12.6.91

Þetta er fjölskyldufarartæki


- segir Gunnar Möller 

Þetta er enginn forngripur eins og margir halda, heldur er þetta árgerð 1989,“ segir Gunnar Möller, en hann ekur um götur Akureyrar á farartæki sem mörgum þykir nokkuð skondið.

 Um er að ræða tveggja sæta mótorhjól með hliðarkörfu þannig að þrír geta verið á ferðinni í einu. Víst er farartækið nokkuð „fomaldarlegt" og minnir á farartæki sem hermenn óku á í heimsstyrjöldinni síðari. 

„Þetta er í rauninni BMW hjól en rússamir munu víst hafa komist yfir verksmiðjurnar sem framleiddu það í stríðinu,“ segir Gunnar. 

Farartækið heitir DNEPR og mun eitt annað slíkt vera til hér á landi, og Gunnar sagðist halda að það væri hluti af innréttingu á skemmtistanum Berlín í Reykjavík. 

„Ég keypti þetta í hittifyrra, lét bíl upp í en kaupverðið var 200 þúsund krónur og þar sem ég á ekki bíl þá er þetta fjölskyldufarartækið fyrir mig, konuna mína og barnið okkar.
Jú, ég neita því ekki að hjólið vekur nokkra athygli enda óvenjulegt."

 Gunnar segir að uppgefinn hámarkshraði hjólsins sé 70 km en hann hafi þó komið því aðeins hraðar niður í móti. „Þetta er hinsvegar ekki hentugt farartæki til ferðalaga fyrir það hversu kraftlítið það er og svo er auðvitað ekkert pláss fyrir farangur." 


Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: 


4.4.91

Snigill sem ræktar sköpunargleði Austfirðinga


Rætt við Skúla Gautason Sniglameistara um lífið og tilveruna, sambandið við Dóru Wonder og gildi þess að eiga mótorhjól .

Hann er jafnvel þekktur sem leikari og tónlistarmaður en hann er í síðara hlutverkinu þegar við hittum hann að máli á skemmtistaðnum Tveim vinum um páskana. Sniglabandið treður upp með sína skemmtilegu blöndu af lummó rokkslögurum og Halló Akureyri en gestir eru ansi mislitur hópur. Þarna má sjá sum af bestu leðursettum borgarinnar, glaseyga framhaldsskólanema, tvær gellur með hárið í heysátu, einhverja með heysátu í heila stað og númer þrettán.
En sá sem við viljum ræða við er Skúli Gautason gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar.  

Skúli hefur meir en nóg að gera í leiklistinni, var leikstjóri í uppsetningu Flensborgarskólans á leikritinu Keiluspili eftir Sjón, kom fram í páskaleikriti sjónvarpsins sem Palli á Bala og er á leið austur á firði á vegum menntamálaráðuneytisins til að efla sköpunargleði grunnskólanema þar. Sniglabandið er þó fastur liður í tilverunni en þar hefur hann verið með limur frá upphafi. Hljómsveitin er menningarapparat Sniglanna en Skúli er einn af upphafsmönnum þeirra samtaka og telst félagi númer sex.
„Upphaf Sniglanna má rekja til þess að árið 1983 báðu forsvarsmenn útihátíðarinnar Við krefjumst framtíðar mig og Þormar vin minn að safna saman hóp mótorhjólagaura til að taka þátt í hátíðinni. Við gerðum það og vakti sú uppákoma mikla athygli. í framhaldi af því var farið að huga að stofnun félagsskapar okkar og stofnfundur síðan haldinn 1. apríl 1984," segir Skúli. „Sjálft Sniglabandið var stofnað síðar en hljómsveitin á bráðum fimm ára starfsafmæli."

HREÐJAGLÍMA OG LÚDMILLA 

Sniglarnir hafa töluverð samskipti sín í millum og hittast reglulega einu sinni í viku. Þar að auki er árshátíð haldin og hið árlega landsmót, yfirleitt í Húnaveri á sumrin. Á landsmótinu er keppt í ýmsum íþróttagreinum sem þættu undarlegar í ungmennafélagageiranum. Sjálfur mun Skúli Sniglameistari í Zippomundun en auk þess má nefna keppnisgreinar á borð við hreðjaglímu og lúdmillu. Skúli útskýrir þetta.
„Hreðjaglíma fer þannig fram að keppendur eru í fullum leðurskrúða með hanska og lokaðan hjálm og er bannað að hjálmurinn sé með móðufríu gleri," segir Skúli. „Síðan er glímt innan ákveðins hrings og tapar sá sem stígur úr hringnum eða lætur andstæðinginn ná taki á ónefndum stað. Ef hvorugt gerist metur dómnefnd hvor glímir betur. Á síðasta landsmóti þótti ein athyglisverðasta glíman sú er Þormar glímdi við sjálfan sig og var einróma úrskurðaður sigurvegari þeirrar viðureignar.

Lúdmilla er hefðbundnari keppnisgrein og fer þannig fram að keppendur eiga að láta dekk af mótorhjóli rúlla ákeðna vegalengd án þess að nota til þess hendurnar."

NÚNA Á BMW-HJÓLI 

Í máli Skúla kemur fram að hann hefur átt mótorhjól allt frá því hann var pottormur. Í dag á hann BMW hjól. Er hann ræðir um ástæður þess að vera með þetta tómstundagaman kemur fram að hann telur ákveðið frelsi fólgið í því að þeysa um á öflugu hjóli.
„Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu en hugtakið frelsi kemst þar næst," segir Skúli. „Eini ókosturinn við þetta hobbý er að erfitt er að stunda það á vetrum hérlendis þó svo veturinn í ár hafi verið undantekning."
Er ekki skilyrði að eiga hjól til að geta verið í Sniglabandinu?
„Tja tveir okkar eiga ekki hjól núna en það stendur víst til bóta." 

Talandi um Sniglabandið, er ekki rétt að plata sé á leiðinni frá ykkur?

„Ja, geisladiskur. Þetta eru lög sem við tókum upp á tónleikum á Gauki á Stöng nýlega og verða gefin út á disk í sumar. Þarna eru gömul og ný lög frá okkur, íslenskir slagarar eins og Halló Akureyri í okkar útgáfu og nýstárleg útgáfa af laginu Wild Thing svo dæmi séu tekin. Annars er það helst að frétta af hljómsveitinni að hún fer líklega til Jamaíka i vor."
Jamaíka?
,,Já það er soldið skondið mál. Það munu víst hafa verið hérlendis í vetur einhverjir ferðamálafrömuðir frá eyjunni á vegum Flugleiða að kynna staðinn sem ferðamannastað. Þeir heyrðu okkur á tónleikum og urðu svo hrifnir að þeir buðu okkur út í vor. Ef af verður förum við væntanlega í maí."
En hvernig gengur að samræma tónlistina og leiklistina?  
„Bara furðanlega vel. Ég hef ekki efni á að stunda bara annað hvort en í báðum er um óreglulegan vinnutíma að ræða og bæði eru skapandi störf þannig að þau falla vel hvort að öðru í mínu tilfelli." 

ÓLÍKUR TÓNLISTARSMEKKUR

Skúli býr nú með Halldóru Geirharðsdóttur auknefnd Dóra Wonder í hljómsveitinni Risaeðlunni og eiga þau eina dóttur. Skúli segir að tónlistarsmekkur þeirra hjónaleysa sé afar ólíkur en hann hafi ekki undan neinu að kvarta í sambúðinni.
„Það er til mikilla bóta að við erum bæði í poppinu og skiljum þannig starf hvors annars," segir Skúli. „Það eru ekki allar konur sem hafa skilning á því að maður þurfi að vera í vinnunni fram til klukkan þrjú-fjögur á næturnar og öfugt. Við höfum hinsvegar ólíkan tónlistarsmekk og hlustum merkilega lítið á tónlist hvors annars. En ég hef mjög gaman af að fara á tónleika með Risaeðlunni."
Skúli ræðir einnig um að oft geti verið erfitt fyrir hann að losna úr þeim hlutverkum sem hann leikur utan sviðsins. „Ég held ég hafi eyðilagt tvær sambúðir á þennan hátt, það er að vera áfram í rullunni minni eftir að heim var komið, en þetta hefur batnað með árunum." 

Á LEIÐ AUSTUR Á FIRÐI

Aðspurður um hvað sé framundan hjá sér segir Skúli að hann sé nú á leið austur á firði og verður þar næstu tvær vikurnar. Hér sé um verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins að ræða og ætlunin að auka sköpunargleði hjá grunnskólanemum þar í sveit. Með honum í þessa ferð fer Guðbergur Auðunsson.
„Hér er um tilraunaverkefni að ræða á vegum ráðuneytisins og förum við tveir í þrjá skóla fyrir austan," segir Skúli. „Markmið þessa verkefnis er að virkja sköpunargleði nemendanna á allan hugsanlegan máta í tónlist, leiklist, myndlist og svo framvegis. Mér skilst að undanfari þessa verkefnis sé umræða sem verið hefur í gangi um að börn eigi í erfiðleikum með að tjá sig og kunni ekki nægilega vel að nýta sér sköpunargáfu sína. Því fer þetta verkefni af stað sem tilraun en ef vel tekst til er ætlunin að framhald verði á þessu víðar um landið."

Hitinn og svitinn á Tveimur vinum er kominn vel yfir frostmarkið þegar Sniglabandið kemur aftur á sviðið að loknu síðara hléi sínu um kvöldið. Skúli fitlar við gítarstrengina er hljómsveitin rennir sér í útgáfu sína af laginu Wild Thing við ómælda ánægju leðursettanna sem fjölmennt hafa á staðinn. Heysáturnar eru enn á sveimi enda „fjörið rétt að byrja," eins og ein þeirra öskrar yfir næsta borð.    

     Pressan 

4. apríl 1991

10.1.91

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.

29.11.90

AKSTURSIÞROTTIR Meistarar allra flokka heiðraðir


Sautján ökukappar yoru heiðraðir þegar Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga afhenti íslandsmeistaratitla fyrirkeppnistímabilið í ár. Fór afhendingin fram í húsnæði félaganna að Bíldshöfða í Reykjavík. „

Það hefur aldrei verið jafn öflug starfsemi hjá klúbbunum og í ár, tæplega 3.000 manns eru skráðir í

20 akstursklúbba og 340 þeirra fengu sér keppnisskírteini í sumar," sagði Olafur Guðmundsson

formaður LÍA í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti við að mótin á næsta ári yrðu enn umfangsmeiri og auk þess ynni hópur aðþví að koma á laggimar „rallíkross"-keppni.

Titlarnir voru átján talsins, en tveir þeirra fóru til sama manns, Ólafs Péturssonar, sem ók spyrnugrind til sigurs bæði í kvartmíluog sandspyrnu.

Páll Sigurjónssonsigraði í „brackef'-flokki kvartmílunnar, en Gunnar Gunnarsson fyrir 13.90 flokkinn.

Jeppaflokkinn vann VilhjálmurRagnarsson og Sigurbjörn Ragnarsson vann í flokki sérsmíðaðra fólksbfla á Pinto.



Bestir á mótorhjólum í kvartmílunni voru Karl Gunnlaugsson og Hlöðver Gunnarsson á Suzuki, en Jón Björn Björnsson varð meistari í sandspyrnu á Suzuki mótorhjóli.

Í mótorkross varð Ragnar Ingi Stefánsson áYamaha öruggur sigurvegari

Torfæra
Árni Kópsson sigraði í flokki sérútbúinnajeppa í torfæru.
Standarflokkinní torfæru vann Stefán Gunnarsson á Jeep.

Rall

Feðgarnir Rúnar Jónsson

og Jón Ragnarsson urðu meistararí rallakstri á Mözdu 323.

Skipuleggjendur akstursmótakomu saman nýverið og dagsettu

alls 52 mót af ýmsu tagi. Þá er nú tími vélsleðamann að hefjast,

en þrjú mót eru á dagskrá, eitt við Mývatn og tvö við Skíðaskálann í Hveradölum.



3.9.90

Bifhjól á ekki að banna

 Atli Már Jóhannsson skrifar: Með þessu bréfi langar mig að svara Brynjólfi Jónssyni hagfræðingi sem skrifaði hreint ótrúlega vanhugsaða og óraunhæfa grein í DV fyrir skömmu og fjallaði um bann við notkun bifhjóla á íslandi. Ég vill byrja á, Brynjólfi til glöggvunar, að skilgreina nokkrar tegundir bifhjóla:
Fyrst má nefna MOTO CROSS-hjól, en það eru óskráð torfæruhjól sem einungis má nota á lokuðum svæðum. - Þá má nefna ENDURO-hjól, torfæruhjól, skráð til aksturs á götum og vegum. - Og að lokum eru það hin svokölluðu GÖTUHJÓL sem geta yfirleitt náð miklum hraða, eru skráð til aksturs á götum og vegum en henta yfirleitt ekki til torfæruaksturs.

Sjálfur hef ég ekið um á bifhjólum í nokkur ár en varð þó nokkuð undrandi á þröngsýni Brynjólfs í skrifum hans. Ég hélt sannarlega að íslenskur almenningur væri betur upplýstur en raun bar vitni. - Það er t.d. ótrúlegt hve fá bifbjólaslys verða hér þrátt fyrir tillitsleysi ökumanna bireiða gagnvart bifhjólum. Víst hafa orðið ljót bifhjólaslys en sú staðreynd higgur engu að síður fyrir að í yfir 90% tilvika, þar sem slys hafa orðið í árekstri bireiða og bihjóla, hefur bifhjólið verið í „rétti". - Aðeins einu sinni hef ég heyrt um að tvö bifhjól rekist á. Ætti þá ekki frekar að banna allar bifreiðar á íslandi? Ef allir bílar yrðu bannaðir væru bílslys úr sögunni og bifhjólaslysum myndi snarfækka, ef ekki hverfa að fullu. - Brynjólfur segir að slysatíðni bifhjóla á íslandi sé „gríðarlega há". Þetta er alrangt, slysatíðni bifhjóla á íslandi er ein sú lægsta í heiminum. Hann ræðir beltanotkun á bifhjólum og segir það hjákátlegt að skylda ökumenn bifreiða til að nota þau en ekki ökumenn bifhjóla. Þá fyrst yrðu ökumenn bifhjóla í vandræðum ef beltanotkun yrði lögleidd. Það er ekkert minna en bráður bani búinn þeim sem er fastur í belti á bifhjói er slys ber að höndum. Svo einfalt er það.

Að halda því fram að banna eigi notkun bihjóla á íslandi er ekki einungis órökrétt heldur einnig brot á rétti allra einstakhnga í þjóðfélaginu. Það er mun brýnna að fólk skilji að bifhjól er 250 kg farartæki sem ber lifandi mannveru. - Einnig að bifhjól hafa sama rétt og bifreiðar hvað varðar umferð og tillitssemi.

DV
3.9.1990

Mótorhjól hentug farartæki


Gunnar Þór Jónsson skrifar: 

Eftir að hafa lesið kassalaga grein Brynjóifs Jónssonar í DV þ. 20. ágúst sl. er vart hægt að láta eins og um hvert annað lesendabréf sé aðræða. B.J. vill láta banna mótorhjól og nefnir til þess misgóðar ástæður máli sínu tilstuðnings, t.d. að ökumenn hafi ekkert sér til hlífðar nema hjálm. Það er þó rangt. Flestir bifhjólamenn klæðast þar til gerðum leðurfatnaði sem hlífir þeim fyrir höggum og skrámum séu þeir svo óheppnir að lenda í umferðarslysi.

Hann nefnir öryggisbelti bifreiða. Það er hins vegar bifhjólamanni öryggisatriði að losna  sem lengst frá hjólinú ef fyrirsjáanlegt er að ekki verður komist  hjá árekstri. B,J. telur ástæður bifhjólaslysa vera tillitleysi annarra ökumanna en það leiðir hugann að því hvort vandans sé þá ekki að leita annars staðar en hjá bifhjólafólki. Þar sém B.J. er hagfræðingur finnast mér líkur benda til að hvati til skrifa hans sé hagfræðilegs eðlis,svo sem kostnaður þjóðarbúsins vegna bifhjólaslysa

Ef það veldur honum áhyggjum sérstaklega má benda á útgjaldalið sem er mun hærri í hirtu íslenska tryggingakerfi en það eru bótagreiðslur til slasaðra íþróttamanna.  Eigum við þá að banna  t.d. hættulegustu greinar íþrótta ,  fótbolta, lyftingar,fimleika og aðrar með háa slysatíðni? Engum dytt í það í hug. - Mótorhjól eru þó ekki leikföng heildur farartæki, og það mjög hentug farartæki sem komtast betur og fyrr á áfangastað en bifreíðar.

Akstur bifhjóla er sumum lífstíll,  ekki ósvipað laxveiðum, fjallaferðum, jafnvel sauðfjárrækt, sem er þjóðhagslega óhagkvæm eða landbúnaðurinn allur.  En enginn vill banna þetta allt.  Fjllaferðir taka árlega sinn toll mannslífa. Enginn vill banna jeppa. - Nei, járntjaldið er fallið, við skulum ekki banna það sem ekki fellur að fjöldanum öllum heldur taka frekar höndum saman og bæta íslenska umferðarmenningu svo allir geti vel við unað. 

DV 
3.9.1990 


20.8.90

Á að banna notkun bifhjóla?


Lesandi góður. Það er kunnara en frá þurfi að segja að umferðin á íslandi er sá þáttur þjóðlífsins sem krefst árlega mestra mannfórna. Umferðin tekur líka mikinn toll í slysum, stórum og smáum, hjá okkur íslendingum. Átakanlegt er að horfa upp á það hversu stór hluti af þessum alvarlegu umferðarslysum tengist notkun bifhjóla. Nú nýverið gat að lesa í fjölmiðlum að þýsk hjón hefðu misst stjórn á bifhjóli sínu og ekið út af, ekki urðu alvarleg slys í það skipti. Nokkru áður gat að lesa í fjölmiðlum að ungur maður hefði slasast mikið á bifhjóli við Kerlingarfjöll. Ekki er langt um liðið síðan tveir ungir menn létust í bifhjólaslysi í Ölfusi. Einn lögreglumaður hefur látist á íslandi við skyldustörf, það var fyrir mörgum árum, hann var á bifhjóli og lenti í umferðarslysi. Og þannig má áfram telja.

Bifhjólaslysin

Saga bifhjólsins á íslandi er afskaplega ljót, vegna hinnar gríðarlegu slysatíðni á þeim. Þegar horft er til þess hversu lítið bifhjól eru notuð hér á landi og hinna mörgu og alvarlegu slysa sem af þeim hafa hlotist hlýtur að vakna sú spurning hvernig við skuli bregðast. Verst er þó að hugsa til þess að fórnarlömb bifhjólaslysanna eru langmest ungt fólk.
Flest bifhjólaslys eru hræðileg á að horfa fyrir þá sem eru svo óheppnir að þurfa að verða vitni að slíku, miklu ljótari en bifreiðaslys. Ástæðan er sú að við bifhjólaslys kastast bifhjólamenn iðulega af hjólunum sínum og fljúga langar leiðir í loftinu áður en þeir koma niður, ef þeir eru þá svo heppnir að lenda ekki á einhverju í loftköstunum. Ökumenn bifhjóla og farþegar þeirra eru ekki bundnir við hjólin og kastast af þeim, jafnvel við smávægilega árekstra. Einu öryggistækin, sem eitthvað kveður. að, og hægt er að nota á bifhjólum, eru hjálmar. Það hefur sýnt sig að það er bara ekki nóg. Að verða vitni að ljótu bifhjólaslysi er lífsreynsla fyrir hvern mann sem aldrei gleymist.
Það er hálfhjákátlegt að skylda notkun bílbelta í bifreiðum, en leyfa notkun bifhjóla. Menn sem lenda í slysi á bifhjólum eru alltaf í verulega meiri slysahættu en menn í bifreiðum, þó ekki séu notuð bílbelti.
Aðstæður til bifhjólaaksturs eru sjálfsagt óvíða verri en hér á landi. Veðrátta, myrkur, hálka á vetrum, ástand vega, tillitsleysi bifreiðastjóra og glannaskapur margra bifhjólamanna eru sennilega helstu ástæður hinna tíðu bifhjólaslysa.

Leiktæki fullorðinna

Bifhjólin eru í flestum tilfellum aðeins leiktæki fyrir fullorðna, leiktæki til að leika sér á í umferðinni. Bifhjól eru ákaflega hættuleg leiktæki, sérstaklega þeim sem ferðast á þeim. En í umferðinni á fullorðið fólk bara ekki að leika sér, það er megurinn málsins. Vilji fullorðið fólk leika sér einhvers staðar á bifhjólum á það að gerast á vernduðu æfingasvæði, fjarri annarri umferð, líkt og gert er með kvartmílubifreiðar og torfærubifreiðar.
Bifhjól í nútímaþjóðfélagi þjóna engum nytsamlegum tilgangi. Meira að segja lögreglan gæti vel komist af án þeirra, og löggæslan í landinu yrði ekkert lakari þótt löreglan hætti að nota bifhjól.
Það hefur oft verið haft á orði að saga þyrluflugs á íslandi sé með endemum ljót, en þyrlur eru samt sem áður bráðnaynleg björgunartæki sem hafa bjargað fjölda manns, mun fleiri mannslífum en notkun þeirra hefur kostað. Bifhjólin hafa kostað okkur ófá mannslífin, að ógleymdum öllum þeim sem hafa örkumlast meira eða minna við notkun þeirra, og af þeim er engin ávinningur, hvorki fjárhagslegur né öðruvísi.

Hnefaleikar, byssur og bifhjól 

Við íslendingar sýndum þann manndóm af okkur að banna hnefaleika á íslandi. Það efast enginn um það í dag að slíkt bann hafi ekki verið af hinu góða. Við íslendingar bönnuöum almenna notkun og meðferð skotvopna fyrir um þrjátiu árum. Það efast enginn um það í dag að það bann sé af hinu góða. Ef við íslendingar hefðum bannað notkun bifhjóla í umferðinni af svipuðum ástæðum og við bönnuðum hnefaleika og almenna meðferð skotvopna á sínum tima hefðu mun færri látist i umferðinni á síðastliðnum árum og alvarleg umferðarslys hefðu orðið verulega færri en raun bar vitni. 

Lesandi góður. Einfaldasta, öruggasta og ódýrasta leiðin til að fækka alvarlegum umferðarslysum er að banna notkun bifhjóla í almennri umferð á íslandi. Það ættum við að gera af þeirri einföldu ástæðu að sagan hefur sýnt okkur að þau henta ekki til notkunar hér á landi. 

Brynjólfur Jónsson 
DV 20.08.1990


Tengd frétt   Bifhjól á ekki að banna

Tengd frétt  Mótorhjól hentug farartæki