Bandaríski kvikmyndaleikarinn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Easy Rider frá 1969.
Fram kemur í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph að banamein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabbameins.Fonda lék í fjölda kvikmynda á löngum ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ulee's Gold 1997 sem og Golden Blobe-verðlaun. Síðarnefndu verðlaunin hlaut hann einnig fyrir The Passion of Ayn Rand 1999.
Fonda var sonur kvikmyndaleikarans Henry Fonda og yngri bróðir kvikmyndaleikkonunnar Jane Fonda. Hann var faðir leikkonunnar Bridget Fonda og leikarans Justin Fonda.
Texti :mbl.is