| Það er Magnús Gíslason, sem er í öllum herklæðum á
skellinöðrunni. Hann er einn af mörgum félögum í Vélhjólaklúbbnum Elding. |
Sagt frá heimsókn í vélhjólaklubbinn ELDINGU sem heldur fundi vikulega
í Golfskálanum í Rvík
ÆSKUFÓLK! Tómstundaiðjan er hafin að nýju. Þannig var byrjun á auglýsingu, sem birtist fyrir skömmu í dagblöðunum. Og við lásum áfram og rákumst á eftirfarandi:
Golfskálinn Vélhjólaklúbburinn Elding, miðvikudag.
Og næsta miðvikudag mætti fréttamaður Fálkans í Golfskálanum. Er komið var að húsinu gaf fyrst að líta rennilegan lögreglubíl og þegar komið var fyrir hornið sást hópur af skellinöðrum. Hér hlaut vélhjólaklúbburinn Elding að vera saman kominn.
| Þrír félagar úr Vélhjólaklúbbnum Eldingu á fundi í Golfskálanum |
| Spilað BOB |
— Hvað eruð þið margir í klúbbnum? — Um 40 strákar á aldrinum 13—17 ára.
— Hvað gerið þið? — Við komum hér saman á miðvikudagskvöldum. Hér eru kenndar umferðarreglurnar, svo kemur hingað maður, sem kennir okkur um vélarnar. í sumar ætlum við í ferðalög, aðallega upp í Rauðhóla, því þar erum vi ð búnir að fá land. Þar ætlum við að gera brautir og fara í kapp og einnig að leysa þrautir — setja upp kubba og svoleiðis.
— Hvað kostar ný skellinaðra? — Svona 16 þúsund. — Það er dýrt, maður. — Einum of mikið. Maður er allt sumarið að vinna fyrir þessu.
| Jón Pálsson,Simon Kjærnsted formaður klúbbsins og Sigurður Águstsson |
— Eruð þið ekki óvinsælir? — Af hverju? — Nú, er ekki svo mikill hávaði í skellinöðrunum?
— Já, svoleiðis. Nei, nei, það er bara fyrst. Annars megum við ekki keyra í hóp — t. d. á rúntinum — þá verður allt vitlaust.
— Hvað komizt þið hraðast? — 70. — Nei, 80, sagði annar. Strákarnir fóru að hlæja. Og einn sagði: Þið komizt kannski á 70 niður brekku! Síðan sættumst við á að yfirleitt færu skellinöðrurnar ekki hraðar en 40—50 km á klst.
| Klúbbmeðlimir Saman komnir |
Og þá var hinu formlega samtali lokið og það sem á vantar skýrum við bezt með myndum.

