30.8.19

Fyrir 90 árum


KAPPREIÐAR Á BIFHJÓLUM 


Reykjavík, laugardaginn 17. ágúst 1929. 

Veðreiðar hafa löngum verið ein uppáhaldsskemmtun fólks í stórborgunum að sumarlagi, og það hefur þótt „fínt" að eiga
góða veðhlaupahesta. En siðan bifreiðar og bifhjól komu til sögunnar hefir stórum minkað hestahald í stórborgunum, þvi flestum þykir þægilegra og ódýrara að eiga bifreið. Eigi leið á löngu áður en menn fóru að efna til kappaksturs á þessum tækjum og eru þesskonar kappmót nú orðin að kalla daglegur viðburður í flestum stórborgum, og þeir menn sem skara fram úr á mótunum eftirlætisgoð fólksins.

Lifa sumir þessara ökugikkja á þvi að ferðast borg úr borg og aka á bifreið eða bifhjóli. Á myndunum hjer að ofan má sjá kappakstursmenn á slíkum mótum. Er mikill vandi að sitja bifhjólin, því snarpar bugður eru á kappakstursbrautunum. Það kemur eigi ósjaldan fyrir, að slys verða á þessum mótum, ýmist
renna hjólin út undan sjer og keppandinn dettur, eða að tveir keppendar eða fleiri rekast á.