3.6.18

LANDSMÓTSSÚPUPOTTURINN

Fyrir viðgerð

Landsmótsnefndin hafði talsvert fyrir því í ár að endurheimta pottinn góða sem fylgt hefur Landsmóti í áratugi, og hefur hann gefið af sér ymsar gerðir af súpum sem hafa yljað okkur í gegnum tíðina.


Því miður þá var ástand Pottsins orðið það slæmt eftir áratugi í flutningum milli landshluta,,, hefur sennilega verið rúllað fram af vörubílspalli og látinn detta í jörðina ,,,,

Sem sagt miðað við ástand hans þá varð bara að setja pottinn í uppgerð.


Allt svart efni ( járn ) sem var í hitahlífum og löppum hefur nú verið fjarlægt og er komið ryðfrítt stál í allann pottinn.

Potturinn verður slípaður upp og ætti að vera skínandi eftir uppgerðina,,


Þar sem við leggjum í þessar kosnaðasömu viðgerð á pottinum þá ætlum við líka að taka hann til eignar og geymslu á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri..

En Landsmótsnefndir framtíðar geta fengið hann til afnota. en honum verður ávalt

að skila aftur til Tíunnar að loknu landsmóti.

Hreinum og í góðu ástandi.


Sjáumst á Landsmóti : nefndin


Úr minningargrein um Heidda #10
(Flestir landsmótsgestir á landsmótum Snigla hafa smakkað sérlöguðu landsmótssúpuna hans sem hann hefur eldað síðustu 19 ár á öllum landsmótum síðan 1988. Sennilega er ekki til sá Íslendingur sem hefur eldað ofan í eins marga mótorhjólamenn og Heiddi, en oft tók hann að sér að elda fyrir bæði götu- og torfærumótorhjólamenn á hinum ýmsu uppákomum og ferðalögum hjólamanna.)

Landsmót Bifhjólamanna á Facebook


Uppfært 8.6.18

Potturinn klár.