18.5.84

Hætti í Apótekinu og hóf að senda leigubíla hingað og þangað.


Margir í Keflavík hafa þekkt LínU Kjartansdóttur sem ,,snaggaralegu stúlkuna í apótekinu sem þeysist um á mótorhjólum." Hún er menntaöur lyfjatæknir. En eftir rúmlega tíu ára starf í apótekinu í Keflavík sagði hún þar skyndilega upp. Ekki að henni leiddist. Hún vildi bara breyta til. 
Nú vinnur hún í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.  Eina stúlkan á Íslandi sem gegnir starfi slökkviliðsmanns. Hún hóf þar störf 14. nóvember síðastliðinn.
 
Varla var hægt að hefja rabbið án þess að spyrja hvernig karlmennirnir hefðu tekið því að fá konu í slökkviliðið? 
,,Jú, jú, þeir hafa bara tekið mér vel. Þetta er góður vinnustaður og mér hefur liðið ágætlega hér," svaraði hún að bragði og hressilega. 
— En hvernig bar það til að hún fór að vinna sem slökkviliðsmaður? 
„Ég sá starfið auglýst og sótti um. Og í framhaldi af því var ég ráðin."


Úr apótekinu í prins póló

Leið Línu lá þó ekki beint úr apótekinu og í slökkvilið. Þegar hún sagði upp í apótekinu réði hún sig á Aðalstöðina í Keflavik. Þar fór hún að selja sælgæti, meðal annars þjóðarréttinn sjálfan, kók og prins póló. Og þá fólst starfið í því að senda leigubila hingað og þangað.
„Eftir þetta færði ég mig yfir í bensínið, ef svo má segja, fór að afgreiða bensín. Þar var ég í níu mánuði eða þar til ég fór í slökkviliðið." Við fórum aðeins að gantast með níu mánuðina. „Já, er það ekki gjaldgengur tími, hvar sem er?" var strax svarað. 

Nú ert þú þekkt fyrir að þeysa um á mótorhjólum. — Hvenær fékkstu mótorhjóladelluna?
Fékk skellinöðruleyfi 14 ára  Ég fékk áhugann snemma. Eldri bræður mínir áttu skellinöðrur og þannig kviknaði neistinn. Þeir höfðu sig hins vegar aldrei upp úr skellinöðrunum." „Það var svo þegar ég var 14 ára sem ég fékk æfingaleyfi á skellinöðru. Síðan tóku mótorhjólin við. En ég hef einnig átt bíla inn á milli. Eg segi oft í gríni að ég hafi byrjað i 50 kúbíkunum og fikrað mig upp í 750 kúbíkin." 

Óhætt er að taka undir þau orð hennar. Þvi fyrsta hjólið var Honda 50. Siðan komu Hondu-mótorhjólin hvert af öðru. Þau fyrstu voru 350 kúbíka og þá tóku 500 kúbíkin við. 
„Það síðasta sem ég átti var Honda 750, en ég seldi það á siðasta ári er ég fjárfesti í nýjum bíl."

Saknar 750 kúbitanna


— Saknarðu 750 kúbíkanna?
„Já, það geri ég. Það er viss tegund af frelsi að aka um á mótorhjólum. Maður tekur meira eftir umhverfinu við að ferðast þannig. Það er eins og vera ein í heiminum."
— En nú eru hættumar margar og mörg mótorhjólaslysin ? 
„Það er vissulega rétt. En aðalatriðið á mótorhjólum er það að treysta engum. Treysta engum öðrum í umferðinni. Það er númer eitt." 

Það hafa margir orðið hissa að sjá Línu þeysast um á mótorfákunum, ekki síst þegar hún er með Tönju Tucker með sér. „Tanja er hundurínn minn, skírð í höfuðið á kántrísöngkonunni. Þetta er lítill poodle." 

Tanja Tucker á bögglaberanum

— Hvar kemurðu henni fyrir á hjólinu?
 „Ég hef hana innan á mér og læt höfuðið standa upp úr. Það þýðir ekkert annað en leyfa henni að njóta útsýnisins."
 — Hvað um að binda hana á bögglaberann ?
„Nei, það held ég að gangi ekki upp.  Eigum við ekki að segja að hún tolli illa þar."
— Ertu í Hundavinafélaginu? ,
,Já, það dugir ekkert annað. Eg er hverfastjórí hundavinafélagsins í Keflavík.  Reyndar hef ég mikinn áhuga á að fara út i að læra hundatamningar i framtiðinni. Það eru góðir hundatamningaskólar í Bandaríkjunum og Englandi sem ég reikna með að sækja um inngöngu í. Það er bara verst að þeir vilja ekki nema hermenn og lögreglur í þessa skóla." 

Og áhugamálin eru fleiri.  Lína er i Skotíþróttafélagi Keflavíkur, þá er hún i skíðasportinu og hefur stundað dans, jassballett og likamsrækt.

Að finna sér tíma fyrir áhugamálin


— Ekkert vandamál að finna tíma?  
„Það er með mig eins og marga aðra, að ég hef stundum orð á því að
sólarhringurínn dugi ekki. En aðalatriðið er bara að finna sér tíma. Þetta gengur allt saman einhvern veginn upp, hafi maður áhuga á því." Talið barst næst að Keflavíkinni, hvernig væri að búa þar og svo
framvegis.
Í rælni spurði ég sisvona hvort hún væri ættuð úr Keflavik?
„Ekki beinlinis. Ég er  strandaglópur. Steig min fyrstu skref á Vansleysuströndinni en hef lengst af búið í borginni suður með sjó." 


Blæs á móti á Suðurnesjum


— Hvað með rokið umtalaða? 
„Það blæs jú oft vel á móti, það er rétt. ,  Sumir Suðurnesjabúar segjast reyndar merkja við á almanakinu, sjái  þeir logn hér á veðurkortinu í sjónvarpinu. En hér er gott að búa og fullt af skemmtilegu fólki." Undir þessu síðustu orð Linu gátum við tekið. Vel að merkja, svo framarlega sem hún er dæmigerður Keflvíkingur. 
-JGH.
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.



https://timarit.is/page/2489137?iabr=on#page/n9/mode/2up/search/%C3%81%20M%C3%B3torhj%C3%B3lum