Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
Akureyri, Iceland
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

27.6.18

Við erum farin á Landsmót....

Landsmótsnefndin er klár með Landsmótið í Ketilási 

Búið að hlaða rútuna og kerruna með því sem þarf til að halda gott mót.

Mótorhjólið á Kerrunni er aðalvinningurinn í happadrætti Landsmótsins

 En fjöldi aukavinninnga eru einnig í boði frá m.a

22.6.18

Frítt fyrir bifhjólamenn í gegnum Hvalfjarðargöngin um landmótshelgina.

Landsmótsnefndin hefur náð samkomulagi við Spöl.ehf


Um að gjaldfrjalst verði fyrir mótorhjólafólk í gegnum Hvalfjarðargöngin 28 júní-2 júlí í tilefni Landsmóts Bifhjólamanna sem er á Ketilási Fljótum í Skagafirði.

Kv. Landsmótnefnd

Spölur vill samt koma á framfæri :

Að því gefnu að vélahjólafólk sýni ítrustu aðgæslu og kurteisi i/og við göngin sem og að sjálfsögðu allstaðar í umferðinni en svolítið hefur borið á glannaskap í/og við göngin.

20.6.18

DAGSKRÁ LANDSMÓTS BIFHJÓLAMANNA 2018

Fim:
22:00 Landsmót Sett.
22:30 Ingvar Valgeirs Spilar fyrir Landsmótsgesti.

Fös:
10-17 Fólk að vakna og Aðrir gestir að mæta á staðinn.
18:00 Tegundareipitog.
20:00 Landsmótssúpa, Orkumikil súpa sem er góður undirbúningur fyrir átök helgarinnar.
20:30 AA fundur
21:30 Varðeldur kveiktur.
23:00 Ball kvöldsins hljómsveitin Swiss mætir á svið með alvöru Rokk.
Búningakeppnin hefst og dómarar verða að störfum allt mótið.

Lau:
15:00 Saxaleikar (keppt í hinum ýmsunum Skrítnum íþróttagreinum) og verðlaun veitt á eftir.
18:00 AA fundur
19:00 Matur. Heljarinnar grillmáltíð..
21:00 Dregið í Happadrætti og verðlaun fyrir ýmislegt.
22:00 Hljómsveitin Thai Boyz keyra stuðið í gang
23:00 Hvanndalsbræður leika fyrir dansi fram á nótt þar sem sveitungarnir eru velkomnir á ballið.

Sun:
12-14 Tiltekt
Margar hendur vinna létt verk
Áfengismælir hjá nefndinni /til að vera viss :)

ATH Spölur gefur bifhjólamönnu frítt í gegnum Hvalfjarðargöngin,,,, en sýnið tillitsemi þar í gegn,,,
hraðakstur og dónaskapur verður bara til þess að þetta verður ekki gert aftur.

Stjórn


Þjónusta :
Segull Bjórsmiðjan verður með björsölu á staðnum
Verslunin Ketilás verður með opið lengur
Hamborgarar , Pylsur ,Samlokur, Gos
selt á staðnum.

ATH Ekkert BENSÍN selt á KetilásiForsölu á Landsmót 2018 lokið

Við hittumst þá bara í hliðinu á Ketilási..

19.6.18

Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins

Enn bætir Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían í safnið en á dögunum gaf klúbburinn Mótorhjólasafninu 65 tommu Samsung hágæða sjónvarpstæki.

En núna var gjafapakkinn stækkaður því að Tían bætti við og gaf safninu Örbylgjuofn og Samlokugril ,sem á eftir að koma sér vel.

18.6.18

100 ára afmæli var haldið á Mótorhjólasafninu


Fyrir eitt hundarað árum þ.e árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson.
Henderson Árg 1918

 Hjólin eru Amerísk framleidd á árunum 1912-1931.
Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012. Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins. Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.


Sumum þurfti að ýtaí gangÞann 16 júní 2018 var Startupdagur gamalla mótorhjóla á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri.


Fjöldi fólks alls staðar af landinu, komu á safnið til að berja þennan viðburð augum og voru mörg gömul hjól gangsett og prufukeyrð á nýmalbikaða planinu fyrir framan safnið.


Triumph 
Svo var Henderson hjólið gangsett og var brunað á því fram í fjörð alla leið að bænum Espihól í Eyjafjarðarsveit og hjólaði hópur bifhjólamanna með og var úr þessu hinn skemmtilegast viðburður. 
Henerson hendist áfram!
 
Áhugamenn í og hjól í röð
Henderson árg 1918Henerson 1918 og Kawasaki 1980

Það var fullt af áhugamönnum

6.6.18

Tían færði Mótorhjólasafninu gjöf.

Á myndinni má sjá Víði Hermannsson í stjórn Tíunnar
afhenda Haraldi Vilhjálmsyni stjórnarmanni safnsins tækið góða.

Já eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands.

Í ár ákvað stjórnin að gefa safninu hágæða Samsung 65 tommu UHD 100Hz  smart Tv og veggfestingu  frá Ormson á Akureyri sem á eftir að nýtast safninu vel.

4.6.18

Bílasýning BA 17 júní.


Kæra Bifhjólafólk.


Nú styttist í Bílasýninguna okkar 17. júní og okkur vantar endilega hjól á sýninguna.

Þeir sem hafa áhuga á að lána okkur hjól á sýninguna endilega hafið samband við


Sidda Ben. 8998396

kv B.A.

3.6.18

Sjómannadagsrúntur var tekinn í dag á Akureyri

Um 20 hjól tóku þátt í sjómannadagshópakstri um Akureyri og nágrenni. Ekið var góður hringur um bæjinn og svo út úr bænum svokallaða Litla Eyjafjarðarhring og endað á

Fjölskyldumóti var haldið vegna sjómannadagshátíðarinnar í Kjarnaskógi rétt innan við Akureyri,

Baca stelpurnar Katý og Kristín sáu um að keyra viðburðinn og heppnaðist hann vel.

Kærar þakkir stelpur..
Myndir : Kristín Helgad. 
LANDSMÓTSSÚPUPOTTURINN

Fyrir viðgerð

Landsmótsnefndin hafði talsvert fyrir því í ár að endurheimta pottinn góða sem fylgt hefur Landsmóti í áratugi, og hefur hann gefið af sér ymsar gerðir af súpum sem hafa yljað okkur í gegnum tíðina.

Því miður þá var ástand Pottsins orðið það slæmt eftir áratugi í flutningum milli landshluta,,, hefur sennilega verið rúllað fram af vörubílspalli og látinn detta í jörðina ,,,,
Sem sagt miðað við ástand hans þá varð bara að setja pottinn í uppgerð.
Allt svart efni ( járn ) sem var í hitahlífum og löppum hefur nú verið fjarlægt og er komið ryðfrítt stál í allann pottinn.
Potturinn verður slípaður upp og ætti að vera skínandi eftir uppgerðina,,
Þar sem við leggjum í þessar kosnaðasömu viðgerð á pottinum þá ætlum við líka að taka hann til eignar og geymslu á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri..
En Landsmótsnefndir framtíðar geta fengið hann til afnota. en honum verður ávalt
að skila aftur til Tíunnar að loknu landsmóti.
Hreinum og í góðu ástandi.
Sjáumst á Landsmóti : nefndin
Úr minningargrein um Heidda #10
(Flestir landsmótsgestir á landsmótum Snigla hafa smakkað sérlöguðu landsmótssúpuna hans sem hann hefur eldað síðustu 19 ár á öllum landsmótum síðan 1988. Sennilega er ekki til sá Íslendingur sem hefur eldað ofan í eins marga mótorhjólamenn og Heiddi, en oft tók hann að sér að elda fyrir bæði götu- og torfærumótorhjólamenn á hinum ýmsu uppákomum og ferðalögum hjólamanna.)

Landsmót Bifhjólamanna á Facebook


Uppfært 8.6.18
Potturinn klár.


2.6.18

Á döfunni á morgum Sjómannadag.


Hópakstur um bæinn. Og svo einn Eyjafjarðarhring.
Leggjum í hann kl 13
Endum svo í Kjarnaskógi..á
ÚTIVISTAR- OG TJALDSVÆÐIÐ AÐ HÖMRUM

Kl 14.00 Svæðið opnað. Hoppukastalar, rafmagnsbílar, koddaslagur, flekahlaup, smábátar á tjörnunum, grillaðar pylsur til sölu o.fl.

15.00 Dagskrá á sviði hefst. Ivan Mendez stýrir fjöldasöng, Norðlenskar konur í tónlist flytja sjómannalög og Einar Mikael töframaður sýnir magnaðar sjónhverfingar.

Bjölluhringingarathöfn við safnið

Um 40 manns voru viðstödd Bjölluhringingarathöfn sem að Sober Riders héldu við Mótorhjólasafnið í gærkvöldi.Þar var minnst fallina félaga með því að lesa upp nöfn þeirra og hringja bjöllu strax á eftir.

Myndir :Kalla


Landsmót Ketilás 2018


Miðaverð 10000kr


Paraverð 18000kr


Viðburðurinn á facebook

FORSÖLU LOKIÐ


Áhugavert