25.12.78

Honda CB 750 four

Honda CB 750 Four
Að þessu sinni ætla ég að lýsa reynslu minni af Japanska þrumufleygnum HONDA 750 Four, sem farið hefur sigurför um allan heim og er í dag álitið að fleiri hjól af þessari tegund séu í umferð en önnur " Super" hjól samanlagt. Bílablaðið fékk, fyrir milligöngu HONDA-umboðsins, tækifæri til að reyna slíkt hjól nú fyrir nokkru og hér á eftir fara niðurstöður fengingar reynslu.

Fyrstu kynnin af HONDU 750 eru þau að hún lítur afskaplega sakleysislega út, allar línur eru mjúkar og fínlegar og þegar sest er í hnakkinn og tekið um stýrið virðist þetta alltsaman ósköp einfallt.
Á augnabiliki er nálin í hraðamælinum
farin að fikta við þriggja stafa tölur.
  Eftir að hafa hlustað á ráðleggingar eigandans, Ara Vilhjálmssonar sem góðfúslegast lánaði okkur tækið, er svissað á og þrýst á starthnappinn, á sama augnabliki fara strokkarnir fjórir að mala ánægjulega (ekki að furða þegar á það er litið að þeir hafa hver um sig sinn .... einkablöndung).
Kúplingin er létt en það urgar lítilsháttar í gírkassanumþegar sett er í fyrsta gír, og svo er ekið af stað út í umferðina, rólega til að byrja með meðan ég er að venjast hjólinu, en líka vegna þess að reynsluaksturinn er framkvæmdur seinni hluta laugardags og sunnudagsbílstjórarnir eru komnir á stjá, en þeir annars ágætu menn eru lítið gefnir fyrir okkur mótorhjólamenn eins og við flestir vitum og sumir okkar þekkja af biturri reynslu.
Hún lætur ekki mikið yfir sér
þegar hún stendur kyrr.
En hvað um það, jafnvægið í HONDUNNI er hreint afbragð og hún er eins auðveld í snúningum og skellinaðra, og það sem kemur mér þægilegast á óvart er alveg frábær bremsan á framhjólinu, vökvaknúin diskabremsa, sem er bæði mjúk og aflmikil og virkar um leið og tekið er í handfangið án þess að læsast.

Önnur hlið á HONDA 750

Við (ég og HONDA) erum von bráðar komin að rótum Ártúnsbrekkunnar, og nú loksins læt ég það eftir mér að snúa dálítið mannalega upp á eldsneytisgjöfina, og.... HELVÍITI...., eða átti ég kannski að segja eins og skáldið: "Elsku drottinn, núna var ég nærri dottinn".
Það vill til að HONDAN er framþung og ég að sjálfsögðu aldeilis frábær ökumaður því annars hefði ég orðið eftir þarna niðri í brekkunni, sem sagt, þetta þægilega leikfang breyttist á svipstundu í eitthvað það ægilegast villidýr sem ég nokkurntímann sest klofvega á, og og ég gerði ekki meira en að hanga á hjólinu meðan það ruddist með þrumugný upp brekkuna og linnti ekki látunum fyrr en ég losnaði um takið á inngjöfinni, en um leið var HONDAN aftur orðin sakleysið uppmálað.

Frábær í meðhöndlun á malarvegum.

Kvartar ekki Þótt gefið sé

 Nú fór ég að verða alvarlega spenntur og hraðaði mér upp að Rauðavatni til að prófa hvað hægt er að gera við svona villidýr.
Og nú var aftur opnað fyrir bensínrennslið inn á blöndunguna fjóra, en í þetta sinn var ég viðbúinn öllu því versta, og var það eins og við mannin mælt, viðbragðið var svo snöggt að ég átti fullt í fangi með aðgæta þess að renna ekki aftur úr sætinu og á svipstundu var nálin í hraðamælinum farin að gæla við þriggja stafa tölur.
Þegar HONDAN æddi áfram á útopnu í fimmta gír þótti mér bölvað ólán hvð stýrið var hátt því að loftmótstaðan var svo mikil að ég hélt einna helst að fötin ætluðu að rifna utan af mér, og þegar mér var litið niður á hraðamælinn, sem er ílla staðsettur til aflestrar sá ekki betur en nálin væri einhverstaðar í nágrenni 160-170, en þar sem mér er ákaflega annt um ökuskyrteinið mitt vil ég ekki staðfesta þetta.  
Eftir að hafa ekið nokkrar ferðir fram og til baka komst ég að þeirri niðurstöðu að það er næstum ótakmarkað hvað hægt er að halla hjólinu í beyjum, bremsurnar eru fyrsta flokks, skiptingin er frábær þegar skipt er upp en leiðinda urr og smellir þegar skipt er niður.
Mjög þægilegt er að ná til allra rofa en ljósasamstæðan sem sýnir stefnuljósin, olíuþrýstiljós, háuljós og hlutlausa gírinn er ílla staðsett eins og mælarnir, eins eru speglarnir ekki nógu hentugir því þeir eru á svo stuttum örmum að ég þurrfti að halla mér til að sjá eitthvað aftur fyrir mig.
Hljóðkútarnir fjórir skila sínu hlutverki af full mikilli samviskusemi fyrir minn smekk, því að mér finnst að HONDAN þurfi ekkert að fera feimin við að láta heyra dálítið til sín.

Frábær á malarvegi

Allar línur mjúkar og fínlegar.
Nú breytti ég til og ók út á malarveg, og þar kom HONDAN mér einn mest á óvart, því ég hafði fastlega reiknað með því að hún væri frekar stíf í fjöðrum, en því var nú ekki aldeilis að heilsa, ég þjarkaði henni fram og aftur á holóttum og hörðum malarveginum án þess að finna fyrir því.  HONDAN var alveg lunga mjúk og prýðileg í meðförum, og mig rekur ekki í minni til að hafa ekið eins þýðu mótorhjóli á möl fyrr eða síðar.

Best gæti ég trúað að HONDA 750 sé einna hentugasta hjólið fyrir okkar vegi sem völ er á, í það minnsta fær hún mín bestu meðmæli við slíkar aðstæður.

Þótt ég æki um á allt að 80-90 km hraða gaf hún ekki frá sér minnsta tíst, og ég er sannfærður um að það má henni tímunum samaná mölinni án þess að fá vott af rassæri eða nýrnalosi.
Þegar ég skilaði HONDUNNI aftur til eigandans var það með söknuði þvi að þetta er vissulega eigulegt hjól.
En í lokin læt ég fylgja nokkrar tæknilegar upplýsingar varðandi þrumufleyginn HONDA 750 FOUR:

Vél 736cc, yfirliggjandi knastás,
fjórir strokkar samsíða,
fjórgengis, loftkæld.

Hestorkutala:
67 hestöfl (bhp) á 8000 snúningum á mínutu
Þjöppunarhlutfall:
9:1
Blöndungar:
Fjórir 28 mm KEHIN
Tankur :
17 lítrar
Bremsur:
296 mm diskur að framan 180 mm tromla að aftan
Þyngd:
218 kg (dry weight) ásamt 5 gíra kassa , rafmagnsstarti , stefnuljósum, snúnings og hraðamæli, Smurþrýstiljósi o.fl.

Að síðust við ég þakka eiganda hjólsins Ara Vilhjálmssyni fyrir lánið og HONDA umboðinu fyrir þeirra þátt.
RJG.
Bílablaðið feb 1978

21.10.78

Hraðskreiðasta mótorhjól landsins


 — ungur Grundfirðingurfer kvartmfluna á 11,9 sekúndum


Á Grundarfirði er mikill mótorhjólaáhugi. Þar trylla ungir menn á hjólum sínum um götur og vegi.


Nú hefur ungur Grundfirðingur slegið öllum við á þessu sviði, ekki aðeins sveitungum sínum, heldur og öllum öðrum landsmönnum. Hann heitir Hilmar Harðarson og er þessa dagana að koma á götuna með hraðskreiðasta og stærsta mótorhjól landsins.

Hjólið er af gerðinni Kawasaki Z—. 1000 Z1 —R og getur náð allt aö 250 km hraða á klukkustund. í 100 km hraða er hjólið aðeins 3.2 sekúndur við góðar aðstæður. Vélin er 4 cylindra, 1015 kúbik og 90 hestöfl. Hjólið vegur 245 kíló og kvartmíluna fer Hilmar á 11.9 sekúndum, eða hraðar en nokkur annar hérlendis. Og verðið er litlar 2.7 milljónir. ÓV.


Dagblaðið 21.10.1978 

14.9.78

„Próflausum strákum á mótorhjólum fjölgar ört"

Þorvarður í einu af sínum frægu stökkum

- segir Þorvarður Björgúlfsson, sem tvívegis hefur orðið íslandsmeistari i Motorcrosskeppninni

■ Þeir sem áhuga hafa á mótorhjólum sem leiktækjum eða sporti fylgjast sennilega með Mótor Crosskeppnum sem haldnar eru með vissu millibili. Mér fannst þvi tilvalið að ræða við Þorvarð Björgúlfsson sem unnið hefur íslandsmeistaratitilinn tvisvar í Mótor Cross keppnum.


— Hvað varstu gamall þegar þú fékkst fyrst áhuga á mótorhjólum?
— Ég var 13 ára, þá voru strákarnir að byrja að fá sér hjól og maður varð alveg sjúkur þegar þeir voru tætandi hjólin upp og niður göturnar próflausir og fannst náttúrlega óréttlátt að þeir fengu að keyra um, en ekki ég.
— Hvers vegna varst þú ekki lika á hjóli? 
— Það var númer eitt af þvi að foreldrar minir sögðu þvert nei við þvi að ég væri á hjólinu próflaus. Svo spilaði peningaleysið einnig inn í, ég átti náttúrlega ekki pening fyrir hjóli þegar ég var 13 ára gutti. Þá fór dellan i lægð i smá tima, en þegar ég var að verða 15 ára keypti ég mér fyrsta hjólið, og var þá búinn aö aura saman öllum þeim pening sem ég náði í. Upp úr þvi varð ég bitinn og kokgleyptur af dellunni. Frá 15 til 17 ára aldurs er mótorhjól eina löglega farartækið sem unglingar mega vera á, fyrir utan reiðhjól, maður verður mjög fljótt háður þessu farartæki, það er létt og lipurt og maður nennir hreinlega ekki að labba neitt eftir að maður verður háður þeim, þetta er nákvæmlega það sama og hendir bileigendur.
— Er mikið um það að krakkar keyri hjólin próflaus?
— Já mjög mikið, það má segja að flestir sem hafa áhuga á mótorhjólum komist yfir hjól á aldrinum 13-14 ára. Ég held ég geti sagt að aukningin á próflausum strákum á mótorhjólum hafi byrjað fyrir svona 5-6 árum og siðan hefur þeim fjölgað ört.

Foreldrar kaupa sér frið

 — Hvers vegna?
— Krakkar hafa miklu meiri pening handa á milli i dag en áður tíðkaðist, foreldrarnir eru of uppteknir af sjálfum sér og skipta sér takmarkað að þessu og jafnvel kaupa sér friðinn. Lögreglan tekur ekki nógu hart á þvi að krakkar séu að keyra próflausir, þegar hún tekur próflausan einstakling
þá er farið með hjólið niður á stöð og foreldrarnir látnir sækja það, og siðan er smá peningasekt.
Þetta getur endurtekið sig aftur og aftur.
— Hverja telur þú skýringuna á þvi að færri stelpur eru á mótorhjólum en strákar? 
— Ég tel að það geti verið margar ástæður fyrir því, þær hafa yfirleitt mikið minni pening
handa á milli en strákar, sem stafar fyrst og fremst af þvi hve þær fá verr launaða vinnu og einnig hversu erfitt er fyrir þær að fá vinnu á sumrin. Nú svo, ef þær eignast einhvern pening, þá kjósa
þær yfirleitt frekar að eyða honum i eitthvað annað. Ástæðan gæti lika verið þessi gamla, þekkta um hlutverkaskiptin. Svo getur það lika verið almenningsálitið, ég man eftir þvi þegar ég var að byrja, þá voru nokkrar sem fengu sér hjól, þær misstu fljótlega samband við hinar stelpurnar, sem voru ekki á hjólum, en komust ekki alveg inn i hóp strákanna, sem voru á hjólum, þær urðu þvi mjög oft einar og á milli hópa, og yfirleitt fengu þær viðurnefni af hjólinu. En sem betur fer er þeim alltaf að fjölga og ég get bætt þvi við að strákar liti frekar upp til stelpna sem eru á hjólum.
— Hvenær byrjar þú svo i Mótor Cross?
— Dellan fyrir torfæruhjólunum kviknaði i gryfjunum. Félagslifið er venjulega mjög mikið þar og þangað getur maður farið og fengið útrás á hjólinu þ.e. tætt upp og niður hæðir og dali, prjónað og stokkið, óáreittur af lögreglunni. Upp frá þessu gerðist ég félagi i Mótor Cross klúbbnum.

Reynir á þol og hugsun 

— Hvað er Mótor Cross? 
— Mótor Cross er fyrst og fremst sport, þetta er keppnisgrein og önnur erfiðasta íþróttagreinin. Þegar maður er i keppni eða að æfa þá reynir þetta bæði á þol og hugsun. Maður þarf að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir um það hvernig og hversu mikið á að halla hjólinu i beygjum, hvar eigi að bremsa og hvar eigi að vinna upp hraðann. Til gamans má geta þess að þeir sem æfa þrekæfingar reglulega eru gjörsamlega búnir eftir einn góðan túr á torfæruhjóli. Þessi iþróttagrein er mjög fjölbreytt maður kemst um allt bæði á vetrum og sumri.
— Fer gróðurinn ekki illa á þvi þegar þið tætið upp og niður fjallshliðar og fjöll?
— Það er útbreiddur misskilningur að við tætum upp allan gróður um þær slóðir sem við förum, þvi i þeim ferðum sem ég hef farið i, þá hafa verið tætt upp fjöll, sem eru gróðursnauð, en við förum um göngustíga á þeim stöðum sem eru grónir, leiðirnar eru alltaf valdar i gróðri og passað er upp á að eyðileggja ekkert.
 — Eru margir félagar í Mótor Cross klúbbnum?
— Nei það eru ekki margir félagar i klúbbnum. Þessi grein fær mjög litla kynningu i fjölmiölum og er þá hægt að nefna sjónvarpið sérstaklega. Bjarni Felixson hefur marg oft lofað að koma og láta taka myndir en alltaf svikið það. Þetta er mjög slæmt þvi við þurfum bara góða kynningu, það hefur marg oft komið fyrir að fólk slysast til að koma á keppni, það verður undantekningalaust mjög hrifið, og
þakkar okkur fyrir góða og spennandi keppni. Fólk hefur oft orð á, að það hefði ekki trúað, að
það gæti verið svona gaman á keppnum.

Munar oft mjóu að maður sé hreinlega keyrður niður

— Finnst þér vera tekið tillit til fólks á mótorhjólum i umferðinni?
— Nei alls ekki, það kom oft fyrir að það munaði mjóu, að maður væri hreinlega keyrður
niður, því ökumenn bifreiða reikna aldrei með þvl að mótorhjól eða aðrir farkostir en bílar
séu í umferðinni.
— Hvað mundir þú ráðleggja unglingum á mótorhjólum i umferðinni að varast?
— Ég myndi segja að maður mætti aldrei trúa á náungann, taka verður fáránlegustu viðbrögð með i reikninginn. Mitt motto er að ef maður ætlar að lifa það af að vera á mótorhjóli á götunni, þá verður maður að vera eins og einstaklingur sem haldinn er ofsóknarbrjálæði!

Bílablaðið 1978

21.8.78

Dagblaðskeppni” á mótorhjólum

 



Flogið yfir sandhóla... spyrnt og spólað...

Vel heppnuð hjólreiðakeppni við Sandfell

Um 500 manns horfðu á fyrstu motorcross hjólakeppnina hér á landi, sem fram fór við Sandfell við Þrengslaveg i gær.
    Var þarna keppt í tveimur stærðarflokkum mótorhjóla. Varð hörkukeppni um fyrsta sætið i stærri flokknum en úrslitin í keppni minni hjóla lágu á borðinu frá byrjun, ef svo má segja. Í stærri flokknum voru keppendur niu og luku allir keppni nema einn. 
   Keppt var á þúsund metra braut með alls kyns hólum og beygjum og keppnin þvi engu minni þraut en keppni um sæti. Farnar voru þrjár umferðir, 15 hringir í 1. umferð og 10 hringir í 2. og 3. umferð. 
   Gefnir voru punktar fyrir hverja umferð og punktarnir réðu úrslitum i lokin. 

Úrslit i stærri flokknum, það er hjól með 500 cc vél: 
1. Einar Sverrisson á Yamaha 400 
2. Pétur Þorgrimsson á Montesa 360 
3. Jón Magnússon á Suzuki 370 

Minni flokkinn skipuðu piltar á hjólum með 50 cc vélar
Ellefu keppendur voru í þeim flokki og luku níu keppni. Farnar voru tvær umferðir, 7 hringir i hvorri umferð. 
   Yfirburðasigurvegari varð Jón Baldursson á Hondu SS 50. Annar varð Sveinn Guðmundsson á Casal 50 og i þriðja sæti Tómas Eyjólfsson á Casal 50. 

Allir keppendur voru búnir samkvæmt ströngustu kröfum, með sérstaka hjálma og hökuhlífar. Þá höfðu þeir axlarhlifar og hnjáhlifar. Kom enda ekkert óhapp fyrir neinn keppenda. 

Áhorfendur skemmtu sér vel og hlógu oft þá er keppendur féllu i erfiðum þrautum sinum. Dagblaðið gaf verðlaun til þessarar fyrstu vélhjólakeppni, bikar í hvorum flokki og þrjá verðlaunapeninga i hvorum flokki. ASt.

18.5.78

Er grundvöllur fyrir súper létt vélhjól hér á hjara veraldar?


Það vill hann Karl H.Cooper meina, að minnsta kosti var hann svo trúaður að hann hóf innflutning á slíkum hjólum s.l. sumar, og þótti það mörgum hin mesta bjartsýni.

En viti menn, hvorki meira né minna en 25 hjól seldust á aðeins þremur eða fjórum mánuðum, svo að þegar Karl lét orð falla í þá átt að mér væri velkomið að reynsluaka svona hjóli tók ég því með þökkum, þótt svona apparöt séu ekki í hávegum höfð hjá okkur kraftadellumönnum.

Þegar ég loks lét verða af því að skreppa upp í Mosfellsveit þar sem Karl er með fyrirtæki sitt, tók ég 9 ára gamla dóttur mína með til þess að sannreyna það sem hann hafði sag mér um að hver sem kynni á reiðhjól gæti ekið MALAGUTI vélhjólinu.

 MALAGUTI MOTORIK eru ítölsk framleiðsla og eins og þeirra er von og vísa er hjólið snyrtilega hannað og raunar skratti laglegt hjól.

Ég byrjaði á því að aka hjólinu nokkra hringi og vissulega var það auðvelt í meðförum, þ.e. stigið á startsveifina, snúið upp á bensíngjöfina og þar með er allur galdurinn upp talinn.

MALAGUTi er svo til hljóðlaus. Jafnvægið betra en á reiðhjóli, lítill hlíf er komið fyrir ofan mótorinn sem er
 beint undir fótum mans sem gerir það að verkum að sama og ekkert skvettist á menn
þó ekið sé í vætu, aflið er í algeru lágmarki, en nægir vel til þess að skila manni hvert sem er
innanbæjar, bensíneyðslan er aðeins 2 lítrar pr. 100 km og það eitt ættiað vegkja almenning
til alvarlegrar umhugsunar á þessum síðustu og verstu tímum. (Á myndinni er Elín G Ragnarsdóttir)
Og Karl H. Cooper hafði rétt fyrir sér, stelpan var ekki í nokkrum vandræðum með að handleika MALAGUTI og það var ekki fyrir en eftir fortölur og bölbænir að mér tókst að hafa hana ofan af hjólinu aftur.

Það sem mér þótti mest til koma á MALAGUTI fyrir utan einfaldleikann var það hver breiðir hjólbarðarnir eru undir henni, Því það hlýtur að gera það að verkum að hjólið er vel nothæft  utan malbikssins og einnig í snjó.
------------------------------------------------------------------
Verðið á MALARGUTI MOTORIK er um 135-140 þús. 
Vélin er 1 cyl. tvígengis, loftkæld, 2,2 hestöfl, 50 cc, 
1 gír með sjálfvirkri kúplingu í olíubaði (sjálfskipt)  
 Fótstart,   
3 lítra bensíntankur, 
Eigin þyngd 34 kg. 
burðarþol c.a. 100 kg.

Ragnar Gunnarsson 
Bílablaðið 1978

21.4.78

Fullgildur í róadrace hvar sem er í Evrópu

Bílablaðið Rabbar stuttlega við Gustaf Þórarinsson

Að þessu sinni er ekki sagt frá neinu ákveðnu mótorhjóli, heldur mótorhjólakappa. Sá heitir Gústaf Þórarinsson og hefur verið búsettur í Svíþjóð í tæp fjögur ár. Hans helzta frístundaiðja er að keppa á mótorhjólum. 

Síðan Gustaf fluttist til svíþjóðar hefur hann æft og æft, og ernú svo komið að hann keppir opinberlega á hjóli sínu - sem er Yamaha 125. Og upp á vasann hefur hann skilríki, sem sanna að hann sé löglegur keppandi í Road Raceing hvar sem er í Evróopu.
Er bílablaðið hitt Gustaf að máli fyrir stuttu sagði hann sínar ekki sléttar. Í síðustu keppni hafði hann náð bezta startinu og haldið foristunni lengst framan af,- eða þar til bremsurnar fóru í lás að framan, svo að hann varð að hætta keppni.  Þetta kvað Gustaf geta komið fyrir, þegar ekki eru til nógir peningar til að skipta um það, sem farið er að slitna eða sjá á að einhverju leyti.
Bílablaðið bað Gustaf Þórarinssin að lýsa í stuttu máli hjólinum, sem hann ekur á.

Gustaf ekur á gulu og rauðu hjóli sem er rækilga merkt Íslenska fánanum á báðum hliðum. Auk þess hefur hann látið sauma fánann í búning sinn. - Þó Gústaf hafi sænsk keppnisréttindi , þá ekur hann sem íslendingur.


Gustaf Þórarinsson


"Hjólið, sem ég nota" sagði Gustaf, "er smíðað sem keppnis hjól, og verður því að vera sem léttast, - vegur ekki nema 80 kg. Það er af Yamaha gerð 125cc og fimm gíra. Það er hægt að þenja þetta hjól hátt í 200kílómetra hraða á beinni braut, svo að það er ekkert grín að detta á hausinn í hita leiksins."

Bílablaðið 1977