6.6.18

Tían færði Mótorhjólasafninu gjöf.

Á myndinni má sjá Víði Hermannsson í stjórn Tíunnar
afhenda Haraldi Vilhjálmsyni stjórnarmanni safnsins tækið góða.

Já eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands.

Í ár ákvað stjórnin að gefa safninu hágæða Samsung 65 tommu UHD 100Hz  smart Tv og veggfestingu  frá Ormson á Akureyri sem á eftir að nýtast safninu vel.