1.4.70

Vélhjólakynning í Keflavík

LAUGARDAGINN 7. apríl,1969  kl. 13, verður í Félagsbíói í Keflavík vélhjólakynning á vegum J.C. Suðurnes. Vélhjólaklúbburinn Ernir, sem var stofnaður í vetur, verður kynntur, sýndar verða kvikmyndir um akstur vélhjóla, svo sem keppnisakstur og akstur í umferð eða á víðavangi. Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti ríkisins veitir upplýsingar um öryggisbúnað og þaer reglur sem gilda um vélhjól.
 
Allir munu fá í hendur bækling sem inniheldur almenna umferðarfræðslu. Auk þess sem kynnt verður þjónusta við vélhjólaeigendur, þá munu vélhjólaumboð sýna vöru sína. Þessi vélhjólakynning er eitt af mörgum verkefnum, sem J.C. Suðurnes hefur unnið í vetur undir kjörorðinu
 „Eflum öryggi æskunnar". 
Aðgangseyrir að kynningunni er enginn.

Morgunblaðið 6.4.1969