Tæplega tvö þúsund manns heimsóttu lögregluna á Akureyri á lögregludeginum sem haldinn var á sunnudag.
Þrjátíu starfandi lögreglumenn tóku á móti forvitnum gestum og fræddu þá um starfsemina, en
tækjabúnaður lögreglunnar var til sýnis í sérstöku
tjaldi við stöðina. Þeir lögreglumenn sem ekki voru á vakt gáfu vinnu sína. Öll börn sem þess óskuðu
fengu að bregða sér á bak mótorhjóli lögreglunnar
þar sem tekin var af þeim mynd, en lögreglumaðurinn sem annaðist myndatökuna stóð í ströngu; tók
alls um fjögur hundruð myndir. Þá fengu börnin einnig lögreglumerki sem þau nældu í barminn.
Morgunblaðið 16 okt 1990