Sýnir færslur með efnisorðinu 80-90. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu 80-90. Sýna allar færslur

9.8.91

4000 hestöfl í 8 keppnistækjum


 Íslandsmót í kvartmílu:

ÖFLUGASTA mótorhjól landsins og átta sérútbúin kvartmílutæki með 400-850 hestafla vélar verða meðal ökutækja í tveimur kvartmílumótum um helgina, en á laugardaginn fer fram mótorhjólamíla Sniglanna og íslandsmótið í kvartmílu verður á sunnudaginn. Í báðum mótum verður keppt í nokkrum flokkum, en kvartmílan á laugardag er aðeins fyrir mótorhjól.

„Þetta verður líflegasta keppnin í mörg ár, aldrei hafa jafn mörg ökutæki verið í „competition" flokki," sagði Hálfdán Sigurjónsson hjá Kvartmíluklúbbnum um íslandsmótið, en í öflugasta flokknum verða saman komin fjögur þúsund hestöfl í átta keppnistækjum, þar á meðal verða tvær nýjar spyrnugrindur í höndum Páls Sigurjónssonar og Sverris Þórs. í sama flokki verður Ingólfur Arnarson á Camaro með milljón króna vélina, sem hann sló íslandsmet með í sandspyrnu á dögunum. Auk þessara kappa verða fimm ökumenn með 400-500 hestafla bíla í sama flokki, en í flokki götubíla mætir Hrafnkell Marinósson með eitt vandaðasta keppnistæki, sem smíðað hefur verið, 500 hestafla Chevrolet Chevelle. „Ég hef trú á að íslandsmet muni fjúka, ný tæki og aukin keppnisharka mun sjá fyrir því," sagði Hálfdán

Í mótorhjólamílunni verða einnig öflug tæki, mörg hjól með nitro-innspýtingu og það kraftmesta á landinu, 170 hestafla Suzuki Sigurðar Styff, sem tekið hefur verið rækilega í gegn og sérútbúið til kvartmílukeppni. Kraftmestu keppnistækin í kvartmílunni fara brautina á 9-10 sekúndum og ná 240 km hraða á endalínu.

Morgunblaðið 9.8.1991

12.7.91

Úr sjúkrarúmi á sigurbraut

KVARTMILA


Það liðu fáar vikur frá því Karl Gunnlaugsson var rúmliggjandi eftir að hafa slasast illa á fæti í keppni, þar til hann var kominn aftur á mótorhjól og nældi í gullpening í kvartmílu. Hann var meðal keppenda í mótorhjólamílu Sniglanna, tveimur mánuðum eftir að hann slasaðist alvarlega á fæti í sandspyrnukeppni í Ölfusi. Karl lá í fjórar vikur á spítala eftir að hann lenti undir keppnishjóli sínu, þegar hann féll við í spyrnu. Klemmdist hægri löppin mjög illa, ristin brotnaði og á tímabili var Karl ákveðinn í að keppa ekki aftur á mótorhjóli. „Það voru fyrstu viðbrögð, en síðan fór áhuginn að kitla mig aftur. En fæstir áttu von á því að ég færi svona Og mundu nú, ef þú færð ágætiseinkunn í hegðun, hefur pabbi lofað að stela handa þér hjóli. fljótt að keppa, enda hef ég ekki náð mér að fullu. Ég vildi hins vegar losna við skrekkinn, nánustu skyldmenni töldu hins vegar að ég væri ekki alveg í lagi að æða svona fljótt af stað," sagði Karl. „Ég var líka hálfskelkaður þegar ég kom á kvartmílubrautina, með löppina vafða. Ég fór prufuferðir til að sjá hvort ég hefði nægan kjark til að spyrna af hörku og fann að ég hafði fullt vald á hjólinu. Þá var ekki aftur snúið og ég náði góðum tíma í tímatökum," sagði Karl.

Fæstir áttu þó von á að hann stæði uppi sem sigurvegari, en hann vann Októ Þorgrímsson í úrslitum og ók best á 10,98 sekúndum. „Ég ætla að klára sumarið og sjá svo til hvað ég geri, hvort ég keppi áfram í þessu eða einhverju öðru. Það var í raun gott að keppa svona fljótt eftir slysið, það rífur sálina upp og gefur mér sjálfstraust, í stað þess að leggja árar í bát," sagði Karl.
 Motorhjólamílan skiptist í nokkra flokka. Karl vann 750 cc flokkinn, 1100cc flokkinn vann Ellert Alexandersson á Yamaha á tímanum 11,12, Sigurður Styff vann flokk breyttra hjóla á Suzuki og var besti tími hans 9,90 sekúndur. Hlöðver Gunnarsson tryggði sér bikarmeistaratitilinn í 1100 flokki á Suzuki, en þrjú mót Sniglanna gilda til þess titils og hefur Hlöðvar unnið tvö mót. - GR
Morgunblaðið 12.07.1991

29.11.90

AKSTURSIÞROTTIR Meistarar allra flokka heiðraðir


Sautján ökukappar yoru heiðraðir þegar Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga afhenti íslandsmeistaratitla fyrirkeppnistímabilið í ár. Fór afhendingin fram í húsnæði félaganna að Bíldshöfða í Reykjavík. „

Það hefur aldrei verið jafn öflug starfsemi hjá klúbbunum og í ár, tæplega 3.000 manns eru skráðir í

20 akstursklúbba og 340 þeirra fengu sér keppnisskírteini í sumar," sagði Olafur Guðmundsson

formaður LÍA í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti við að mótin á næsta ári yrðu enn umfangsmeiri og auk þess ynni hópur aðþví að koma á laggimar „rallíkross"-keppni.

Titlarnir voru átján talsins, en tveir þeirra fóru til sama manns, Ólafs Péturssonar, sem ók spyrnugrind til sigurs bæði í kvartmíluog sandspyrnu.

Páll Sigurjónssonsigraði í „brackef'-flokki kvartmílunnar, en Gunnar Gunnarsson fyrir 13.90 flokkinn.

Jeppaflokkinn vann VilhjálmurRagnarsson og Sigurbjörn Ragnarsson vann í flokki sérsmíðaðra fólksbfla á Pinto.Bestir á mótorhjólum í kvartmílunni voru Karl Gunnlaugsson og Hlöðver Gunnarsson á Suzuki, en Jón Björn Björnsson varð meistari í sandspyrnu á Suzuki mótorhjóli.

Í mótorkross varð Ragnar Ingi Stefánsson áYamaha öruggur sigurvegari

Torfæra
Árni Kópsson sigraði í flokki sérútbúinnajeppa í torfæru.
Standarflokkinní torfæru vann Stefán Gunnarsson á Jeep.

Rall

Feðgarnir Rúnar Jónsson

og Jón Ragnarsson urðu meistararí rallakstri á Mözdu 323.

Skipuleggjendur akstursmótakomu saman nýverið og dagsettu

alls 52 mót af ýmsu tagi. Þá er nú tími vélsleðamann að hefjast,

en þrjú mót eru á dagskrá, eitt við Mývatn og tvö við Skíðaskálann í Hveradölum.3.9.90

Bifhjól á ekki að banna

 Atli Már Jóhannsson skrifar: Með þessu bréfi langar mig að svara Brynjólfi Jónssyni hagfræðingi sem skrifaði hreint ótrúlega vanhugsaða og óraunhæfa grein í DV fyrir skömmu og fjallaði um bann við notkun bifhjóla á íslandi. Ég vill byrja á, Brynjólfi til glöggvunar, að skilgreina nokkrar tegundir bifhjóla:
Fyrst má nefna MOTO CROSS-hjól, en það eru óskráð torfæruhjól sem einungis má nota á lokuðum svæðum. - Þá má nefna ENDURO-hjól, torfæruhjól, skráð til aksturs á götum og vegum. - Og að lokum eru það hin svokölluðu GÖTUHJÓL sem geta yfirleitt náð miklum hraða, eru skráð til aksturs á götum og vegum en henta yfirleitt ekki til torfæruaksturs.

Sjálfur hef ég ekið um á bifhjólum í nokkur ár en varð þó nokkuð undrandi á þröngsýni Brynjólfs í skrifum hans. Ég hélt sannarlega að íslenskur almenningur væri betur upplýstur en raun bar vitni. - Það er t.d. ótrúlegt hve fá bifbjólaslys verða hér þrátt fyrir tillitsleysi ökumanna bireiða gagnvart bifhjólum. Víst hafa orðið ljót bifhjólaslys en sú staðreynd higgur engu að síður fyrir að í yfir 90% tilvika, þar sem slys hafa orðið í árekstri bireiða og bihjóla, hefur bifhjólið verið í „rétti". - Aðeins einu sinni hef ég heyrt um að tvö bifhjól rekist á. Ætti þá ekki frekar að banna allar bifreiðar á íslandi? Ef allir bílar yrðu bannaðir væru bílslys úr sögunni og bifhjólaslysum myndi snarfækka, ef ekki hverfa að fullu. - Brynjólfur segir að slysatíðni bifhjóla á íslandi sé „gríðarlega há". Þetta er alrangt, slysatíðni bifhjóla á íslandi er ein sú lægsta í heiminum. Hann ræðir beltanotkun á bifhjólum og segir það hjákátlegt að skylda ökumenn bifreiða til að nota þau en ekki ökumenn bifhjóla. Þá fyrst yrðu ökumenn bifhjóla í vandræðum ef beltanotkun yrði lögleidd. Það er ekkert minna en bráður bani búinn þeim sem er fastur í belti á bifhjói er slys ber að höndum. Svo einfalt er það.

Að halda því fram að banna eigi notkun bihjóla á íslandi er ekki einungis órökrétt heldur einnig brot á rétti allra einstakhnga í þjóðfélaginu. Það er mun brýnna að fólk skilji að bifhjól er 250 kg farartæki sem ber lifandi mannveru. - Einnig að bifhjól hafa sama rétt og bifreiðar hvað varðar umferð og tillitssemi.

DV
3.9.1990

20.8.90

Á að banna notkun bifhjóla?


Lesandi góður. Það er kunnara en frá þurfi að segja að umferðin á íslandi er sá þáttur þjóðlífsins sem krefst árlega mestra mannfórna. Umferðin tekur líka mikinn toll í slysum, stórum og smáum, hjá okkur íslendingum. Átakanlegt er að horfa upp á það hversu stór hluti af þessum alvarlegu umferðarslysum tengist notkun bifhjóla. Nú nýverið gat að lesa í fjölmiðlum að þýsk hjón hefðu misst stjórn á bifhjóli sínu og ekið út af, ekki urðu alvarleg slys í það skipti. Nokkru áður gat að lesa í fjölmiðlum að ungur maður hefði slasast mikið á bifhjóli við Kerlingarfjöll. Ekki er langt um liðið síðan tveir ungir menn létust í bifhjólaslysi í Ölfusi. Einn lögreglumaður hefur látist á íslandi við skyldustörf, það var fyrir mörgum árum, hann var á bifhjóli og lenti í umferðarslysi. Og þannig má áfram telja.

Bifhjólaslysin

Saga bifhjólsins á íslandi er afskaplega ljót, vegna hinnar gríðarlegu slysatíðni á þeim. Þegar horft er til þess hversu lítið bifhjól eru notuð hér á landi og hinna mörgu og alvarlegu slysa sem af þeim hafa hlotist hlýtur að vakna sú spurning hvernig við skuli bregðast. Verst er þó að hugsa til þess að fórnarlömb bifhjólaslysanna eru langmest ungt fólk.
Flest bifhjólaslys eru hræðileg á að horfa fyrir þá sem eru svo óheppnir að þurfa að verða vitni að slíku, miklu ljótari en bifreiðaslys. Ástæðan er sú að við bifhjólaslys kastast bifhjólamenn iðulega af hjólunum sínum og fljúga langar leiðir í loftinu áður en þeir koma niður, ef þeir eru þá svo heppnir að lenda ekki á einhverju í loftköstunum. Ökumenn bifhjóla og farþegar þeirra eru ekki bundnir við hjólin og kastast af þeim, jafnvel við smávægilega árekstra. Einu öryggistækin, sem eitthvað kveður. að, og hægt er að nota á bifhjólum, eru hjálmar. Það hefur sýnt sig að það er bara ekki nóg. Að verða vitni að ljótu bifhjólaslysi er lífsreynsla fyrir hvern mann sem aldrei gleymist.
Það er hálfhjákátlegt að skylda notkun bílbelta í bifreiðum, en leyfa notkun bifhjóla. Menn sem lenda í slysi á bifhjólum eru alltaf í verulega meiri slysahættu en menn í bifreiðum, þó ekki séu notuð bílbelti.
Aðstæður til bifhjólaaksturs eru sjálfsagt óvíða verri en hér á landi. Veðrátta, myrkur, hálka á vetrum, ástand vega, tillitsleysi bifreiðastjóra og glannaskapur margra bifhjólamanna eru sennilega helstu ástæður hinna tíðu bifhjólaslysa.

Leiktæki fullorðinna

Bifhjólin eru í flestum tilfellum aðeins leiktæki fyrir fullorðna, leiktæki til að leika sér á í umferðinni. Bifhjól eru ákaflega hættuleg leiktæki, sérstaklega þeim sem ferðast á þeim. En í umferðinni á fullorðið fólk bara ekki að leika sér, það er megurinn málsins. Vilji fullorðið fólk leika sér einhvers staðar á bifhjólum á það að gerast á vernduðu æfingasvæði, fjarri annarri umferð, líkt og gert er með kvartmílubifreiðar og torfærubifreiðar.
Bifhjól í nútímaþjóðfélagi þjóna engum nytsamlegum tilgangi. Meira að segja lögreglan gæti vel komist af án þeirra, og löggæslan í landinu yrði ekkert lakari þótt löreglan hætti að nota bifhjól.
Það hefur oft verið haft á orði að saga þyrluflugs á íslandi sé með endemum ljót, en þyrlur eru samt sem áður bráðnaynleg björgunartæki sem hafa bjargað fjölda manns, mun fleiri mannslífum en notkun þeirra hefur kostað. Bifhjólin hafa kostað okkur ófá mannslífin, að ógleymdum öllum þeim sem hafa örkumlast meira eða minna við notkun þeirra, og af þeim er engin ávinningur, hvorki fjárhagslegur né öðruvísi.

Hnefaleikar, byssur og bifhjól 

Við íslendingar sýndum þann manndóm af okkur að banna hnefaleika á íslandi. Það efast enginn um það í dag að slíkt bann hafi ekki verið af hinu góða. Við íslendingar bönnuöum almenna notkun og meðferð skotvopna fyrir um þrjátiu árum. Það efast enginn um það í dag að það bann sé af hinu góða. Ef við íslendingar hefðum bannað notkun bifhjóla í umferðinni af svipuðum ástæðum og við bönnuðum hnefaleika og almenna meðferð skotvopna á sínum tima hefðu mun færri látist i umferðinni á síðastliðnum árum og alvarleg umferðarslys hefðu orðið verulega færri en raun bar vitni. 

Lesandi góður. Einfaldasta, öruggasta og ódýrasta leiðin til að fækka alvarlegum umferðarslysum er að banna notkun bifhjóla í almennri umferð á íslandi. Það ættum við að gera af þeirri einföldu ástæðu að sagan hefur sýnt okkur að þau henta ekki til notkunar hér á landi. 

Brynjólfur Jónsson 
DV 20.08.1990


Tengd frétt   Bifhjól á ekki að banna

Tengd frétt  Mótorhjól hentug farartæki

12.7.85

Undrasnáðinn Spencer


Hver er besti vélhjólaökumaður heims?
Þessi spurning mun kalla sama svar fram hjá flestum sem fylgjast með: 
Freddie Spencer.
   Þessi 24 ára gamli Ameríkani með barnsandlitið hefur síðan Kenny Roberts dró sig í hlé notið mestrar virðingar allra vélhjólaökumanna. Keppinautarnir gera sér sjaldnast vonir um að geta haldið í við hann heldur í mesta lagi að hann detti út úr keppni.
    „Fast Freddie" er hann kallaður meðal félaga og aðdáenda og mun fá engu minna pláss í vélhjólasögunni en stórnöfn gengin eins og Agostini eða Saarinen.
   
 Freddie Spencer hóf keppnisferil sinn á unga aldri, 5 ára gamall tók hann þátt í kappakstri á vélhjóli. Þótt Freddie sé ungur enn hefur hann því um tveggja áratuga reynslu!
   Í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, vann hann götukappakstursmeistaratitil American Motorcycle Association árið 1978, aðeins 17 ára gamall. Fyrsta árið sem hann tók þátt í heimsmeistarakeppni, á 500 rúmsm hjóli 1982, gekk honum svo ótrúlega vel að vinna tvær keppnir og ná 3. sæti eftir tímabilið.
     Árið eftir, 1983, bætti Freddie um betur og náði heimsmeistaratign eftir fleiri sigra en nokkur annar á

18.5.84

Hætti í Apótekinu og hóf að senda leigubíla hingað og þangað.


Margir í Keflavík hafa þekkt LínU Kjartansdóttur sem ,,snaggaralegu stúlkuna í apótekinu sem þeysist um á mótorhjólum." Hún er menntaöur lyfjatæknir. En eftir rúmlega tíu ára starf í apótekinu í Keflavík sagði hún þar skyndilega upp. Ekki að henni leiddist. Hún vildi bara breyta til. 
Nú vinnur hún í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.  Eina stúlkan á Íslandi sem gegnir starfi slökkviliðsmanns. Hún hóf þar störf 14. nóvember síðastliðinn.
 
Varla var hægt að hefja rabbið án þess að spyrja hvernig karlmennirnir hefðu tekið því að fá konu í slökkviliðið? 
,,Jú, jú, þeir hafa bara tekið mér vel. Þetta er góður vinnustaður og mér hefur liðið ágætlega hér," svaraði hún að bragði og hressilega. 
— En hvernig bar það til að hún fór að vinna sem slökkviliðsmaður? 
„Ég sá starfið auglýst og sótti um. Og í framhaldi af því var ég ráðin."


Úr apótekinu í prins póló

Leið Línu lá þó ekki beint úr apótekinu og í slökkvilið. Þegar hún sagði upp í apótekinu réði hún sig á Aðalstöðina í Keflavik. Þar fór hún að selja sælgæti, meðal annars þjóðarréttinn sjálfan, kók og prins póló. Og þá fólst starfið í því að senda leigubila hingað og þangað.
„Eftir þetta færði ég mig yfir í bensínið, ef svo má segja, fór að afgreiða bensín. Þar var ég í níu mánuði eða þar til ég fór í slökkviliðið." Við fórum aðeins að gantast með níu mánuðina. „Já, er það ekki gjaldgengur tími, hvar sem er?" var strax svarað. 

Nú ert þú þekkt fyrir að þeysa um á mótorhjólum. — Hvenær fékkstu mótorhjóladelluna?
Fékk skellinöðruleyfi 14 ára  Ég fékk áhugann snemma. Eldri bræður mínir áttu skellinöðrur og þannig kviknaði neistinn. Þeir höfðu sig hins vegar aldrei upp úr skellinöðrunum." „Það var svo þegar ég var 14 ára sem ég fékk æfingaleyfi á skellinöðru. Síðan tóku mótorhjólin við. En ég hef einnig átt bíla inn á milli. Eg segi oft í gríni að ég hafi byrjað i 50 kúbíkunum og fikrað mig upp í 750 kúbíkin." 

Óhætt er að taka undir þau orð hennar. Þvi fyrsta hjólið var Honda 50. Siðan komu Hondu-mótorhjólin hvert af öðru. Þau fyrstu voru 350 kúbíka og þá tóku 500 kúbíkin við. 
„Það síðasta sem ég átti var Honda 750, en ég seldi það á siðasta ári er ég fjárfesti í nýjum bíl."

Saknar 750 kúbitanna


— Saknarðu 750 kúbíkanna?
„Já, það geri ég. Það er viss tegund af frelsi að aka um á mótorhjólum. Maður tekur meira eftir umhverfinu við að ferðast þannig. Það er eins og vera ein í heiminum."
— En nú eru hættumar margar og mörg mótorhjólaslysin ? 
„Það er vissulega rétt. En aðalatriðið á mótorhjólum er það að treysta engum. Treysta engum öðrum í umferðinni. Það er númer eitt." 

Það hafa margir orðið hissa að sjá Línu þeysast um á mótorfákunum, ekki síst þegar hún er með Tönju Tucker með sér. „Tanja er hundurínn minn, skírð í höfuðið á kántrísöngkonunni. Þetta er lítill poodle." 

Tanja Tucker á bögglaberanum

— Hvar kemurðu henni fyrir á hjólinu?
 „Ég hef hana innan á mér og læt höfuðið standa upp úr. Það þýðir ekkert annað en leyfa henni að njóta útsýnisins."
 — Hvað um að binda hana á bögglaberann ?
„Nei, það held ég að gangi ekki upp.  Eigum við ekki að segja að hún tolli illa þar."
— Ertu í Hundavinafélaginu? ,
,Já, það dugir ekkert annað. Eg er hverfastjórí hundavinafélagsins í Keflavík.  Reyndar hef ég mikinn áhuga á að fara út i að læra hundatamningar i framtiðinni. Það eru góðir hundatamningaskólar í Bandaríkjunum og Englandi sem ég reikna með að sækja um inngöngu í. Það er bara verst að þeir vilja ekki nema hermenn og lögreglur í þessa skóla." 

Og áhugamálin eru fleiri.  Lína er i Skotíþróttafélagi Keflavíkur, þá er hún i skíðasportinu og hefur stundað dans, jassballett og likamsrækt.

Að finna sér tíma fyrir áhugamálin


— Ekkert vandamál að finna tíma?  
„Það er með mig eins og marga aðra, að ég hef stundum orð á því að
sólarhringurínn dugi ekki. En aðalatriðið er bara að finna sér tíma. Þetta gengur allt saman einhvern veginn upp, hafi maður áhuga á því." Talið barst næst að Keflavíkinni, hvernig væri að búa þar og svo
framvegis.
Í rælni spurði ég sisvona hvort hún væri ættuð úr Keflavik?
„Ekki beinlinis. Ég er  strandaglópur. Steig min fyrstu skref á Vansleysuströndinni en hef lengst af búið í borginni suður með sjó." 


Blæs á móti á Suðurnesjum


— Hvað með rokið umtalaða? 
„Það blæs jú oft vel á móti, það er rétt. ,  Sumir Suðurnesjabúar segjast reyndar merkja við á almanakinu, sjái  þeir logn hér á veðurkortinu í sjónvarpinu. En hér er gott að búa og fullt af skemmtilegu fólki." Undir þessu síðustu orð Linu gátum við tekið. Vel að merkja, svo framarlega sem hún er dæmigerður Keflvíkingur. 
-JGH.
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.https://timarit.is/page/2489137?iabr=on#page/n9/mode/2up/search/%C3%81%20M%C3%B3torhj%C3%B3lum