11.1.20

100.000 heimsóknir

Heimasíða Tíunnar var í nótt að rúlla yfir hundraðþúsund gesti.
Takk fyrir viðtökurnar.

7.1.20

Auglýsingar á Tíuvefnum


Á hverju ári fáum styrki fyrir nokkra auglýsingaglugga á Tíusíðunni og hefur það gengið mjög vel.


Sömu aðilar (fastakúnnar ).. eru að endurnýja við okkur og er það vísbending um að þeir séu  ánægðir með okkur.
Vefurinn okkar nálgast 100.000 heimsóknir.
Og er facebooksíðan okkar er jafnvel fjörugri.

Nokkrir gluggar eru samt á lausu en við seljum 10-15 glugga.  Við erum með styrktargluggann eitt ár í einu 2020 og eru þeir í boði núna í þar til í janúar 2021
Ef þið hafið áhuga á að auglýsa á virkasta mótorhjólavef landsins  hafið endilega samband.
tian@tian.is
m.b.k. Vefstjóri  

Á tveimur hjólum í gegnum Kambódíu

Mótorhjólaferð Hallgríms Guðsteinssonar vélstjóra á framandi slóðir

Hallgrímur Guðsteinsson var sólbrúnn, eins og Íslendingur sem er nýkominn úr sólinni á Spáni, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að máli í Dularfullu búðinni á Akranesi. En Hallgrímur fann ekki sólina á Spáni, eins og holskefla af Íslendingum gerði um páskana. Hann fann sólina í Kambódíu í tíu daga mótorhjólaferð í byrjun mars. „Það var hugmynd að kíkja í einhverja ferð þarna austur frá,“ segir Hallgrímur með brosi á vör. Hann var einn í hópi níu manna úr mótorhjólaklúbbnum Sober Riders MC sem fór í ferðina til Kambódíu. Félagarnir keyptu ferðapakka af tælensku fyrirtæki, sem heitir Big Bike Tours og skipuleggur ferðir sem þessar fyrir erlenda ferðamenn.

Bræðralag á hjólum

Hallgrímur er menntaður vélstjóri en starfar sem vélvirki á verkstæði Norðuráls á Grundartanga.
Áður var hann sjómaður og svo er hann einnig áhugatónlistarmaður og spilar á bassa. Hann er nýlega fluttur á Akranes og kann vel við sig. Hann er einn af nokkrum félögum sem stofnuðu íslenska grein
af mótorhjólaklúbbnum Sober Riders MC, eða Edrú knapar, fyrir þrettán árum. Félagskapurinn er 
líflegur mótorhjólaklúbbur tileinkaður edrúmennsku. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Arizona í Bandaríkjunum, en hann var fyrst stofnaður þar árið 1994. Hallgrímur hefur farið í tvær mótorhjólaferðir til Bandaríkjanna til að heimsækja aðrar greinar Sober Riders MC. Á hverju ári eru haldnar hátíðir, eða „Run“, hjá mismunandi greinum Sober Riders MC. „Ég hef tvisvar tekið þátt í Run Sober Riders MC í San Diego. Það er gaman að kynnast bræðrum í Bandaríkjunum,“ segir Hallgrímur. Á Íslandi er haldið Run einu sinni á ári,það síðasta var í Borgarfirðinum.
Hvert Run ber nafn og það íslenska heitir „Run to the Midnight Sun“. „Það voru hátt í tuttugu bræður frá Bandaríkjunum á síðusta Run okkar hér á Íslandi. Við erum allir bræður í klúbbnum. Meira að segja konur. Það eru konur í klúbbnum, en þær eru bræður.“ Með í för til Kambódíu var einmitt einn af bandarískum bræðrum hans, en samskipti milli klúbbanna eru góð.

Vel skipulögð ferð

Hugmyndin að því að fara eitthvert annað en til Bandaríkjanna í mótorhjólaferð kviknaði af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi langaði félagana á Íslandi að reyna eitthvað nýtt. Í öðru lagi var æskilegt að fara á ódýrara svæði en áður hafði verið farið á. „Við skoðuðum helling af túrum þarna niður frá og enduðum á Big Bike Tours. Þeir eru með marga túra um Laos, Kambódíu og Víetnam. En við

6.1.20

Umbreyting á 10 árum

Mótorhjólasafn Íslands Akureyri
2009
Það hefur heldur betur eitthvað gerst á 10 árum ....
Til Hamingju mótorhjólafólk og íslendingar.
Þetta er stórglæsilegt safn.


2019

Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð

Rætt við frændurna Unnar og Jón sem ferðuðust um Rússland í sumar

Síðastliðið sumar fóru frændurnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótorhjólaferð um Rússland. Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótorhjólamót. Blaðamaður Skessuhorns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Kleppjárnsreykjum snemma föstudagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands.

Meðfæddur áhugi á mótorhjólum

 Aðdraganda ferðarinnar má rekja 31 ár aftur í tímann þegar Jón var á leiðinni upp í Borgarfjörð frá Reykjavík. Hann tók mótorhjólið með sér í Akraborgina upp á Akranes þaðan sem hann ætlaði að hjóla upp í Hálsasveit. Hann hafði ekki sofið mikið nóttina áður og sofnaði því á leiðinni og var vakinn af háseta þegar nær allir voru farnir úr skipinu. „Hann spurði mig hvort ég ætti ekki mótorhjólið niðri í lest. Ég rauk á fætur og niður í lest að sækja hjólið. En ég var að drífa mig aðeins of mikið og næ á einhvern ótrúlegan hátt að missa lyklana ofan í tankinn á hjólinu. En þarna voru góðir menn sem hjálpuðu mér að hvolfa hjólinu og ná lyklunum út. Ég brunaði beint upp í Hálsasveit og næ í Unnar, sem var bara 12 ára gutti á þessum tíma, og tek hann með mér á rúntinn. Þetta var fyrsta ferðin okkar saman á hjóli,“ rifjar Jón upp. „En ferðirnar síðan hafa orðið ansi margar síðan,“ bætir Unnar við. Upp frá þessu hafa mótorhjól verið sameiginlegt áhugamál  þeirra frænda.

Byrjaði sem grín

Fyrir fimm árum var Jón á ferðinni á mótorhjóli um Ameríku og þar kviknaði hugmynd um að fara á fimm ára fresti í framandi mótorhjólaferð. Þegar heim var komið nefndi hann þessa hugmynd við Unnar og grínuðust þeir með að fara til Rússlands. Eftir því sem Unnar hugsaði meira um Rússlandsferð hætti grínið að vera grín og færðist yfir í alvöru. „Hann fór að impra á þessu við mig nokkru síðar og við ákváðum að skoða þetta aðeins og byrjuðum að leita á Facebook,“ segir Jón. Þar fundu þeir ferðaskrifstofu í Rússlandi sem býður upp á alls konar ferðir um landið, þar á meðal mótorhjólaferðir. „En við treystum ekki einhverri síðu á netinu og vorum eiginlega vissir um að þetta væri eitthvað plat til að ná peningum af fólki. Ég var svo á leiðinni frá

5.1.20

Tilkynning frá stjórn Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían.

Frá Stjórn Tíunnar.

Á fyrsta fundi stjórnar var ákveðið að hækka félagsgjaldið fyrir árið 2020 í Tíunni úr 3000 kr. í 4000 kr.Gíróseðlar í heimabanka verða sendir út fyrir félagsgjöldunum 2020 á næstunni.

Þeir sem nota ekki heimabanka verða að hafa samband við okkur sérstaklega. tian@tian.is

Búið að gera klárt fyrir ný og glæsileg félagsskirteini og koma þau út í vor.

Þ.e. til þeirra sem, greiða félagsgjaldið.

Ganga í Klúbbinn

Félagskyrteini 2020

4.1.20

Kíkt á safnið

Meiri Föt... Vera flott-ur fyrir sumarið.


 Erum að fara að panta meira af fötum

Hettupeysur munu verða á pöntunarlistanum og einnig þessi hefðbundnu bolir ,langerma og stutterma líka í kvennstærðum.
Hafið samband í tian@tian.is ef þið viljið fá fatnað sérmerktan..

Hægt er að fá fötin sérmerkt td með nafni og númeri
en þá er verð á merktri  hettupeysu 6100kr.
Derhúfa með hvítu Tíumerki.

Landsmót Bifhjólamanna 2015 í Eyjum