Fyrir eitt hundarað árum þ.e árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson.
Henderson Árg 1918
Hjólin eru Amerísk framleidd á árunum 1912-1931.
Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012. Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins. Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.
 |
Sumum þurfti að ýtaí gang |
Þann 16 júní 2018 var Startupdagur gamalla mótorhjóla á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri.
Fjöldi fólks alls staðar af landinu, komu á safnið til að berja þennan viðburð augum og voru mörg gömul hjól gangsett og prufukeyrð á nýmalbikaða planinu fyrir framan safnið.

 |
Triumph |
Svo var Henderson hjólið gangsett og var brunað á því fram í fjörð alla leið að bænum Espihól í Eyjafjarðarsveit og hjólaði hópur bifhjólamanna með og var úr þessu hinn skemmtilegast viðburður.
 |
Henerson hendist áfram! |
 |
Áhugamenn í og hjól í röð |
 |
Henderson árg 1918 |
 |
Henerson 1918 og Kawasaki 1980 |
 |
Það var fullt af áhugamönnum |