5.9.19

Ódýrara að flytja mótorhjól

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að ódýrara sé að flytja mótorhjól embættisins á vögnum en að keyra þau til Keflavíkur, vegna þess hve dýrt sé að leigja þau af embætti Ríkislögreglustjóra. Kílómetragjald á mótorhjóli getur verið allt að 381 króna. Kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kílómetragjalds í kringum heimsókn varaforseta Bandaríkjanna í gær var um ein og hálf milljón króna.
Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra í núverandi mynd. Skipaður hefur verið starfshópur sem á að skoða framtíðarmöguleika í bílamálum lögregluembætta um allt land. Ákvörðunin er sögð hafa verið tekin til að bregðast við óánægju lögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur rekið bílamiðstöð lögreglunnar og borið ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun allra ökutækja lögreglu ásamt öllum búnaði, en lögregluembættin hafa leigt bílana af ríkislögreglustjóra. Alls hefur bílamiðstöðin rekið um 120 ökutæki.
Í fréttum í gær kom fram að lögreglustjórar telji að embætti þeirra hafi verið rukkuð of mikið um árabil og að sú upphæð nemi hundruðum milljóna. Embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem því er hafnað að bílamiðstöðin hafi oftekið gjald sem nemi hundruðum milljóna. Þær tölur séu algjörlega úr lausu lofti gripnar og eigi sér enga stóð.

Hafa ekkert um kostnaðinn að segja

Fréttastofa hefur rætt við forsvarsmenn nokkurra lögregluembætta í dag, sem hafa sagt að hægt sé að spara stórar upphæðir með því að leigja bíla beint af bílaleigum eða kaupa þá frá umboðum, í stað þess að leigja þá hjá bílamiðstöðinni.
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um kostnað embættisins við rekstur ökutækja.
Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu kemur meðal annars fram að embættið þurfi að greiða bílamiðstöðinni frá 321 krónu upp í 381 krónu fyrir hvern ekinn kílómetra á bifhjóli. Til að setja þær tölur í samhengi má nefna að kostnaður embættisins, eingöngu af kílómetragjaldi, í kringum heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í gær, var um ein og hálf milljón, auk bíla sem embættið þurfti að taka á leigu vegna liðsflutninga. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þetta sé kostnaður sem embættið hafi ekkert um að segja enda gefi ríkislögreglustjóri út fyrirmæli til lögreglustjóra um hlutverk þeirra og skyldur í heimsóknum sem þessum.
Ásgeir segir að embættið hafi kannað hvort ódýrara væri að flytja hjólin á vagni til Keflavíkur, í stað þess að keyra þau með tilheyrandi kílómetragjaldi. Niðurstaðan hafi verið sú að töluvert ódýrara hefði verið að flytja hjólin þannig til Keflavíkur, en hætt hafi verið við þar sem því hefði fylgt mikið umstang.
Þá segir Ásgeir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi greitt um 140 milljónir króna í gjöld til bílamiðstöðvarinnar það sem af er ári. Ofan á kílómetragjaldið greiði embættið fast árgjald af ökutækjunum sem nemi 18 prósentum af kostnaðarverði hvers tækis fyrstu fimm árin og 12 prósentum eftir það.
https://www.ruv.is/frett/odyrara-ad-flytja-motorhjol-en-ad-keyra-thau

4.9.19

Myndband af 300km pókerrun Tíunnar í ágúst

Nicholas Björn Mason sauð saman þetta myndband af pókerrun Tíunnar.
Magnað að fara meðfram Hestastóði í Skagafirði sem var alltaf að fælast meira og meira.

3.9.19

Lexmoto mótorhjól.

Skarkali með Lexmoto mótorhjól


Vefverslunin Skarkali.is, sem hefur hingað til sérhæft sig í sölu á Spada-mótorhjólafatnaði, fékk nýverið umboð fyrir sölu á Lexmoto-mótorhjólum á Íslandi. Lexmoto-mótorhjólin eru framleidd í Kína fyrir breska fyrirtækið Llexiter ltd. Fyrirtækið. hefur selt kínversk mótorhjól frá árinu 1997, og því eignast trausta tengiliði hjá kínverskum mótorhjólaframleiðendum. Árið 2009 ákvað Llexiter ltd. að nýta þessi sambönd og láta framleiða fyrir sig mótorhjól undir eigin nafni. Lexmoto hafa verið með söluhæstu hjólum í Bretlandi undanfarin ár, enda búin að geta sér gott orð fyrir áreiðanleika og lágt verð. Einnig hefur Lexmoto unnið til verðlauna í Bretlandi og þar á meðal tvö ár í röð Motocycle franchise of the year, 2018 og 2019.

Yfirbygging í lágmarki 


Lexmoto-hjólin hafa flest 125cc rúmtak og eru A1 ökuprófsskyld, sem er ódýrasta bifhjólaprófið og hægt að eignast frá 17 ára aldri. Þrátt fyrir lítið rúmtak eru þau spræk af stað og geta náð 100-110 km hraða. Þau henta því vel á öllum vegum landsins þar sem einungis er 90 km hámarkshraði á Íslandi. Einnig verða fáanlegar nokkrar 50cc skutlur og skellinöðrur á hagstæðu verði. Öll hjólin koma með tveggja ára ábyrgð. Vefverslunin var opnuð í janúar síðastliðnum en fram til þessa hefur Skarkali selt Spada mótorhjólafatnað. Markmið Skarkala er að halda yfirbyggingu í algjöru lágmarki. Þannig getur verslunin boðið vörur á sérlega hagstæðu verði.

30.8.19

Fyrir 90 árum


KAPPREIÐAR Á BIFHJÓLUM 


Reykjavík, laugardaginn 17. ágúst 1929. 

Veðreiðar hafa löngum verið ein uppáhaldsskemmtun fólks í stórborgunum að sumarlagi, og það hefur þótt „fínt" að eiga
góða veðhlaupahesta. En siðan bifreiðar og bifhjól komu til sögunnar hefir stórum minkað hestahald í stórborgunum, þvi flestum þykir þægilegra og ódýrara að eiga bifreið. Eigi leið á löngu áður en menn fóru að efna til kappaksturs á þessum tækjum og eru þesskonar kappmót nú orðin að kalla daglegur viðburður í flestum stórborgum, og þeir menn sem skara fram úr á mótunum eftirlætisgoð fólksins.

Lifa sumir þessara ökugikkja á þvi að ferðast borg úr borg og aka á bifreið eða bifhjóli. Á myndunum hjer að ofan má sjá kappakstursmenn á slíkum mótum. Er mikill vandi að sitja bifhjólin, því snarpar bugður eru á kappakstursbrautunum. Það kemur eigi ósjaldan fyrir, að slys verða á þessum mótum, ýmist
renna hjólin út undan sjer og keppandinn dettur, eða að tveir keppendar eða fleiri rekast á.


26.8.19

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts 19. október og Haustógleði.




Aðalfundur Tíunnar verður 19 október. nk

Fundarstaður: Mótorhjólasafn Íslands Akureyri

Venjuleg aðalfundarstörf.


Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. (Tillögur Sendist í tian@tian.is)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Tveir aðilar víkja sæti í stjórn í ár,  Jói Rækja og Arnar Kristjáns og vantar okkur því framboð í stjórn.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tian@tian.is og er hægt að kynna viðkomandi á vefnum.. ef óskað er.
(En einnig er hægt er að sækjast eftir því á fundinum.)
Ath. Einungis greiddir Tíufélagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

Um kvöldið verður svo Haustógleðin en hún verður auglýst síðar.
Tíufélagar eru kvattir til að mæta á Aðalfund. Sérstaklega þeir sem búa utan Akureyrar og koma og skemmta sér með okkur um kvöldið.

kv Stjórnin

25.8.19

Pókerrun fór fram í dag.

300 km langt Pókerrun fór fram í dag í þokkalegasta veðri. Ekið var frá Olís á Akureyri en spil voru dregin á Akureyri, Sauðárkrók, Siglufirði , Dalvík og Akureyri.
Svo bauðst öllum að skipta út allt að 3 spilum.
Niðurstaðan var sú að að eini farþeginn í ferðinni sigraði Pókerrunnið með Fullt Hús. Til lukku Linda Diego en hún fékk flottan bikar
og Tíkall í seðlum.
Næst besta höndin var Ásapar, og voru aðrir bara með hunda.

Takk allir sem mættu í Pókerrunið en það skrítna við það var að enginn Akureyringur tók þátt. 2.Reykvíkingar, Ísfirðingur , Bakkfirðingur , og Norðfirðingur. "Norðanmenn" ,,, aðeins að fara minnka jammið það kemur Haustógleði...

17.8.19

Besta geðlyfið

Peter Fonda látinn (Easy Rider)

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Easy Ri­der frá 1969.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bana­mein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabba­meins.

Fonda lék í fjölda kvik­mynda á löng­um ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Ulee's Gold 1997 sem og Gold­en Blobe-verðlaun. Síðar­nefndu verðlaun­in hlaut hann einnig fyr­ir The Passi­on of Ayn Rand 1999.

Fonda var son­ur kvik­mynda­leik­ar­ans Henry Fonda og yngri bróðir kvik­mynda­leik­kon­unn­ar Jane Fonda. Hann var faðir leik­kon­unn­ar Bridget Fonda og leik­ar­ans Just­in Fonda.
Texti :mbl.is