2.5.16

Mótorhjól á belti og með skíði


Í lok vetrar kynnti mótorhjóla­verslunin Nitro Trax beltabúnað fyrir mótorhjól, boðið var upp á prufuakstur í Bláfjöllum.

Trax beltabúnaðurinn var settur á Beta 450 cc. mótorhjól frá Nitro, hjólið er um 50 hestöfl og var að skila ágætlega krafti í beltið þrátt fyrir verstu aðstæður sem mögulegar eru fyrir akstur á snjó (blautur krapasnjór sem var verulega þungur). Ég tók lítinn hring á hjólinu og fann strax að það var þungt að hjóla í 1. gír, en strax og sett var í annan gír léttist hjólið og í 3. gír virkaði allt miklu léttara. Maður beygir og hallar hjólinu rétt eins og á venjulegu mótorhjóli (bara gaman, gaman). Fyrir mér er svona búnaður spennandi aukahlutur á mótorhjólið, en bíð spenntur eftir að fá að prófa þennan búnað á nýjum frosnum snjó. Verðið á beltabúnaðinum með skíði og öllum festingum er rúm 1.100 þúsund, en Trax beltabúnað má setja á torfærumótorhjól sem eru frá 350 cc. fjórgengis og tvígengishjól sem eru stærri en 200 cc.
Hjörtur L. Jónsson
02. MAÍ 2016