26.8.19

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts 19. október og Haustógleði.




Aðalfundur Tíunnar verður 19 október. nk

Fundarstaður: Mótorhjólasafn Íslands Akureyri

Venjuleg aðalfundarstörf.


Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. (Tillögur Sendist í tian@tian.is)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Tveir aðilar víkja sæti í stjórn í ár,  Jói Rækja og Arnar Kristjáns og vantar okkur því framboð í stjórn.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tian@tian.is og er hægt að kynna viðkomandi á vefnum.. ef óskað er.
(En einnig er hægt er að sækjast eftir því á fundinum.)
Ath. Einungis greiddir Tíufélagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

Um kvöldið verður svo Haustógleðin en hún verður auglýst síðar.
Tíufélagar eru kvattir til að mæta á Aðalfund. Sérstaklega þeir sem búa utan Akureyrar og koma og skemmta sér með okkur um kvöldið.

kv Stjórnin