20.6.70

Bjargar „fíber"- hjálmurínn lífí hans (1962)


Í morgun um klukkan 9 varð alvarlegt bifreiðaslys á Suðurlandsbraut móts við skrifstofubyggíngu   H. Ben. & Co., en þar varð hörkuárekstur milil bifreiðar og vespu-bifhjóls, og er talið næsta líklegt að bifhjólamaðurinn hefði látið Iífið á stundinni ef hann hefði ekki yeríð með hjálm á höfði. 
Eftir því sem lögreglan tjáði Vísi í morgun ar þetta þannig að, að maður að nafni Kristinn Helgason til  heimilis að Básenda 14 var á leið vestur Suðurlandsbraut á vespu-bifhjóli. Þegar hann var um
það bil að komast að mörkum Suðurlandsbrautar og Laugavegar, eða móts við hús nr. 4 við fyrrnefnda götu er Willys-Station bíll ekið þar þvert út á götuna og beint í veg fyrir manninn á bifhjólinu. Skipti það engum togum að bifhjólið lenti á vélarhúsi bílsins með þeim afleiðingum að sá sem á hjólinu var kastaðist í loft upp, yfir vélarhúsið án þess að koma við það og mun hafa flogið í loftinu um 10 metra unz hann skall niður á götuna. Sjúkrabíll og lögregla komu strax á vettvang og var Kristinn fluttur fyrst á slysavarðstofuna og að því búnu í Landakotsspítala, þar eð grunur leikur á að um höfuðkúpubrot kunni að vera að ræða. Var höggið svo mikið að stór dæld kom í hjálminn sem bifhjólsmaðurinn hafði á höfðinu og telur lögreglan nær óhugsandi, að Kristinn væri í tölu lifanda  manna nú ef hann hefði ekki haft hjálminn á höfðinu. Ekki varð þess vart við athugun á slysavarðstofunni að Kristinn væri brotinn, nema — og eins og að framan segir -  að grunur leikur á höfuðkúpubroti vegna einkenna sem komu fram á blæðingu. Var hann því strax fluttur í Landa  kotsspítala þar sem nánari rannsökn fer fram á meiðslum hans. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók
í veg fyrir Kristin, kvaðst hafa séð til ferða hans áður en hann fór út á götuna. Telur hann að Kristinn hafi þá verið í það mikilli fjarlægð að sér hafi verið óhætt að fara út á götuna áður en hann bæri að, Kristinn hljóti því að hafa verið á mikilli ferð. Vespa Kristins er mikið skemmd eftir áreksturinn, en bíllinn lítið sem ekki.
Vísir 20.06.1962

1.4.70

Hjálmurinn bjargaði piltinum

Hjálmurinn bjargaði piltinum tvímælalaust," sögðu sjónarvott ar, sem með skelfingu höfðu horft á pilt á skelli nöðru stingast fram af hjóli síhu beint á höfuðið á götuna, svo að í glumdi.

Pilturinn hafði komið akandi á bifhjóli sínu eftir Suðurlandsbraut Í gærdag um kl. 3, en á móts við hús nr. 4. rann hjólið í bleytu á malbikinu með ofangreindum afleiðingum. Allir, sem til sáu, voru ekki í minnsta vafa um, að pilturinn hlyti að vera stórslasaður. Slíkt högg þyldi enginn á höfuðið.
En ekki aldeilis! Að vísu hruflaðist pilturinn við fallið og hlaut einhverjar skrámur, en í höfðinu kenndi hann sér einskis meins, enda hafði hjálmurinn tekið höggið af.

Pilturinn var fluttur á slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Nákvæmlega á sama stað varð árekstur fyrir átta árum, eða 20. júní 1962, og rákust þá saman bifreið og Vespuhjól, en bifhjólamaðurinn var með öryggishjálm, sem varð honum til lífs, því að hjálmurinn tók höggið af honum. Orkaði það ekki tvímælis um, hve mikil björg manninum var af hjálminum, þvi að stór dæld kom á hjálminn af högginu.- GP. —

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237362&pageId=3232843&lang=is&q=bifhj%F3lama%F0urinn