21.8.78

Dagblaðskeppni” á mótorhjólum

 



Flogið yfir sandhóla... spyrnt og spólað...

Vel heppnuð hjólreiðakeppni við Sandfell

Um 500 manns horfðu á fyrstu motorcross hjólakeppnina hér á landi, sem fram fór við Sandfell við Þrengslaveg i gær.
    Var þarna keppt í tveimur stærðarflokkum mótorhjóla. Varð hörkukeppni um fyrsta sætið i stærri flokknum en úrslitin í keppni minni hjóla lágu á borðinu frá byrjun, ef svo má segja. Í stærri flokknum voru keppendur niu og luku allir keppni nema einn. 
   Keppt var á þúsund metra braut með alls kyns hólum og beygjum og keppnin þvi engu minni þraut en keppni um sæti. Farnar voru þrjár umferðir, 15 hringir í 1. umferð og 10 hringir í 2. og 3. umferð. 
   Gefnir voru punktar fyrir hverja umferð og punktarnir réðu úrslitum i lokin. 

Úrslit i stærri flokknum, það er hjól með 500 cc vél: 
1. Einar Sverrisson á Yamaha 400 
2. Pétur Þorgrimsson á Montesa 360 
3. Jón Magnússon á Suzuki 370 

Minni flokkinn skipuðu piltar á hjólum með 50 cc vélar
Ellefu keppendur voru í þeim flokki og luku níu keppni. Farnar voru tvær umferðir, 7 hringir i hvorri umferð. 
   Yfirburðasigurvegari varð Jón Baldursson á Hondu SS 50. Annar varð Sveinn Guðmundsson á Casal 50 og i þriðja sæti Tómas Eyjólfsson á Casal 50. 

Allir keppendur voru búnir samkvæmt ströngustu kröfum, með sérstaka hjálma og hökuhlífar. Þá höfðu þeir axlarhlifar og hnjáhlifar. Kom enda ekkert óhapp fyrir neinn keppenda. 

Áhorfendur skemmtu sér vel og hlógu oft þá er keppendur féllu i erfiðum þrautum sinum. Dagblaðið gaf verðlaun til þessarar fyrstu vélhjólakeppni, bikar í hvorum flokki og þrjá verðlaunapeninga i hvorum flokki. ASt.