1.4.70

Hjálmurinn bjargaði piltinum

Hjálmurinn bjargaði piltinum tvímælalaust," sögðu sjónarvott ar, sem með skelfingu höfðu horft á pilt á skelli nöðru stingast fram af hjóli síhu beint á höfuðið á götuna, svo að í glumdi.

Pilturinn hafði komið akandi á bifhjóli sínu eftir Suðurlandsbraut Í gærdag um kl. 3, en á móts við hús nr. 4. rann hjólið í bleytu á malbikinu með ofangreindum afleiðingum. Allir, sem til sáu, voru ekki í minnsta vafa um, að pilturinn hlyti að vera stórslasaður. Slíkt högg þyldi enginn á höfuðið.
En ekki aldeilis! Að vísu hruflaðist pilturinn við fallið og hlaut einhverjar skrámur, en í höfðinu kenndi hann sér einskis meins, enda hafði hjálmurinn tekið höggið af.

Pilturinn var fluttur á slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Nákvæmlega á sama stað varð árekstur fyrir átta árum, eða 20. júní 1962, og rákust þá saman bifreið og Vespuhjól, en bifhjólamaðurinn var með öryggishjálm, sem varð honum til lífs, því að hjálmurinn tók höggið af honum. Orkaði það ekki tvímælis um, hve mikil björg manninum var af hjálminum, þvi að stór dæld kom á hjálminn af högginu.- GP. —

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237362&pageId=3232843&lang=is&q=bifhj%F3lama%F0urinn