5.7.20

Landsmót Bifhjólamanna 2020

Þá er landsmóti bifhjólamanna lokið þetta árið en fór það fram á Laugarbakka í Miðfirði 


 Þetta var mitt fyrsta en klárlega ekki það síðasta landsmót sem ég mun fara á. Önnur eins gleði og ánægja hef ég bara ekki orðið vitni að fyrr og hef ég farið á margar útihátíðir í gegnum árinn. Hvar sem litið var voru bifhjólamenn að hafa gaman, hvort sem það var að skemmta sér eða öðrum.


 Skipuleggjendur þessa móts eiga hrós skilið fyrir mótið frá A til Ö. Allt stóð eins og stafur á bók hjá þeim, frá minnsta smáræði sem skiptir stóru máli ss rafmagnið á tjaldsvæðinu eða veitingarnar í veitingarsölunni. Allt heppnaðist hjá þeim. Á fimmtudagskvöldið var mótið sett og opnaði Húnabandið á mótið með snillar spilamennsku og fjölbreyttu lagavali og var fólk almennt mjög ánægt með þeirrar framlag.

Á föstudeginum sáu hinar rómuðu WC Rónatúttur um Rónatúttuleikana og voru fjölbreytt keppnisatriði bæði fyrir einstaklinga sem og hópa. 


 •  Þjóðhátíð 
 • Laugarvegshlaup 
 • Samfélags fjarlægðarglíma 
 • Skíðaganga 
 • Geordjögoss 
 Seinna um kvöldið var svo komið að hinni einu sönnu landsmótssúpu og var hún að þessu sinni a la Kalla og má segja að önnur eins súpa hafi bara ekki verið brugguð. Þvílík kraftakjötsúpa sem hún galdraði fram. Kvöldinu var svo slúttað með Huldumönnum sem lyftu þakinu á félagsheimilinu þegar allir tóku undir í gömlu Gildru slögurunum.

 Á laugardeginum voru aðal Rónatúttuleikarnir og voru keppnisatriðin að venju ansi fjölbreytt.


 •  Snigilinn 
 • Prjónkeppni 
 • Tunnudráttur 
 • Haus á staur 
 • Hringekja 
 • Búningakeppni 
 Síðar um kvöldið var svo Landsmótsgrillið og var það svo sannarlega hátíðarkvöldverður,
Því-lík-veisla.

Verðlaunaafhending fór svo fram ásamt orðuveitingum og að sjálfsögðu happadrætti þar sem voru fjöldinn allur af stórglæsilegum vinningum. 
Strax á eftir komu á sviðið Volcanova sem að hituðu upp fyrir Vintage Caravan sem áttu svo sannarlega stórleik eins og þeim er von og vísa. 

 Sunnudagurinn var tekin rólega en landsmótinu var slitið formlega um hádegi og var fólk í umvörpum að pakka og taka sitt saman, kveðjast og þakka fyrir sig og sína. 

 Tekið skal fram að alla helgina var allstaðar handspritti og sápur og slíkt vantaði ekki á salernum.
 Mótorhjólafólk á heiður skilið með umgengni því hvergi var rusl að sjá alla helgina og sáust menn hjálpa hverjum öðrum ef á þurfti að halda ss við að tjalda eða með mótorhjólin sín sem og bíla.

 Ég þakka kærlega fyrir mig og klárlega mun ég mæta á næsta landsmót í Húnaveri sem haldið verður dagana 1 – 4 júlí 2021. 

 Kær kveðja – 
Valur S Þórðarson 

Landsmótsmerkin fást á Mótorhjólasafninu þar er opið 13-17 á sumrin

26.6.20

Uppsetning og áseta á mótorhjólum

Við erum öll misjöfn.

Og erum líklega öll rosa ánægð með mótorhjólin okkar. 

En það er allaf eitthvað smáveigis að ,,, þú færð náladoða í hendurnar eftir lengri akstur,,,   verkjar í hnéin nú eða bakið,,,, en gerir ekkert í því að finna af hverju.

Takið ykkur tíma og kíkið á þetta kennslumyndband og kannski er hægt að lagfæra þessu litlu hluti með einföldum lausnum. Bara með smá stillingaratriðum sem henta þér og þínu hjóli.


19.6.20

Viltu auglýsa hjá okkur ?

Tíuvefinn styrkja eftirtalin fyrirtæki.
Ef þú vilt styrkja Tíuna og um leið Mótorhjólasafnið og auglýsa á vefnum hafðu þá samband við vefstjóra.
tianvkn@gmail.com
6693909


Nitró                        Kópavogi
Bike Cave               Reykjavík 
Kaldi     Bjórverksmiðjan Árskógsandi
Straumrás              Akureyri
Jhm Sport              Reykjavík
KTM / Husqwarna  Reykjavík
Dj Grill                    Akureyri
Fulltingi                  ReykjavíkLandsmót Bifhjólamanna 2020


15.6.20

Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar

Bílasýning 17. júní 2020 

Hin árlega bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verður haldin á bílaplaninu hjá okkur við Hlíðarfjallsveg 13, miðvikudaginn 17. júní. Í ár opnar sýningin fyrir gestum klukkan 10:00 og stendur hún yfir til klukkan 18:00. Á svæðinu er sjoppa og klósett aðstaða með búnaði á heimsmælikvarða. Aðgangseyrir er 2.000kr.- fyrir 12 ára og eldri, 1000kr.- gegn framvísun félagsskírteinis BA.
Frítt fyrir gullmeðlimi. Móttaka sýningatækja verður á milli 18:00 – 00:00 þriðjudaginn 16. júní. Hafir þú áhuga á að koma með bíl eða tæki á sýninguna, hafið þá samband við sýningarstjóra.

Sýningarstjóri er Jón Gunnlaugur Stefánsson (Jonni) jonni@ba.is – s.868-9217

14.6.20

Grillveilsla í Kjarnaskógi , Fjölskyldudagur Tíunnar


Takk fyrir frábæra helgi.

Grillparty i Kjarnaskógi Í dag.
Hópkeyrslan í gær, og svo var endað à Greifanum.. Allir saddir og sælir eftir glæsilega helgi.

13.6.20

Vel heppnuð hópkeyrsla á Akureyri


Hringurinn sem var tekinn.

Vel heppnuð Hópreið fór fram í dag í veðurblíðunni á Akureyri. Mikið af hjólum allstaðar af landinu ,, en okkur fannst frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni.

Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu hjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg tekin og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið á Mótorhjólasafnið...
Einhver hluti hópsins ætlar svo að næra sig á Greifanum í kvöld.... og við minnum á Fjölskyldugrillið í Kjarnaskógi á Morgum... kl 14:00 endilega látið sjá ykkur í blíðunni.

9.6.20

Konur taka nú mótorhjólapróf í Sádi-Arabíu

43 konur hafa tekið þátt í fyrsta mótorhjólanámskeiðinu í Riyadh sem skipulagt er af mótorhjólakennara frá Úkraínu. Konur í Sádi-Arabíu flykkjast nú á göturnar eftir að hafa loksins fengið leyfi til að keyra þar í landi. Þær eru orðnar algeng sjón á fjórhjóla ökutækjum en konur á mótorhjólum eru það ekki, segir í grein í netútgáfu Arab News.


Elena Bukaryeva er reyndur mótorhjólakennari og hefur opnað Bikers Skill Institute mótorhjólaskólann í Riyadh sem var fyrsti ökuskólinn til að bjóða upp á þess háttar kennslu í Sádi-Arabíu. Hún er eini mótorhjólakennarinn þar í landi sem kennir nú konum á mótorhjól, sem langar að leggja það fyrir sig. Skólinn býður upp á allar gerðir af mótorhjólanámskeiðum fyrir götuhjól jafnt sem torfæruhjól og kostar hvert námskeið 2-400SR eða 25-50.000 IKR. „Hingað til hafa 43 konur frá nokkrum löndum, 20 þeirra frá Sádi-Arabíu en afgangurinn frá öðrum arabalöndum eins og Egyptalandi og Líbanon, tekið þátt í mótorhjólanámskeiðum okkar síðan að akstursbanni fyrir konur var aflétt,“ segir Bukaryeva. Námskeiðin eru eins og í löndum Evrópu og byggja á grunnatriðum mótorhjólaaksturs með bæði bóklegum og verklegum kennslustundum. „Við kennum á minni gerðir mótorhjóla svo að nemandinn nái meiri færni og lengd verklegra kennslustunda fer eftir getu hvers og eins, þar til viðkomandi hefur náð tilætlaðri færni á mótorhjólið,“ segir Bukaryeva. „Reynslan hefur sýnt að konur fá fullan stuðning í konungdæminu og jafnvel aðstoð frá karlkyns mótorhjólamönnum,“ segir Bukaryeva enn fremur. Samgönguyfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þó ekki gefið út nein ökuskírteini til kvenna eins og er. „Þær konur, sem er mjög í mun að fá ökuskírteini, hafa farið til nágrannaríkisins Bahrain,“ sagði Bukaryeva.


https://www.frettabladid.is/frettir/konur-taka-nu-motorhjolaprof-i-sadi-arabiu/

Fjölbreytt mótorhjólamet

 
Heimsmetabók Guinness heldur skrá um heimsmet sem slegin hafa verið með mótorhjólum. Allt frá hraða-, hástökks-, hæðar- og lengdarmetum upp í met í að búa til myndir úr hjólunum.

Lengsta mótorhjól í heimi er 26,29 metra langt. Það var búið til af Indverjanum Bharat Sinh Parmar. Hjólið var frumsýnt og mælt þann 22. janúar árið 2014. Það er fjórum metrum lengra en hjólið sem átti fyrr met í lengd. Bharat þurfti að sýna fram á að hjólið virkaði eins og venjulegt mótorhjól með því að aka því 100 metra án þess að fætur hans snertu jörðina.

Minnsta mótorhjól í heimi var smíðað í Svíþjóð árið 2003. Framhjólið á því er ekki nema 16 mm að þvermáli og afturhjólið er 22 mm. Maðurinn sem á heiðurinn af smíðinni heitir Tom Wilberg en hann ók hjólinu yfir 10 metra. Hjólið getur komist upp í tveggja kílómetra hraða en vélin er 0,22 kW.

Metið í flestum farþegum á mótorhjóli á ferð var slegið á Indlandi þann 19. nóvember árið 2017. Þann dag komu 58 manns sér fyrir á einu mótorhjóli, þar með var fyrra met bætt um tvo farþega.

Finnarnir Lantinen Jouni og Pitkänen Matti slógu met í að skipta hratt um sæti á mótorhjóli á ferð í júlí árið 2001. Þeir skiptu um sæti á 4,18 sekúndum á meðan þeir óku mótorhjólinu á 140 km hraða.

Fyrsta tvöfalda aftur á bak heljarstökkið á mótorhjóli var gert í Bandaríkjunum í ágúst árið 2006. það var Bandaríkjamaðurinn Travis Pastrana sem afrekaði það á ESPN X leikunum í Los Angeles.

Hæsta ökuhæfa mótorhjólið sem mælt hefur verið er 5,10 metrar frá jörðu og upp að toppnum á stýrinu. Mótorhjólið var smíðað af Ítalanum Fabio Reggiani og því var ekið yfir 100 metra í mars árið 2012. Hjólið er 10,03 metra langt og er með 5,7 lítra V8 vél.

Metið fyrir hæsta stökk á mótorhjóli var slegið þann 21. janúar árið 2001. Þá náði Bandaríkjamaðurinn Tommy Clowers 7,62 metra háu stökki á mótorhjóli ofan af 3,04 metra rampi með 12,19 metra atrennu.

Barber Vintage Motorsports safnið í Birmingham, Alabama, hýsir heimsins mesta fjölda gamalla og nýrra mótorhjóla. Þar er hægt að skoða 1.398 mótorhjól í yfir 13.375 fermetra, fimm hæða byggingu. Heimsmetið var staðfest þann 19. mars 2014.

Metið fyrir mesta hraða sem náðst hefur á mótorhjóli er 605,697 kílómetrar á klukkustund. Metið var slegið þann 25. september árið 2010. Metið var meðalhraði í tveimur tilraunum. En hjólið fór hraðast upp í 634 kílómetra á klukkustund. Methafinn er Bandaríkjamaðurinn Rocky Robinson.


5.6.20

Hraðamet

 Hraðaheimsmet á sandi
Náði 324 km hraða á sandströnd í Wales

Zef Eisenberg er nú sá maður sem hraðast hefur farið á mótorhjóli á sandi, en hann náði 324 km hraða á sandströnd í Wales fyrir skömmu. Metið var sett á Pendine Sands í suðurhluta Wales en á ströndinni þar, sem reyndar víðast á ströndum, breytist undirlagið með hverju útfalli flóðs, svo aldrei er hægt að stóla á að undirlagið sé slétt og fellt. Stundum er það reyndar ári rifflótt og aldrei að vita nema marglittur eða fiskar hafi skolað á land sem ekki fara vel undir hjólum mótorhjóla á yfir 300 km hraða. Ökumaður hjólsins var á sérútbúnum dekkjum og grófmynstruð dekk henta illa fyrir svo mikinn hraða sem hann náði.

Alls ekki er ráðlegt að snerta frambremsu hjólsins í sandi og einsýnt að þá sé stutt í fall. Því sé eina ráðið að láta hjólið stöðvast af eigin rammleik og eingöngu fara af gjöfinni, annars sé voðinn vís. Það að detta af hjóli er ekki eins og að detta með annarskonar undirlag, en ökumaður rennur ekki á sandi heldur veltur og slíkt er ekki ráðlegt á yfir 300 km hraða. Því var þetta hraðamet Zef Eisenberg af hættulegri gerðinni og alls ekki fyrir alla. Hjólið sem Zef ók er breytt Suzuki Hayabusa hjól sem skilar 350 hestöflum.


2018

4.6.20

Landsmótsmerkin 2020 eru komin í sölu.


Landsmótsmerkin eru komin í hús.
Verð á merki verður að þessu sinni 1500kr og rennur allur ágóði af merkjunum til uppbyggingar á Mótorhjólasafni íslands.
Allir geta nálgast merkin á Landsmóti á Laugarbakka að sjálfsögðu þar sem stórn Tíunnar mun selja merkin þar.
En einnig verða þau til sölu á Mótorhjólasafninu eftir Landsmót.
Hægt er einnig að kaupa merkin og fá send en það ætti td . að henta söfnurum og þeim sem ekki komast á landsmót og vilja samt eiga merki.
tian@tian.is

Tom Cruise æfir sig að prjóna mótorhjóli

Sést hefur til leikarans Tom Cruise í Bretlandi við tökur á næstu Mission Impossible mynd og virðist hann láta COVID-19 faraldurinn ekki stoppa sig. Nýlega náðust myndir af leikaranum við Dunsfold Areodrome að æfa sig í prjóni á BMW mótorhjóli fyrir sjöundu myndina í röðinni.Eflaust má telja þær kvikmyndir Tom Cruise sem ekki innihalda mótorhjól á fingrum annarrar handar. Tökum á Mission Impossible 7 í Feneyjum á Ítalíu var frestað vegna COVID-19 og tækifærið notað til að taka upp í Bretlandi á meðan. Tom Cruise æfði sig á BMW G310 hjóli með sérútbúnum vagni aftan á hjólinu, sem kemur í veg fyrir að hjólið prjóni yfir sig eða leiti til hliðar. Með þessum búnaði getur ökumaðurinn einbeitt sér að lyftikrafti hjólsins og að halda jafnvægi með samspili bensíngjafar og afturbremsu. Gaman verður að sjá hvort að Tom Cruise sjálfur sjáist svo leika í svona áhættuatriði þegar myndin kemur út á næsta ári, það er að segja ef frumsýningu hennar seinkar ekki eins og öðru vegna faraldursins.

Njáll Gunnlaugsson
Mánudagur 30. mars 2020

2.6.20

FORSALA Á LANDSMÓT BIFHJÓLAMANNA Á LAUGARBAKKA

ENDILEGA NÝTIÐ YKKUR 

FORSÖLUNA Á LANDSMÓT

LANDSMÓT INNIHELDUR
3 JAMMKVÖLD...MATUR Í MALLAN 2X...
STÓRKOSLEGA SKEMMTUN .
FRÁBÆRANN FÉLAGSKAP

FULLT AF TÓNLIST 
AF ÖLLUM GERÐUM
FULLT AF MÓTORHJÓLUM .
FULLT AF FÍFLAGANGIVINTAGE CARAVAN
VOLCANOVA
HULDUMENN

OG TRÚBADORAR.1.6.20

Bjölluhringingar athöfn

Flottir fákar við Safnið

Á laugadaginn var Bjölluhringingar athöfn inn á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri


Mæting var góð því að yfir 40 hjól mættu á svæðið ásamt þeim sem mættu bílandi.

Athöfnin sem er árlega, er skipulögð af mótorhjólaklúbbnum Sober Riders og snýst um að lesa upp fallna félaga úr mótorhjólaheiminum og hringja bjöllu eftir hvert nafn.


Eftir athöfnina sem er látlaus var safnið skoðað og farið svo í miðbæinn þar sem Mótorhjólafólk sýndi sig og sá aðra og naut veðurblíðurnnar sem er búin að vera á Akureyri þessa Hvítasunnuhelgi.Mótorhjól í röð við safnið

29.5.20

Gistiheimilið Lónsá býður Tíufélögum upp á góðann afslátt á gistingu.


Gistiheimilið Lónsá

Miðast við gistingu fyrir eina nótt.


Eins manns herbergi 6.000
Tveggja manna herbergi 8.000
Þriggja manna herbergi 10.000
Fjögurra manna herbergi 15.000

Smáhýsi 15.000 

Svo erum við einnig með tjaldstæði þá sem vilja svoleiðis.

Lónsá er fjölskyldurekið gistiheimili í eigu Bjarka og Joy. Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokapláss. Sameiginlega stofu, baðherbergi og eldhúsaðstöðu.

Opið allt árið um kring. Einnig er rekið tjaldsvæði á sama stað.

Frekari upplýsingar í síma 4625037 eða info@lonsa.is

Hér er Gistiheimilið Lónsá rétt norðan við Akureyri
Senda skilaboð á fb eða info@lonsa.is
https://www.facebook.com/
Tjaldstæðið

27.5.20

Hópkeyrsla Tíunnar frá Ráðhústorgi. FRESTAÐ


(Frestað)  Hópkeyrsla Tíunnar á Akureyri.

Allir eru velkomnir að mótorhjólast með.


Alls verða eknir 42 km fyrst um flest hverfi Akureyrarbæjar til að minna á að mótorhjólin eru komin á göturnar.  
Síðan verður tekin litli Eyjafjarðarhringurinn og endað inn í Kjarnaskógi þar sem Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts verður með fjölskyldudag og grillveislu þar sem Vitinn mathús grillar ofan í okkur. 
1500 kr á mann ,,, nema þú sért greiddur félagsmaður í Tíunni þá er það frítt. 

 Munið félagskirteini, það virkar sem greiðsla.
Munið eftir félagskirteinum.
Ganga í klúbbinn !


Varðandi hópaksturinn þá ber öllum hjólamönnum að virða umferðareglur, Við auðvitað reynum að stöðva umferð þar sem við getum en það er ekki alltaf hægt, og því verða menn að fara með aðgát því óvenju mörg gatnamót verða tekin í þessari keyrslu.

Hér að neðan er aksturplan hópkeyrslunar .

Tilboð á gistingu til hjólafólks sem heimsækir okkur á Hjóladaga.

 
tel Kjarnalundur

Tvær nætur í tveggja manna herbergi með morgunverði og aðgang að heitum pott er 27000,- fyrir helgina.
Eða

Tvær nætur í einstaklings herbergi með morgunverði og aðgang að  heitum pott er 20,000 fyrir helgina.

Kær kveðja og þakkir 
p.s Hótel Kjarnalundur er aðeins í fimm mínutna göngu fjarlægð frá salnum sem Tían er með fyrir lokaslútt Hjóladaga. 

26.5.20

Landsmót 2020 Verður haldið !!!

Mölbrotinn og stóratáin farin eftir mótorhjólaslys í Eyjafirði.

Hondan er ílla farin og líklega er of dýrt
að gera hana upp.
3. maí síðastliðinn var afdrifaríkur dagur fyrir mótorhjólamanninn og fasteignasalann Daníel Guðmundsson sem á þessum blíðviðrisdegi ók frá heimili sínu á stórglæsilegu ferðamótorhjóli af gerðinni Honda ST 1300 Pan European til móts við félaga sína í Tíunni,  Bifhjólahjólaklúbb Norðuramts á Akureyri , en félagarnir stefndu í hópferð austur fyrir fjall í veðurblíðunni.

Fréttatilkynningin á www.visir.is var á þessa vegu.

Um hádegið í dag var Lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynnt um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibíll og mótorhjól höfðu lent saman.
Ökumaður mótorhjólsins var sagður hafa kastast af hjólinu talsverða vegalengd eftir að sendibílnum hafði verið ekið í veg fyrir mótorhjólið. Einn maður var í sendibílnum og kenndi hann sér ekki meins.
Ökumaður mótorhjólsins var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Hinn slasaði var með meðvitund þar hann var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað frekar um líðan hans að svo stöddu. að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Daniel sem býr fram í Eyjafirði ók sem leið lá til Akureyrar, en varð fyrir alvarlegu umferðaróhappi  þar sem bíll ók í veg fyrir hann, sem gerði það að verkum að hann mun líklega ekkert hjóla í sumar.
Daniel féll af hjólinu og slasaðist talsvert í slysinu og var fluttur á spítala, og var á gjörgæslu í 10-11 daga áður en hann var fluttur á lyfjadeild þar sem hann er að jafna sig af meiðslum sínum.  Hjólið er hinsvegar ónýtt.

Tíuvefurinn fékk að taka smá símaviðtal við Daníel þar sem hann liggur inn á SAK.

Sæll Daníel og takk fyrir að tala við okkur. 
      Mig langar að spyrja þig út í slysið, hvað gerðist ?    og mannstu eitthvað eftir slysinu?

,,Takk sömuleiðis Víðir. Þú lýsir þessu bara eins og ég hef heyrt af þessu. Ég man sem sagt lítið sem ekkert eftir þessum degi og lítið fyrstu tvær vikurnar eftir slysið svo sem".

Slasaðist þú mikið ?

 ,, Já ég slasaðist ansi illa.   Bakbrotnaði og eru fimm hryggjaliðir saman sprengdir.  Flest rifbein  vinstramegin brotnuðu skildist mér, vinstri hendin fór ansi illa og er spengd saman og skrúfuð. Missti stórutá á vinstra fæti hinar ekki alveg komnar úr hættu en ef ekki kemur ígerð í þetta ætti þær að sleppa auk þess brotnaði ristin".

Varstu vel útbúinn til mótorhjólaaksturs ?

   ,,Já ég hef reynt að halda mig við þá reglu svona hin síðari ár að klæða mig fyrir fallið ekki veðrið eða coolið,  þó auðvitað séu undantekningar á því endrum og sinnum. Í þetta skiptið var ég mjög vel búinn að öllu leyti og það hefur mjög líklega bjargað lífi mínu.   Var í þykkum leður klossum, góðum leðurbuxum sem voru fóðraðar á hnjám og mjöðmum, nýjum jakka undir hann spennti ég stórt og mikið bakbelti, góður hjálmur og vettlingar með hörðu plasti til hlífðar".

Veistu eitthvað hvað varð um mótorhjólið þitt ?

    ,,Eftir því sem ég best veit var hjólið sett í geymslu sem sennilega tekur að sér að sækja og geyma svona tæki eftir slys. Ég hef hreinlega ekki verið á þannig stað líkamlega að geta hugsað um annað en einn dag í einu og þá bara líkamann".

Stefnir þú á að fara aftur á mótorhjól ?

    ,,Varðandi spurninguna um hvort ég hjóli aftur þá er svarið einfalt " já og get ekki beðið eftir því að komast út að hjóla" Skilst að Hondan sé ónýt sem er mikil synd því þarna var um verulega gott hjól að ræða. Er að leita að sjálfskiptu hjóli núna, vildi gjarnan hafa það skoðað tryggt og klárt og mynd af því upp á vegg hér á sjúkrahúsinu sem hvatningu ef ég losna út fyrir veturinn".

Er eitthvað sem þú vilt segja félögum okkar þarna úti á mótorhjólunum.?

    ,,Ég veit ekki hvað ég get sagt öðru mótorhjólafólki annað en að klæða sig fyrir fallið. Í mínu tilfelli var ekið fyrir mig og ég náði ekki að bremsa einusinni fyrirvarinn var svo skammur.
Þannig að klæða sig vel og njóta. Ekkert nema sumarið og Rock og roll framundan, njóta þess"

Ég þakka Daníel fyrir viðtalið og óska honum góðum bata.

Víðir # 527


Landsmót Snigla í Hallormstaðaskógi 1993

Heiddi að grilla beikonið í súpuna

Landsmót 1993

Undirritaður mætti á fjórum hjólum á landsmót. Var það létt verk og löðurmannlegt og ekki nema hálf skemmtunin að koma með þeim hætti.
Okkur Nonna Metal og okkar ektasneglum Steinunni og Áslaugu) bar að garði seinnipartinn á föstudaginn og byrjuðum á því að stoppa í sjoppunni á Egilsstöðum.
Brátt fór að bera á draugagangi þar fyrir utan en þegar betur var að gáð reyndist það vera þeir sem komið höfðu kvöldið áður og voru ekki beint í besta formi.   Voru sumir það langt leiddir að þeir sofnuðu ofan í diskinn sinn.

Hallormsstaður er sunnan við Egilsstaði, rétt áður en maður kemur að Atlavík.


Ber víkin heiti eftir landnámsmanni þeim er fyrstur bjó þar og var nefndur Graut-Atli líklega vegna innihalds heilabúsins), annars er best að spyrja afkomanda hans Tösku-Atla að því.
Kjarngóð landsmótsúpa er fastur liður á
 Landsmóti á föstudagskvöldinu
Hitinn var frekar kaldur þótt volgur væri á köflum eða 27°C deilt með þremur (dögum).
Til þess að fá í sig hita var farið í ruðning þar sem undirritaður snéri sig þegar hann hitti ekki boltann. En sagt er að fall sé fararheill og má því snúa upp á landsmót, því ég hef aldrei séð eða heyrt landsmót fara betur fram en þetta.
Bæði var skipulag þess til sóma og gestir þess einnig, þott ölvaðir væru. Ég sá ekki ein einustu
slagsmál og einu misþyrmingarnar voru í hreðjaglimu þar sem sigurvegarinn frá þvi í fyrra varôi titilinn. Jú, ég lýg því. Víst voru misþyrmingar á landsmóti en þá bara á þeim sem áttu það skilið, en sá var teipaður við staur fyrir þjófnað en ekki grýttur þannig að Sniglar fá háa einkunn fyrir kurteisi, eða þannig. þótt þeir hafi heitið Sniglabandið og milljónamæringarnir fyrra kvöldið. Allavega virðast þeir og aðrir kunna vel við sambasveifluna. Heiddi sá um súpuna eins og venjulega og þar sem
Sniglabandið spilaði að sjálfsögõu bæði kvöldin enginn ældi í hana smakkaðist hún þrusuvel, takk fyrir mig, Heiddi.


Reipitogið tók á

Leikirnir einkenndust af titilvörnum. 

Reipitog á hjólum
Í lúdmílu varði Steini Tótu titil sinn, í hreðjaglímu Harpa, og í þrífæti Sniglabandið, en þeir fengu mikla og góða keppni frá Metaltríóinu. Keppt var í reipitogi tegunda (ágætis aðferð til þess að skera úr um hvað sé besta hjólið) og að sjálfsögðu vann HONDA, kom aldrei annað til greina, allavega af minni hálfu.
Nýtt atriði var einnig á dagskrá en það var reipitog á hjólum.
Dæsus og Stjáni Sýra sýna mikil tilþrif og voru þannig á eftir að það var eins þeir hefðu  hefðu skeint sér með því að renna sér á rassgatinu.
Sniglið var náttúrulega hápunkturinn á þessu öllu. 
Eyjólfur Trukkur og Steini Tótu
kljást í Sófasettasnigli.
Mættu menn misjafnlega vel undirbúnir og upplagðir til keppni og hálf broslegt að fylgjast með hvernig drukknir menn reyna að hjóla og bað hægt, það er einfaldlega ekki hægt. Steini vann sófatlokkinn á hjóli sem hann hafði aldrei keyrt áður (1500 Goldwing) og tíminn hans meðal þeira bestu yfir heildina. Verst að hann skyldi ekki veita Sniglabandinu meiri keppni en hann fór alltaf út af eftir góða byrjun. Í úrslitum kepptu Þröstur Bíbí, Einar, Skúli og Björgvin, 
Beemerarnir duttu út og í úrslitum keyrði Einar út af brautinni þannig að Björgvin Ploder var Snigill ársins í þetta skipti og fagnaði hann því ægilega.

Nú er það bara ekkert sem heitir, við hinir verðum bara að fara að æfa okkur til þess að bandið vinni ekki alltaf þannig að það fari að komast upp í vana hjá þeim.

Björgvin Ploder fagnar ógurlega.
Ellefu útlendingar mættu á landsmót og skal þar fyrstan telja Ron, þjóðverjan ógurlega. Hann hafði í þrjár vikur reynt að komast upp á Öskju og ætlaði ekki að fara héðan fyrr. Nokkrir Sniglar keyrðu fram á hann í rigningu upp á heiði þar sem hann hafði tjaldað og buðu honum með sér á landsmót. Þangað mættu einnig tíu stykki úr Sandnes MC sem er norskur mótorhjólaklúbbur.

Í heildina var þetta vel heppnað landsmót og kemur jafnvel til greina að halda það á þessum stað aftur.
Ekki svo galin hugmynd.
Sjáumst á tveimur jafnfljótum (hjólum).
Náttfari #654

25.5.20

Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn

Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara.

Damon Hypersport Pro er frá Damon, kanadískum mótorhjólaframleiðanda. Hjólið er rafdrifið og tengt með 4G-nettengingu. Það verður frumsýnt á CES (Consumer Electronic Show - Neytenda raftækjasýningunn) í Las Vegas í byrjun næsta árs.
Damon Hypersport TechCrunch Trailer from Damon Motors Inc on Vimeo.


Hjólið kemur með CoPilot tækni. Það er ekki sjálfkeyrandi heldur les það veginn og umferðina með sömu samsetningu af myndavélum og skynjurum og bifreiðar nota.

Skynjarar sem vara við árekstri láta stýri hjólsins hristast ef vara þarf ökumanninn við. Eins eru blindpunktsviðvaranir í mælaborði hjólsins. Ökumaður getur séð hvað er að gerast fyrir aftan sig á LCD skjá fyrir framan sig. Hann hefur því 360 gráðu yfirsýn yfir umferðina.

24.5.20

Rúntað og ræktað upp land

Á milli Sultartangalóns og Hrauneyjavegar vinna nokkur mótorhjólafélög að því að græða upp örfoka land og endurheimta forna birkiskóga. Í dag verður farið í hina árlega landgræðsluferð.


Vorið 2009 hóf Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir landgræðsluverkefni undir heitinu Hekluskógar. Tveimur árum síðar gengu fjögur mótorhjólafélög til viðbótar til liðs við verkefnið og hafa þau nú farið á hverju ári í landgræðsluferð þar sem sexhjól í eigu Gísla Einarssonar hefur reynst afar vel.


Árlegur viðburðurGísli, sem er meðlimur Slóðavina, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu frá upphafi. „Ég er búinn að vera með nánast frá upphafi,“ segir hann. „Þetta er árlegur viðburður og er samvinnuverkefni nokkurra mótorhjólaklúbba, þar á meðal Slóðavina sem er ekki bara mótorhjólahópur, heldur ferðaklúbbur á mótorhjólum, fjórhjólum og beltahjólum og fleira. Hinir klúbbarnir sem eru með okkur eru allt mótorhjólaklúbbar.“
   Hin félögin sem koma að verkefninu eru BMW klúbburinn á Íslandi, Skutlur, Harley Owners Group Iceland og Gaflarar í Hafnarfirði. Hvert félag fyrir sig vinnur á 25 hektara svæði (500x500) og ber þar á áburð og gróðursetur trjáplöntur ár hvert. Að auki vinna Slóðavinir á 80 hektara svæði á Vaðöldu og Endurvinnslan hf. vinnur á 40 hektara svæði, samhliða mótorhjólafélögunum.
Við fengum úthlutað og byrjuðum á svæði sem heitir Vaðalda, sem er upphækkað svæði út frá lóninu hjá virkjuninni á Sultartanga. Svo breyttist það þegar við ákváðum að fá sérstakt svæði við þjóðveginn, sem er svona ca 5 kílómetrar að lengd og 500 metrar á breidd,“ skýrir Gísli frá.
   „Þar erum við að vinna að því að búa til skóg sem við ræktum með höndunum, með það fyrir augum að þetta gæti hugsanlega orðið einhvers konar mótorhjólakeyrslusvæði í framtíðinni, ef það er hægt að gera einhverjar skemmtilegar brautir þarna.“ Skógurinn sem félögin vinna að því að græða er í daglegu tali nefndur Mótorhjólaskógurinn.
   Alls er uppgræðslusvæðið tæplega 300 hektarar. Ýmsir aðilar hafa styrkt verkefnið, en stærsta styrkinn veitir N1 árlega, þar sem fyrirtækið lánar Slóðavinum vörubíl með krana til að flytja áburðinn og hífa sekkina í vegkantinn við reiti hvers félags.

Kærkomin hjálparhella 


„Ég kem alltaf með sexhjól á svæðið, sem er fjórhjól með palli, og það hjálpar okkur að dreifa áburði, það munar miklu að geta dreift áburði til að örva vöxtinn. Það er orðið fastur punktur í þessu og auðveldar alla vinnu.“
    Ábyrgðin er mikil. „Ég þarf alltaf að halda því gangandi til að vera öruggur að geta mætt með það, það er orðið fimmtán ára gamalt. Það virkar mjög vel í áburðardreifingu því það getur einn verið að keyra og einn setið aftan á pallinum og kastað áburðinum, svo getur maður líka borið í þau sem eru að kasta úr fötum eða skjólum og eru kannski búin að labba langt frá sekknum, þá getur maður skotist til þeirra með áburð.“
   Þá þarf líka að fara gætilega. „Það er alltaf að verða vandasamara að keyra á svæðinu, því það eru alltaf að koma fleiri plöntur, maður verður að passa sig á að keyra ekki á litlu trén.“
   Blaðamaður spyr Gísla hvort sexhjólið sé hálfgerð þungamiðja verkefnisins. „Það mætti kannski segja að það sé lykilþátttakandi í þessu verkefni.“
   Í dag verður farið af stað í landgræðsluferðina og lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 8.45 og 9.00.

  Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook undir „Mótorhjólaskógurinn“.

Fréttablaðið 
23. MAÍ 2020