar fyrir þá sem vilja koma inn og vinna.
Nýja stjórnin var síðan kynnt og mynduð.
Fundi slitið kl 20:30
Gizzur fór stuttlega yfir starf ferðanefndar og leggur fram ferðaplan fyrir sumarið 2016 sem inniheldur einnig 2 óvissuferðir.
3. Stjórn lagði fram endurskoðaða reikninga og gjaldkeri fór yfir tölur og gerði grein fyrir að einungis hafi náðst að fá undirskrift Bjarkar Sigurgeirsdóttur, þar sem Svandís Steingrímsdóttir var erlendis þegar reikningar voru klárir. Handbært fé félagsins var um áramót kr 539.597- Björk kom með ábendingu um að reikningar væru ekki nægilega aðgengilegir, að vantaði nánari upplýsingar um hvað væri hvað og raða betur í möppu. Stjórn lofar að bæta þetta og mun fá Svandísi til að skoða þegar hún kemur heim.4. Kosið var í stjórn Tíunnar og voru að þessu sinni 7 framboð.
5. Hjónakornin Oliver og Anna Guðný buðu sig fram til að telja atkvæði í hléi.
6. Tían bauð upp á snittur og drykki í hléi og var fólk almennt ánægt með veitingarnar.
Niðurstöður úr kosningu urðu svohljóðandi: Páll B Guðmundsson 31 atkvæði, Hrefna Björnsdóttir 26 atkvæði, Sigríður Dagný 21 atkvæði, Jokka 20 atkvæði, Geirdís Hanna 10 atkvæði, Halldóra Vilhjálms 13 atkvæði, Þóra Kristín 3 atkvæði. Það kom í ljós daginn eftir, að Þóra Kristín Hafdal hafði dregið framboð sitt til baka samdægurs og fór það framhjá stjórninni. Hennar nafn var því með í kosningu en þar sem hún fékk einungis 3 atkvæði breytir það ekki niðurstöðum kosninga.
Nýja stjórn skipa núna: Jónína Baldursdóttir, Sigurvin Samúelsson, Súsanna Kristinsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Páll B Guðmundsson, Jóhanna G Birnudóttir og Sigríður Dagný Þrastardóttir.
7. Kosið var í ferðanefnd. Fólk var ekki viljugt en 2 voru fengin til að taka hana að sér. Það eru þau Birgir Eiríksson og Jutta Solufari Knur. Gizzur bauðst til að vera þeim innan handar og hjálpa þeim að koma óvissuferðum í framkvæmd.
8. Björk Sigurgeirsdóttir bauð sig fram sem skoðunarmann reikninga áfram og ætlar stjórn að tala við Svandísi líka þegar hún kemur heim. Einnig kom fram hugmynd að tala við Kristínu Helgadóttur um það.
9. Önnur mál. Kosið var um að fundir í sumar yrðu færðir yfir á þriðjudagskvöld og mæting kl 19:30 við Mótorhjólasafnið. Fyrsti fundur næsta þriðjudag 24.maí og vikulega eftir það.
Rætt um leiðir til að ná betur til félagsmanna, athuga sms sendingar, vera sýnilegri á Facebook og leita meira til félaga við undirbúning og vinnu á viðburðum.
Virkja mannskapinn betur í vinnu á safninu, og stjórn safnsins sjái til þess að verkstjórn sé þar fyrir þá sem vilja koma inn og vinna.
Nýja stjórnin var síðan kynnt og mynduð.
Fundi slitið kl 20:30
Ritari JÓNÍNA BALDURSDÓTTIR·26. MAÍ 2016