18.5.78

Er grundvöllur fyrir súper létt vélhjól hér á hjara veraldar?


Það vill hann Karl H.Cooper meina, að minnsta kosti var hann svo trúaður að hann hóf innflutning á slíkum hjólum s.l. sumar, og þótti það mörgum hin mesta bjartsýni.

En viti menn, hvorki meira né minna en 25 hjól seldust á aðeins þremur eða fjórum mánuðum, svo að þegar Karl lét orð falla í þá átt að mér væri velkomið að reynsluaka svona hjóli tók ég því með þökkum, þótt svona apparöt séu ekki í hávegum höfð hjá okkur kraftadellumönnum.

Þegar ég loks lét verða af því að skreppa upp í Mosfellsveit þar sem Karl er með fyrirtæki sitt, tók ég 9 ára gamla dóttur mína með til þess að sannreyna það sem hann hafði sag mér um að hver sem kynni á reiðhjól gæti ekið MALAGUTI vélhjólinu.

 MALAGUTI MOTORIK eru ítölsk framleiðsla og eins og þeirra er von og vísa er hjólið snyrtilega hannað og raunar skratti laglegt hjól.

Ég byrjaði á því að aka hjólinu nokkra hringi og vissulega var það auðvelt í meðförum, þ.e. stigið á startsveifina, snúið upp á bensíngjöfina og þar með er allur galdurinn upp talinn.

MALAGUTi er svo til hljóðlaus. Jafnvægið betra en á reiðhjóli, lítill hlíf er komið fyrir ofan mótorinn sem er
 beint undir fótum mans sem gerir það að verkum að sama og ekkert skvettist á menn
þó ekið sé í vætu, aflið er í algeru lágmarki, en nægir vel til þess að skila manni hvert sem er
innanbæjar, bensíneyðslan er aðeins 2 lítrar pr. 100 km og það eitt ættiað vegkja almenning
til alvarlegrar umhugsunar á þessum síðustu og verstu tímum. (Á myndinni er Elín G Ragnarsdóttir)
Og Karl H. Cooper hafði rétt fyrir sér, stelpan var ekki í nokkrum vandræðum með að handleika MALAGUTI og það var ekki fyrir en eftir fortölur og bölbænir að mér tókst að hafa hana ofan af hjólinu aftur.

Það sem mér þótti mest til koma á MALAGUTI fyrir utan einfaldleikann var það hver breiðir hjólbarðarnir eru undir henni, Því það hlýtur að gera það að verkum að hjólið er vel nothæft  utan malbikssins og einnig í snjó.
------------------------------------------------------------------
Verðið á MALARGUTI MOTORIK er um 135-140 þús. 
Vélin er 1 cyl. tvígengis, loftkæld, 2,2 hestöfl, 50 cc, 
1 gír með sjálfvirkri kúplingu í olíubaði (sjálfskipt)  
 Fótstart,   
3 lítra bensíntankur, 
Eigin þyngd 34 kg. 
burðarþol c.a. 100 kg.

Ragnar Gunnarsson 
Bílablaðið 1978