17.8.19

Peter Fonda látinn (Easy Rider)

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Easy Ri­der frá 1969.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bana­mein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabba­meins.

Fonda lék í fjölda kvik­mynda á löng­um ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Ulee's Gold 1997 sem og Gold­en Blobe-verðlaun. Síðar­nefndu verðlaun­in hlaut hann einnig fyr­ir The Passi­on of Ayn Rand 1999.

Fonda var son­ur kvik­mynda­leik­ar­ans Henry Fonda og yngri bróðir kvik­mynda­leik­kon­unn­ar Jane Fonda. Hann var faðir leik­kon­unn­ar Bridget Fonda og leik­ar­ans Just­in Fonda.
Texti :mbl.is