Myndir: Ragnar Th. og Friðsteinn Stefánsson Texti: Hörður
Honda ATC 250 R
Upplagt farartæki fyrir bændur?
Venjulega finnst manni að þríhjól sé eitthvað rautt, með þremur hjólum, sæti á miðjunni og knúið áfram með tveimur fótstigum á hjólinu að framan. Vikan ákvað fyrir stuttu að prófa eitt slíkt nema hvað þetta þríhjól var knúið áfram af vél undir sætinu og komst miklu hraðar en fyrrnefnda hjólið.
ÚPS!
Við fyrstu sýn virðist hjólið ekki líklegt til stórræðanna, fremur lágt og einhvern veginn eins og barnaleikfang. Annað kom svo sannarlega á daginn. Við fyrstu keyrslu virtist hreinlega ómögulegt að ráða nokkuð við hjólið. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að maður væri að detta og sökum þess var vald manns yfir hjólinu ansi takmarkað og leiddi það óneitanlega til skringilegra akstursleiða. Ekki bætti úr skák að hjólið er ógnarkraftmikið og minnsta snerting á bensíngjöfinni, sem stjórnað er með þumalfingri eins og á vélsleða, hreinlega þeytti hjólinu áfram. Maður reyndi náttúrlega aö hanga á hjólinu með því að grípa eins fast og maður gat um handföngin. Þessar kreistingar leiddu svo til þess að maður kreisti bensíngjöfina um leið — og hjólið tók algerlega völdin og þaut með mann þangað sem því sýndist. Sem betur fer vandist þetta því annars væri Vikan einum starfsmanni fátækari.
EHEM, JÆJA
Þegar þessum byrjunarörðugleikum lauk var svo hægt að fara að keyra hjólið af einhverju viti og kanna hvernig það hagaði sér í raun og veru. Aðallega var ekið í umhverfi Mosfellssveitar, vegir, slóðar, hestaleiðir, fjörur, drullupyttir, ár og mýrar voru farnar og reynt að finna hvar svona hjól eru nothæf. Því miður vantaði snjó en næstum öruggt er að hjólið kemst leiðar sinnar við slikar aðstæður því að í reynsluakstrinum kom aldrei upp sú staða að hjólið gæti ekki meir. Þetta er ótrúlegt en satt. Þetta hjól kemst næstum því allt og það sem meira er, hjólið veldur sama og engum landspjöllum. Ástæða þess eru hin breiðu dekk, nánast belgir, sem valda því að hjólið flýtur yfir jafnvel blautustu mýrar án þess að nokkuð sjáist. Á tímum landgræðslu og landverndar er vert að taka þetta til athugunar þegar menn ætla að velja sér farartæki til að þeysa á um holt og móa.
AÐ AKA HONDU
Allur akstur á hörðu undirlagi
er auðveldur og nánast þægilegur.
Lítið loft er haft í dekkjunum og
þegar maður keyrir yfir steina og
aðrar smáar misfellur í veginum
gleypa dekkin hreinlega allt í sig.
Þar ofan á er fjöðrunin verulega
slagstór og hjólið hegðar sér sérlega vel í alls kyns meiriháttar
ójöfnum. Það er helst á mikilli
ferð sem hjólið vill skoppa svolítið
þegar maður fer í lítil og djúp
hvörf. Reyndar er það með
ólíkindum hversu lítið þessa
gætir. Að framan er hjólið eins útbúið og hvert annað mótorhjól,
tveir vökvafylltir gafflar, en að aftan er svokólluð Pro-Link
fjöðrun. Þessi útbúnaður var upphaflega hannaður með mótorhjól í
huga og byggir hann á einum
dempara í stað tveggja. Í tilfelli
þríhjólsins er búið að færa demparann þar sem afturhjólið er á
mótorhjólum, milli tveggja gaffla,
og síðan kemur öxullinn heill í
gegnum gafflana fyrir aftan
demparann. Þetta er, eins og
reyndar hjólið allt, mjög traustlega gert.
Í akstri í vatni er það alltaf
sama sagan: Það er hreinlega
ómögulegt að ofbjóða hjólinu með vatni. Miklu meiri líkur eru til
þess að ökumaöurinn drukkni
löngu áður en hjólið hefur fengið
nóg. Einu verður maður samt að passa sig á. Dekkin eru svo breið
að hjólið á það til að hreinlega
fleyta kerlingar á vatnsfletinum
ef ekið er hratt og þá þarf að passa
sig á að hafa jafnvægispunktinn á
hárréttum stað því annars getur annar endi hjólsins stungist á kaf
og illa farið. Að öðru leyti er hægt
að komast hvert sem maður þorir
á hæfilegum hraða.
Í drullu er, eins og áður sagði,
mjög auðvelt að komast yfir pytti
án þess að sökkva. En í tilfellum
þar sem pytturinn er nánast kviksyndi er ekki um neitt annað að
ræða en að draga andann djúpt
halda honum í sér og gefa í. Í flestum tilfellum æðir hjólið yfir
með látum og drulluaustri en í
örfá skipti, þegar drullan er
akkúrat svo þunn að hjólið flýtur
ekki en hefur talsverða fyrirstöðu
fyrir framdekkið, getur verið erfiðleikum bundið að komast
leiðar sinnar án einhverra tilfæringa. Í akstri sem þessum er
eins gott fyrir ökumann að hafa
einhverja hlíf fyrir vitum sínum
og augum því að á vissri ferð,
þegar hjólið spólar sig áfram,
moka dekkin beinlínis yfir mann
jarðveginum og olli það í nokkur
skipti því að blaðamaður fékk
ókeypis smökkun á hinum ýmsu
jarðvegstegundum Íslands.
EFTIRÁ AÐ HYGGJA. . .
Eftir frábæran dag hér og þar í
nágrenni Mosfellssveitar varð þó
að skila hjólinu til réttra eigenda.
Allan tímann hugsaði maður sér
þetta sem leikfang, en eftir á að hyggja fór maður nú að hugsa: Er
eitthvað hægt að gera við hjólið
annað en að leika sér að því? Í ljósi fenginnar reynslu var svarið
auðvelt. Þetta er eitt það sniðugasta sem bændur gætu notað við
hin margvíslegu störf á bújörðum
sínum.
Hagsmunir þeirra eru að
geta farið sem mest án þess að
valda landspjöllum og þetta hjól
gerir minna að því en hvaða farkostur sem er, jafnvel hestar.
Einnig er þetta vel nothæft fyrir
veiðiverði hvers konar, þar sem
oft barf að komast hratt yfir ýmiss
konar ófærur. Þessi hjól gefa kost
á skemmtilegri ferðamáta en flest
annað þannig að ferðafrík og
sportveiðimenn hvers konar geta
vel notað hjólið. Mælingamenn,
landkönnuðir, vísindafólk, jarðvinnufólk og jafnvel skíðafólk
getur notað hjólið og svona er
lengi hægt að telja, notagildið er
ótrúlegt.
UTBUNAÐUR
Til síns brúks er hjólið mjög vel útbúið. Engir mælar eru á hjólinu enda er þeirra ekki þörf. 60 vatta ljós er að framan með háum og lágum geisla og einnig er aftur- og bremsuljós þannig að maður ætti að sjá og sjást. Hugsað hefur verið fyrir ýmsu, til dæmis er handbremsa á hjólinu og varnargrind yfir ljósinu. Að neðan er hjólið einnig mjög vel varið, sterklegar hlífðarplötur bæði undir vél og undir tannhjólinu og bremsudiskinum að aftan. Sætið er stórt, mjúkt og nær upp á tankinn en auðvelt er að rispa afturbrettin, "sem eru úr plasti, þegar menn leggjast út á hlið í hraðakstri.
GALLAR?
Veikir punktar hjólsins eru fáir. Í akstri ber helst að varast að fara of brattar brekkur því hjólið hefur það gott grip að maður steypist beinustu leið aftur yfir sig og það er ekkert grín að ætla að redda málunum veltandi niður brekku. Þegar startað er sparkar maður startsveifinni fram á við og óvanir gætu auðveldlegatognað með því að reka hælinn í fótstigið. Þessu hefði verið hægt að bjarga með því að smella fótstiginu upp en það er ekki hægt. Varast ber ennfremur að styðja sig með fótunum í akstri því að þá hreinlega keyrir maður bara yfir sig. Afturhjólin eru nefnilega rétt fyrir aftan fætur manns og renna upp á hælinn um leið og maður rekur fæturna niður, sem er óþarfi því hjólið er mjög stööugt.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Vél og drif: Tvígengis. Einn
strokkur, loftkældur, 247 cm', 26
hestöfl við 6500 snúninga á
mínútu. Snúningsseigla: 3,33 kg-m
við 6000 snúninga á mínútu.
Magnetukveikja. 5 gírar. Keðjudrif.
Hemlar: Einn gataður diskur að
framan og aftan. Vökvaátak.
Fjöðrun: Framan: Loft-og vökvafylltir gafflar. Slaglengd: 22 cm.
Aftan: Stillanlegur gasfylltur
þrýstings- og fráslagsdempari
(Pro-Linkj.
Mál og vog: Hæð; 1,09 metrar.
Lengd: 1,86 metrar. Breidd: 1,1
metri. Eigin þyngd: 133 kíló.
Hæð undir lægsta punkt: 12
sentímetrar. Tankrúmtak: 10,5
lítrar af 5% olíublönduðu bensíni.
Verð: 126.300 krónur.
Umboð: Vatnagörðum24.
21.6.1984